Alþýðublaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 2. desember 1978
J alþýði blaðið I-
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. , Askriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur i lausasölu.
Verðbólguflokkarnir
Fyrir kosningar siðast liðið vor töluðu Alþýðu-
flokksmenn gjarnan um Kröfluflokkana þrjá, Sjálf-
stæðisflokk, Alþýðubandalag og Framsóknarflokk.
Þetta voru flokkarnir sem samanlagt báru ábyrgð á
Kröfluhneykslinu, vafasamri fjármálasögu þess
ævintýris og miljarða verðlausri fjárfestingu, sem
þjóðin situr nú uppi með og hefur stórkostlega rýrt
lifskjör i landinu. Kröfluflokkarnir bera þunga
ábyrgð. Það veit þjóðin nú. Það var ekki hlustað á
gagnrýni Alþýðuflokksins, en ihald, kommar og
Framsókn óðu áfram út i fenið. Það var samtrygg-
ingin i verki.
Kjósendur reyndust hafa aðrar skoðanir en tals-
menn kröfluflokkanna. Það sýndu kosningaúrslitin i
vor.
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur eru ekki aðeins Kröfluflokkar. Þeir
eru lika verðbólguflokkar. Raunverulega greinir
þessa flokka ekki á um markmið i verðbólgumál-
um. Ráðandi forustumenn i þessum flokkum eru
orðnir svo mosagrónir i verðbólguhagsmunum og
verðbólguhugsunarhætti, að ekki er óliklegt að það
þurfi enn meira átak, enn meiri kosningasigur
Alþýðuflokks til þess að vinna bug á verðbólgu-
vandanum.
Þessir flokkar eru allir á bólakafi i fyrirgreiðslu-
netinu. Það eru þeirra hagsmunir að lán séu látin af
hendi langt undir kostnaðarverði, að pólitiskir vinir
fái pólitiskan greiða. Allir bankarnir og allt sjóða-
kerfið er ekki pólitiskt nothæft, nema þetta sé i leið-
inni pólitiskt styrkjakerfi.
Verðbólguflokkarnir syngja hver með sinu nefi.
Lúðvik Jósefsson og Alþýðubandalagið stefna
markvisst að enn lægri vöxtum, enn meiri pólitisk-
um greiðum án þess að hafa nokkurn sjáanlegan
áhuga á þvi að rái ast gegn verðbólgunni. Þeir af-
neita einföldustu sannindum hagfræði, þeir hafa
ekki áhyggjur af þvi, þó efnahagsvandinn sé leystur
með þvi einu að Seðlabankinn prenti peninga.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki pólitiskar
skoðanir aðrar en þær að vernda þrönga hagsmuni
með öllum tiltækum ráðum. Þeir færa umbjóðend-
um sinum verðbólgugróða i gegnum lána- og
styrkjakerfi. Að öðru leyti er Framsóknarflokkur-
inn ópólitiskur.
Sjálfstæðisflokkurinn er forustulaus og þverklof-
inn. Hann er bæði með verðbólgu og á móti. Hann er
með launahækkunum, en hann er lika meðmæltur
kjaraskerðingu. Formaður flokksins og hið sér-
kennilega Morgunblað vilja hafast að i vaxtamál-
um, meðan helzti skuldabrallari þingflokksins, ævi-
ráðinn bitlingaúthlutari i Framkvæmdastofnun,
Sverrir Hermannsson, er á móti raunvöxtum. Svo
mun vera um fleiri skuldabrallara i þessum marg-
brotna þinglokki.
Sannleikurinn er auðvitað einfaldlega sá, að for-
ustumenn flokka eru meira og minna allir svo
margflæktir i verðbólguhagsmuni, að þeir eru ófær-
ir um að takast á við vandann. Það er ljóst af bráða-
birgðaráðstöfunum rikisstjómarinnar, að þar er
aðeins tekið á næstu þremur mánuðum og allt i
óvissu með framhaldið. Alþýðubandalag og Fram-
sókn féllust ekki á tillögur Alþýðuflokksins um áætl-
un til langs tima. Þeir þorðu ekki. Sjálfstæðisflokk-
urinn er þverklofinn, forustulaus og gagnslaus.
Verðbólguflokkarnir þrir hafa sömu skoðanir á
efnahagsmálum og þeir höfðu á Kröflu. Þeir em að
gera þjóðfélagið allt að allsherjar Kröfluævintýri.
Verðbólguflokkarnir þrir eru efnahagslifi þjóðar-
innar hættulegir. Skuldabrallarar hrifast af verð-
bólguflokkunum þremur. En allur almenningur veit
betur og betur hverjir eru raunverulegir og heiðar-
legir hagsmunir til langs tima. _VG
Kristján Pétursson, deildarstjóri skrifar:
RANGLAT SKATTALÖG
VERNDA STÓREIGNAMENN
Alþýðubandalagið verður að skilja að tekjuskatturinn er ranglátur launþegaskattur
ólafur Ragnar
Grimsson, alþingis-
maður lagði nýverið
fram á alþingi tillögu
til þingsályktunar um
að skipuð verði sérstök
rannsóknarnefnd til að
athuga rekstur og
rekstrarform Flugleiða
h.f. og Eimskipafélags-
ins með tilliti til ein-
okunaraðstöðu, sem
þessi félög hafa hér á
landi. Sjálfsagt er þessi
tillaga timabær og
áhugaverð, en gjarnan
hefðu þá fleiri fyrir-
tæki mátt fylgja með
eins og t.d. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna,
StS, íslenskir Aðal-
verktakar o.fl.
Ólafur byggir væntanlega til-
lögu sina á 39. gr. stjórnar-
skrárinnar, en samkvæmt henni
getur hvor þingdeild skipab
nefndir þingmanna til a& rann-
saka mikilvæg mál er almenn-
ing varöa. Megi veita nefndum
þessum rétttil aö heimta skýrs-
lur, munnlega eöa bréflega,
bæöi af embættismön'num og
einstaklingum.
Gögnum leynt
Þaö er auövelt aö biöja un^
rannsóknir i ýmsum efnum, en
oft vill þaö veröa svo, aö viö-
komandi fyrirtæki eöa einstak-
lingar geta leynt ýmsum veiga-
miklum gögnum þrátt fyrir
samþykkta og endurskoöaöa
reikninga.
Engu skal um þaö spáö hér
hvaöa framkvæmd slik rann-
sókn fær, en reynsla okkar
tslendinga er ekki gæfuleg af
rannsóknum stærri fyrirtækja.
Hætt er viö aö þessi rannsókn
veröi meirháttar pólitiskur
skollaleikur, þar sem rann-
sóknarnefndin veröi meira eöa
minna bundin viö yfirlestur á
skýrslum um rekstarform þess-
ara ættjaröarfélag- og lif-
tryggingu frjálsrar verslunar i
landinu, eins og Óttar Möller,
forstjóri Eimskipafélagsins
kemst aö oröi i Morgunblaöinu
27. október s.l.
Heilbrigt
dómsmálalkerfi
Ef ætlunin er aö rannsaka
rekstarform og uppbyggingu
þessara fyrirtækja i alvöru þarf
mikla einbeytni, skipulag og
hörku til. Fagurgali samfara
pólitfskum loddaraleik má sin
litils, aöeins staöreyndir upp-
byggöar af óyggjandi sönnunar-
gögnum er þaö sem dugar til,
ásamt heilbriögu dómsmála-
kerfi.
Alþingi hafi
rannnsóknarheimild
Sérstakar rannsóknarnefndir,
sem kunna aö veröa skipaöar af
alþingi eöa einstökum ráöu-
neytum geta i langfiestum til-
vikum aöeins beöiö um gögn, en
hafa ekki rannsóknarheimild til
aö sannprófá hvort viökomandi
gögn og upplýsingar eigi viö rök
aö styöjast, nema i afmörkuö-
um tilvikum. Hiö ófullkomna,
seinvirka aö þvi er viröist hlut-
dræga dómsvald er ekki liklegt
til aöveröa slikum rannsóknar-
nefndum aö liöi, enda veröur aö
liggja fyrir rökstuddur grunur
um meint brot, svo að rikissak-
sóknari hefjist handa, ekki er
liklegt aö hans embætti gerist
frumkvæöisaöili aö slíkum
rannsóknum eins og lög gera þó
ráö fyrir.
Þaö er þvi afar hætt viö þvi,
Ólafur minn, aö ársskýrslur
umræddra féiaga veröi kvöld-
lestur fram til jóla a.m.k. Þar
færöu aö lesa ættjaröarþulur
Óttars Möllers um óskabarn
þjóöarinnar Eimskipafélag
Islands og um Flugleiöir hf.,
sem engu þarf aö leyna,opnasta
félag á Islandi eins og forstjóri
þess Siguröur Helgason segir I
Visi 23. október s.l.
Hvað getur máttvana
dómsmálakerfi
Vitað er aö stórátök eru fram-
undan m.a. I verðbólgumálum,
skatta- og vi&skiptamálum.
, Margar mikilvægar laga-
breytingar eru framundan i
þessum efnum, en hverum
dettur i alvöru 1 hug aö
máttvana pólitiskt dómsmála-
kerfi geti framfylgt slikum
laga- og reglugeröarbreyting-
um ef á þarf aö halda.
Rétt er aö leggja höfuöáherslu
á þá einföldu en alvarlegu staö-
reynd aö viö getum ekki lækkaö
veröbólguófreskjuna, né ólög-
mæta viöskiptahætti, fjársvika-
eöa skattalagabrot, tolla- og
gjaldeyrislagabrot og fikniefna-
brot nema aö gjörbreyta um
stefnu i dómsmálum.
Sjálfstætt og vel skipulagt
dómsvald ásamt endurskipu-
lagöri lögreglustjórn, ella er
ráölegast fyrir hana aö segja af
sér hiö allra fyrsta, þvi aö hiln
fær litlu sem engu áorkaö á
meöan dómsmálin eru samofin
framkvæmda- og löggjafar-
valdinu i landinu. Viönámsleysi
og vanmáttur undanfarinna
rikisstjórna viö veröbólguna á
undanförnum áratugum er
einnig tilkomin aöverulegu leyti
af sömu ástæöu. Vanmáttug
lögreglu- og dómgæsla leiöir
ávallt af sér algjört viröingar-
leysi fyrir lögum og rétti og þvi
veröa langflestar löggjafir
okkur fótum troönar af öllum
almenningi eins og tolla- og
gjaldeyrislöggjöf, skattamál
o.fl.
Hvort skipti oftar
um skoðun
Þaö var sannarlega kátbros-
legt föstudaginn 20. okt. s.l. aö
sjá núvernadi og fyrrverandi
forsætisráöherra i sjónvarpinu
tala um hver heföi oftar þurft a&
skipta um sko&un á s.l. mánuö-
um. Aö visu féll þessi dagskrá
vel inn i brú&uleikhúsiö sem var
næsti dagskrárþáttur á undan.
Tekjuskatturinn
Þá vakti þáttur um skattamál
I sjónvarpinu nýveriö verö-
skuldaöa athygli, þar sem
Sveinn Jónsson og Ólafur
Ragnar Grimsson ræddu um
skattamál. ólafur taldi aö nota
ætti m.a. tekjuskattinn meira,
sem hagstjórnartæki en veriö
heföi hingaö til.
Þaö sem vakti sérstaklega at-
hygli hlustenda var aö Ólafur
sem telur sig málsvara laun-
þega vill eindregiö viöhalda
tekjuskattinum enda þótt hvert
mannsbarn i landinu viti aö hér
er um sérstakan launþegaskatt
aö ræöa. Atvinnurekendur hafa
ávallt getaö hagrætt þessum
skatti aö eigin vild vegna stór-
gallaöra skattalaga. Vitanlega
á aö hækka eignarskattinn á
stóreignamönnum enn frekar til
aö ná upp þvi tekjutapi sem
rikissjóöur yröi fýrir meö niöur
fellingu tekjuskatts.
Gæta veröur þó sérstaklega
hagsmuna aldraöra varöandi
umrædda breytingu á hækkun
eignaskatts. Það er sannarlega
fróölegt fyrir kjósendur Alþýöu-
bandalagsins og verkalýðs-
hreyfingarinnar aö fylgjast meö
skoðunum skattasérfræöinga
þeirra ólafs Ragnars Grims-
sonar.
Alþýðuflokkurinn á
mótitekjuskatti
Eins og kunnugt er hafa
flokksþing Alþýöuffokksins um
árabil samþykkt þá stefnu aö
afnema bæri tekjuskatt af
almennum launatekjum. Þing-
menn flokksins hafa margsinnis
á Alþingi flutt tillögur um
afnám tekjuskatts og bent á
leiðir til tekjuöflunar. Aörir
flokkar hafa hafnað eða saltaö
þessar tillögur Alþýöuflokksins
ogsvo á enn aö gera samkvæmt
bráöabirgöalögunum.
Breiðu bökin
Menn deila endalaust um
breiöu bökin i þjóöfélaginu og
hvar þau sé aö finna. Ég vil I
þessu sambandi benda á gagn-
merican leiöara Jónasar Krisj-
anssonar ritstjóra Dagblaösins
frá 26. okt. sl. þar segir m.a.
orörétt: ,,Þar meö er lika komiö
aö mikilvægasta misskilningi
kerfisþrælanna. Þeir halda aö
breiöu bökin i þjóðfélaginu hafi
tekjur, sem mældar séu á skatt-
skýrslum. Þvi miöur er
ástandiö ekki þannig. Breiöu
bökin eru einmitt breiö vegna
þess aö þau hafa árum saman
komist hjá þvi aö telja fram
tekjur sinar og komast enn hjá
þvi. Hækkun álagningar eykur
ekki skattbyröi breiöu bakanna
um svo mikið sem eina krónu.
Húneykurbarabyröihinna sem
ekki hafa aöstööu eöa geö til aö
koma tekjum sinum framhjá
mælikvarða skattkerfisins”
(tilvitnun lýkur)*
Skattlausir stóreigna-
menn verndaðir
Tekjuskattslausir stóreigna-
menn og skattlausir veröbólgu-
braskarar eru mjög áberandi
enda óþarft fyrir þá aö fela sig
meðan þeir eru verndaröi af
pólitiskum kerf isþrælum
f jármála valdsins. Þessir
sérhagsmunahópur veröur
stööugt umfangsmeiri og eykur
valdaaöstööu sina I krafti
veröbólgunnar. Fæstir þessara
aöila eru þó ánægöir meö hlut-
deild sina, enda eiga þeir enga
eða takmarkaöa samleiö meö
almenningi i landinu sökum
taumlausrar efnishyggju og
ágirndar.
Hinu megum viö þó ekki
gleyma aö hinum taumlausu
kröfum vinnumarkaöarins
samfara ráödeildarleysi for-
ustumanna þjóöarinnar veröur
ekki breytt nema til komi ný
viðhorf ábyrgöar og réttlætis-
kenndar. Til þess aö ná þvi
markmiöi þarf þjóöin m.a. aö
hafa réttláta dómsmálameöferö
og uppræta þá stéttaskiptingu
og aöstööumun, sem hér hefur
veriö aö aukast á undanförnum
árum. Meö samstilltu átaki
heiöarlegra stjórnmálamanna
og virku Alþingi ætti aö vera
hægt aö koma efnahagsmálum
þjóöarinnar á réttan kjöl, enda
eru flestar ytri aöstæöur okkur
hagstæöari i þeim efnum._ kp