Alþýðublaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ Einstaklingsframtakið 17 kúgi konur, en vart er ástæöurnnar að leita i valda- fýsn, eða kúgunareðli karl- mannsins, Vissulega er áhuga- leysi almennra verkamanna mikið þegar samtök þeirra eru annars vegar, en þaö þýðir ekki að almennt verkafólk hafi ekki áhuga á sinum málum. Það gæti hins vegar þýtt að eitthvað stór- kostlega mikið væri að, hvað varðar skipulag og starfshætti verkalýðshreyfingarinnar. Þvi er þetta nefnt hér að bókin Galeiðan skirskotar beint til þessa. Þær andstæður sem liggja til grundvallar i bókinni eru ekki andstæðurnar milli verka- kvenna. Þannig setur höfundur- inn það heldur ekki upp. Hann setur upp andstæðurnar verka- menn — atvinnurekendur. Þaö er þessi andstæða sem knýr sög- una áfram, ákvaröar söguþráð- inn. Það er þetta sem skýrir at- vikið þegar Lárus Björnsson, verkstjórinn yfirborgaði, skvettir úr viskiglasinu framani iðjuhöldinn Má Blöndal eftir að hafa heyrt þann siðarnefnda halda enn eina smjörlikisræðu sina um vinnufrið, lausaskuldir og langtímalán. Lárus Björns- son gerir ekki neitt privatupp- gjör. Eftir skiptbrot i hjóna- bandi, skipbrot gagnvart rétt- visinni og skipbrot gagnvart þeim kröfum, sem smáborgar- inn, kaupmaðurinn,faðir hans, hlýtur að hafa sett á hann viður- kennir hann i bókarlok, aö hann er og verður verkamaður Hann vaknar af draumi og tekur af- stöðu með verkakonunum. Kúg- un verkakvennanna kennir hon- um að lita sambandið milli verkstjórnar og eignarhalds verksmiðjunnar i réttu ljósi. Þannig gerir Lárus sér það ljóst undir lokin, að verkstjórastaða hjá Má Blöndal, er ekki það sama og að reka verzlun föður sins á horninu. Verkstjórastað- an gerir hann ekki umsvifalaust að smáborgara. Hann fær þegar allt kemur til alls, litlu ráðiö um framvindu mála í Umbúða- smiðjunni hans Más, andstætt þvi sem hann hugsanlega gæti sem smákaupmaður. Það er áöur sagt, að verka- konurnar leggja ekki niður vinnu vegna launa sinna, enda slikt flokkað undir samnings- brot samninga sem þær hafa engan þátt átt i að gera, en þeg- ar ein verkakonan slasast vegna hirðuleysis eiganda verksmiðj- unnar og brota á löggjöf um öryggismál á vinnustað þá þyk- ir þeim nóg boðið. Sú afgreiðsla sem þær fá á skrifstofu verkalýðsfélagsins og sú staðreynd, að öryggiseftirlit rikisins hefur ekki komið i veg fyrir að notaðar séu vélar i svo bágu ásigkomulagi sýnir, að mótherjar verkamanna eru ekki einungis atvinnurekendur heldur og rikisvald og siðast en ekki sizt verkalýðsforystan sjálf. Og er það einkum þessi punktur sem er hvað athyglis- verðastur i framsetningu höf- undar að mati undirritaðs. Þetta er ekki einkaskoðun höf- undar. Þessi skoðun kom sterk- lega fram á nýafstöðnu 34. þingi ASI og þetta hefur margsinnis komið fram hjá pólitiskum aðil- um sem standa vinstra megin i islenzkri pólitik, en það er nýtt a.m.k. á seinni timum að rithöf- undar skuli leggja málin upp á þennan hátt. 1 bókum Peter Hallberg um nóbelskáldið Halldór Laxness segir að höfundurinn sá hafi sett saman formála að þýzku útgáfu Heimsljóss og dagsettur sé árið 1955. Halldór útskýrir aö sú saga ,,sé i vissu tilliti spegil- mynd af Hitlerstimanum...að mörgu leyti þúsundárariki nazista i smækkaðri mynd, þriðja rikið séð i öfugum sjón- auka, eða, vilja menn orða það svo, þriöja rikið leyst upp i frumþætti.” I framhaldi af þessu er varla á neinn hallað þótt þvi sé haldið fram, að ölafur Haukur Simonarson hafi með Galeið- unni brugðið upp svipmyndum af lifi islenzkra verkamanna, sérstaklega verkakvenna, tæpri hálfri öld siöar, i skugga al- ræðisvalds þeirrar stéttar, sem situr inni með völdin, hvort heldur er i samtökum verka- fólks, samtökum iðnrekenda eða I rikisstjórn. Eftir þetta þarf ekki að bæta þvl við að bókin er flennigóð, eða, eins og danskur- inn segir: „Et godt stykke arbejde”. Höfundur á þakkir skyldar. Myndskreytingar Sigrid Valtingojer eru með þvi bezta, sem sést hefur i bókar- skreytilist. Helgi Már Arthursson -Verslunarmannafélags Reykjavíkur---- Jólatrésskemmtun Jólatréskemmtun verður haldin að Hótel Sögu Súlnasal, laugardaginn 3. janúar 1981, og hefst kl. 15.00 siðdegis. Aðgöngu- miðar verða seldir á skrifstofu Verslunar- mannafélags Reykjavikur Hagamel 4. Miðaverð: Börn G.Kr. 3.000 N.Kr. 30:00 Fullorðnir G.Kr. 1:000 N.Kr. 10.00 Tekið verður á móti pöntunum i simum 26344 og 26850. Verslunarmannafélag Reykjavikur. 19 r .iÖVj® ,\ & °pa Wa^e'" su W** ° V tt \ • •• n QO“ ro\°^ y »•' <-\ o9 b^° Opal kjf. Skipkolti 29. Gleðileg jól Gleðileg jól Gleðileg jól Farsælt komandi ár Farsælt komandi ár. Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Arnarf lug Efnalaugin úðafoss Þjóövinafélagsins Skeggjagötu 1. Sími 29511. Vitastig 13. Sími 12301. Skálholtsstíg 7. Sími 13652.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.