Alþýðublaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. desember 1978 7' SUNNUDAGSLEIÐARI STflÐfl BARNSINS I ÞJÓDFÉLAGINU! Barn með lykil að heimili sinu um hálsinn hefur að nokkru leyti orðið tákn þeirra aðstæðna, sem islenzk böm búa við. Lykillinn er vottur þessr að enginn er heima til að opna, þegar barnið kemur úr skóla eða frá leik. Og af hverju er enginn heima? Það eru allir að vinna! Sá staðall, sem mótaður hefur verið á Islandi um veraldlega afkomu almennings, hefur ýtt undir stöðugt aukið vinnuálag. Þessi mikla vinna hefur ekki aðeins valdið streitu, heldur hefur hún bitnað óþyrmilega á börnum, sem vart sjá foreldra sina nema siðla kvölds og um helgar, ef lausar stundir fara þá ekki i húsbyggingar eða aðra aukavinnu. Stórfjölskyldan með afa og ömmu i einu horninu er nánast úr sögunni. í svefnhverfum Reykjavikur er aðeins um að ræða þúsundir eininga ivem- staða, þar sem mannleg sam- skipti eru mjög takmörkuð og „kerfið” rennir einstaklingn- um eftir spori þess staðals, sem segir fyrir um hvernig „lifa eigi góðu nútimalifi”. Það er brýn nauðsyn, að Is- lendingar gefi málefnum barna meiri gaum en verið hefur. Ár barnsins er kjörið tækifæri til að endurskoða stöðu barnsins i þjóðfélaginu. Börn eru réttindalitill hópur. Þau hafa ekki með sér hags- munasamtök og eru nær al- gjörlega á valdi hinna eldri, sem eru misjafnlega i stakk búnir til að halda á málum þeirra. Enginn dregur i efa góðan vilja hinna fullorðnu til að búa bömum góðan heim. En i þeirri viðleii tni tdiur oft ráðin krafan, sem staðallinn gerir um góða afkomu: hús, bil og heimilistæki. Sú streita, sem fylgir hinni daglegu baráttu, mótar mjög afstöðuna til barnsins og barnið sjálft. Það er ekki viljandi að réttur . bamsins til umhyggju og upp- eldis er fyrirborðborinn. Það er miklu fremur þjóðfélags- ástandið, sem veldur þvi, að barnið fer á mis við nauðsyn- lega umönnun. Menn skyldu hafa hugfast, að börnin eru ávallt þær kyn- slóðir, sem taka við. Brotalöm i hverri kynslóð getur haft af- drifarikar afleiðingar fyrir þjóðfélagið i heild. „Kynslóð- in” er sá grundvöllur, sem allt byggist á og margvislegum hættum er boðið heim, ef sá grundvöllur er feyskinn. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður um stöðu bamsins i þjóðfélaginu. Þærhafaleitt i ljós, að mikið skortir á að börnum séu búnar nægilega, góðar aðstæður til þroska og framfara. Þar eiga sök heimili og stofnanir, sem að verulegu leyti annast upp- eldi barna. En mikilvægasti þátturinn er sá, að bömin fái foreldra sina aftur. Þetta er samtvinnað þeirri kröfu, að launafólk geti lifað sómasam- legu lifi af dagvinnu einni, og að aflétt verði þeirri vinnu- þrælkun, sem hefur verið við liði. Md) þvi myndi vinnast tvennt: minni streita og meiri timi til að veita yngstu þegn- unum meiri umhyggju. — ÁG — Hinir stóru 8 barátta geti snúist um margt annaö en veröbólguna. En þaö er auövitaö á valdi hvers og eins hvort hann tekur þjóöarhagsmuni fram yfir stundarhagsmuni flokks og stefnu. — Þaö veröur oft skálkaskjól stjórnmálamanna i umræöum semþessum, aö mála skrattann á vegginn, þegar rætt er um fyrr- verandi rikisstjórn eöa stjórnir. Allur vandinn, allt hiö illa er frá þeim komiö. Þannig eru fundnar afsakanir fyrir ráöaleysi eöa linku I eigin baráttu. Þaö hvarflar ekki aö mér eitt augnablik, aö halda þvi fram aö nokkur ríkis- stjófn nafi viljandi reynt aö koma þjóöinni I þann vanda, sem hún nú er. En I vandanum speglast stéttaátök, þar sem ekkert er gef- iö eftir, jafnvel ekki þegar þjóöarhagur krefst þess. Tilgang- urinn helgar meöaliö. Hver skal bera þyngstu byrðina? En nú blasa viö okkur meiri erfiöleikar en veriö hafa um áratuga skeiö. Sumir vilja, aö at- \íinnureksturinn taki á sig vandann, aörir vilja aö launþegar geri þaö. Hvorugt getur án hins veriö. Nú er ástandiö svo, aö fara veröur meö mikilli gát. Undir- stööuatvinnuvegir þjóöarinnar mega ekki viö miklu, og stöövun þeirra gæti leitt til alvarlegs at- vinnuleysis sem kannski er skemmra undan en margan grunar. Kaupmátt láglaunafólks má heldur ekki skeröa. Þvl hljót- um viö aö beina spjótum okkar aö þeim þjóöfélagshópum, sem haft hafa aöstæöur til aö gera sér mat úr veröbólgunni. Aö vlsu er hætt viö aö verulegur hluti veröbólgu- gróöans sé kominn i steinsteypu eöa einhver veraldleg tækni- undur. — En þaö hefur nákvæm- lega ekkert veriö gert til aö kanna hvarfjármagniö liggur, hvar þeir hópar eru, sem geta lagt eitthvaö af mörkum. Tekjuskatturinn Þessi þáttur i starfi núverandi rikisstjórnar er gagnrýnisveröur. Stjórnmálamenn hafa talaö um veröbólgugróöa, en ekkert hefur veriö gert til aö leita þessara fjármuna eöa eigna, sem kannski hafa safnast á fárra manna hend- ur. Þessum fjármunum veröur ekki safnaö saman með þvl aö skattleggja tekjur. — Tekjuskatt- urinn gegnir ekki lengur þvi tekjujöfnunarhlutverki, sem hon- um var í upphafi ætlað. Hann er launamannaskattur, einfaldlega vegna þess, aö hann leggst þyngst á þá, sem aöeins hafa beinar launatekjur, en hlifir þeim, sem aöstööu hafa til aö skammta sér eigin tekjur I formi margvlslegra hlunninda og færslum á reikninga fyrirtækja. Niöurfelling tekju- skatta af almennum launatekjum er þvf réttlætísmál og hags- munamál allra launþega. 1 þessú frumvarpi er stigiö skref i þá átt og er þaö vel. Aöra þætti þess mun ég ekki ræöa. Að lifa umefni fram Stór hluti islenzku þjóðarinnar hefur lifaö langt um efni fram siöustu ár og stjórnvöld hafa gert sig sek um mikla fjármögnun I óaröbærri fjárfestingu. Þetta tvennt hefur hækkaö mjög erlendar skuldir þjóöarbúsins, hækkaö skuldir rlkissjóös viö Seðlabankann og hrint af staö peningaprentun, þar sem engar tryggingar liggja á bak viö. Þá er þaö staöreynd, aö of miklar launahækkanir I krónutölu þar sem verölagshækkanir hafa hvaö eftir annaö ýtt veröbólgu- skriöunni af staö. — Nú er hins vegar komiö aö skuldaskilum. Þau veröa ekki sársaukalaus, eins og Alþýöuflokkurinn tók skýrt fram I baráttu sinni fyrir gjörbreyttir efnahagsetefnu. En veröi ekki spyrnt viö fótum nú þegar, veröa fórnirnar ennþá meiri. Kannski má segja, að illu sé bezt aflokið, og þess vegna hafi Alþýöufl. lagt á þaö svo mikla áherzlu, aö stærri teigur yrði lagöur undir en raun ber nú vitni. Mönnum hefur oröiö tiörætt um hin stóru stökkin og litlu skrefin. Þegar menn vilja komast þurrum fótum yfir læk leita þeir aö þeim staö þar sem hann er mjóstur. En þeir fara ekki yfir lækinn 1 tveimur eða þremur skerfum, ef þeir ætla sér aö vera þurrir i fæturna. Þeir sökkva. A þann hátt hafa fleiri komist yfir en dottið hafa ofan i. En þessi þjóð er þegar oröin blaut I fæturna þvi hvaö eftir annaö hef- ur veriö stokkiö, þar sem lækur- inn er breiöastur og alltaf oröiö aö snúa til sama lands aftur. — Aiþýöufiokkurinn hefur bent á þann staö, þar sem liklegast væri • aö stökkiö tækist. Hann hefur hinsvegar fallist á aö lengja til- hlaupiö, ef vera mætti aö stökkiö tækizt betur. tr samsfartsfl. treystandi? Þaö fer þó ekki hjá þvi aö ég hafi um þaö nokkrar efasemdir at> innan rlkisstjórnarinnar núverandináistsamstaöa um þaö sem gera þarf á næstu mánuöum. Ég óttast, aö Alþýöuflokkurinn fái ekki komið fram þeim málum, sem hann lagöi svo þunga áherzlu á i síöustu kosningum. Ég óttast að einhverjir séu þeirrar skoöunar, að þeir eigi harma aö hefna vegna siöustu kosningaúr- slita. Ég óttast aö samstarfs- flokkarnir geti ekkiunnt Alþýöu- flokknum þess aö hann nái slnum málum fram. Úr þessu veröur reynslan aö skera á næstunni. Og Alþýöuflokkurinn getur ekki átt aöild aö rikisstjórn, sem ætlar sér aö ganga á svig viö erfiöleikana. ekki'. — Launþegar hafa þegar 1. desember tekiö á sig nokkra kjaraskerðingu, þótt reynt veröi að bæta þeim haha upp. Ef þeim ráöstöfunum og samstarfsvilja, sem komið hefur fram með hlut- leysi og jafnvel stuöningi verka- lýöshreyfingarinnar, veröur ekki fylgt eftir meö aögeröum til lengri tima, er allt tal um rikis- stjórn launþegaút i loftiö. Þjóðarsátt Fyrrverandi forsætisráöherra, háttvirtur þingmaöur Geir Hallgrimsson, talaöi um nauösyn þjóöarsáttar. Enginn getur veriö honum meira sammála en ég. Það veröur þvi aö vænta þess, aö þjóöarsáttin eigi eins mikil itök i huga Sjálfstæöismanna I stjórn og stjórnarandstööu. — Hér stendur striöiö um að vernda rétt launþega á erfiöleikatimum. Þetta er aöeins ein orrusta i striöi, sem standa mun á komandi árum og áratugum. Ef þing og þjóö þekkir ekki sinn vitjunar- tima er hún aö bjóöa heim ástandi, sem er ógn viö þann rétt, sem tslendingar hafa til þessa talið helgastan, þ.e. lýöræðiö. Enn frekari óáran I efnahagslif- inu hvetur öfl til athafna sem i eöli sinu eru öfgafull og gera kröfu til valdsins, hvort sem þaö á nokkuö skylt viö þingræöi eöa ekki . í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRETTI. Lítið inn í ísbúðina að La uga læk 6, og fá ið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana með. C Opið frá kl. 9-23.30 ) Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni ÍSBÚDIN LAUGALÆK 6 • SÍMI 34555

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.