Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 7
{{pS1' Fimmtudagur 1. júní 1978 l Eiturlyfjaleit í Kristjaníu: Kvenfélag Alþýðuflokksins Akureyri Aðalfundur verður haldinn að Strandgötu 9, 2. hæð, laug- ardaginn 2. júni nk. kl. 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Stjórnin. Reykjavík: Kosningamiðstöð A-listans er i Túngötu 6. Þar er aðstoðað við utankjörstaðakosningu, tekið við upplýsingum um bila á kjördag, þar eru miðar i kosningahappdrætti seldir og margvisleg aðstoð veitt. Helztu slmanúmer eru: 22906, 22957, 23015, 22756 og 22869. Simi flokks- skrifstof- unnar i Reykjavik er 2-92-44 Frá Kristjaniu Ekkert einasta gramm fannst! — Kristjaniubúar sjálfir í herferð gegn eiturlyfjum I siðustu viku gerði lög- reglan i Kaupmannahöfn „eiturlyfjarassíu" i hverf- inu Kristjaniu/ sem sumir nefna frekar sérstakt samfélag, eða riki innan landamerkja Möggu drottningar. ónafngreind- ur ibúi i Kristjaniu hringdi til lögreglunnar og lét vita af hugsanlegum fíkniefna- flutningum inn í „ríkið". Lögreglan fór á stúfana og leitaði í dyrum og dyngj- um, handtók 40 íbúa Kristjaníu, en fann ekkert einasta grámm af vafa- sömum efnum! Þykir þetta ekki styðja framburð margra „betri borgara" Danmerkur og orð sem fer af Kristjaniu viða erlendis. Þar er viðkvæðið venju- lega það, að Kristjanía sé hin argasta dópistanýlenda og sóðabæli. Um kl. 6 að morgni gerðu 50 lag- anna verðir innrás i Kristjaniu. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði, eins og fyrr segir. Kristjaniubúi einn sagði við blaðamann Aktúelt að enginn ibúi hafi hringt til lög- reglunnar. Hún hafi komið fyrst og fremst vegna greinar i blaði fyrir skömmu. Þar var sagt frá r I HREINSKILNI SAGT Þvi fylgja allar góðar óskir Viðsjár talnanna Auðsætt er, að stjórnarflokk- unum svfður sárt niðurstaöa af byggðakosningunum og þá auð- vitað sérstaklega ihaldinu i Reykjavik. Hafin er nú á siðum Moggans margbrotin reiknings- list, eflaust til að sanna, aö i- haldið sé nú alls ekki dautt úr öllum æðum! Enginn bjóst nú reyndar við þvi, enda þarf nær aö ganga oft- ast, til þess að kveða niöur gamla og rótgróna drauga. Þar er Þorgeirsboli og ýmsir Mórar og skottur gleggst vitni um! En það er nokkuð athyglis- vert, að verulega er forðast, að minnast á úrslitin 1974. Má um það segja, að öðruvisi brá áður. í túlkun flokksins þá, var ekki talinn mikill vafi leika á, að sá ótrúlegi f jöldi, sem þeir fengu af atkvæðum væri endanlega kom- inn inn fyrir túngarð Sjálf- stæðismanna. Skoðað i þessu ljósi, verður að segja, að „heið- arleikinn” i túlkunum sé að minnstakosti teygður fram á fremstu grös! Ef það á að vera unnt að túlka sveiflur i atkvæðamagni sem gifurlegan sigur við óvænta at- kvæðaaukningu, er hætt við, að túlka verði fráhvarf á svipaða lund! Þó tsiendingar hafi löngum verið hneigðari til „human- iskra” fræða en raunvisinda, höfum viðsamt átt ýmsa vel lið- tæka i reikningslist, sem Sölvi Helgason er óljúgfrótt vitni um! Að eigin sögn, tókst honum að reikna barn i eina danska kvinnu, og hefur hann þar gert fullt svo vel og ihaldið i Reykja- vik i þetta sinn, þar sem þvl mistókst að reikna nóg af börn- um I borgarstjórnarframboðið. - Semsagt, tölur eru viðsjár- verður hlutur i ómildra hönd- um! Framsókarflokkurinn virð- ist, i túlkun Þórarins Þórarins- sonar, hafa hætt sér út á nokkuð hálan is. Þaöer ætið nokkuð við- sjárvert, aö ætla sér að skrifa sögu af náinni fortiö og nútið. Venjulega er bezt að geyma slikt, þar til fleiri kurl eru kom- in til grafar. Auðvitað kann að skipta öðru máli um hinn gam- alkunna Timasannleik, en aðra tegund af sannfræði. En hvað sem um það er aö tala, sýnist það vera nokkuð djarft, að draga sérstaklega fram hlut formanns Framsóknarflokksins i stjórnarmyndun Geirs Hall- grimssonar! Sagan, sýnist ekki vera likleg til— eins og nú standa sakir-aö meta þá stjórnarmyndun neitt sérstakt happaverk! Burtséö frá þvi, að það er nú ekki i stór- mannlegra lagi, að aðrir þurfi að puða i þvi að mynda stjórn- ina fyrir formann stóra flokks- ins, þegar honum hefur sjálfum mistekizt, hefur svo reynslan ekki verið sérlega jákvæð af þeirri „vetrarhjálp”. Viðurkenna skal, að Fram- sóknarflokkurinn er nú i svip- uöu ástandi eins og selamóðirin foröum. Hann burðast nú með „sjö börn i sjó, og sjö á landi”. Fleirum en þessari tvennu hefur staðið vandi af slikri „ást”! Hitt er tvimælalaust, aö landsmenn eiga að geta fagnað þvi, að borgarfulltrúi flokksins i Reykjavik hefur áunnið sér sess sem traustur maöur og alls ólik- legur til þess, að láta venjuleg- an hringlanda flokksins ráða ferðum og gerðum sinum. f Sama máli gildir auðvitað um hugsanleg bliömæli ihaldsins, enda er hann nógu lifsreyndur til að vita, að þó hann ætti kost á að'slást I þann hóp, yröi litiö á hann sem „svarta barnið” þar. Vissulega mun reyna veru- lega á þolrifin i þeim meiri- hluta, sem bókstaflega allir landsmenn telja eðlilegt, að nú verði myndaður um borgar- stjórnina i Reykjavlk. Auðvitað má gera ráð fyrir, að Mogginn og allir hans fylgi fiskar láti ekki úr hömlu drag- ast, aö veifa hinni fornu vofu kommúnismans að höfði Al- þýðubandalagsins. Hinsvegar á nú Alþýðubandalagið kjörleik. Undanfarið hefur þvi verið hampað, að flokkurinn hafi skil- ið við hina rússnesku forsjá og hugmyndir um alræði öreig- anna með meiru. Nú gefst kost- ur á að sannreyna þær fullyrð- ingar fyrir opnum tjöldum. Komi það i ljós — sem viss- ulega verður að bera fullt traust til á þessu stigi málsins ætti að mega vænta þess, að nú sé tim- inn kominn, aö launastéttir landsins gangi ekki til lengdar fram héðanaf i mörgum strið- andi fylkingum. Sú harmsaga veröur ekki rif j- uð hér upp, en lok hennar ættu að vera i sjónmáli. Hin fornu sárindi milli eldri manna ættu að geta horfið hljóðalitið — án allrar eftirsjár — enda er nú á ný kynslóð tekin við, eða að taka við. Vandi hennar er yissulega umtalsverður, og þaö væri frá- leitt smjaður, að halda þvi fram, að þetta unga fólk sé eða verði þess umkomið að leysa alla hnúta á allra farsælasta hátt hverju sinni. Samt eigum við -hin eldri-að geta alið vonir um, að þvi takist á margan hátt betur, enda væri aukin upplýsing til mæsta litils, ef svo yrði ekki. Eitt má unga fólkið okkar vera sannfært um. Allar góðar óskir fylgja því á veg út i barátt- una. Oddur A. Sigurjónsson þvi að Kristjaníumenn sjálfir skipulegðu nú baráttu gegn fikni- efnaneyslu og fikniefnadreifingu innan „landamæranna” og að það setti á svartan lista alla þá sem verzluðu með fikniefni i fririkinu. — En ef einhver i Kristjaníu hefur hvatt lögregluna til að koma hingað, þá hefur sá hinn sami valið skrattans óheppilegan tima. Kristjania er nefnilega „þurr bær”, enda fannst hér ekki svo mikið sem eitt gramm af dópi, sagði Kristjaniubúinn. Erum einfær með löggæslu — Þar að auki höfum við ekki áhuga á að njóta aðstoöar lög- reglunnar i baráttunni gegn flkni- efnum. Þaö erum við einfær um sjálf. En það er lögreglunni mjög að skapi að búa til móthverfur meðal ibúanna hérna. Núna gengur helmingur ibúanna um og grunar hinn helminginn um eitt- hvað óhreint. Þó að þeir handteknu Kristjaniubúar hafi reynst alsak- lausir af ákæru um fíkniefnasölu þá notaði lögreglan tækifærið og fór niður i saumana á öörum þátt- um i verkum þeirra. Einn var fluttur til Finnlands, þar sem hann skuldar yfirvöldum 10 mánaða setu i steininum fyrir ill- virki. Annar lenti inni i sjö daga fyrir þjófnað. Stúlka ein útlend reyndist ekki hafa fullgild leyfi fyrir Danmerkurdvöl og var kyrrsett. Þjóðverji nokkur var handtekinn fyrir að kvikmynda lögregluna við störf sin. Það var i sjálfu sér löglegt en löggan hafði áhuga á sjálfri kvikmyndavélinni sem var mikil og fin. Henni var stolið fyrir ári siðan og Þjóðverj- inn fer i steininn fyrir vikið. Þá fann lögreglan talsvert magn af vopnum i húsum i Kristjaniu. Ekki reyndist þar þó vera um að ræöa ólöglega vopna- eign. Aukin fikniefnaneysla — fleiri glæpir. Frá Kaupmannahöfn berast einnig þær fréttir að mikil aukn- ing sé i innbrotum á einkaheimili iDanmörku. Helstu orsakir þessa eru sagðar tengdar fikniefna- neyzlu. Sama saga er sögð frá Sviþjóð. Einstaklingar tapa verð- mætum til þjófanna en i Sviþjóð hefur þjófunum lika tekizt að koma á hausinn nokkrum einka- tryggingafélögum sem selt hafa tryggingar fyrir bilþjófnaði og þjófnaði úr ibúðum. — Við vitum ekki hvort alfarið er hægt að kenna hér um fikni- efnanotkun en við vitum að i Dan- mörku eru um 4.000 forfallnir fikniefnaneytendur semeru i þörf fyrir daglegan skammt. Hver um sig þarf 1.000 danskar krónur (45.000 isl. kr) til fikniefnakaupa á hverjum degi eða alls 4 milljónir D. kr. á dag. Sumt fjár- magnar fólkið með þvi að selja sjálft fikniefni, einnig stelur það úr stóru vöruhúsunum. — En jafnvel að frádregnum þessum fjáröflunarleiðum, þá er enn eftir mikil þörf á peningum og það er gjarnan leyst með inn- broti. En vegna strangari öryggisgæslu i verzlunum siðustu árin þá hefur reynst erfiðara og erfiðara að hnuplaiþeim og m.a. þess vegna fjölgar innbrotum. — Við getum ekki ráðlagt fólki neitt betra en það að passa betur eigur sinar og setja upp þjófa- bjöllukerfi á heimilum sinum sagði talsmaöur lögreglunnar viö Aktúelt. Frá Garðyrkjuskóla ríkisins Umsóknir um skóiavist þurfa að berast fyrir 10. júni næstkomandi. Skólastjóri Phi%Ut% lil* Grensásvegi 7 Sfmi 82655. (& IVfOTOfíOLA Alternatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuöuvélar. Ilaukur og Ólafur h. . Armúla 32 —Simi 3-77-00. Au.c^seo(W! AUGLYSiNGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíla- stödin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.