Alþýðublaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið 60 ára 11 verulegar réttarbætur áriö 1921. Baráttan fyrir hvildaartima togaraháseta var eitt þeirra mála, sem blaöiö lagöi mikiö liö. Sú bráönauösynlega réttarböt náöi fram aö ganga áriö 1921, þá er samþykkt var á alþingi frum- varp Jóns Baldvinssonar um sex stunda hvild á sólarhring. Þaö timamark var siöan hækkaö á alþingi 1928, upp i átta stundir. Þá lét blaöi einnig mjög til sin taka um öryggismál sjómanna, enda fengust brátt merkar réttar- bætur á þvi sviöi. Var þaö meö lögum um eftirlitmeö skipum og öryggi þeirra, sem samþykkt voru á alþingi 1922. Er þaö gagn- merk löggjöf, sem enn er aö veru- leguleyti i gildi.en hefuraö sjálf- sögöu veriö endurbætt siöan. Almenn mannréttindamál. Alþýöublaöiö hóf þegar i upphafi baráttu fyrir gagngerum breytingum á hinni úreltu og ómannúölegu fátækralöggjöf, sem lengi haföi veriö i gildi. Birti þaö margar greinar um fátækra- flutningana alræmdu, kraföist þess, aö landiö allt yröi gert aö einu framfærsluhéraöi og niöur féllu þau ákvæöi, aö þeginn sveitastyrkur svifti menn borg- aralegum réttindum. Þessi barátta varö langvinn og bar ekki árangur i löggjöf fyrren mörgum árum siöar en hér er korpiö sögu. Rýmkun kosningaréttar og réttlátari Kjördæmaskipun varö snemma meöal baráttumála blaðsins. Eins og áöur er sagt, náöi sú réttarbót fram aö ganga áriö 1920, aö þingmönnum Reykjavikur var fjölgaö úr tveimur i fjóra og hlutfalls- kosningar teknar upp þar. Baráttan fyrir lækkun kosninga- aldurs niður i 21 ár sóttist seinna, en þó bar hún árangur að lokum. Umbætur á kaupi og kjörum verkafólks og iönaöarmanna uröu aö sjálfsögöu þegar frá upphafi meöal helztu baráttumála blaösins. Var þess og brýn þörf, vegna þeirrar dýrtiöar, sem rikti hér á landi eftir heimsstyrjöldina fyrri, þegar lifsnauösynjar allar hækkuöu stórlega i verði. Tókst verkalýössamtökunum meö haröri baráttu aö rétta aö nokkru hlut hins vinnandi fjölda, og studdi Alþýöublaðiö hagsmuna- samtökin fastlega i öllum viöur- eignum þeirra viö atvinnurek- endur.” Hallbjörn Halldórsson Hallbjörn Halldórsson varö rit- stjóri Alþýöublaösins á eftir ólafi Friörikssyni, frá 19. október 1922 til ársloka 1927. Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson segir um Hallbjörn i 35 ára afmælisblaði Alþýöublaösins, aöhann hafi verið afburða vel rit- fær maður, einn hinn' ritfærasti blaöamaöur, sem starfaö hafi við Alþýöublaðiö. Hann var og ákaf- lega vinnusamur og duglegur, og sást ekki fyrir I þvi efni, segir Vil- hjálmur. Til þess var tekið, hve fjölfróöur Hallbjörn var, og þó sérstaklega um allt, sem aö is- lensku máli laut. Annars skal vis- aö til minningar Hallbjarnar eftir Vilhjálm S. Vilhjálmssoná öörum staö hér i blaðinu. Hallbjörn lét af ritstjórn Alþýöublaösins i árslok 1927 og var eftir þaö prentsmiöju- stjóri Alþýðuprentsmiöjunnar. Snemma á ritstjórnartfma Hallbjarnar breytti Álþýðublaöið um prentstað. Þaö haföi frá upp- hafi veriö prentaö I Gutenberg, sem rekinvar afsameignarfélagi prentara. En i ársbyrjun 1923 hófu prentarar verkfall, sem var ærið langvinnt. I tæpan mánuð, frá 7. janúar til 3. febrúar, kom Alþýöublaðið út fjölritað og aö- eins tvær siður hvert blað að jafn- aöi.Þann 4. febrúar byrjaöi blaö- iö svo aö koma aftur út prentaö, enda þótt „langa verkfallinu” væri ekki lokiö enn. Var skýrt frá þvi i blaöinu, aö tveir prentarar hefðu tekið á leigu prentsmiöju Hallgrims Benediktssonar á Bergstaöastræti 19. Hefðu þeir tekiö aö sér aö prenta blaðiö fyrir þau laun, sem Prentarafélagiö hafði gert kröfu um i deilunni. Þessi prentsmiöja var litil, búin lélegu letri og frumstæðum vél- um. Flest eöa allt var enn hand- sett á þessum árum. Alþýðuprentsmiðjan og Alþýðuhúsið fyrra Þegar skömmu eftir aö Hall- björn Halldórsson tekur viö rit- stjórn Alþýöublaösins, eöa I Haraldur Guðmundsson var ritstjóri Alþýðublaðsins 1928 til 1931, samhliða þingmennsku. Einar Magnússon, ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins sum- arið 1933. desember 1922 er hafin vinna viö hús alþýðufélaganna I Reykjavik á lóö þeirra viö Hverfisgötu. Þar reis af grunni fyrra Alþýöuhúsiö i Reykjavik, og stóö þaö á sama staö og núverandi Alþýöuhús. Hús þetta var alllengi i smiöum þótt lítiö væri enda mikið unnið viö þaö I sjálfboöavinnu og viö kröpp fjárráö, eins og gefur aö skilja. Jafnframt þessu átaki i hús- næðismálum alþýðusamtakanna var árum saman um það rætt inn- an Alþýöuflokksins og verkalýðs- félaganna, aö nauösynlegt væri aö eignast sina eigin prentsmiöju, sem annastgæti prentun Alþýöu- blaösins og annarra rita sem al- þýðusamtökin gæfu út. Arið 1924 var hafin söfnun I prentsmiöju- sjóð, og beitti Fulltrúaráö verka- lýösfélaganna sér einkum fyrir þvi. Nokkurtfésafnaöistaöþessu sinni, en þó hvergi nægilegt til aö ráðist yröi I prentsmiöjukaup. Svo leið og beið. 1 febrúar 1925 va r aftur skorin upp herör og unnið ötullega aö söfnun til prentsmiöj- unnar. Nú voru undirtektir svo góöar, aö á skömmum tima safnaöist nægilegt fé til kaupa á litilli prentsmiöju. Ariö 1925 var hiö nýja hús al- þýöufélaganna risiö af grunni, Al- þýöuhúsiö fyrra viö Hverfisgötu. Þetta var litill steinkumbaldi, ein hæö og kjallari. Skrifstofur blaös- ins og ritstjórn voru fluttar af Bjargarstig 12, þar sem þær höföu verið a.m.k. siðan Hall- björn Halldórsson tók viö rit- stjórn, i Alþýöuhúsiö þ. 1. október 1925. Afgreiöslan var I skúrnum viö Ingólfsstræti til 1. nóvember þaö ár, er hún var einnig flutt i Alþýðuhúsið. Skúrinn var fluttur burt eftir þetta.og mun hannhafa hýst Sjóklæöageröina um hriö. Afgreiðsla Alþýöublaösins og skrifstofur voru á efri hæö Al- þýöuhússins, en prentsmiöjan, sem hlaut nafnið Alþýöuprent- smiöjan, i kjallaranum. Prentsmiðjan mun hafa komið til landsins undir árslok 1925, en fyrsta tölublaö Alþýðublaösins, sem prentaö var í hinni nýju prentsmiöju, kom út 1. febrúar 1926. Hallbjörn Halldórsson mun hafa átt meginþáttinn I skipulagi og vali vélakosts handa prent- smiöjunni, enda var hann mjög vel lærður i sinni iðn og hinn mesti smekkmaöur á alla prent- un. Þessi prentsmiðja var nokkuð vel búin tækjum og letrum, en auk þess var þarna litil setjara- vél, þýsk, sem eindálka megin- mál var sett á, en annað var áfram handsett. Þótti mönnum mikill munur á setningu og af- köstum frá þvi sem áður var, en Hallbjörn Halldórsson, ritstjóri Alþýðublaðsins 1922 tii 1927 og síðan prentsmiðjustjóri Alþýðuprentsmiðjunnar. mönnum, svo sem Héðni Valdi- marssyni og Ingimar Jónssyni, sem siöar áttu eftir aö koma m jög viö sögu Alþýöuflokksins. Efsti maöur á listanum var flokksfor- maöurinn, Jón Baldvinsson. Fram komu alls fjórir listar. Úrslit uröu þau, aö Alþýöuflokk- urinn vann mikinn sigur. Listi hans var hæstur að atkvæðatölu, hlaut 1795 atkvæöi. Jón Baldvins- son var oröinn þingmaöur Reyk- vikinga, fyrsti þingmaöurinn, sem Alþýöuf tokkurinn kom á þing einn og óstuddur. Baráttumál fyrri hluta timabilsins 1 Alþýöuhelginni, helgarblaöi Alþýöublaösins, 31. desember 1949, er ágæt greinargerð fyrir helstu málum, sem Alþýöublaðið barðist fyrir fyrri hluta þess timabils, sem hér um ræöir, þ.e. frá upphafi og fram yfir miöjan 3. áratuginn. Þar segir: „Réttinda- og öryggismál sjómanna voru þar einna fremst í flokki. Allt fram á heimsstyrjaldar- árin fyrrihafði islenzk sjómanna- stétt veriðréttindasnauö, oröiö aö lúta fyrirmælum atvinnurekenda um kaup og kjör, sem oft og tiðum gátu engan veginn talizt mann- sæmandi. Löggjafarvaldið veitti sjómönnunum litla stoð, enda haföi þaö jafnan veriö I höndum embættismanna og atvinnurek- enda, sem sýnthöfðu litinn skiln- ing á þörf félagsmálalöggjafar I þágu alþýðu manna. Farmanna- lögin frá 1890 og siglingalögin frá 1913 máttu heita einu lagabálk- arnir, sem tryggðu sjómönnum nokkur réttindi. Alkunna er, hve mjög skorti lengi á sæmilegan aðbúnaö skipverja, meðan þeir áttu um allt slikt undir högg aö sækja til útgeröarmanna. Þaö, sem þeirbáruúr býtum fyrir erf- iði sitt, var einnig skammtaö úr hnefa, og oft var sá skammtur næsta smár. Eftir aö Hásetafélag Reykjavikur var stofnað árið 1915, hóf það haröa baráttu fyrir réttar-og kjarabótum sjómanna. Blaöiö Dagsbrún, og siðan Alþýðublaöiö, eftir aö þaö var stofnaö, voru sverö og skjöldur sjómanna og samtaka þeirra I þessari baráttu. Togarasjómenn uröu aö heyja langvinn og harð- vitug verkföll, til að koma fram kröfum sinum um sæmileg kjör, og var Alþýðublaöið þeim ómetanlegur styrkur. Þá beitti blaðið sér einnig fyrir hækkuðum dánarbótum til ekkna og barna þeirra sjómanna, sem létu lifið við störf sin, og náðust i þvl efni ólafur Friðriksson var ritstjóri Alþýðublaðsins frá upp- haf i 1919 og til 1922/ og síðan aftur 1931 til 1933.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.