Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 2
Reykurinn af fyrstu kosninga- bombum Alþýðubandalags og Þjóövilja er nú sem óðast að gufa upp og hverfa út i and- rúmsloftiö. ■ Þeir segja að minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins sé meiri- hlutastjórn, hvað sem tautar og raular. Meö þessu eru þeir að bera forseta fslands á brýn embættisafglöp. Forsetinn komst að þeirri niðurstöðu, eftir viðræöur viö leiötoga stjórn- málaflokkanna, aö ekki væru forsendur fyrir myndun meiri- hlutastjórnar, án undangeng- inna kosninga. Hann fól for- manni Alþýöuflokksins, Bene- dikt Gröndal, þess vegna aö mynda minnihlutastjórn fram að kosningum. Alþýðu- flokkurinn myndaöi þessa stjórn til aö fylgja fram kröfu sinni um þingrof og kosningar. Hann hefur staðið við hvort tveggja. Samkvæmt þingræðis- reglum, getur minnihlutastjórn ekki stjórnað með bráðabirgða- lögum, sem ekki er fyrirfram vitað, að styðjist við meirihluta Alþingis. Ef hér væri um meiri- hlutastjórn aðræða, væri ekkert sem hindraöi, að Alþýðuflokk- urinn réðist i það með oddi og egg, að koma fram stefnu sinni meö bráðabirgöalögum. En ef hann hegðaði sér þannig, eins og meirihlutastjórn, myndi væntanlega heldur betur hvlna I táknunum AB — og Framsóknarmanna. ■ Þeir segja að minnihluta- stjórnin sé „viðreisn” aftur- gengin. Þeim hefur ekki, þrátl fyrir mikla leit, tekist að finna' nein rök fyrir þessari full- yrðingu, enda er hún úr lausu lofti gripin. Alþýðuflokkurinn hefur engan málefnasamning gert við Sjálfstæöisflokkinn, svo sem eölilegt er, þar sem ekki er um meirihlutastjórn aö ræða. Samkomulag þessara flokka er einvöröungu um framkvæmda- atriði kosninganna sjálfra. Annað ekki. Spurningin um stjórnarmyndun að kosningum loknum, er þvi algerlega á valdi kjósenda sjálfra, svo sem eöli- legt er. Þaö fylgi, sem Alþýð- flokkurinn fær fyrir jafnvægis- stefnu sinni, mun þvi ráöa þvi, hvort flokkurinn gengur til stjórnarsamstarfs eftir kosningar, og þá meö hverjum. ■ Þeir hafa lýst ábyrgð á hendur Alþýðuflokknum fyrir að „etja þjóðinniút I kosningar” — eins og það er svo smekklega orðað, — og kalla yfir þjóðina stjórnleysi. Svarið við þvi er, að með þvi aö rifta stjórnarsamstarfinu, sem var lamað af sundurlyndi, var Alþýðuflokkurinn að binda endi á óþolandi stjórnleysi. Þeir sem fjargviðrast út af kosningum I desember, gleyma þvi, að með þvi aö draga kosn- ingar fram á vor, sætu menn uppi með minnihlutastjórn I allan vetur. Enda þótt minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins sé ágætlega skipuö, þá þykir okkur nóg um slika traustsyfirlýsingu Alþýðuflokkurinn kýs heldur, að leggja málin I dóm kjósenda. Þeir eiga að ráöa þvi, hvort ástandiö kallar ekki, að þeirra mati, á myndun sterkrar meiri- hlutastjórnar. Ummæli fyrrverandi mennta- málaráöherra, um að „þjóðinni sé att út i kosningar”, lýsa hugarfari, sem jafnaðarmenn kunna ekki aö meta. Það má vel vera, og styðst við ærin rök, að Alþýðubandalagiö sé skelfingu lostiö viö að þurfa að ganga undir dóm kjósenda, sem hafa nú fengið næga reynslu af stjórnarþátttöku Alþýðubanda- lagsins. Þess vegna er ekki sparað, að hafa uppi móðgandi ummæli um kjósendur, og jafn- vel hafa I hótunum viö þá. Sumir forsprakkar Alþýðu- bandalagsins segja nú hver eftir öörum: Ef kjósendur makka ekki rétt, þá munum við (les: Alþýðubandalagiö innan verka- lýöshreyfingarinnar) efna til styrjaldar á vinnumarkaðnum. Svar kjósenda við þvi er aöeins eitt. Flokkur manna, sem gengur til kosninga meö móðg- unum og hótunum i garö kjós- enda, veröskuldar vel úti látna ráöningu. Jafnaöarmenn treysta kjósendum fyllilega til þess. g Alþýðubandalags- og (ramsóknarmenn hafa það hver eftir öðrum, að Alþýöu- flokkurinn sé að koma landinu undir „ihaldsstjórn”. Það eru þeirra orð, en ekki okkar. Enn verður aö benda þeim á það, að meö ákvöröun sinni um stjórnarslit, var Alþýðuflokkurinn að forða landinu frá stjórnleysi. Að öðru leyti mun Alþýöuflokkurinn ekki taka ákvörðun um það, hverjir stjórna landinu eftir kosningar. Þá ákvörðun munu kjósendur taka, samkvæmt lýðræðislegum leikreglum. Við skiljum það hins vegar vel, að Framsóknar- og Alþýöubanda- lagsmenn séu fyrirfram sann- færðir um það, aö kjósendur muni ekki fela þeim að stjórna landinu. Það styöst viö rök. ■ Leiðarahöfundur Tlmans kallar minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins dúkkulfsustjórn. Hann sækir likinguna til Lisu i Undralandi. Lisa var nokkuð klár stelpa: Hún sá brenglaða tilveru i frumlegu ljósi. Ef Undralandið er það ein- staka efnahagsundur óðaverð- bólgunnar, sem Alþýðubanda- lagið átti mestan þátt i að skapa, og Framsókn hafði geð i sér að sætta sig við, þá getum við vel fallist á likinguna. Lisa i Undralandi á þá eftir að koma ýmsum á óvart. —JBH Laugardagsleiðari: LÍSA í UNDRALANDI Bókagjöf Kanadastjórnar afhent Landsbókasafni A ellefu alda afmæli tslands- byggöar sumarið 1974 tilkynnti dr. Paul H.T. Thorlakson, fulltrúi Kanadastjórnar, að hátiöargjöf Kanadamanna yrði fjölbreytt safn rita um Kanada og kanadisku þjóðina og yrði gjöf- inni beint til Landsbökasafns tslands. Gjöf þessi hefur borizt I nokkr- um áföngum, og afhenti sendi- herra Kanada, Arthur Grant Campbell, i Landsbókasafni mánudaginn 16. október siðustu 286 bindin. Verður hluti þeirra til sýnis í aðallestrarsal safnsins næstu daga. Með bókagjöf þessari hefur Landsbókasafn eignazt mjög gott úrval rita frá siðari árum um Kanada, bæði land og þjóð eða öllu heldur þjóöir, þvi aö þjóðar- brotin, sem þar mynda eina öfluga þjóö, erumörg. Eru t.a.m. i gjöfinni þó nokkur verk um sögu einstakra þjóðarbrota, sem fróöleg eru til samanburöar við sögu Islenzka þjóðarbrotsins vestra. Flest eru ritin á ensku, en allmörg þó á frönsku, og fjalla þau þá einkum um Quebec-fylki. Ýmsar myndabækur eru i gjöf- inni, einnig sýnishorn barnabóka, yfirli tsrit um kanadiskar bókmenntir, bækur um sagn- fræöi, stjórnmál og hagsögu, svo að nokkuð sé nefnt. Ur flokkstarfinu Akureyringar Bæjarmálef nafundur verður mánudaginn 22. oktober kl. 8:30 i Strandgötu 9. Stjórnin. Kópavogur Áriðandi fundur verður haldinn hjá Alþýðuflokksfélögunum i Kópavogi, Hamraborg 1, sunnu- daginn 21. október kl. 2. Stjórnirnar. Alþýðuflokksfélögin á Akureyri halda almennan félagsfund i dag laugardag 20. október kl. 14 aö Strandgötu 9. Bragi Sigurjónsson landbúnaðarráðherra og Arni Gunnarsson mæta á fundinum. Stjórn fúlltrúaráös Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavíkur- kjördæmi um val frambjóðanda á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar og mun prófkjörið fara fram 27. og 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 5 efstu sætin á væntanleg- um framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi til prófkjörs hafa allir þeir, sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 50 flokks- bundinna Alþýðuf lokksmanna í kjördæminu 18 ára og eldri. Framboðsf restur er til 21. okt. og skal skila framboð- um til formanns kjördæmisráðs Sigurðar E. Guð- mundssonar Kóngsbakka 2, Reykjavík fyrir kl. 24 þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuf lokksins Reykjavík Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs í Norðurlands- kjördæmi vestra um val frambjóðenda á lista flokks- ins við næstu Alþingiskosningar og mun prófkjörið fara fram 27. og 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 2 efstu sætin á væntanleg- um framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengitil prófkjörs hafa allir þeir, sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokks- bundinna Alþýðuflokksmanna í kjördæminu 18 ára og eldri. Framboðsfrestur er til 21. okt. og skal skila framboð- um til formanns kjördæmisráðs, Antons Jóhannsson- ar, Hverfisgötu 9, Siglufirði, fyrir kl. 24. þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuf lokksins Norðurlandskjördæmis vestra. Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs í Norðurlands- kjördæmi eystra um val á frambjóðenda á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar og mun próf- kjörið fara fram 27. og 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 3 efstu sætin á væntanleg- um framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi til prófkjörs hafa allir þeir, semkjörgengi 'hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokks- bundinna Alþýðuf lokksmanna í kjördæm inu 18 ára og eldri. Framboðsf restur er til 21. okt. og skal skila framboð um til formanns kjördæmisráðs Snælaugs Stefánsson ar, Víðilundi 8 C, Akureyri,fyrir kl. 24. þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu f lokksins Norðurlandsk jördæmis eystrs Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi Alþýðuf lokkurinn efnir til prófkjörs í Suðurlandskjör dæmi um val frambjóðenda á lista f iokksins við næsti Alþingiskosningar og mun próf kjörið fara f ram 27. oc 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 2 efstu sætin á væntanleg um framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi til prófkjörs hafa allir þeir, sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokks bundinna Alþýðuf lokksmanna í kjördæminu 18 ára oc eldri. Framboðsfrestur er til 21. okt. og skal skila framboð um til formanns kjördæmisráðs, Einars Elíassonar Engjavegi 24, Selfossi, f yrir kl. 24 þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuf lokksins Suðurlandskjördæm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.