Alþýðublaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ
5
fyrirmynd, án þess aö forsend-
urnar sem þaer byggjast á væru
fyrir hendi, hvort sem þar er um
aö kenna skilnings- eöa peninga-
skorti, nema hvorttveggja sé. Og
svo er þaö framhaldsskólafrum-
varpiö, sem enn er aö velkjast
óafgreitt.
Menn greinir á um hvort
Kröfluævintyrið teljist frekar
mistök eða óheppni, en af þvi
getum við samt dregið þann lær-
dóm, aö þvi fé og þeim tfma, sem
variö er til undirbímingsrann-
sókna að stórframkvæmdum er
vel variö.
Aö takist aö efla atvinnulifið
og skapa þvi heilbrigðan grund-
völl. Sérstaka áherslu ber aö
leggja á nýtingu innlendrar orku
og hráefnis. Þetta er sú undir-
staða sem allur annar velfam-
aður byggist á. Miklu varöar aö
við nýtum okkar tækniframfarir,
svo sem örtölvubyltinguna sem
boðuð hefur verið, á þann hátt að
það komi öllum almenningi til
góða i styttum vinnutima og betri
launum.
Þá er það takmark sem okkur
ber að ná sem fyrst, að mögulegt
verði að framfleyta sér á dag-
vinnulaunum og meira svigrúm
verði gefið fyrir hlutastörf. Þetta
er eitt mikilvægasta réttindamál
foreldra og bama. Það vinnuálag
sem hér hefur tiökast, er óhag-
kvæmt bæði fyrir einstaklingana,
atvinnufyrirtækin og þjóðfélagið i
heild.
Skólakerfið þarf að laga sig að
breyttum aðstæðum : Auka tengsl
sin við atvinnulifið, taka upp
meiri kennslu i tölvufræðum,
auka möguleika á endurmenntun
og fullorðinsfræðslu og siðast en
ekki sist að búa fólk undir fleiri
tómstundir og lægri eftirlauna-
aldur. Það er sorglegt að verða
vitni að þeim tómleika sem hel-
tekurlif margs gamals fólks, sem
aldrei hefur litið upp úr stritinu,
þegar þaðerhætt að vinna og veit
ekki hvernig það á að fá timann
til að liða. Þar eru karlmenn
oftast mun verr settir en konur.
Þá tel ég höfuðnauðsyn að við-
halda og efla allt það, sem stuðlar
að frelsi og sjálfstæði okkar sem
þjóðar. Við eigum ekki að láta
nota okkur i vigbúnaðarbrölti
stórveldanna. Við eigum að afmá
þann smánarblett að vera her-
setin þjóð. Okkar lóð er að visu
smátt, en það væri þó best komið
á vogarskál þeirra samtaka, sem
vinna að eflingu friðar i heim-
inum. Menn kunna að segja, að
við verðum að hafa varnir. En
þær vamir sem hér eru duga
okkur Islendingum harla skammt
og verka frekar sem segull ef til
átaka kæmi.
Hvort eitthvað af þessum eða
öðrum markmiðum nást á kom-
andi tiu árum, er ekki gott að spá
um. En eiU er vist að ef þjóðin
stendur saman og ef stjórnmála-
menn, hvort sem eru i stjórn eða
utan, láta þjóðarhag sitja i fyrir-
rúmi fyrir valdastreði og vin-
sældapólitik, þá mun okkur miða
fram á veg til betra lifs.
Hjálmar Ragnarsson, tónskáld
Ég tel, að á tslandi hafi aldrei
verið meiri gróska i listsköpun og
listtúlkun en á liðnum áratug. Al-
menn þátttaka i þeirri starfsemi
hefur verið mjög mikil þrátt fyrir
þá innfluttu imbakassamenningu,
sem flætt hefur takmarkalaust
yfir landið. Þessi gróska ber vott
um, að enn býr lifsneisti með
þessari þjóð.
tslenzk stjórnmál hafa á
liðnum áratug einkennst af
ábyrgðarleysi og lýðskrumi. Er
þess vegna ekki að furða þótt
okkur hafi mistekist að byggja
upptraustatvinnulif og jafna kjör
landsmanna.
Þröng skammtimasjónarmið
hafa ráðið úrslitum i umhverfis-
verndarmálum, og höfum við
verið iðin við að safna skuldum i
þeim efnum, skuldum sem kom-
andi kynslóðir verða siðan að
borga.
Vonir um að takast mætti að
koma hinu bandariska hernáms-
liði úr landi brustu hver af ann-
arri. Tók þó út yfir allan þjófa-
bálk, þegar stór hluti þjóðarinnar
lét teyma sig út i að grátbæna
stóra bróður um að sitja sem fast-
ast. Dýðra getur liklega engin
þjóð sokkið.
A næsta áratug varðar það
Islendinga miklu að standa vörð
um sjálfstæði þjóðarinnar. t.
vopnaskaki stórveldanna er
öryggi Islendinga bezt tryggt með
hlutleysi, og þarf þess vegna að
visa á bug öllum erlendum
hernaðaritökum. Ariðandi er, að
stjórn og rekstur atvinnufyrir-
tækjanna hverfi ekki úr okkar
höndum og að auðvirðileg gróða-
sjónarmið ráði á engan hátt ferð-
inni i fræðslu- og menningar-
málum.
öllu máli skiptir, að við lærum
að búa i lifheimi okkar án þess að
ræna hann og eitra. Fyrr en við
lærum það tekst okkur ekki að
skila afkomendum okkar betri
jörð en þeirri sem við tókum við.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Iscargo h/f
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Jens Guðjónsson
Skartgripaverslun Laugavegi 60
Gleðileg jól
Farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin
á iiðna árinu
BiLABORG H.F.
SMIÐSHÖFÐA 23
, LEIKLIR. PU
FOXGANGANDI
JOLASVEIN
UM ÞESSIJÓL?
Farið þið í heimboð á annan?
Geysist með gjafirnar
um allan bæ? Og greinar á leiði í leiðinni?
Allt þetta getum við auðveldað.
Við bjóðum þér framhjóladrifinn bíl
til einkaafnota á sérstökum iólaafslætti.
•2-21190
LOFTLEIBIR BILALEIGA