Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 19
SSSS' JÓLABLAÐ 19 Texti: Árid 1977 nokkur ár var Sartre alveg blankur og þá naut hann góös af minum peningum. Þetta er ekkert mál — mitt fé er hans og hans mitt, yfir það er ekkert bókhald til. Ég geri það sem ég vil með mitt og hann sömuleiðis viö sitt, en i raun og veru er þetta einn og sami sjóöurinn. Snýkjulff AS: Mig iangar að koma aftur inn á spurninguna um að búa saman eða búa ekki saman. t raun og veru er sú leið, sem þiö hafið valið, aðeins opin fólki með fjárhagsleg forréttindi, ekki satt? JPS: Þetta er, held ég, rétt. SdB: Við vorum nú ekki rik, þegar við byrjuðum, en þó höfðum við kennaralaunin okkar og höfðum efni á litlu hótelher- bergi hvort. Þetta hefði auövitað ekki verið hægt, hefðum viö haft lágar tekjur. En hugmyndin um að búa ekki saman kom til af þvi, að hvorugt okkar hafði löngun til að íþyngja sér með heimilishaldi, þvi uröum við að búa á hótelum. Ég gat alls ekki hugsað mér að hafa ibúð á mlnum snærum. í þá daga vildum við ekki bara ekki búa saman, við vildum alls ekki búa! AS: en þið hafið oft búið á sama hótelinu? SdB: Já Já. M.a.s. mjög oft, reyndar oftast, stundum sitt á hvorri hæðinni, stundum á sama gangi. En samt sem áöur vorum við alltaf frjáls ferða okkar. AS: 1 nánu sambandi hlýtur maður að hafa mikil áhrif hvort á annað. Gætuö þið sagt mér, i hverju þau áhrif eru fólgin hjá ykkur? JPS: A öllum sviðum. SdB: Ég myndi ekki vilja tala um áhrif, heldur jafnvel nokkurs konar snýkjulif. JPS: Má vera. 1 mörgum málefnum og þá á ég ekki aðeins við bókmenntalegs eðlis, höfum við hugleitt i sameiningu og komizt samanað ákvörðunum. SdB: Einmitt þetta kalla ég snýkjulif. Akvarðanir eru teknar i sameiningu, hugsanir þróast saman. Sartre hefur haft áhrif á mig á sumum sviðum t.d. i heimspeki, ég aöhyllist hans heimspeki. A öðrum sviðum hafa min áhrif orðið ofan á, t.d. hvað varðar lifsmáta okkar. Og ferðamátinn. Þannig dró ég Sartre með mér i ferðalög, sem við höfðum alls ekki efni á, fékk hann til að ganga meira, sofa undir berum himni... AS: Og þér Sartre, þér hafið látið það gott heita? JPS: Ég bara gerði það sem hún fór fram á. SdB: O, hann kann nú að koma sér undan, þegar hann vill og hann hefur alveg sérstakar aðferðir til þess. En oftast lætur hann þó undan. En má ég bæta við einu i sambandi við áhrif — og það er sá siður okkar að lesa allt sem við skrifum fyrir hvort annað. Sartre hefur gagnrýnt allt sem ég hef gert og ég allt sem hann hefur gert. Oft erum við alls ekki sammála. Hann hefur stundum sagt mér að hætta viö það sem ég er að skrifa, það sé ekki nógu gott, eða ég ráði ekki við það. Ég hef nú samt alltaf haldið áfram. Og þegar við vorum að byrja að skrifa þá sagði ég honum að láta heimspekina eiga sig og halda sér viö bókmenntir — hann hlustaði nú ekki á það, guöi sé lof! Við erum bæði sjálfstæð, þrátt fyrir eininguna. Hefðbundiö hlutverk kon- unnar. AS: Haldið þið, að þiö hafið yfir- unnið hlutverkaskiptinguna i sambandi ykkar, að svo miklu leyti sem það er mögulegt? SdB: Ég held, að ég leiki ekki hið hefðbundna konuhlutverk i okkar sambandi. Aðeins einu sinni svo ég muni,það var i strlðinu, þegar ég tók að mér aösjáum mat og þess háttar. Sartre einfaldlega gat það ekki, verandi karlmaður. En ég hef verið með öðrum karl- mönnum, sem tóku að sér hefð- bundin störf konunnar. Einkum einn þeirra, enda var hann allt öðru visi aiinn upp. Hann var svona skátatipa og tók gjarnan að sér framkvæmda atriöin. Hann gat sjálfur séð um heimili og ég fór oft með honum i ipnkaupa- leiðangra, skrældi kartöflur o.s.frv.Ég heíd þvi ekki það sé sambandið sem slikt, heldur eðli Sartres sem hér gerir mun á. Þetta er auövitað vegna uppeldis hans, honum var ekki kennt að vinna heimilisstörf þegar hann var barn. Ég held hann kunni ekki að elda annaö en spæld egg — eða hvað? JPS: Jú, eða eitthvaö þess háttar. Undirgefni? AS: Konur, sem vilja halda, að til sé a.m.k. ein alfrelsuð kona, reka sig stundum á setningar i æviminningum yðar, Simone, sem valda þeim vonbrigðum. Þér segiö t.d. þegar þér eruö að lýsa sambandi ykkar við Olgu: ,,Ég var reið” eða „Mér sárnaði, en Sartre þótti vænt um hana og ég reyndi eins og ég gat að sjá hlutina með hans augum. Það var mér svoáriðandi að vera honum einhuga”. Og ég minnist þess, þegar þér segið frá, er Sartre kom heim eftir striðið, þá segir hann „Simon, nú förum við að vinna að stjórnmálum” og þá skrifiö þér: „Og við fórum að vinna að stjórnmálum”. SdB: Þetta var ekki veena þess að ég er kona. Margir vinir minir brugðust við á sama hátt og létu sannfærast fyrir hans orð. Þetta er einn af hans kostum. Hann sér alltaf leið, ekki alltaf þá réttu kennske, nýja möguleika, nýjar hliðar. Ekki aðeins ég, heldur langflestir vinir okkar fylgdu honum eftir út á stjórnmála- brautina. Orð hans höfðu aukin áhrifamátt eftir að hann hafði verið i fangabúðum nazista. Hér er þvi varla hægt að tala um áhrif Sartres á mig sem áhrif karls á konuna sina. Hvaö varðar fyrra atvikið, sem þér minntuzt á, þá hefur það alltaf verið mér nauðsynlegt að skilja sjónarmiö Sartres i öllum mikilvægum málum. Ég veit ekki hvort yður er eins farið? JPS: Mér er eins farið hvað yður snertir Simone. SdB: Og ég held ekki að þér heföuð nokkurn timann umborið það að við fjarlægðumst hvort annað. JPS: Alls ekki. AS: Simone, i margra augum eruð þér fylgikona Sartres, en ég heid enginn liti á Sartre sem yöar fylgisvein. Hefur þetta óréttlæti haftáhrif á samband ykkar, reitt yftur, Simone til reiði eða háð yður? SdB: Slikt tal hefur aldrei haft áhrif á tengsl min við Sartre — þetta er jú ekki honum að kenna. Jean Paul Sartre er einn þekkt- asti og umdeildasti heimspek- ingur og rithöfundur, sem nú er uppi i Frakklandi. F. I Paris 1905. Hann er upphafsmaöur frönsku tilvistarspekinnar (existentialism). Af heimspeki- legum ritum hans má nefna L’Étre et le néant (1943). Hann hefur einnig skrifað leikrit og skáldsögur La Nausée (1936) og Les Chemins de la liberté, sem kom út I þremur bindum árin 1945, ’47 og ’49. Ég hef fengið persónulega viður- kenningu fyrir eigin verk og tengst lesendum minum, einkum konum fyrir það. Auðvitað fer það i taugarnar á mér þegar gagn- rýnendur skrifa aðliklegahefðiég aldrei samið staf hefði ég ekki hitt Sartre, eöa þá jafnvel að ég eigi frama minn sem rithöfundur honum að þakka — eða ég tali nú ekki um sem lika hefur komið fyrir, að Sartre skrifi allar bækurnar minar fyrir mig. AS: Og hvernig hafiö þér brugöizt við slikum rógburði Sartre? JPS: Mér þykir hann fyrst og fremst hlægilegur. Ég hef aldrei mótmælt honum, þetta eru nú bara kjaftasögur sem enginn fótur er fyrir. Persónulega er mér alveg sama. Ekki vegna þess að ég er karl. sem er svo sannfærður um karimennsku sina, heldur vegna þess að svona lagað skiptir ekki máli, bara uppspuni. Og á milli okkar Simone hefur aldrei fyrirfundizt hræösla eða tortryggni. Ms þýddi úr Kursbuch, April 1974 Simone de Beauvoir. F. i Paris árið 1908. Tók próf i heimspeki frá Sorbonne-háskólanum 1929. Asamt Sartre einn af frum- kvöðlum tilvistarspekinnar. Helstu skáldsögur hennar eru: L’Invitée (1943), Le Sang des autres (1945), Les Mandarins (1954). Af öðrum bókum má nefna Le Deuxiéme Sex (1949), um konuna frá sjónarhóli sagn- fræfti, náttúrufræði, félagsfræði, sálfræöi og goðsögunnar. Sjálfs- ævisaga hefur komið út I fjórum bindum. Allftestar bækur þeirra beggja eru fáanlegar i enskum og dönskum þýðingum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.