Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 4
í BARNINGNUM Laugardagur 20. október 1979 Nýbreytni Alþýðubandalagsins Ekkert forval í Reykjaneskjördæmi í litilli frétt á annarri síðu Þjóðviljans í gær segir að kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi hafi fellt tillögu um að hafa forval við undir- búning alþingiskosninganna með 28 atkv. gegn 21. Vegna þessarar fréttar hafði Alþýðublaðið samband við tvo liðsmenn Alþýðubandalagsins í kjördæminu# og spurði þá hvers vegna þeir teldu að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Asmundur Asmundsson hélt að þessí ákvörðun. hefði veriðtekin vegna þess að það var eining um óbreyttan lista. Þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á einhverju af efstu sætunum, sagði hann að svo væri ekki, enda störf uðu menn ekki þannig í Alþýðubanda- laginu, heldur kæmu þegar þeir væru kallaðir. Björn ólafsson forseti bæjarstjórnar sagði að sitt mat væri að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að menn voru ekki ánægðir með breytta tilhögun við forvalið, þegar tvær umferðir þyrfti, færi^of mikill tími í forvalið sjálft, á kostnað kosningabarátt- unnar. Björn var einnig spurður hvort hann hefði haft áhuga á að skipa eitthvert efstu sætanna. Hann sagði að hann hefði ekki haft uppi neina til- burði til þess, hann benti á að kjördæmisráð hefði ekki enn tilkynnt hvernig listinn yrði skipaður, og ef þrír efstu menn yrðu áfram þeir sömu, yrði varla barist hart um þau sæti sem eftir stæðu. O.B.G. Nefndaskipun Alþýðuflokksins í Reykjavík A fundi í stjórn fulltrúaráös Alþýöuflokksins í Reykjavík 17. október síðastliðinn, var samþykkt að kjósa eftirgreinda félaga í kjörstjórn til að annast undirbúning og framkvæmd prófkjörs þess sem fram fer í Reykjavík dagana 27. og 28. október n.k. Þorsteinn Sveinsson Aðalsteinn Halldórsson Asgeir Agústsson Elín Guðjónsdóttir Viggó Björnsson Valgarður Magnússon Jón Ivarsson Kári Ingvarsson Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Hér er um að ræða sama fólk og sömu stjórn og full- trúaráðið kaus á f undi sínum 19.10. 1977, til að annast undirbúning og framkvæmd prófkjörs þess, sem þá fór f ram vegna þinglistans litlu síðar. A stjórnarf undi fulltrúaráðs Alþýðuflokksins 17. október var enn- fremur samþykkt að setja á laggirnar kosninganefnd til að annast allan hinn venjulega undirbúning af hálfu Alþýðuflokksins í Reykjavík, vegna þingkosn- inganna í desember næstkomandi. Til þess var kjörið sama fólk og sama nefnd og kosin var til þess verk ef nis vegna síðustu þingkosninga á stjórnarfundi f ull trúaráðsins 13. maí 1978. Nefndina skipa: örlygur Geirsson Kristín Guðmundsdóttir Hulda Lilliendal Jóhannes Guðmundsson Birgir Dýrfjörð Garðar Sverrisson Daníel Kjartansson Báðar þessar nefndir munu hef ja störf tafarlaust. Tíu þingmenn láta af störfum All friður hópur manna hyggst nú láta af þing- störfum í stað þess að heyja baráttuna í desember. Þetta munum.a. vera: Bragi Níelsson (A), Halldór E. Sigurðsson (F), Oddur Ólafsson (S), Eðvard Sigurðsson (AB), Svava Jakobsdóttir (AB), Jónas Árnason (AB), og Vilhjálmur Hjálmarsson (F). Þá er einnig talað um að þeir Gils Guðmundsson (AB), Ölafur Jóhannesson (F) og Lúðvík (AB) hyggi ekki á framboð -G.Sv. „Ég er sannfærður um, að munu komast að þeirri niði eftir því sem frá líður, ai gerðum það sem rétt var” — Hvert var þitt fyrsta verk i embætti forsætisráöherra Bene- dikt? — Þvi er fljótsvaröað. Mitt fyrsta verk var að fela sérfræö- ingum okkar að breyta for- sendum við útreikning verðbóta á laun þann 1. desember n.k., þannig að sú skerðing á lægstu laun, sem orðið hefði við óbreyttar reglur 1. desember, komi ekki til framkvæmda. Þetta mál er þannig til komiö, að með Ólafslögum náðist samkomulag um það innan rikisstjórnarinnar, aldrei þessu vant, að versnandi viðskiptakjör m.a. vegna ollu- kreppunnar, kæmu að hluta til til frádráttar við útreikning verð- bóta á laun. 1. júni s.l. var þessari verðbótaskerðingu hins vegar frestað, aö þvi er varðar lægstu launin. Að óbreyttu ætti skerð- ingin þess vegna að koma til framkvæmda nú 1. desember. Við erum hins vegar ráðnir I þvi, að til þess komi ekki. Við munum innantlðar taka þetta mál, ásamt mörgum öðrum, upp í viðræður við f orystu launþegasamtakanna. Ósamkomulagið I fyrrverandi rikisstjórn var eitt af þvi, sem torveldaði mjög eðlilegt samráö við aðila vinnumarkaðarins. Þvi ætti ekki að veratil að dreifa nú. —Forseti Islands fdl þér að mynda minnihlutastjórn f ram að kosningum. Forveri þinn og fyrr- verandi st jórnlagaprófessor, Ólafur Jóhannesson, virðist ekki skilja það ennþá, hvers konar rikisstjórn þú veitir forstöðu. Hann segir að stjórn þin sé vist meirihlutastjórn. Hvort ert þú forsætisráðherra minnihluta- stjórnar eða meirihlutastjórnar? — Lögspekingarmega deila um það mln vegna. Stjórn okkar er, eins og þú segir, minnihluta- stjórn. Ráöuneytið er skipað mönnum, sem ekki styðjast við meirihluta á þingi. Þótt Sjálf- stæðismenn hafi heitið að verja stjórnina vantrausti, ef til kæmi, meðan þing sat, þá var ekkert málefnasamkomulag gert við Sjálfstæðismenn. Samstaða þessara flokka er þvl skilmerki- lega takmörkuð viö kosningar og framkvæmd þeirra. Viö höfum að vísu fullt og óskorað vald rikis- stjórnartil allra athafna. En þar sem þetta er minnihlutastjórn sem styðlst ekki við þing- ræöislegan meirihluta, eru þvi takmörk sett, sem hún getur beitt sér fyrir af lagasetningu með bráðabirgðalögum. Bráðabirgða- lög á ekki að gefa út, nema fyrir liggi vitneskja um þingmeirihluta I U m Alþýðubandalagið: „Þar hefur hver kynslóðin alið upp aðra I úreltum hugmyndum.” fyrir þeim að kosningum loknum. — Stjórnarandstaðan, forkólfar Framsóknar og Alþýðubanda- lags, þykjast eygja I stjórn þinni visi að nýrri „viðreisnarstjórn.” Munu þeir reynast sannspáir? — Eins og ég sagöi áðan, er samkomulag okkar og Sjálf- stæðismanna einvörðungu um framkvæmd kosninganna. Það hefur því sjaldan verið eins aug- ljóst og nú, að Urslit kosninganna segja algerlega til um það, hvernig næsta ríkisstjórn verður skipuð. Það verður algerlega komið undir stuðningi kjósenda við stefnu Alþýðuflokksins, hvort flokkurinn gengur til stjórnar- samstarfs að kosningum loknum og með hverjum. — Ur því að við minnumst á viðreisn: Helgarpósturinn lék sér að þvi að Iáta nokkra sagnfræð- inga gefa fyrrverandi rikisstjórn einkunn. Nú var nútimasaga aðalnámsgrein þin viö Harvard. Hvaða einkinn vilt þú gefa við- reisnarstjórninni sálugu? — Ég myndi skipta þvi eftir tlmabilum I fyrstu einkunn og aöra einkunn lakari. Viðreisnar- stjórnin varð til upp úr kjör- dæmabreytingunni 1959. Hún varð til, eftir að við höfðum á undangengnum áratug haft mjög slæma reynslu af skammlifum rikisstjórnum, sem náðu aldrei föstum tökum á efnahagsvanda þeirra tima, heldur hröktust undan vandamálunum með eilífum skammtlmalausnum. Samstarfsaöilarnir I Viöreisnar- stjórninni settu sér þess vegna það mark, að starfa saman af heilindum nógu lengi til þess að ná árangri. Strax I upphafi var komið á löngutimabærri og mjög róttækri kerfisbreytingu I efna- hagsmálum, sem skilaði góöum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.