Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 1
alþýðu blaöið « Laugardagur 20. okt. 1979, 158. tbl. 60. árg. Eiður Guðnason: VARÐHUNDAR VERÐBÓLGUNNAR Alþýftubandalagiö valdi sér þaö hlutverk I rikisstjórninni sálugu aö standa vörö um verö- bóiguna. Þetta á sér þá skýr- ingu, aö Alþýöubandala giö heldur þvi fram meö stefnu skini, aö veröbólga sé verka- fólki til góös. Alþýðubandalagiö stóö vörö um verðbólguna i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonarmeð þvi að beita sér af alefli gegn öllum skynsamlegum tillögum i efna- hagsmálum. t rikisstjórninni beitti Alþýðubandalagiö sér fyr- ir aukinni þenslu á öllum svið- um, þegar til þurfti aö koma að- hald og jafnvægi. Alþýðubanda- lagiö beittisér fyrir aukinni skuldasöfnun erlendis, þegar stefnan hefði átt að vera sii, að takmarka erlendar lántökur. Alþýðubandalagið beitti sér fyr- ir aukinni skuldasöfnun við Seðlabankann (aukinni seðla- prentun), þegar stefnan hefði átt að vera sú að draga úr peningamagni i umferð. Millistykkið i rikisstjórninni Millistykkið i rikisstjórninni var svo Framsóknarfloldiurinn, sem sjaldnast vissi I hvora löpp- ina hann átti að stiga og hallaö- ist i stefnuleysi sinu ýmist að Alþýðubandalagi eöa Alþýðu- flokki, reikull sem rótlaust þang i ólgusjó efnahagsmálanna. En þaö mega Framsóknarmenn eiga, að ýmislegt er bitastætt i þeim tillögum, sem þeir lögðu að siðustu fram i efnahags- málum. Enda engin furða, þegar við athugun kemur i ljós, að það sem ekki er tekiö beint upp út tillögum Alþýöuflokksins frá þvl I fyrra, er að þeirra eigin sögn fengið að láni hjá norskum jafnaðarmönnum! Það er sem sé sitt af hverju skynsamlegt I þeim tillögum, enda lýstu Alþýðubandalags- menn strax yfir, að á þær gætu þeir aldrei fallist i þeirri mynd, er þær voru lagöar fram. Tvöfeldni Það er þess vegna borin von, að þessar tillögur hefðu með nokkrum hætti náð fram að ganga i rikisstjórninni. Alþýöu- bandalagið hefði aldrei sam- þykkt þær, nema eyðileggja þær um leið. Furðulegur er sá málflutn- ingur fyrrverandi samstarfs- flokka Alþýðuflokksins I rikis- stjórn, að þar hafi nánast ekki verið ágreiningur um eitt eða neitt. Þann smávægilega ágreining, sem heföi verið um fjárlögin, lánsfjáráætlun, þjóö- hagsáætlun og heildarstefnuna i efnahagsmálum, hefði auðveld- lega mátt jafna, — segja þeir núna. Að halda þvi fram þessa dag- ana, aö samkomulagiö i rikis- stjórninni hafi verið ágreining- laust, er einsog að halda þvi fram, að fólk hafi ekki lesið blöö ieða fylgst með fréttum undanfarna þrettán mánuði. Þeir höföu þó ekki fyrr sleppt orðinu um að allt væri i ljúfa löð hjá þessum þremur flokkum, en Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra boðaði i snarhasti fulltrúa allra fjölmiðla á sinn fund, og skýrði þungorður frá þvi, að fjármálaráðherra heföi gert upptækar I rikissjóði tekjur af „sérstöku timabundnu aðlög- unargjaldi” á innfluttar iðnað- arvörur, — tekjur sem lögum samkvæmt átti að verja til „sérstakra iönþróunaraögeröa, samkvæmt nánari ákvörðun rikisstjórnar að fengnum tillög- um iðnaðarráðherra”, eins og segir orðrétt I 7. gr. laga frá 22. mai 1979. „Sjentilmaður” að austan Hjörleifur Guttormsson er Framhald á 6. siðu. Landsvirkjunarsamningurinn: „AÐ FELLA SAMNINGINN Á ÞESSU TEL ÉG ALGERLEGA ðVERJANDI” segir Björgvin Guðmundsson, sem telur málið kunna að hafa alvarlegarafleiðingar Svo sem komið hefur fram var Landsvirkjunarsamningurinn fetldur á jöfnum atkvæöum i Borgarstjórn. — Sjö greiddu at- kvæði með og sjö á móti. Annar fulltrúi Alþýðuflokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, tók ekki af- stöðu til sameiginlegrar Lands- virkjunar. Alþýöublaöiö spurði Björgvin Guömundsson borgarfulltrúa hvort þessi málalok væru i anda stefnu Alþýðuflokksins. Björgvin kvað Landsvirkjunarsamninginn algerlega hafa verið i samræmi viö stefnu Alþýðuflokksins I raf- orkumálum. Bæði á flokksþing- um og I flokksstjórn hafi það ver- iö samþykkt að meginorku- vinnsla landsmanna skyldi vera á einni hendi: „Þessi samningur sem felldur var I borgarstjórn er alveg I samræmi við þá stefnu”, sagði Björgvin Kröfluakvæðið var öruggt Hann bætti þvi við að þar hefði verið gert ráð fyrir að Landsvirkjun fengi einkarétt á virkjunum um allt land. 1 honum heföi og verið ráðgert að sameina öll stærstu orkuvinnslufyrirtæki landsins, og i þessum áfanga að sameinuö yröu tvö stærstu orku- vinnslufyrirtækin, þ.e. Lands- virkjun og Laxárvirkjun. Blaðið bar undir Björgvin þau ummæli andstæðinga samnings- Bessastaðaárvirkjun í brennidepli RANNSðKN SK0HT1R OG FJÁRLAGAHEIMILD Sem kunnugt er hefur Bragi Sigurjónsson iðnaðarráðherra afturkallað þá ákvörðun forvera sins, Hjörleifs Guttormssonar að ráðist skuli I virkjun Bessa- staðaár. Akvörðun sina byggir Bragi m.a. á að Hjörleifur hafi farið djarflega með heimildar- ákvæði laga og aö hann yfirfæri heimildarlög um Bessastaöaár- virkjun á annað tilbrigöi sem ekki er heimild fyrir, þ.e. Fljótsdalsvirkjun. Akvöröun slna um virkjun Bessastaðaar sem fyrsta hluta Fljótsdalsvirkjunar kveðst Hjörleifur hafa byggt á áliti starfshóps. En sá starfshópur sem Hjörleifur vitnar til skilaði engu áliti. Hópurinn skilaði framvinduskýrslu sem er allt annað en álit. Kostulegast við ákvörÞun Hjörleifs er að hann tekur ákvörðun um fyrsta hluta virkjunar sem aldrei hefur verið samþykkt, og engin heimild liggur fyrir um, þ.e. Fljótsdalsvirkjunar. Engin fjárlagaheimild Hjörleifur vitnar til þess.aö i fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1979 sé gert ráö fyrir þessu. Hér mun hann eiga við 600 þúsund krónur sem búiö er aö ráðstafa þegar. Þá segir I bréfi fyrrverandi iðnaðarráöherra, aö I frum- varpi til fjárlaga 1980 sé . áformuð lántaka að upphæð 1.550 Mkr. til virkjunarinnar. Hér er um að ræöa einkafrum- varp Tómasar Árnasonar, sem engin samþykkt hefur veriö gerð um frá Alþingi. Þvi má bæta við, aö þessi ákvöröun hefði auöveldlega mátt biða fjárlaga enda ekkert hægt aö aöhafast þar eystra á þessum tlma. Vantar heimild fyrir 268 Mw Til að valda ekki misskilningi vill Alþýöublaðið taka þaö fram að heimild er fyrir 32Mw Bessastaðaárvirkjun. En Hjör- leifur var að gefa út leyfi fyrir 300 Mw Fljótsdalsvirkjun. En hann hefur ekkert umboð til að taka ákvörðun um virkjun sem Alþingi hefur ekki samþykkt. 1 bréfi Orkustofnunar segir, aðrannsdknir á Fljótsdalsvirkj- un séu allt of skammt á veg komnar til þess að taka á þessu stigi ákvörðun um virkjunina. Ennfremur má geta þess, aö sérfróðir menn telja ákvörðun Hjörleifs yfirsjón á þessu stigi. Rannsóknum ólokið 1 lokaniðurstöðu framvindu- skýrslu starfshópsins, sem Hjörleifur kýs aö nefiia álit kemur akkurat ekkert fram, sem rökstyður þessa ákvörðun. Þar segir, aö verið sé að vinna að samanburöi á þremur meginkostum á næstu virkjun eftir Hrauneyjafossi. þ.e. Blönduvirkjun, Búðarhálsvirkj- un og Fljótsdalsvirkjun. Hér er þvi aöeins tekið fram að þessir þri'r möguleikar séu i athugun. Segir að „vonast sétilað i næsta mánuði” geti legið fyrir saman- buröur á þessum þremur kost- um. 1 skýrslunni kemur þvi ekk- ert „álit” fram, einungis vanga- veltur um möguleikana. Til upplýsingar fyrir lesendur segir m.a. I samanburöi á Fljótsdais- virkjun og Blöndu: „Þegar á heildina er litið virðist á þessu stigi máls ekki óliklegt að kostnaöarhagkvæmni þessara tveggja virkjana komi svipaö út.” Það væri þvi fróðlegt aö vita hvernigHjörleifi tókst að fá út úr þessari skýrslu forsendur fyrir ákvörðun sinni. En sem menn vita notar hann skýrsluna sem rök. Ákvörðun fyrst — skýrsla svo Siðast en ekki sist er rétt aö geta þess aö Hjörleifur Gutt- ormsson tók þessa ákvöröun sina þann 11. október s.l. eöa sama dag og Ólafur Jóhannes- son baðst lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt. Hinsvegar er framvinduskýslan dagsett til iönaöarráöherra þann 12. októ- ber, eöa degi slöar en ráöherra tók ákvöröun sina. Samkvæmt þessu hefur Hjörleifi legiö mjög á. Þaö verður aö teljast vafa- samt athæfi að taka ákvörðun sem þessa, án fenginnar skýrslu um máliö. -G.Sv. Til umhugsunar Samstaða þriggja flokka um landsvirkjunarmálið Úrslit atkvæöagreiöslunnar um Landsvirkjunarmáliö i borgarstjórn á fimmtudags- kvöldiö koma mönnum á óvart. Hérerum aö ræða mál.sem all- ir flokkarnir er standa aö borg- arstjórnarmeirihlutanum hafa veriösammála um, jafnt á þingi sem i borgarmálaráöum flokk- anna. Fyrirvari um Kröflu tryggður Útvikkun Landsvirkjunar hefur af fiestum verið talið eðli- legt spor i þróun fyrirtækisins og i orkumálum þjóöarinnar. Reyndar lýsti Sjöfn Sigur- björnsdóttir borgarfulltrúi þvi yfir á borgarstjórnarfundinum, að hún væri samþykk stækkun fyrirtækisins eins og gert væri ráö fyrir. Andmæli Sjafnar byggðust á þvi, að i fyrsta lagi vildu hún ekki að minnst væri á Kröflu í nýjum sameignar- samningi, en þar eru ákvæöi um, að Landsvirkjun sé heimilt að yfirtaka Kröfluvirkjun með nánar tilteknum skilyrðum, ef allir eignaraðilar samþykki þaö. Stjórnaraðild Reykvikinga Sjöfn féll þó frá þessu á fimmtudagskvöldið, en bar þess i stað f ram tillögu um breytingu á sameignarsamningnum á þá lund, að stjórnarmenn skyldu vera 13. Færði hún þau rök fyrir tillögu sinni, aö meö þvi yrði stjórnarhlutdeild Reykvikinga meira I samræmi viö eignar- hlutdeild þeirra i fyrirtækinu. Tillaga Sjafnar hlaut ekki næg- an stuðning. Benda margir borgarfulltrúar á það, að ekki værihægt að samþykkja slikar breytingartillögur af einum samningsaðila án þess að samn- ingaviðræður færu af stað á ný j- an leik milli Reykvikinga, Ak- ureyringa og fulltrúa rikisins. Auk þess hafi áhrif Reykvikinga I stjórninni verið nægilega tryggðmeð auknu vægi atkvæða i ákvörðunum um ákveðin at- riði, svosem um nýjar virkjanir o.fl. Orkuöflun á einni hendi Með sameignarsamningi þeim sem borgarstjórnin felldi, hafði veriðreyntaö aðlaga aðild Laxárvirkjunar áð Landsvirkj- un nýjum aöstæöum i orkumál- um þjóðarinnar, með þvi er átt við tilvist byggöalinanna og virkjunaráform I stórám utan Suðurlands. Eins og kunnugt er, eru helztu virkjunarréttindi Landsvirkjunar nú bundin við Þjórsá r-Tungnársv æðið. Fulltrúum Reykjavikur fækkar Afgreiöslan I borgarstjórn breytir ekki þvi, að skv. núgild- andi lögum um Landsvirkjun eiga eigendur Laxárvirkjunar einhliöa rétt til þess að ákveða, að Laxárvirkjun sameinist Landsvirkjun. Akureyrarbær hefur þegar óskað eftir slfkri sameiningu. Fyrrverandi iðn- aðarráðherra fól einnig fulltrú- um rikisins i stjórn Laxárvirkj- unar aö taka undir þá ósk og mun ekki hafa þurft málaum- leitan ráðherra til. Við samein- ingu Laxárvirkjunar við Lands- virkjun skulu borg og riki, skv. núgildandi lögum, skipa sjö menn I stjórn fyrirtækisins, I hlutfalli viö eignarhlutdeild, þó þannig, að allir aðilar eigi a.m.k. einn mann i stjórn þess. Sameiginleg stefna þriggja flokka Fulltrúum Reykjavikurborg- ar i stjórn Landsvirkjunar fækkar þvi um einn. Gera verð- ur ráð fyrir, að Laxárvirkjun sameinist nú Landsvirkjun i samræmi við ákvæði núgildandi laga. Er liklegast að sú samein- ing eigi sér stað um næstu ára- mót. Akvörðun um þetta atriði er I hödnum núverandi iðnaðar- ráðherra, en um hana er veru- leg samstaða meðal stjórn- málaflokkanna. Reikna verður meö þvi, að ákvörðunin njóti yf- irgnæfandi stuðnings innan Framsóknarflokks, Alþýöu- bandalags og Alþýðuflokks, og verulegs stuðnings innan Sjálf- stæðisflokksins. Akvörðunin væri ekki heldur brot á sam- komulaginu um hlutleysi Sjálf- stæöisflokksins gagnvart minni- hlutastjórn Alþýöuflokksins. Hér er ekki um „stefnumark- andi nýmæli i löggjöf að ræöa, heldur framkvæmd á löggjöf, sem sett var fyrir forgöngu iðn- aðarráöherra Sjálfstæöisflokks- ins. Atkvæða virkj un Akröföunin, sem fráfarandi iönaðarráðherra tók á siðustu minútum ráöherradóms sins um virkjun Bessastaðaár, er núverandi iönaðarráöherra hef- ur nú leikiö i biöstööu, er kannski skýrasta dæmið um nauðsyn þess, að virkjunarmál landsmanna komist i hendur eins raforkuöflunarfyrirtækis. ákvörbunin var byggð á ókom- inni niðurstöðu visindamanna, sem reyndar segir ekkert um það, að virkjunin sé hagstæðari virkjunarkostur en aðrir val- kostir, sem til greina koma. Ráðherrannvarhins vegar að fara i framboð og þurfti að svara ýmsum spurningum um virkjunarmál i kjördæmi sinu, sem leitt gátu i ljós misræmi milli afstööu hans fyrir siöustu kosningar ogafstöðu hans, sem ráðherra. Þvi var hin fljót- færnislega ákvörðun tekin. Meö þeim drögum aö sameignar- samningi, sem borgarstjotnin felldi, átti að koma I veg fyrir, að slikir hlutir gætu gerzt. Þess vegna verður að taka lögin um Landsvirkjun til endurskoöun- ar, fljótlega eftir að sameining Laxá- og Landsvirkjunar hefur farið fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.