Alþýðublaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. desember 1978 5 ER „LÚLLI” KAPITALSLISTI? \ .. Mörgum finnst það sjálfsagt klámhögg að kalla alþýðubanda- lagsmann og það jafn- vel formann flokks sem kennir sig við sósial- isma og verkaiýðs- hreyfingu kapitalista. Hvort svo er veltur á því hvern skilning menn leggja i orðið kapitalisti. Skilji menn oröið svo aö þaö aö vera kapitalisti sé aö vera flokksbundinn i Sjálfstæöis- flokknum þá er LUÖvik þaö ekki. Skilji menn oröiö svo aö kapital- isti sé þaö aö vera íhaldssamur þá er Lúövik þaö tæpast. Skilji menn oröiö kapitalisti svo aþ þaö sé samnefnari vissra ein- kennaefnahagslegraathafna þá er Lúövik kapitalisti og þaö af betri tegund! Kapitalisti 1 merkingu efna- hagslegra athafna er sá sem beitir sér fyrir þvl aö auöur myndast hjá einstaklingi eöa einstaklingum meö þvi aö arö- rænaverkalýðinn. Aöurfyrr var efnahagslifiö einfaldara en nd er og þá var þaö oftast atvinnu- rekandinn sjálfur sem beint vann aö þvi aö aröræna verka- lýðinn. Slöari tima þjööfélög reyndu meö inngripi stjórn- valda viö tilkomu hins blandaða hagkerfis aö draga úr óréftlæt- inu, um árangurinn m á deila þvi nú eru þaö stjórnendur, ráö- herrar, þingmenn, formenn nefnda o.fl. sem meö valdi slnu geta beitt tæk jum hins blandaöa hagkerfistilsömu áhrifa oghin- ir óhefluöu kapitalistar geröu áöur ogfyrrþ.e. aö flytja auöinn frá þeim sem skapa hann til hinna formlegu eigenda at- vinnutækjanna. Helsta orsök þeirrar verö- bólgu sem hér hefur geysað hin siöari ár er hin skipulagslausa uppbygging fiskiskipastólsins. Milli áranna '65 og 1975 jókst fjármagn I fiskveiöum á föstu verðlagi yfir 116%, aflamagniö minnkaöi um 17% og heildar- tekjur á föstu verðlagi jukust um 0,3%. Heföi samsetning afl- ans veriö óbreytt heföu tekjur geta aukist um 45% milli þess- ara ára. Munar þar mestu um hvarf sildar og I hennar stab til- komu loðnu. Fjármagniö krefet sins hluta teknanna bæði I formi vaxta og arös. Af framansögðu er þvi augljóst að verulega stærri hluti tekna 1975 fer til þess aö mæta fjármagnskostnaði en 1965, þar af leiöandi er minna afgangs til þess aö standa straum af rekstrarkostnaöi. Þegar ljóst var hvert stefndi var þaö aug- ljóst aö ef atvinnuvegurinn sjálfur ætti að standa straum af hinuglfurlega aukna tilkostnaöi þá yröi jafnframt augljóst að hin pólitiskt snjalla en efna- hagslega óskynsamlega endur- uppbygging atvinnullfsins, sem fólst I skuttogarakaupum fyrir hvert krummaskuð á landinu, yröi mjög umdeilanleg þar eö launþegar sæju hvaöa veröi uppbyggingin heföi verib keypt, og auövitaö var þaö pólitlskt stórhættulegt aö láta landslýð komast þannig að sannleikan- um um getuleysi Framsóknar og Alþýðubandalags til þess aö hafa stjórn á efnahagsmálunum I samræmi viö þau loforö aö meö valdatöku þessara flokka þá væri tryggt aö f jármagninu yrði beint þangað sem þaö gæfi mestan aröinn tilvaranlegra hagsbóta fyrir þjóöarheildina. Ef fiskveiðarnar yröu látnar mæta hinum stóraukna tilkostn- aöi meö þeim afleiöingum að launin lækkuöu þá yröi ágæti Lúövlks dregið I efa og til þess aö láta svo ekki verða — enda ■ stórhættulegt meö tilliti til framgangs hagsmbna sóslal- isma og verkalýöshreyfingar, var ákveöiö að launin skyldu lækkuö meö þeim hætti aö sjálf- ur skaðvaldurinn gæti mótmælt sllkri aöför hans sjálfs aö laun- þegum landsins. Aöferðin var að hækka fiskverð, þannig fengi útgeröin stærri hluta teknanna en áður i sinn hlut. Fiskvinnsl- unni var þvl næst gert aö mæta þessari minnkun tekna og væri vinnslan löngu stopp ef hún heföi ekki þaö tæki til aukningar teknasem nefnist gengisfelling. Þannig var hægt aö sýna fram á þaö aö launþegar fengju áfram sömu krónutölu, ef ekki meiri, en auövitaö var þeim aö lokum gert aö taka á sig hinn aukna til- kostnaö meö því að gildi hverr- ar krónu hefur stórlega verið skert meö gengisfellingum, og auðvitaö mótmælir Lúövik slikri aöför að verkalýöshreyf- ingunni. Þeir sem ekki skaðast eru hinir skráöu eigendur fjár- magnsins (ööru nafni skuldar- ar). í sföari umferðum hefur svo hagur skuldaranna enn aukist með þvi aö lhin kolbrjálaöa vaxtastefna gerir sparifjáreig- endum skylt að greiöa meö sparifé sinu. Enginn á jafnmik- inn heiöur af uppbyggingu fiski- skipaflotans sem Lúövlk Jósepsson, aö visu rökstuddi hann stefnu slna meö nauðsyn endurnýjunar og byggðastefnu. Þau rök veröa þó haldlltil að mestu leyti vegna þeirrar ein- földu staöreyndar aö visinda- menn höföu sagt til um þróun mála bæöi hvað varðar afla- magn sem og samsetningu afl- ans.Sömuleiöisogef til villekki siður vegna þess aö byggða- stefnumá framkvæma meö öör- um hætti en þeim aö kaupa endalaust skuttogara. En Lúð- vlk lætur sér ekki nægja aö færa fjármagniö til meö þeim hætti sem að framan greinir, nei, kjör hinna skráöu eigenda skulda- bræösluforstjóranna eru enn ekki nógu góö. Þeir geta engan veginn boriö þaö að vextir hækki, Lúövik leggur til að vextir lækki til þess aö skapa út- geröinni aukiö svigrúm. Hann ersamkvæmur sjálfum sér i þyi aö stefnt skuli markvisst aö til- flutningi f jármagns frálaanþeg- um og sparifjáreigendum til skuldabræösluforstjóranna, þvi auövitaö má hækka launin, þau lækka hvort eð er viö gengisfell- ingu sem útgerðin veröur aö fá. Ekki kæmi það greinarhöfundi á óvart þó fram kæmi aö Lúövlk ætti skoðanabrður Í Sjálfstæöis- flokknum og mun þaö væntan- lega koma i ljós hverjir vilja verja hagsmuni skuldabræör- anna þegar frumvarp Vilmund- ar um raunvexti verður boriö undir samþykki á Alþingi. tslensk verkalýöshrey fing hefur alltaf veriö þeirrar skoö- unar að meö skynsemi skuli stefnt aö þvi aö bæta lífskjör þjóðfélagsþegnanna. Þá hefur þaö og veriö staöreynd aö helsti þrándur I götu verkalýðshreyf- ingar er gróöaöfl og sérhags- munir. Aöur var þaö atvinnu- rekandakapitalisminn, nú er þaö þar aö auki rikiskapitalist- arnir. Ætli verkalýöshreyfingin að vera hugsjón sinni trú, þá hefur hún ekki efni á ab láta þá mestu á meöal kapitalista leiöa hreyfinguna I glötun. -b okKsstarfió Jólafundur Kvenfélags Alþýöuflokksins I Reykjavlk veröur haldinn fimmtu- daginn 7. desember kl. 20.30 I Alþýðuhúskjallaranum. Mætum allar I jólaskapi. — Stjórnin. Hafnfirðingar Skrifstofa Alþýöuflokksins Strandgötu 32 er opin á mánudögum og miövikudög- um á milli kl. 17 og 19. Simi skrifstofunnar er 50499. Alþýöuflokksfélögin I Hafn- arfiröi. Akureyringar Kvenfélag Alþýöuflokks- ins Akureyri heldur laufa- brauös og kökubasar aö Strandgötu 9 sunnudaginn 3. desember kl. 15. Stjórnin. Akureyringar Bæjarmálaráösfundur verö- ur haldinn aö Strandgötu 9 mánudarginn 4. des. kl. 20.30 Stjórnin Baroque borðstofusetf með 7L mikið útskornum skapum. Borðstofuborð og 10 stúlum Þetta er ema Baroque borö- stofusettiö af þessari gerö, sem til er hér á landi. Verö kr. 3.850.000,- Opiö til kl. 4 laugardag Síðumula 23, sínti 84200

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.