Alþýðublaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 12
12
JÓLABLAÐ
svo að mannmargt var flesta
daga. Tveir ungir herbergis-
þjónar sáu siðan um hreingern-
ingar, hin daglegu innkaup og
matreiðslu. Þeir lögöu sig alla
fram og lærðu fljótlega verk sin,
námu viturlega hiisstjórn og
evrópskar lifsvenjur — og voru
glaðlyndir og syngjandi allan
daginn.
Engin samhjálp
Eigandi hússins var stöðvar-
stjóri járnbrauta þar i borg,
einn af mektarmönnum, og
höfuðleiðtogi mikils ættbálks.
Hann er aðventisti, en kona
hans búddhisti og skólakennari,
og eru fjögur börn þeirra i
skólum. Það tók þó tima aö
venjast hvorir öðrum, og varð
samband við þau gott og traust.
Fljótlega urðum við þess vör aö
við vorum ekki álitin „túristar”
lengur og flestir þekktu okkur.
Ég gat brátt gert innkaup og
greitt vörurnar á venjulegu
(ekki „túrista”-) verði. SinghaÞ
esir höfðu þá reynslu, að Utlend
ingarværu vanir að gefa öllum,
sem betluðu, peninga —og jafn-
vel skyrtur, húfur, belti og arm -
bandsúr. Ég takmarkaði þíi •
hjálp við fá smábörn og sérlegái
við örkumla, sem misst höfðu
fætur eða hendur, þvi að uiri
opinbera styrki handu
umkomuleysingjum þar i land1
er varla enn að ræða.
Ferðamannaiðnaður
og landkynning
Landslagið þar er yndislegt —
allt frjósamt og blómstrandi, og
bak við skógi vaxnar hæðir
sáust há fjöll, sum yfir 2000 m
há og oftast þakin þokubökkurr..
Mest alltaf var hlýtt i veðri á
daginn, og fór ég mér til hress-
ingar margar gönguferöir.
Unun var mér að mæta fólki á
fáförnum vegum, vinsemd og
gleði var þvi eðlileg, ánægjulegt
var að ræða við þá og jafnvel að
þiggja boð heim til þeirra, enda
hafðiég alltaf góðgæti með mér
handa bömum. Auðsjáanlegt
var, að þessir menn vissu litið
um útlendinga og höfðu ekki
tamið sér að spekúlera i gjaf-
mildi þeirra og eyðslusemi. 1 úit-
hverfum smáborganna rekst é.e
á vel hirt hús og matjurtagarða
ýmissa sértrúarfloka og ung-
dómsdeilda þeirra: aðventista,
Bethlehemsmanna, hvitasunnu-
manna — auk bænahúsa
Búddhatrúarmanna, Hindúa og
Múhameðstrúarmanna. Byggt
er viða: bændabýli og ibúðar-
hús, skólar og iþróttavellir, bif-
reiöabrautir og brýr. Ég talaði
við flokk gatnagerðarmanna og
frétti aö dagslaun þeirra (12
klukkuti’ma vinna) gaf þeim 15
rúpiur.fimm sænskar krónur —
helmingur þess, sem hádegis-
verður kostar útlendinga.
Skiljanlega eru matvæli fremur
ódýr, svo og gjöld fyrir strætis-
vagna, járnbrautaferðir og i
læknishjálp.
Nær allir ferðamenn koma til |
Sri Lanka i skemmtiferð og i
hópum, og eru allar áætlanir
gerðar af fjölmörgum ferða-
skrifstofum. Er þar vitanlega af
mörgu að taka á skömmum j
tima — upplýsingarit þeirra
bera þess góð vitni. Mér hefur
aldrei geðjast vel að þessari
fjöldaafgreiðslu eða — eins og
það mundi kallast á islensku
„ferðamanna-iðnaður”. Ég tel
mest um vert að fá að kynnast
mönnum af öllum stéttum, hinu
daglega lifi þeirra, venjum og
sérkennum, og oftast dvel ég
einn eða fleiri mánuði með
ókunnum þjóðum. Nota ég
venjulega timann til að sýna
kvikmyndir um landið og að
flytja fyrirlestra, og þykir mér
fátt ánægjulegra og gagnlegra.
Þvi verður ekki með orðum lýst,
hvern fagnað og hrifningu slikir
kynningarfundir vekja sérlega
hjábömum, sem sjaldan þekkja
nafnið tsland, ellegar vita litið
um landið. Þó varð það frægt á
timum „þorskastriðsins” og
það henti að Englendingunum
var bölvað út af ránsaðferðum
þeirra, enda ekki ár siðan
Egyptaland og Gambiam.a..
unnu þjóðfrelsi eftir aldalanga
nýlendukúgun. — Hefi ég
stundað landkynningarstörf
þessi m.a. i Túnis, Marokko og
Sri Lanka nú siðast.
Eyríkið þetta við suðurodda
Indlands hefur öldum saman
verið konungdæmi, en lega þess
viö eina elstu siglingaleið
mannkynsins var til þess, að
strið voru háð um það frá
ómuna tið. Það voru sem sagt
auk Indverja Arabar, Portú-
galar, Hollendingar og siðast
Bretar, sem herjaö hafa á þetta
a^ofrjósama land. Nógu timanlega
hafa ráðamenn landsins haft vit
á að skipuleggja náttúru-
verndarsvæði. Auk undurfag-
urra grasagarða eru stór svæði,
þar sem villt dýr svo sem ti'gris-
dýr, apar og fjöldi sjaldgæfra
skógardýra lifa. Þegar ég
spurði vini mina, hvar hægt
væri að hitta eftirkomendur I
frumbyggjenda, sem kallast
Veddahar, varð ég fyrir von-
brigðum. Nokkur hundruð
þeirra, sem lifa á afskekktu og
nær óaðgengilegu svæði, eru i
ekki ,til sýnis”. Þeir lifa enn á I
steinaldarvisu og likjast forn-
mönnum. (Svipuðu máli gegnir
um frumbyggjendur Ástraliu,
þeim fækkar, en þá má þó sjá á :
nokkrum stöðum. Það er þvi |
ekki furðulegt, að jafnvel inn- :
fæddir Singhalesar fá varla að j
sjá þessa „forfeður” sina. Aftur j
á móti sá ég eftirlikingar Vedd- !
ah-manna — i þjóöminjasafni
Colombo!
Hátið
i Matará
í tilefni þjóðhátiðardags i
febrúar var boðið til stórkost-
legra hátiðahalda i Matara,
þriðju stærstu borg landsins við
Suður-odda Sri Lanka. Mjög
erfitt var aö fá gistingu fyrir
þúsundir aðkomumanna — þar
var stjórn landsins með forset-
ann Mr. Jajavardena i broddi
fylkingar, tugir erlendra sendi-
herra, sendiboða, auk þúsunda
hermanna — þar átti að fara
fram stórkostleg hersýning.
Mikill hluti strandlengjunnar
var afgirtur, herdeild eftir her-
deild fór skrautgöngu fram hjá
svölum gesta og fyrirmanna,
herflugvélarog herþyrlur sýndu
listir sinar yfir ströndinni. Bar
hersýning þessi keim breska
nýlendisveldisins, meira að
segja heyrðust skoskar sekkja-
pipur. Glampandi sólskin var
alla dagana og yfir 30 stiga hiti.
Hvildi ég mig efst á hervirkja-
garði við hliðina á voldugri fall-
byssu frá dögum Portúgala.
Meðal gesta i hóteli við strönd-
ina veitti ég athygli hávöxnum,
gildum, svörtum manni, sem
bar sig m jög tignarlega. Reynd-
ist hann vera ambassador
Kenýu i Indlandi og Sri Lanka.
Var skipst á skoðunum meöal
gesta þar svo og á góögæti langt
fram á nótt. Býr ambassadorinn
i Nýju Dehli ásamt konu og sjö
börnum þeirra.
Nauðrakaðir og þöglir menn,
klæddir glansandi dökkgulri
skikkju og ætíð búnum regnhlif,
sem þar i landi er sólhlif sam-
timis, eru Búddamunkar. Tru
þeirra er 2500 ára gömul og
hefur fest djúpar rætur i hugum
og venjum alþýöu. Fjöldi glæsi-
legra halla og bænahúsa, prýða
flest Asiulönd. Kandy er einn
aðalstaður búddatrúarmanna,
en þar er geymdur einn aðal-
helgidómur Búddatrúar: tönn
sjálfs Búdda. Var hún flutt til
Ceylon fyrir meira en 1500 árum
siðan og skrinlögð undir átt
hyrndu þaki hins hvita skraut-
bænahúss. 1 Kandy, sem öldum
saman var höfuðborg Sri
Lanka, sem og á mörgum öðr-
um stöðum er ár hvert haldin
hátiðleg fjöldasamkoma trú-
Frá hátiðarhöldum á Sri Lanka