Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ ÉG VAR AÐ LESA... Hólmfrldur Brynjólfsdóttir: ...hvunn- dagshetju Liklega er ekki ástæöa til að vera langorð um efni Hvunndags- hetjunnar, enda kemur þráðurinn fram i undirtitli bókarinnar: „Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn.” Aðal- söguhetjan er Auður Haralds. Ég veit ekki að hve miklu leyti sagan er sönn, það skiptir e.t.v. litlu máli. Það er erfitt fyrir konu af minni kynslóð að vera sátt viö bók eins og Hvunndagshetjur. Ég hef reynt að venja mig á aö vera ekki hneyksluð á öörum og sýna ungu fólki umburðarlyndi og skilning. Hef reynt að hugsa sem svo: þetta verður vist að vera svona, þetta er það sem koma skal og ekki tjáir að spyrna á móti. En aö bókarlokum spyr ég sjálfa mig: Hvað tekur við ef við förum öll að hugsa svona? Þvi ég hlýt aö dæma bókina eftir hegðun Auðar, hjá þvi verður ekki komizt. Ætti ég að finna gagn af bókinni, væri það, af henni geta ungar konur lært hvernig ekki á að haga sér. Mér þótti bókin ekki skemmti- leg. Mér fór að leiðast lesturinn vegna þess að mér þótti Auður óaðlaðandi og fremur ómerkileg og missti áhugann á henni. Ég gat ekki einu sinni vorkennt henni þvi mér þótti hún lifa i sjálfskapar- viti. Kannske væri henni vorkunn ef hægt væri að finna ástæður fyr- ir hegðun hennar og skoðunum. Lýsingarnar á fjölskyldulifinu á æskuheimilinu renna manni að visu til rifja, en þær einar nægja ekki. Hún segist hafa viljað verða eitthvað, fara i langskólanám. En „mamma var fljót að kippa mér inn i raunveruleikann... i það áttu konur ekkert erindi.” (Þó hafa konur i raunveruleikanum farið i langskólanám svo tugum og hundruðum skiptir.) En skortur á langskólanámi er engin skýring á söguatvikum. Hreinlætisdella móður Auðar skýrir ekki sóða- skapinn —eins ogt.d. þegar hún 7 ára kemst að þeirri niðurstöðu, að hjónabandið hljóti að vera ánauð, vegna þess að i þvi verði maöur að þvo sér um fæturna á hverjum degi! Karlmenn skipta Auöi miklu máli og eiginlega stjórnast allt lif hennar af þeim. Eöa öllu heldur af likamshvötun hennar. Gamalt orðtæki segir að likur sæki likan og það þykir mér eiga viö um Auði og mennina hennar. Pabbarnir þrir eru flón sem eng- an manndóm eiga. (Og mér finnst fráleitt að lita á bókina sem árás á karlmenn, það er ekki hægt að dæma alla karlmenn eftir 3 vesalingum) Auði þykir ekki einu sinni vænt um þá. Hún er meö þeim af einskærri eigingirni, til að þjóna kynhvötinni. Þvi hefur verið fleygt að svona bók gefi konum kjark til að tala upphátt um hlutina, kjark til að ganga út. Mér finnst hún gera meira gagn meö þvi aðgefakonum kjarktil að neita að ganga inn i hvaö sem er. Látum vera þótt barizt sé fyrir meira frjálslyndi i kynferðismál- um. Látum jafnvel vera þótt fólk sofi saman án þess að finna til hlýju og ástar. En það þarf miklu meira til en likamlega hrifningu til að mynda gott samband karls og konu. 1 sjálfu sér má segja, að laus- læti Auðar komi engum við, að það sé hennar mál. En það er bara ekki hennar mál. Hún á börn. Henni þykir vænst um þau, þegar þau sofa, segir hún. Hún er ekki fyrir börn, langar ekki i þau, börn eru aukaatriði. Hvað verður úr þessum börnum hennar? Er hún þeim betri en foreldrar henn- ar voru við sin börn? Það kemur ekki málinu við hvort þau eigi pabba eða ekki, nema hvað ábyrgö móðurinnar verður enn meiri. Hvernig verður tilfinn- ingalifi þessara þriggja barna háttað? Auður kann ekki aö elska, það viðurkennir hún og kannske er það einmitt sú vankunnátta sem mest er um að kenna. En læra börnin hennar að elska — hvernig elskar barn, sem biður þess að mamma deyi svo það geti eignast bækurnar hennar? Ég vil nú ekki ljúka þessu án þess að geta þess sem mér fannst vel gert i Hvunndagshetjum. Hún er vel skrifuð, þaö má hún eiga. Lýsingar á fólki eru glöggar. Og lýsingum af afskiptum Auðar við tryggingastofnanir og kerfið eru góðar, það þekkja allt of margir af eigin raun. Hólmfriður Brynjólfsdóttir, húsmóðir. Auöur Haralds: Hvunndagshetja — Þrjár öruggar aðferðir til aö eignast óskilgetin börn. 295 bls. (Iðunn, Reykjavik, 1979) Hördur Erlingsson: ...göturæsis- kandidata Göturæsiskanditadar vöktu for- vitni mina vegna þess aö síöasta bók höfundar, Hægara pælt en kýlt, er ein þeirra fáu bóka, sem enn þá eru mér minnisstæðar úr bókaflóði siðustu jóla. Sú bók er frisklega skrifuð og nýstárlega fram sett. Þar er fordómalaust fléttað saman tveimur draum- heimum, en kaldur raunveruleiki sögupersóna kemur þó samt i ljós. Viðfangsefnið i nýjustu bók Magnéu er áþekkt, utangarðs- fólk, menneskjur sem ókunnugir nefna gjarnan Urhrak þjóöfélags- ins. Magnea breytir nú um form, ævintýrahulunni er svipt, upp- byggingin er hefðbundin. Höfund- ur reynir að færast meira i fang en áður: ætlar ekki aöeins að segja sögu, heldur lika leyta skýringa og orsaka. Lýsing ein- vörðungu úr göturæsinu heföi vissulega verið mun auðveldari viðfangs. En tilraun Magneu til að gera meira, en að lýsa ein- angruðu ástandi, tekst ekki sem skyldi. Sagansegirfrá fáum en örlaga- rikum vikum Ur lifi Höllu, ósköp venjulegrar skólastúlku af borg- aralegu foreldri I Reykjavik. Þessi prúða námskona er skotin i Hadda. Hún verður vitni að þvf I partýi, hvernig sá heittelskaði ræðir viðurstyggilegaum hana að versta karlsýndarsið. Vonir bresta og veröldinhrynur saman. Halla hleypur á brott, lendir i leigubil með ungum sjóurum i landlegustuöi. Meginkafli bókar- innar lýsir siðan lífi Höllu með þessum nýju kunningjum. HUn flytur að heiman, lifið verður mótað af samfelldu djammi i drykkju og dópi. öðru hvoru koma timburmenn, svo sem mót við foreldra, afbrýðisköst, þung- un og hadramatik: dauðsfall góð vinar og limlesting sambýlis- mannsins. I bókarlok örlar á ihugun hjá Höllu um þessa nýju lifsstöðu. Niðurstaðan er engin, úrræðið tilviljunarkennt. Sem sagt saga af venjulegri stúlku, sem tekur upp á þvi að fara. leyta aðeinhverju öðru. Enhvaö er hún að flýja? Borgaralegt umhverfi, kunningja sem drekka rauðvin og stauta sigfram úr Marx- Hadda? I bókinni er lögð áhersla á hefð bundiö — borgaralegt uppeldi og umhverfi Höllu. og það notað sem skýring á flóttanum að einhverju leyti. En það er svolitið kindugt að Halla skuli falla svo gjörsam- lega inn i þann borgaralega far- veg, sem hún amast hvað mest við i upphafi bókarinnar og les- endum skylst, að hún sé að berj- ast gegn? Hvað aðhefst Halla i nýja um- hverfinu? StUlkan reynir strax að gera sambýlismann sinn heima- kæran. Ræðir um drasl i ibúðinni, þörf á tiltekt. Hún er reiðubúin að ala barn, sezt niður og prjónar. Er mikið liggur við, Beggi hálf- dauður, þá er hringt i foreldra hans. Þegar mamman tekur ástandinu fálega, — þá fyrst er Beggi blessaður gjörsamlega einn i heiminum. Er ekki nýja umhverfi Höllu nákvæmlega jafn borgaralegt og það gamla? íhugum gildismatið, sem rikirhjá ný ju kunningjunum, t.d. hvaö varðar stöðu konunnar: hún skal sko vera á sinum stað þegar komið er I land, gæta sæmdar I kynlifi, hlutverkaskip- an kynjanna er hefðbundin, eign- arréttur karlsins óvéfengjan- legur. Eina persónan, Eyrún, sem brýtur siöferðislögmál borg- arans, fær það aldeilis i hausinn! Hugmyndafræðin i þeim heimi, sem Hallaflýr og i þeim, sem hún leitar til.ersúsama.Munurinn er barasá, aöannar er edrú, en hinn fullur og aö stilia þeim upp sem andstæðum er misskilningur. Bókin gerir eitt og sama fyrir- bærið hvort tveggjai senn, að böl- valdi og bjargvætti. Ég fæ ekki annað skilið af þess- ari bók, en að Halla sé fulltrúi kynslóðar i byltingarham, efist um gildi þeirrar tilveru, sem for- eldrar hennar hafa byggt og leiti að einhverju öðru. Þetta „eitt- hvað annaö” er i raun sama til- veran, aöeins i annarri umgjörð. Og fer þetta ekki aö verða soldið billeg filósófia, aö gera hreinlæti mæðranna ábyrgt fyrir óham- ingju heillar kynslóðar? Er .þetta orðið tízka? Því höfundur Götu- ræsiskandidatanna er ekki einn um þá einföldu lausn að leyta (og finna) orsaka heimsósómans i stássstofunni hennar mömmu. En hvað um aðra skýringa- möguleika. Er Haddi og ástar- sorgin orsökin? Nei, fjandakorn- ið! Niðurlægingin var mikil, ef- laust næg til að gera leiðinlega páska enn þá verri, en getur þó varla orsakað lifstíðarfylleri. Að- dráttarafl Begga? Höllu finnst hann heillandi, framandi. Kostir hans eru nöfnum nefndir en koma ekki i ljós af framkomu hans i bókinni. Þess i stað er augljóst að Beggi er hrottafenginn, yfir- borðskenndur lygari. Miðað við skarplegar ihuganir Höllu og greinilega andlega yfirburði f þvi samfélagi sem hún dvelur, er erfitt að fá botn i þetta samband. Sem sagt, heldur engin skýring hér. Ætlar höfundur e.t.v. að láta okkur trúa þvi, að lifið sé i raun ekkertnema röð tilviljana, sem ógjörningur er að sporna við? Göturæsiskandidatar megna ekki að svara spruningum sem óneitanlega vakna við lestur bók- arinnar. En kostir Göturæsiskandidata eru þó margir. Magnea skrifar reiprennandi texta, samtöl og lýsingar eru vel uppbyggðar. Ástæða er til að ætla að hún þekki vel til viðfangsefnisins, sem nýtur sinvel i fjörlegri frásagnargáfu. Bara að hún hefði staldrað við öðru hvoru til nánari ihugunar. Skelfing yrði það mörgum is- lenzkum rithöfundinum til góðs, ef jólin kæmu ekki nema annað, helzt þriðja hvert ár! Höröur Erlingsson, þjóöfélags- fræðingur Magnea J. Matthíasdóttir: Göturæsiskandidatar, 170 bls. Almenna bókafélagið (1979) Ólafur Guðnason: ...íslenska málshætti Þessi bók hefur lengi verið ófáanleg, og raunar hefði átt að endurgefa hana út fyrir löngu. Þetta er eiginlega eina gagnrýnin sem ég hef fram að færa á þessari bók, þvi þetta er að minu viti ein af þeim gókum, sem „ættu að vera til á hverju heimili. Það er liklega erfitt fyrir fólk almennt að skrifa um uppsláttar- rit, en þó er til nokkur hópur manna, t.d. undirritaður, sem hafa gaman að þvi að lesa upp- sláttarrit og lesa þau eins og aðrir lesa reyfara eða ævisögur. Reyndar er það ótrúlegt hvaöa upplýsingar, óskyldar mál- visindum, má finna i bók sem þessari. Ég gerði það mér til gamans, að fletta upp orðinu ,,kona”og hef dregið hér saman nokkra málshætti.af hverjum má draga ályktanir um þær hug- myndir sem menn gerðu sér um þá merkisskepnu i gamla daga. Konan sem fasteign Sumir gamlir málshættir um kvenkynið eru reyndar svo „sjóviniskir” að innihaldi, að það liggur við að vera lögbrot að taka þá sér i munn eða prenta þá. Hvað finnst lesendum t.d. um „Bóndi er best verður, húsfreyja þar 'næst”? eða „Aidrei er kvennastjórn affaragóð? (Þar er kominn hin endanlega umsögn áa okkar um hægri sveifluna i Bret- landi.) 1 framhaldi af þessum tveim, hvað finnst ykkur um t.d. „Sá flytur gott hlass i garð, er góða konu fær”, eða „Dáindiskvinnu kaupir enginn of dýrt”? Þessa málshætti skyldu menn leggja á minniö, ef þeir þyrftu einhvern timann að hughreysta brúðguma, sem er að missa kjarkinn. Hvaö er #/góö" kona? 1 villta vestrinu sögðu menn, að góðir indiánar væru dauðir indi- ánar. Forfeður okkar voru ekki á | sömu linu, hvað varðaði konur. I þessum málum hölluðust þeir að nytsemishyggju, löngu fyrir burð Bentham. Um það vitna t.d. „Hlýðin kona hefur I staðinn ást og eftirlæti” eða „Þar er konan góð þvi hún lfkist karli,” og jafnvel „Kona er karlmanns fylgja”. Vondar konur eru lika til sbr. „Venja má villidýr, en ei vonda konu.” Forfeður okkar voru líka sannfærðir um að „Betra er að vera ógiftur en illa giftur.” Að lokum má nefna i þessu sam- bandi klassiskan kvenhaturs málshátt, „Þrætugjörn kona er sem sifelldur leiki.” Um ýmsa ókosti kvenna Konukindin á lika að vera óhóf- lega eyðslusöm sbr. „Konan getur ausið þvi út I matskeiðum, sem bóndinn flytur inn I skips- förmum.” Ég fann einn sem fjallar um sama efni, en með skringilegri samlikingu, „Bóndinn brennir hálft hús, en konan allt.”Það má að vísu segja að „Betri er hálfur skaði en allur,” en skynsamlegast hefði verið að kveikja ekki i kofanum. Ekki á af konunni að ganga, hún á ofan á allt annað að véra hverful I ástum, og nýjungagjörn úr hófi fram, sbr. „Brigðul er kvenna ást,”og „Ný kvæði kveða konur mest.” Að lokum um konur, „Kalt er kattar eyrað og konu hnéð.” (Ég held að þessi staðhæfing um hitastig á hnjám kvenna hafi aldrei verið sönnuð visindalega.) //Illa fór nú matur minn, ég át hann." Látum nú kvenfólkið i friði og snúum okkur aö öðru. Hvernig málshættir verða til er ekki spurning sem svarað verður 1 einni setningu, en allavega virðast sumir ekki vera annað en setningar eða tilsvör sem hent hafa verið á lofti. Gott dæmi um það eru t.d. „Alltaf vill þér eitt- hvað til, ögmundur skítur” og eins, „Það er ekki oft að hún amma min deyr.” ÍSLENZK ÞJÓÐFRÆÐl 1 sumum málsháttum kemur fram heldur nöturleg kimni, t.d. „Þetta er vegurinn okkar allra, sagði karl, hann bar hund sem hann hafði hengt.” Kirkjan og hennar fólk „öll erum við brotleg, kvað abbadis, hún hafði brók ábóta undir höföi”,og þaðeru fleiri sem fá aö heyra það, „Seint fyllist sálin prestanna”,og „Ekki er allt lýgi sem djákninn segir.” Að lokum kemur hér perla máls- hátta, ég verð að viðurkenna; aö þegar ég sá þennan, varö ég að lesa hann tvisvar, áður en ég trúöi þvi að ég hefði lesið rétt. „Margt er sér til gamans gjört, kvað munkurinn, hann barði á sér eistunum við stokkinn.”! Að lokum Mér finnst bráðnauðsynlegt að koma aö þrem málsháttum sem ekki falla að þeim efnisflokkum sem ég hef verið að taka dæmi úr. Sá fyrsti er mjög viðeigandi, nú af nýafstaöinni kosningabaráttu, „Oft er málsnjall miðlungi sann- orður.” Þá fann ég ungmennafélags- legan málshátt, sem eflaust hefur ekki átt að vera fyndinn, en hann kemur þó þannig út. Hann hljóöar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.