Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2
Þegar ég blótadi á jólunum Kennið bömunum ekki að reikna
Þaö hljóö, sem mér þykir
einna jólalegast, er sláttur i bil-
keðju meö einn hlekk lausan!
Ekki veit ég hvers vegna þaö
hlýtur þóaö vera vegna þess, aö
aiit frá þvi aö ég man eftir mér
fór ég i ökuferð meö pabba á aö-
fangadag til aö afhenda ættingj-
um og vinum jólagjafirnar.
Þessi ökuferö var inngangurinn
aö jólunum og heyröi þeim tii.
Alveg eins og messan I útvarp-
inu, lykt af rauðkáli og mandla I
hrisgrjónagrautnum. Jólinvoru
mér fyrst og fremst röð vissra
atburða og ef brugöiö var út af
einhverjum vana, var eins og
eitthvaö vantaöi I jólin — þau
komu ekki alveg. Meöan amma
min iiföi, kom hún alltaf og
boröaöi meö okkur. Amma min
var eins og ömmurnar i sogun-
um, gömul, hvithærö og falleg,
trúrækin og hjartahlý og sagöi
aldrei Ijót orö. HUn kenndi okk-
ur systkinunum heilræöavisur.
Hennar jól voru trdarhátið og
stóöu miklu skemur en nú tiök-
ast, enda var hún uppalin áöur
en jól uröu söluvarningur og
byrjuöu undir lok seinni
gangna. Þegar þolinmæði barn-
anna var á þrotum á aöfanga-
dagskvöld og ekki virtist hægt
aö biöa stundinni lengur eftir
jólagjöfunum þvi fyrst þurfti aö
hlusta á messuna, svo aö boröa,
svo þvo upp, svo dansa I kring
um jólatréð... — þá brýndi hún
þaö fyrir okkur aö vera góö,
,,þaö á ekki aö rifast á jólunu m”
Þaö eiga allir aö vera vinir á
jólunum" sagöi amma og stund-
um þurftihdn aö bæta viö:” Þaö
má ekki blóta á jólunum” Svo
hætti hiín aö koma til okkar, lika
á jólunum.
Löngu siðar var ég i útlöndum
yfir hátiöarnar. Þaö var enginn
tslendingahópur til aö hitta og
boröa meö hangikjöt og uppstúf.
Þaö var engin ökuferö á aö-
fangadag, engir óþolinmóöir
krakkar til aö kenna jólahugar-
fariö, ekki einu sinni rauökáls-
lykt. Aöfangadagur var venju-
legur dagur án eftirvæntingar. t
huganum fylgdist ég meö
þessari vissu röö atburöa, sem
voru jólin heima I foreldrahús-
um: nú gerirmamma þetta, nú
segir pabbiþetta, nú eru allir aö
dansa I kring um jólatréö — nú
gerist þetta... Éghoriöi á knatt-
spyrnuleik i sjónvarpinu meöan
þau heima drukku kaffiö eftir
jólamatinn — þvi þar sem ég
varstödd.byrjaöi hátiöin á jóla-
dagsmorgun. Svo var hringt aö
heiman, já, viö vorum aö enda
viö kaffið og nú erum viö aö fara
aö opna pakkana. Gleöileg jól.
Ég iagöi á og blótaði hressilega
liklega til aö hylma yfir heim-
þrána.
Jólin hafa oröiö mér meira
viröi siðan ég var án þeirra. Jól
eru mér ekki trúarhátiö, ekki
hátiö Ijóssins eöa barnanna.
Þau eru ekki jólamatur eöa
jólagjafir. Þau eru bara fullt af
fólki, sem ég vil vera meö, hvild
og glaöværö og þaö eiga allir aö
vera góöir á jólunum eins og
amma sagöi.
MS
Sonur. minn kom heim af
barnaheimilinu, fyrir viku, og
heimtaöi, aö hann fengi aö setja
skó út i glugga, þvi jóla-
sveinarnir væru byrjaöir aö tin-
ast I bæinn. Ég reyndi aö tala
um fyrir blessuöu barninn, og
spuröi hann fyrst, hversu
margir jólasveinarnir væru.
Hann sagöist ekki vita þaö, en
eftir aö ég haföi lengi reynt, aö
hjálpa upp á minni hans, kom I
Ijós aö hann rámaöi eitthvaö I
aö þeir væru þrettán.
Þá spuröi ég hann næst, hvaö
væri langt til jóla þaö vissi
hann, þvi hann átti jóladagatal,
það voru 21 dagur til jóla.
Þessu næst spuröi ég hann
hvort jólasveinarnir kæmu
margir saman eöa einn f einu.
Hann leit á mig meö fyrirlitn-
ingarsvip og sagði aö þeir kæmu
auövitaö einn I einu, sinn hvern
dagínn.
Nú fann ég aö timi var til
kominn aö leiöa honum fyrir
sjónir, þversögnina á málflutn-
ingi hans. „Sonur sæll,” sagöi
ég, „sonur sæll, ef þaö eru 21
dagur til jóla, og jólasveinarnir
koma hver eftir annan einn á
dag, og þeir eru aöeins þrettán,
þá geta þeir ekki veriö farnir aö
tinast i bæinn nú, annars væru
þeir komnir I bæinn ailirsaman.
lögnu fyrir hátiöar. Þú hlýtur aö
sjá þaö kæri sonur, aö þeir eru
ekki kornnir enn, og aö þaö er
tilgangslaust, aö setja skó út i
glugga, þvi þaö eru engir jóla-
svcinar kornnir til þess aösetja I
hann sæigæti.”
Ég stóö upp, klappaöi syni
minum fööurlega á kollinn, og
gekk siöan hreykinn fram I eld-
hús aö fá mér kaffi. „Þaö er
alltaf best, aö tala um 'fyrir
börnunum,” hugsaöi ég, „þau
eru miklu skynsamari en maður
imyndar sér, og þau sætta sig
alltaf viö hlutina, ef maður
skýrir þaö út fyrir þeim, hvern-
ig og hvers vegna þau hafa
rangt fyrir sér.”
Sonur m inn kom inn i eldhús á
eftir mér stillti sér upp fyrir
framan mig, horföi drykklanga
stund upptil min, ogsaöi siöan,
,,En ef jólasveínarnir eru
þrettán, hvers vegna syngjum
viö alltaf „Jólasveinar einn og
átta" á barnaheimilinu?”
Mér sortnaöi fyrir augum og
sýndist komin nótt Hann stóö
fyrir framan mig, og beiö þolin-
móöur eftir svari, fullur barns-
legu trúnaöartraustí. Ég skellti
i mighálfum bolla af sjóöheitu
kaffi og táraöist.
..Sjáöutil..sjáöu til, f gamla
dag, voru niu jólasveinar, af þvi
aö þá vissi fólkið ekki aö þeir
voru þrett...” Ég hætti viö, þvi
ég vildi siöur flækja máliö, og
eiga þaö á hættu aö drengurinn
fyndi annan galla á skýringum
minum.
„Já, hvaö?” sagöi hann
óþolinmóður. „Vertu rólegur”
sagöi ég, ,,mér svelgdist á kaff-
inu.”. Ég reyndi aö finna ein-
hverja skynsamlega skýringu á
þvi hvers vegna jólasveinarnir
voru ýmist niu eöa þrettán.
Ég örvænti, „þú myndir
aldrei skilja þaö." Ég hljóp út
úreldhúsinu, ogkallaöi til hans i
leiöinni, „faröu nú út aö leika
þér vinur.”
Þaö á ekki aö kenna börnum
aö reikna.