Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1
Stuðningsfólk A-listans í Reykjavík! Sjálfboðaliöa vantar til starfa á kosningamið- stöðinni Túngötu 6 Reykjavik. Okkur vantar aðstoð við dreifingu og fjöldamargt annað. Hafið samband við kosningamiðstöðina nú þegar. Hringið i sima 22906, 22957, 23015 eða 22869. Kosningastjórn A-listans i Reykjavik. KOSIÐ VERÐUR UM EFNAHAGSÖNGÞVEITIÐ — fjórir þættir baráttumála A-listans Alþýðuf lokkurinn hef ur endurnýjað sig fyrir þessar kosningar. Hann fók upp nýja og f jölmennari for- ystusveit. Hann sefti sér vandlega unna og nýja stefnuskrá með harðri þjóðfélagsgagnrýni. Hann tók sér rósina og hnefann sem nýtt flokksmerki. Hann býður fram f jölda ungra þingmannsefna með nýjar hugmyndir, ný viðhorf. Stefnu Alþýðuf lokksins í alþingiskosningunum, sem fram fara annan sunnudag, má draga saman í f jögur meginatriði, sem munu skipta sköpum, ef flokkurinn fær— með dómi kjósenda — tækifæri til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar. Hin f jögur meginatriði eru þessi: 1) Efnahag þjóðarinnar á réttan kjöl. Um þetta hefur flokkurinn gefið út 10 stefnuatriði og dreift umallt land. Þar er snert á þeim meginþáttum, sem til þarf, en mestu skiptir launasáttmáli — það er samstarf milli ríkisvalds og aðilja vinnumarkaðsins um allt, sem gert verður. 2) Aukið jafnrétti og lýðræði í islenzku þjóðfélagi. Engir hafa dregið eins vel fram sérréttindi og mis- rétti i íslenzku þjóðfélagi, og vaxandi verðbólguspill- ingu, sem hinir ungu f rambjóðendur Alþýðuf lokksins. Verðbólgan magnar misréttið, skattsvikin eru mikil og verða að hverfa. Atvinnulýðræði, starfsumhverf i og jafnrétti kvenna í raun eru mikil baráttumál. Gæt- um gamla fólksins og öryrkjanna. Jöfnum lífeyris- sjóðina. 3) Ný stjórnarskrá — réttlátt stjórnkerfi. Það er hneyksli, að ekki skuli hafa verið sett ný stjórnarskrá f yrir lýðveldið ísland í 34 ár, heldur notast við 19. ald- ar forngrip. Atkvæðisréttur er mannréttindi. Kosn- inganjósnir og skýrzluhald flokkanna um skoðanir fólks verður að afnema. Alþingi verður að bæta starfsháttu sína og ef la völd sín og virðing. Prófkjör eða röðun á lista verður að gera kjör persónulegra. 4) Raunhæf, óbreytt öryggisstef na. Alþýðuf lokkurinn telur ekki tima kominn til að senda varnarliðið burt og mun ekki verzla með öryggismál þjóðarinnar fyrir ráðherrastóla (sjá leiðara). íslendingar verða að fylgja raunhæfu mati á aðstæðum í nútíma valdataf li risavelda, ekki óraunhæfum draumórum. ísland á að styðja fátækar þjóðir til frelsis og bjargálna. Island hef ur síðan núverandi flokkakerfi myndaðist fylgteins konar samsteypu-kerfi, og hafa allir flokk- ar, sem máli skipta, setið í samsteypustjórnum með öllum öðrum. Nú virðist vera vandi framundan, og verður þjóðin aðútkljá hann i alþingiskosningunum. Alþýðuf lokkur- inn hef ur jafnan reynzt vera f lokkur, sem gat stuðlað að heilbrigðum stjórnarháttum með þátttöku sinni í rikisstjórnum. Miklar breytingar hafa nú orðið í liði Alþýðuf lokks- ins. Þær breyta ekki eðli f lokksins að vera ábyrgurog leita eftir árangri í samsteypustjórnum. TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN! 17. Á morgun er 17. júní, þjóðhátíðardagur islend- inga. Þá er minnzt fæð- ingar íslenzkrar frelsis- hetju, Jóns Sigurðssonar, sem fæddist að Eyri við Arnarf jörð þann dag árið 1811. Alþýðubtaðið óskar landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleði- legrar þjóðhátíðar. Þessi þjóðhátíð fer fram við nokkuð óvenjulegar að- stæður. Kosningar til al- þingis standa fyrir dyr- um. I landinu hefur setið ríkisstjórn sem ber á- byrgð á óðaverðbólgu svo langvarandi að efnahags- kerfi landsmanna er gegnumsjúkt. Efnahags- ■ / / jum leg óreiða af öllu tagi er svo mikil, að þess eru ekki dæmi fyrr í íslenzkri sögu. Kjaradeilur hafa magnazt, ekki vegna neinnar frekju launþega, heidur vegna þess að ó- stjórnin er megn. Eftir rúma viku verður kosið um það, hvort þessi stjórnarstefna á að vera áfram,eða hvort við eig- um aö breyta til. Og ef við breytum til, eigum við að gera það i átt til lýðræðis og jafnaðar, eða í átt til þröngsýni og yfirboða. Ástandið er alvarlegt. Samt á að vera létt yfir þjóðhátíð, og þess vegna óskar Alþýðublaðið is- lendingum öllum... A-lista Kosningamiðstöö Al- þýöuflokksins i Reykjavlk er aö Tiíngötu 6 I Reykjavik. Kosningastarf er þar i fullum gangi. Viö fullyrðum aö aldrei hefur komiö jafn mikiö af ungu og nýju fólki til aö starfa fyrir listann. En starfiö er mikið og okkur vantar alltaf fólk. Kosn- ingamiöstööin er opin frá þvi snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin. Þaö er mikiö verk aö vinna fyrir sérhverja hönd, og árangurinn er undir þvikominn.aöenginn liggi á liöi sinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.