Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. október 1979 3 alþýöu- blaðið Fra mk væmdast jóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri <ábm)1 Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Garðar Sverris- son og ólafur Bjarni Guðna- son Auglýsingar: Elin Harðardóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. 1 nýlegum sjónvarpsþætti, þar sem stjórnmálaritstjórar flokksblaðanna skeggræddu stjórnmálaviöhorfið, var stjórn- málaritstjóri Þjóðviljans beðinn að nefna þótt ekki væri nema eitt dæmi um tillögu frá ráð- herrum Alþýðubandalags i fyrr- verandi stjórn, sem mætti túlka sem úrræði gegn veröbólgu. Stjórnmálaritstjóranum vafðist mjög tunga um tönn. Nefndi þó að Alþýðubandalagið vildi auka framleiðni i Islensku atvinnulifi meö þvi eins og hann orðaði þaö ,,aö vaöa inn 1 fyrir- tækin”. Or þvi að það vefst fyrir stjórnmálaritstjóra Þjóöviljans er ekki nema von aö öðrum gangi iila aö skilja, hvaö Alþýðubandalagið var að villast inni i rikisstjórn á annaö ár, úr þvi aö þaö hefur ekkert til mál- anna aö leggja um meginvið- fangsefni rlkisstjórna I landinu. Það er ekki nóg meö, að Alþýðubandalagiö hafi sjálft engar tillögur fram að færa gegn veröbólgu. 1 fyrrverandi rikisstjórn viröist bandalagið hafa litiö á það sem sitt helsta hlutverk, aö þæfast fyrir, þvæla og útþynna tillögur samstarfs- flokkanna i efnahagsmálum og gera rikisstjórnina með þeim hætti óstarfhæfa. Við þetta bæt- ist siðan að öll tillögugerð Alþýðubandalagsins sjálfs var þvi marki brennd, að magna út- gjaldaþensluna með skulda- söfnun, lántökum og seðlaprent- un og dæla þannig helium á verðbólgubálið. XXX ■ Að fenginni þessari reynslu af stjórnarþátttöku Alþýðu- bandalagsins, virðast augu al- menning I landinu óðum vera að opnast fyrir þeirri staðreynd að meðan forystumenn Alþýðu- bandalagsins eru enn á þessu pólitiska gelgjuskeiöi sinu, þá er flokkur þeirra óhæfur til stjórn- ar þátttöku. Alþýöubandalagið er I oröi flokkur háleitra hugsjóna og stilfærðra nafngifta. „Málsvari Sósialisma, Verkalýðshreyfing- ar og þjóðfrelsis.” I verki er þetta hins vegar heldur illa upp- lýstur hentistefnuflokkur. Flokkurinn er stöðugt á höttum eftir atkvæðum óa'nægjuafla. Málflutningur flokksins ein- kennist af skrumi og umræðu- mátinn af gifuryröum. Afleið- ingin er sú, eins og alltaf er aö koma betur og betur á daginn, að jafnvel I veigamestu málum talar flokkurinn tungum tveim og meinar sitt með hvorri. Um þetta má nefna ótal dæmi. I kjaramálum þykist flokkurinn standa I striði fyrir varðveislu kaupmáttar. I efnahagsmálum kyndir hann elda verðbólgunnar I rikisstjórn, meö þeim afleið- ingum að kaupmáttur launa fer rýrnandi. Þessi óðaveröbólga Alþýðubandalagsins leikur ekki aöeins launþega grátt. Hún still- ir verkalýðshreyfingunni frammi fyrir þeim vanda, að verulegar kauphækkanir kaups i krónutölu munu gufa upp jafn- haröan i vaxandi verðbólgu sem fram undan er. XXX Þessi óðaverðbólga, sem Alþýöubandalagið stuðlaöi að i rikisstjórn, kom hins vegar I veg fyrir allt raunverulegt sam- ráð við verkalýöshreyfinguna um launastefnu sem Alþýöu- bandalagið þóttist vera sérstak- ur málsvari fyrir utan rikis- stjórnar. Rikisstjórn sem ekki nær árangri i glimunni viö verð- bólguna hefur nefnilega ekkert til að leggja á borö með sér i samningum viö Verkalýðs- hreyfinguna um frambúðar- launastefnu. Stundum má ætla af málflutn- ingi Alþýöubandalagsmanna að þeir trúi þvi sjálfir, að þeir búi til lifskjör með vigorðavaðli sin- um. Það er samt raunalegur misskilningur. Verölagsþróunin á islandi ræöst ekki hvað sist af stefnu stjórnvalda I rikisfjár- málum, peninga- og lánamálum, skattamálum og af framkvæmdum og fjár- festingarstjórn i landinu. Ef stefnan i þessum málum er I grundvallaratriðum röng, og kyndir undir veröbólgu, þá stendur þaö lifskjarabótum þjóðarinnar almennt fyrir þrif- um. Þetta er kjarni málsins. Þetta kemur upp um stærstu þver- sögnina i yfirboröskenndum málflutningi Alþýðubanda- lagsins. Sú staöreynd blasir nefnilega við, bakviö róttæk glamuryrði forystumannanna og hræsnisfulla umhyggju fyrir þeim, sem verst eru settir i þjóðfélaginu, aö stefna Alþýöubandalaginu, eins og hún birtist i stjórnarsam- starfinu, er stórkostlega veröbólguhvetjandi. Sem slik gengur hún þvert á hagsmuni launþega Ilandinu og stendur lifskjarabótum alls almenn- ings fyrir þrifum. XXX En þversagnirnar I mál- flutningi Alþýðubandalagsins eru fleiri en einar og fleiri en tvær. I vaxta- og lánamálum gengur Lúðviskan hreint og klárt erinda þrengstu sérhags- muna atvinnurekenda, á kostn- að almennra sparifjáreigenda, þ.e. almennings I landinu. Skæruliðastrið Alþýöubanda- lagráðherranna I fyrrverandi rikisstjórn gegn vaxta- og verð- tryggingastefnunni, brýtur til dæmis gersamlega i bága viö brýnustu hagsmuni verkalýös- hreyfingarinnar, sem er lifs- nauðsyn að verja lifeyrissjóði sina fyrir verðbólgunni. Hér er um „stórkostlegt þjóðfélagslegt réttlætismál aö raáia, sem varð- ar lifeyri hinna öldruðu i þjóð- félaginu.” ■ Við þetta bætist, aö verð- tryggðir lifeyrissjóöir gætu I framtiðinni orðið stoð og stytta hins opinbera húsnæðislána- kerfis. Félagsleg lausn hús- næöisvandans er ófram- kvæmanleg nema tryggöur sé traustur fjarhagur lifeyrissjóð- anna. Þannig gengur stefna Alþýðubandalagsins i reynd þvert á það róttæka glamur, sem þeir æfinlega hafa á vörun- um. Annað dæmi af svipuðum toga: Vaxta- og ' verðtrygg- ingastefna Alþýðuflokksins, sem Alþýðubandalagið á ekki nógu háðuleg orð til að lýsa, er forsenda þess, að innlendur sparnaður verði efldur. Það er eina leiðin, til að losa þjóðina af þeim þunga klafa erlendra skulda sem Alþýöubandalagið átti stóran þátt I að auka. ■ Stundum er helst að skilja á málflutningi Alþýðubandalags- ins, að allir aðrir en sjálfir þeir sitji á svikráöum viö sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðfrelsi. Eins og venjulega skortir ekki fögur orð og hástemmdar yfirlýsing- ar. Staöreyndin er hins vegar sú aö efnahagslegu og pólitisku sjálfsforræði Islensku þjóðar- innar stafar ekki um þessar mundir jafn mikill háski af neinu eins og hinni fyrirhyggju- lausu skuldastefnu Alþýöu- bandalagsins. XXX ■ Enn eitt dæmi um, hversu hugmyndafræði Alþýðubanda- lagsins er vanhugsuð og yfir- borðskennd, birtist okkur i vig- orðaglamri flokksins um „þjóð- lega atvinnustefnu”. Sá af ráöherrum Alþýðubanda- lagsins, sem Alþýðublaðiö gefur hæsta einkunn fyrir raunsæi og vönduð vinnubrögð, var tvi- mælalaust Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra. Undir verkstjórn hans I Iðnaðarráöu- neytinu var mikið starf unnið við að móta islenska iðnaöar- stefnu. Þetta er gott starf og þarft. En til þess að menn geti gert sér vonir um árangur i framkvæmd veröum við þegar að hafa tvennt i huga: Vegna smæðar okkar heima- markaðar verða nýjar iöngrein- ar á tslandi fortakslaust að byggja framtið sina og vaxta- möguleika á útflutningsmörk- uðum. Við eigum þess vegna að hasla okkur völl I þeim grein- um, þar sem við höfum hlut- fallslega yfirburöi I samanburöi viö útlendinga eins og viö höfum þegar gert i fiskiönaöi. Þær greinar, sem augljóslega kæmu tii greina, væru skipasmiðar og veiöarfæragerð, þar sem við höfum stuöning af öflugum heimamarkaði. En um þetta er tómt mál aö tala, nema þvi aöeins að þessum framtiðariðngreinum okkar séu tryggð starfs- og vaxtaskilyrði til jafns við keppinauta erlendis. Meðan að efnahagsstefna Alþýðubandlagsins stuðlar að þvi, að við búum við allt að sexfalda verðbólgu á við við- skiptalönd okkar, er það tæknilega óhugsandi að byggja upp samkeppnishæfan útflutningsiðnað. Við þetta bætist, að við yrðum að tryggja útflutningsgreinum okkar tollfrjálsan aðgang að stórum mörkuðum. Meöan grundvallarhugsunin I efna- hagsmálastef nu Alþýðu- bandalagsins er rómantfsk og þjóðernissinnuð einangrunar- stefna er Ilka borin von aö efla islenskan útflutningsiðn- að. Niðurstaðan er þvi sú að þrátt fyrir allt oröakonfektiö um „þjóðlega atvinnuvegi” er stefna Alþýðubandalagsins I reynd öndverð hagsmunum iðnaðarins. Þjóð sem er I jafn rikum mæli og við háð milli- rlkjaviðskiptum, innflutningi og innfluttri tækni, verður þegar af þeirri ástæðu að leggja áherslu á friversiunar- pólitik, og móta utanrikis- stefnu slna I samræmi við það. ■ Þaö er svo I samræmi við annað, að einangrunarstefna Alþýöubandalagsins birtist okk- ur mestan part I formi fjand- skapar og úlfúöar i garð Vest- rænna lýðræðisríkja. I reynd rista hugsjónirnar þó ekki dýpra hjá forystumönnum Bandalagsins en svo að þrisvar sinnum á fárra ára millibili hafa þeir sætt sig við þátttöku I rikisstjórnum sem hafa þá grundvallarstefnu að halda áfram aðild að Atlantshafs- bandalaginu, og halda uppi landvörnum. En um leið og flokkurinn hverfur úr rikisstjórn er gefin dagsskipan um að dusta rykið af göngu- skónum. ■ Alþýðubandalagið minnir okkur þessa dagana þvi einna helst á ráðvilltan ungling á gelgjuskeiði, sem kann varla aö bera fæturna hvurn fram fyrir annan, og er þvi næsta reikult I sinu pólitiska göngulagi. Hug- myndafræðileg vanmetakennd þess og ótti við kosningar birtist nú fyrst og fremst i hótunum I garð kjósenda: Flokksbroddar Alþýðubandalagsins hafa nú i hótunum við kjósendur með þvi að segja, að ef kjósendur makki ekki rétt, þá muni Alþýðu- bandalagiö (sem heldur að það sé eitt og hið sama og verka- lýöshreyfingin) efna til styrj- aldar a vinnumarkaðnum Abyrgir forystumenn Verka- lýðshreyfingarinnar þyrftu sem allra fyrst að kenna þessum pólitisku táningum ögn betri mannasiði og umgengni viö kjósendur. Vonir manna um það að Alþýöubandalagiö reynist einhverntlma sibar samstarfs- hæft I rikisstjórn, hljóta að byggjast á þvi að það taki smám saman út aukinn þroska með nýjun forystumönnum. -JBH Sunnudagsleiðari: „REIKIILT ER RÓTLAUST ÞANGIÐ...” Flóttafólk/Frelsi: 1. des. kosningar í Háskólanum Eftirtalin framboð hafa borist kjörstjórn vegna kosninga til hátiðarnefndar 1. des. I Háskóla Islands, en kosningarnar fara fram i Hátiöarsal Háskólans næstkomandi mánudag 22. október kl. 20.00—24.00. Frá Vöku, félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta, sem að þessu sinni erundir yfirskriftinni: Flóttafólk, Frá Félagi vinstri manna sem býður fram undir yfirskriftinni: Frelsi. Framboðslisti Vöku er skipaður eftirfarandi aöilum: Auðun S. Sigurðsson, ArniC. Th. Arnarson, Einar Orn Thorlacius, Erna Hauksdóttir, Friöbjörn Sigurðs- son, Ingibjörg Hjaltadóttir, Sigurbjörn Magnússon. Framboðslisti Félags vinstri manna er skipaöur eftirfarandi aðilum: Asgeir Bragason, Björn Guðbrandur Jónsson, Eirikur Guðjónsson, Elsa Þorkelsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, óskar Sigurðsson,ÆvarH. Kolbeinsson. Auglýsing ' um prófkjör Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs í Vesturlands- kjördæmi um val frambjóðenda á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar og mun próf kjörið fara f ram 27. og 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 3 efstu sætin ó væntanleg- um framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi til prófkjörs hafa allir þeir, sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokks- bundinna Alþýðuf lokksmanna í kjördæminu 18 ára og eldri. Framboðsf restur er til 21. okt. og skal skila f ramboð- um til formanns Kjördæmisráðs Sveins Guðmunds- sonar, Jaðarsbraut 3, Akranesi fyrir kl. 24. þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuf lokksins Vesturlandskjördæmi Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Vestfjarðarkjördæmi Alþýðuf lokkurinn efnir til próf kjörs í Vestf jarðakjör- dæmi um val frambjóðenda á lista f lokksins við næstu Alþingiskosningar og mun prófkjörið fara fram 27. og 28. október n.k. Kjósa ber í prófkjörinu um 2 efstu sætin á væntan- legum framboðslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi til prófkjörs hafa allir þeir sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokks- bundinna Alþýðuf lokksmanna í kjördæminu 18 ára og eldri. Framboðsf restur er-til 21. október og skal skila fram- boðum til formanns kjördæmisráðs, Ágústs H. Péturssonar, Urðargötu 17, Patreksfirði fyrir kl. 24 þann sama dag. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuflokksins Vestf jarðakjördæmi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.