Alþýðublaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ
9
hann fjörugrasahálftunnuna
selda á hálfan fjóröung smjörs.
Kemur það verðlag heim við frá-
sögn Skaftfellings, er vel þekkti
til þess um aldamótin 1800. Hann
segir að vættin af fjörugrösunum
hafi kostab 10 fiska og þvi verib
sem hálfvirði við söl. En fjöru-
grasakvartilið vó fjóra fjórðunga
eða hálfa vætt. — Búalög veita •
enga vitneskju um verðlag á
fjörugrösum, en það er vitni um,
að á þeim tima, sem verðlags-
ákvæði þeirra urðu til, hafi fjöru-
grös ekki verið söluafurð. —
Ógerlegt er að fullyrða nokkuö
um, hvenær þau hafi fyrst orðið
það. Af varðveittum heimildum
virðist helzt mega ráða, að það
hafi ekki gerzt fyrr en á 17. öld og
tæpast svo nokkru næmi fyrr en á
öndverðri 18. öld.
Elzta lýsing á mataræði úr
fjörugrösum er i riti Bjarna Páls-
sonar en þar segir: „Fátæktfólk
býr til úr þeim súpu eða graut.
Þau eru soðin i vatni eða mjólk
með mjölútákasti. Þessi réttur er
likur réttum úr fjallagrösum að
bragði og útliti.” — Frásögn Egg-
erts og Bjarna er ögn ítarlegri:
,,Or fjörugrösum er-----gerð-
ur þykkur limkenndur grautur,
ýmist úr þeim nýjum eöa þurrk-
uðum. Eru þau þá lögð i bleyti i
ósalt vatn og siðan söxuð og soðin.
Fátæklingar sjóða þau i vatni og
sýru ásamt einhverri ögn af
mjöli, ef til er, en hjá þeim, sem
betureru megandi, eru þau soðin
i mjólk og mjöl eða bygggrjón
höfðmeðþeim,ogrjómihafður út
á grautinn. Við höfum borðað þau
þannig tilreidd og þótt þau góð.”.
— Af annarri heimild má sjá, að
fjörugrasagrauturinn var stund-
um,látinn kólna i trogi, en við það
hljdp hann i hellu, er skorin var í
bita, sem voru látnir i súr. — Jón
Guðmundsson Þjóððlfsritstjóri
kynntist þvi, hvernig Skaftfell-
ingar matbjuggu fjörugrösin, en
hann segir, ab auk grautsins hafi
verið búið til úr þeim svonefnt
fjörugrasahlaup.Það var skorið i
tigla, er voru látnir i súrmjólk, og
siðan voru þessir grasatíglar
etnir meðsúrmjólkinni. En bitar
úr grasagrautnum, er áöur var
minnzt á, voru látnir Ur súrnum i
aðra grauta og borðaöir með
þeim. — Einnig tiðkaðist að hella
soðnu fjörugrasamauki ofan á
skyrtunnur, þar sem það hljóp
saman og varð að skildi svipað og
ef floti hefði verið rennt yfir þær.
Þessi fjörugrasaskjöldur hlifði
skyrinu en hann var svo smám
saman étinn með þvi.
Þorsteinn Þorsteinsson jarð-
yrkjumaður og bóndi i Úthlið i
Biskupstungum var sem drengur
á Hvoli i Mýrdal um aldamótin
1800. Hann greinir frá þvi, að
fjörugrös hafi þá almennt verið
keypt á Eyrarbakka og flutt aust-
ur. Um matargerð Ur þeim segir
Þorsteinn: „Þau voru afvötnuð i
tvo daga, þvi næst þvegin i volgu
vatni, skorin og soðin ýmist i
mysuvatnsblandi eða drukk, og
var sá gráutur festur meö litlu
einu af mjöli. Aðrir suðu fjöru-
gjösin niður i mauk og höföu
mauk þetta i þunnum lögum inn-
an um skyriðog var hvorttveggja
borðaö saman með mjólk útá.”
Ef fjörugrösin voru ekki látin
saman við skyr eða súrmjólk á
sumrum, söxuðu eða muldu Skaft
fellingar þau, gagnpressuðu i iláti
er siðan var tillukt, og geymdu
þannig til vetrar. Af þessum
fjörugrasaforða var svo tekið
smám saman og hann matbúinn i
graut eða hlaup á sömu lund og
áður er getiö.
Sú var reynslan, að fjörugrösin
væru litt hæf i graut nema hann
væri vel mjölborinn og i honum
sýra eða mjólk. Bezt þóttu þau
með skyri eða súrmjólk og helzt
eftir að hafa legið i öðru hvoru og
mengast af sýru, þvi að við það
hvarf væmubragðið sem að öðr-
um kosti var af þeim. Þess voru
dæmi að fjörugrasahlaup væri
sykrað, og hefur það sjálfsagt
verið gert til þess að bæta bragð-
ið.
Þótt sumir kæmust upp á lag
Hér getur að Hta sjóarkræöu. Allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar: hún er fagurlega
myndskreytt. Kápa og saurblöö eru unnin af Guðmundi P. ólafssyni.
meðaðmatbúa fjörugrösin þann-
ig, að þau þóttu eftirsóknarvert
búsilag, mun þó þessi sæþörungur
vfirleitt ekki hafa verið nýttur til
matar nema i mestu harðærum,
og þá einkum af þeim, sem
fátæktin hrjáði sárast. Þannig
var það t.d. árið 1701. Haft er eftir
Þorvarði Þórðarsyni, er var að
alastuppá Miövöllum undir Jökli
laust fyrir miöja siðustu öld, að
þar heföi þá eitt sinn svo hart að
sorfið með bjargræði, að sækja
varð um tima grös i fjöru og gera
graut úr þeim. Taldi Þorvarður
það verstu fæðu, sem hann hefði
nokkru sinni orðið að búa við,
enda voru grösin óþurrkuð, að-
eins afvötnuð og soðin i vatni
ásamt mjölhári.
Sumir ætluðu, að fjörugrösin
gætu komið að liði sem lækninga-
jurt, og sú var jafnvel skoðun
lækna. — Fjörugrasagrautur var
talinn auðmeltur og sagður
styrkja meltingu harðrar fæðu.
Þvi var trúað, að hann væri eink-
um hollur þeim mönnum, sem
holdsveiki byggi i, þvi að þeir
hefðu flestir illan melting og treg-
an vallgang.
Sem lyf I þvi skyni og
vallgang. Sem lyf i þvi skyni og
jafnframt við veiki þeirri sem
fyrrum var nefnd kveisa, en
henni gat fylgt matleiöi, höfuð-
verkur og uppsala, voru f jörugrös
talin ágæt, ef þau voru litið af-
vötnuð og haft var hunang til að
sæta þau. Einnig var fólki, sem
var of blóðrikt, ráðlagt að éta
fjörugrasagraut eða drekka seyði
af grösunum. Það var gert með
þeim hætti, að tekinn var vænn
hnefi af vel þurrkuðum og söxuð-
um fjörugrösum, er höfðu verið
afvötnuð litið, og eitt lóð af
hunangi. A þetta var hellt einni
mörk af sjóðandi vatni, hrært
eib'tiðog látiðstanda i ilátinuunz
seyðið vár orðið kalt. Stundum
var þessi seyðisskammtur drukk-
inn allur i einu, eða smám saman
snemma morguns, einkum ef
hann átti að lækna kveisu i ung-
lingum. Sérstaklega var fólki,
sem bjó við sjó og átti ekki kost á
fjallagrösum, bent á að nýta
fjörugrösin sem lækningajurt á
fyrrgreindan hátt.
Sigurður Kristófer Pétursson
dvaldist i æsku á Brimilsvöllum
en þar uxu fjörugrös eins og fyrr
er að vikið. Um þau segir hann:
„Fjörugrös heyrði ég sagt að
væru afbragð til að stoppa maga-
tæringu, en ekki vissi ég til, að
þau væru notuð.”
Umfram það, sem fyrr er getiö
varöandi noktun fjörugrasa i
Vestmannaeyjum, skal aftur
vitnað til heimildarmanns, sem
enn er á lifi, en hann segir:
Meöal Ofanbyggjara i Vest-
mannaeyjum voru fjörugrös tek-
in að haustinu til nokkuð fram yf-
ir siðustu aldamót og höfð til
skepnufóðurs. Þau voru pokuð,
flutt heim á hestum og þurrkuð á
túni. Siðan voru þau látin i tunnur
og fergð. A vetrum voru grösin
gefin kiim með fóðurbæti, en áður
var hellt á þau heitu vatni. Vest-
mannaeyingar töldu fjörugrösin
ágætt fóður. — Einnig tiðkaðist
fram á þessa öld i Selvogi að rifa
fjörugrös handa kálfum. A þau
var hellt s.jóðandi vatni en siðan
voru grösin söxuð og látin þannig
saman við kálfsdrukkinn. — Ann-
ars virðist litið hafa verið gert að
þvi að safna fjörugrösum sem
vetrarforða fyrir búpening. Af
upplýsingum Jarðabókarinnar
mætti þó t.d. ætla, að slikt hefði
átt sér stað i Grindavikurhreppi.
Aftur á móti átu hestar og fé
fjörugrös á bitfjöru og þá helzt á
vetrum.
v ■ , " s'
'' '' r'' ^
... l@Si|g«PÍW
JÓLIN
eru tími hvíldar og friðar.
í tilefni þeirra sendir
Alþýðusamband íslands launafólki
og samherjum þess óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
-