Alþýðublaðið - 01.06.1978, Síða 5
hÍShT Fimmtudagur 1. júní 1978
5
Úr grein eftir Jan Myrdal:
t blaöaviðtali voriö 1952 i
franska vikublaðinu L. Ecran
francais sagöi Charlie Chaplin:
Ég trúi á vald hlátursins og
táranna sem móteitur gegn hatri
og ángist. Góöu kvikmyndinar
bregöa upp mynd af alþjóölegu
tungumáli, þær fullnægju þörfum
mannanna meö gleöi, samúö, og
skilningi. Þær stuöla aö þvi aö
brjóta niður öldur grumsemda og
hræöslu sem ganga yfir heiminn i
dag. Viö höfum gert ailt of marg-
ar kvikmyndir, sem eru án innri
nauðsynjar, fullar af sjúku
kynlifi, styrjöldum, drápum og
óþolinmæöi. Þær gera spennuna i
heiminum ennþá óbæriiegri. Ef
viö bara gætum milli þjóöa skipst
i stórum skömmtum á kvikmynd-
um, sem ekki eru liöur i ofbeldis-
áróöri, heldur tala mál venju-
legra manna og kvenna, þá gæti
þaö orðið liður i aö frelsa heiminn
frá glötun.
Ég álit aö ummæli Chaplins
gildi ekki aðeins um kvikmynd-
irnar, þau gilda um alla list i
heiminum i dag. Lifið getur virst
öfugsnúið og óréttiátt, heimurinn
eign hræsnaranna og ofbeldis-
mannanna, en ef við fjarlægjum
innantómt oröagjálfrið, afhjúp-
um gervivandamálin og getum
skapað einfaldan og raunveru-
legan mannlegan hlátur, tár,
samúð og skilning, þá hjálpum
við manneskjunni að sjá sinn
eiginn heim og sina eigin aðstöðu
skýrar. Þá leggja menn sitt af
mörkum i hinu mikla starfi að
skapa mannlegri heim.
Þetta hefur ekki ætið verið rót-
tækum ljóst. Hatrið gegn þeim
sem hafa kúgað mennina hefur i
raun og veru oft verið hatur gegn
mönnunum og þar með hjálpað til
viö aö halda þeim niðri. A þriðja
áratugnum og i byrjun þess
fjórða var til dæmis uppi mjög
þekktur þýskur listamaður að
nafni George Grosz. Hann var
álitinn og áleit sig sjálfsagt vera
mjög róttækan. Hann afhjúpaði
tillitslaust borgaralega heimsku,
brjálæði, ljótleika og lifnaöar-
hætti. Til að byrja með finnst
manni að myndin af borgaranum
sitjandi við veitingahússborðið
afhjúpi tillitslaust mikið meira en
hún i raun gerir. Þetta er skepna,
viðurstyggilegur ræfill, sem
Grosz hefur teiknað. En ef við
gætum nánar að, uppgötvum við
að það er ekki aðeins borgarinn
sem hann ræðst á, það er
manneskjan. Grosz sýnir
manneskjuna i niðurlægingu
sinni. Uppljóstrun hans er ekki
afhjúpun falskrar menningar,
heldur er hún vonlaus og svartsýn
mynd af manninum.
George Grosz var sjálfur and-
fasisti og þurfti að leggja á flótta
undan fasistunum. Var það and-
inn i þessum teikningum, sem
hefði átt að getað hjálpað þýskum
verkalýö til að ná einingu og sam-
stöðu gegn fasismanum? Var það
þetta viðhorf til manneskjunnar,
sem átti að stilla gegn
manneskjuhatri fasismans?
örugglega ekki. Bilið á milli
manneskjuhaturs fasismans og
manneskjuhaturs Grosz er ekki
breitt. Sá sem leit þannig á lifið
og manneskjuna átti ekki greiðan
aðgang að verkalýðshreyfing-
unni, sem átti heima i SA.
Ég tek Grosz hér sem dæmi
einmitt vegna þess að hann sjálf-
ur var andfasisti og vegna þess að
hann sýnir svart á hvitu bilið á
miili róttækni sem bará er hatur
og orðagjálfur og róttækni
Chaplins, sem er manneskjuleg
og ástrik. Nú situr Grosz i New
York og málar yfirstéttarfólk
meðan hann hrósar sjálfum sér
og lifsþróun sinni. Hatrið varð
ófrjótt.
Þetta andlausa hatur, þessi rót-
tækni, sem aðeins afhjúpar
matargræðgi og velmegunarfitu
mannsins sá ekkert skylt víð þá
menningu, sem verkalýðurinn
vill standa fyrir. Hún er hreint
borgaralegt einkenni. 1 haturs-
fullri sýndarbaráttu sinni gegn
borgaralegum stofnunum verður
hún aöeins i raunveruleikanum
ein af hjálparhellum afturhalds-
stefnunnar. Hún innrætir mann-
fyrirlitingu.
Einnig Chaplin lýsir oft mjög
biturt ljótleikanum, heimskunni,
kjánaskapnum og glæpunum. En
hann lýsir aldrei manneskjunni
sem ljótri, heimskri eða lasta-
fullri. Þvert á móti. Þvi gegnum
allt þetta lætur hann hið
mannlega koma i ljós. Akveðinn
maður getur verið sakhæfur, en
manneskjan sem slik hefur þá
verið svikin.
Það sem við hlæjum að er ekki
heldur þýðingarlaust. Chaplin
benti einu sinni á að það væri
góður grandari ef einhver missti
istopp niður um hálsmálið á
strautklæddri forstjórafrúnni.
Það væri brandari sem sýndi
falskt gildi hennar og
áhorfendurnir hlæju. En ef
istoppurinn hefði runnið niður um
hálsmálið á þreyttri og út-
keyrðri hreingerningakonu, þá
væri það ekki brandari lengur,
það væri slys, sem vekti
meðaumkun. Að lýsa þvi á ein-
hvern hátt væri rangt, það væri
mannfyrirlitning.
Listaverk verður ekki mikiö
vegna þess að linurnar eru falleg-
ar og málið hafi takt. Styrkleiki
listaverksins er háöur þvi hvers
konar áhrif það hefur á
áhorfandann. Hver hefur not fyrir
list sem gerir manneskjuna
óörugga, efablandna, og sem fær
hana tíl aö missa trúna á sjálfa
sig? Svarið er augljóst. Þaö eru
þeir sem hafa mestan áhuga á þvi
að manneskjan sé litilsmegnug,
viljalaus og framtakslaus. Lista-
verk sem aftur á móti fær
manneskjuna að sjá skýrar og
berjast ákveðið fyrir markmiðum
sinum, er listaverk sem þjónar
fólkinu, þjónar verkalýðnum og
framtiðinni.
Það er stundum sagt að slik
afstaöa þrengi stakk listamanns-
ins og listarinnar. Það er algengt
að menningarróttæk borgaraleg
timarit máli ógnarmynd af
einkennisbúnum, leiðinlegum og
þreytandi bókmenntum. Þessi
mynd er vissulega röng. Leiðin-
leg og þreytandi bók getur aldrei
veriö tyrfið listaverk og list sem
gengur út frá styrkleika og stærð
mannsins er langt frá þvi að vera
einhæf og bragðlaus. Listræn
starfsemi spannar feykilega stórt
svæði: Stórviðburðir og hvers-
dagsviðburðir, gleöi og sorg,
hamingja og þjáning, sögur og
Ijóð, allt er þetta mannlegt og allt
verður að tjá. Að gráta og siðan
hlæja gegnum tárin að myndum
Chaplins, að reyna sigur lifsins og
félaganna yfir dauðanum með
Josef Kjellgren (sænskt alþýðu-
skáld) er jafn mikilvægt og að
flissa yfir Svæk og verða hrærður
af Strindberg. Allt þetta hjálpar
okkur að sjá skýrar og þekkja
betur þann heim sem við lifum i.
Hið mikla hlutverk verkalýðs-
stéttarinnar er að leiða þróunina
inn á nýjar og hærri brautir og
frelsa sjálfa sig og þar með frelsa
aöra og koma á fót þjóðfélagi þar
sem mennirnir eru vingjarnlegir
og hjálpsamir i staðinn fyrir
þau þjóðfélög þar sem mennirnir
eru arðræningjar og arðrændir
kúgarar og kúgaðir.
Baráttan hefur verið hörð og
löng, örugglega lengri og harðari
en frumherjarnir bjuggust viö,
þegar i dag hafa barnabarnabörn
þeirra haldið út i atvinnulifið. En
það er engin ástæða til að vera
vonlaus. Það hefur mikið unnist
og ennþá meir á eftir að vinnast
og hið sögulega þróunarferli sem
breyta skal heimi yfirsáta og
undirsáta i mannlegan heim tek-
ur meir en einn dag eða eina
kynslóð.
Sú menning sem verkalýös-
stéttin vil gefa þýðingu og
innihald er þvi ekki takmarkað
hugtak á við yfirstéttarmenningu
eða almúgalist. 011 sú list sem
hefur manninn og raunveruleik-
ann sem takmark þjónar i vorum
heimi markmiðum verkalýðs-
stéttarinnar. Hins vegar er öll sú
list og allar þær menningarað-
gerðir sem eru fjandsamlegar
manninum og niðurlægja hann
einnig fjandsamleg verkalýðs-
stéttinni.
Raunverulegi mælikvarðinn,
bæði i listsköpun og listrýni
verður þvi: Er þetta fyrir
manneskjuna? Verndar þetta
manngildið og hjálpar henni til að
sjá skýrar?
(Þýtt úr grein eftir Jan Myrdal:
Det manskliqa och det radikala)
HKJ RÚTTÆKA OG
HIÐ MANNLEGA
,,Hið mikla hlutverk verkalýðsstéttarinnar er
að leiða þróunina inn á nýjar og hærri brautir og
frelsa sjálfa sig og þar með frelsa aðra og koma
á fót þjóðfélagi, þar sem mennirnir eru vin-
gjarnlegir og hjálpsamir, i staðinn fyrir þau
þjóðfélög, þar sem mennirnir eru arðræningjar
og arðrændir, kúgarar og kúgaðir.”
Reykjavík „lifandi”
ir fjör 1 torginu
að ihlutan borgaryfirvalda. Það
voru þeir Hörður Agústsson list-
málari og Þorsteinn Gunnarsson
sem leystu það verk af hendi. í
greinargérð með könnuninni seg-
ir: „Að svipmót borga taki hæg-
fara breytingum og borgarmynd-
in beri keim af tilurð sinni og þró-
unarsögu eru viðurkenndir æski-
legir þættir I nútima borgarskipu-
lagi”. Niðurstöður könnunarinn-
ar voru lagðir fyrir borgarráð
1970, en hlutu ekki formlegt sam-
þykki þar. Byggingarnefnd og
skipulagsnefnd borgarinnar
munu þó eitthvaö hafa stuðzt við
þessa könnun við afgreiðslu
mála.
Timburhús faliegri
en steinkumbaldar
Þá er einnig ráðist harkalega
að þvi sjónarmiöi, að öll timbur-
hús séu ónýt og ekkert annað við
þau að gera en bara jafna þau við
jörðu. Bent er á það að þessi hús
eru lifandi merki þess lifs sem
þar hefur þrifizt mjnnismerki lið
ins tima og oft mjög falleg, en það
sama er þvi miður ekki hægt að
segja um þá steinkumbalda sem
veriö er að hrófla upp út um alla
borg.
Erlendis er það sjónarmið að
verða alls ráðandi að verndun
gamalla hverfa eigi að vera liður
i allri skipulagsgerð, að sögn Ro-
berts Egevang sem kom hér til
þess að kynna okkur húsverndar-
mál i Danmörku. Egevang þessi
er forstöðumaður húsverndar-
deildar danska þjóðminjasafns-
ins.
Frakkastfgur 12
Islendingar virðast sum sé vera
að ranka við sér, og ekki bara
Reykvikingar, heldur menn út
um allt land. Akureyringar eru að
átta sig á þvi, að „sjarmi” bæjar-
ins er ekki sist að þakka gömlum
timburhúsum sem þar standa. Og
á Seyðisfirði og Sauðárkróki er
fyrirhugaður húsakannanir.
Það er fleira i
umhverfinu en hús
1 borgum eru það ekki bar húsin
sem þarf að gæta aö, það þurfa að
vera góð útivistarsvæði i hverrri
borg, fyrir þá ibúa sem þar búa. 1
blaðinu er minnt á mikilvægi þess
og bent á að friða þurfi Elliðaár-
svæöið allt frá sjó og upp aö
Elliðaárvatni til þess að sjá
Reykvikingum fyrir óspjallaðri
náttúru, þar sem þeir geta dvalist
i fristundum sinum.
Það er vist óhætt að taka undir
það. Grænu skikarnir i borginni
Sufturgata 7
eru ekki svo margir þrátt fyrir
„Grænu byltinguna” borgarstjór-
ans fyrrverandi.
Vonandi nær þetta blað út til
sem allra flestra og veki menn til
umhugsuhar. Þaö þurfa allir að
taka höndum saman og vinna að
þvi að gera þetta land sem allra
byggilegast og fallegast og mögu-
leikarnir eru fyrir hendi, það er
bara að kunna að notfæra sér þá.
EI.