Alþýðublaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. september 1981 7 Alþýðublaðið spyr: ER HÉR JAFNLAUNASTEFNA í REYND? ALÞYÐUSAMBAND ISLANDS vart sinu starfsfólki, aö aðlaga sig. þeim launahlutföllum sem sem rikja á launamarkaðnum á hverjum tima”. — Hvað ert þú t.d. með i mán- aðartekjur? „Ég er með 16.500 kr i brúttó- laun, og fæ greiddar 1.200 kr. fyrir afnot af bil, og þá er ekki tekið með i reikninginn, hvort ég sit hér fram til tiu á kvöldin eða ekki”. — Eru þetta minni laun en As- mundur Stefánsson hefur? „Þetta eru svipuð laun og As- mundur er með”. — Hvað telur þú að sé mikill munur á milli þin og simastúlk- unnar? „Það er um helmings munur. Þetta er ekki óeðlilegt miðað við það sem almennt gerist i þjóð- félaginu. Það er ljóst að min laun eru svipuð og annars staðar, fyrir sams konar störf, en það gefur auga leið, að ég réð mig ekki hingað, til starfa, fyrir minni laun en ég hafði áður”. — Og þú telur að það sé sann- gjarnt að það sé svona mikill munur á milli ykkar? „ASÍ verður að sæta þeim kjörum sem almennt ganga Þó ASÍ stefni að launajöfnuði, og ég tel þá stefnu rétta, þá gerist það ekki bara hér á skrifstofunni. önnur launþegasamtök, og þjóöfélagið i heild, verða að fylgja sömu stefnu”. Jóhannes Siggeirsson, hagfræðingur Jóhannes Siggeirsson, hagfræð- ingur ASI. „Jafnlaunastefna? ASI stefnir að jöfnuði launa milli mismunandi starfshópa. T.d. get ég sagt að i samningunum 1977 var samið um fasta krónu- hækkun til allra 18.000 gkr., og tvær fyrstu verðbótahækkanir i fastri krónutölu. En önnur laun- þegasamtök sömdu um hlut- fallshækkanir og hlutfallslegar veröbætur. Stefna BHM er að halda hlutföllum óbreyttum, og það hefur kjaradómur tekið undir. Svo þú sérð, að þó ASI stefni að þvi að jafna launin milli óllkra starfshópa þá er erfitt að fylgja slikri stefnu, ef hún gengur ékki i gegnum allt þjóð- félagiö”. — En er þá jafnlaunastefna á skrifstofum ASI? „Hún er ekki meiri en gerist i þjóöfélaginu. ASl verður, gagn- HAMPIÐJAN Haraldur Guðmundsson, netagerðarmaður. Haraldur Guðmundsson, neta- gerðarmaður hjá Hampiðjunni. „Nei, og þar er margt sem kemur til. Fyrst og fremst að fólkið þekkir ekki sinn vitjunar- timá, og lætur kjaramálin af- skiptalaus. Fólkið á að passa upp á sina stjórn og sitt stéttar- félag, en það veit oft ekki hvar það er statt”. — Hvað ert þú með i laun á mánuði? „Ég vinn nú ekki nema hálfan daginn, frá kl. hálf átta til rúm- lega tólf, og fæ fyrir það tæpar 4000 kr. Inni i þessu eru fæðis- og flutningspeningar. Ef ég ynni allan daginn þá myndi þetta gera tæpar 5000 kr„ fyrir átta tima vinnu. — Er jafnlaunastefna i Hampiðjunni? „Ég vil sem minnst um það segja. En ég er ekki ánægður með það fyrirkomulag sem nú rikir. Við netagerðarmennirnir stöndum nú i viðræðum um okkar kjör”. — Veistu hvað forstjórinn fær I iaun? „Nei, en ég veit að forstjórinn er duglegur maður og á góð laun skilið”. Magniis Gústafsson, forstjóri. Magnús Gústafsson, forstjóri Hampiðjunnar: „Launastefna hlýtur að mót- ast af starfsskilyrðum atvinnu- veganna. Mismunandi laun fyr- ir mismunandi vinnu hlýtur að fara eftir þvi verði sem hægt er að selja vöru og þjónustu. Ef rekstur fyrirtækis á að standa undir verulega hærri launum en nú er, þá koma ekki til annað en eilifar millifærslur, milli rikis- ins og atvinnuveganna, eins og i landbúnaði. Það þýðir ekkert að tala um jafnlaunastefnu, á meðan laun fylgja öðru en afkomu atvinnu- veganna. — Hvað ert þú með i tekjur á mánuði? „Ég vil ekkert segja um það. Laun starfsmanna eru trúnað- armál. —-lirtu með 20.000 kr. á mán- uði? „Ég svara þessu ekki. Þú get- ur leitað i skattskránni ef þig langar til að vita það. En ég get sagt þér það að ég er lágt laun- aður miðað við kollega mina á Norðurlöndum.” — Er jafnlaunastefna i Hamp- iðjunni? „Við förum eftir þeim samn- ingum sem gerðir eru. Hér á landi eru langflestir vinnandi manna i verkalýðsfélagi.” — Er margfaldur munur milli þin og starfsfólksins? „Nei, það eru ekki stórir þætt- ir i þvi.” — En á milli skrifstofunnar og verksmiðjunnar? „Þú getur náð þér i taxta Iðju og VR og borið það saman. NU, fólk sem sýnir af sér dugnað og' góða frammistöðu það fær auka umbun.” — Nú ert þú ekki i neinu stétt- arfélagi. Af hverju ráðast þin laun? „Þau ráðast af þvi sem er al- mennt á markaðnum fyrir stjórnunarstörf. Það er nú þannig, að framboð af mönnum i stjórnunarstörf, er oft minna en eftirspurn, og þar að auki er verið að leita eftir mönnum með ákveðna hæfileika. Liður i þvi að laða menn til slikra starfa, eru peningar”. — Þér finnst þá ekki óeðlilegt að hafa meiri laun en starfsfólk- ið? „Nei, ég hef ekki samviskubit út af þeim launum sem ég fæ. En hvað varðar þessa jafn- launastefnu þá get ég nefnt grein i sænsku blaði sem var á þá leið, að sú stefna að jafna laun hafi hvergi haldið, þar sem reka átti öflugt efnahagslif. Jafnvel Rússar eru farnir að örva fólk til starfa með mis- munandi launum. Meginvandi islensks efna- hagslifs er að hér eru laun hækkuð hvort sem atvinnuveg- irnir geti borið þau eða ekki og hér gildir lögmálið stétt gegn stétt.” Ingibjörg Haraldsdóttir, gjaldkeri Ingibjörg Haraldsdóttir, gjaldkeri á skrifstofu Alþýöu- sambands tslands: „Ég er hrædd um að þaö riki ekki jafnlaunastefna á Islandi. Annars er ég ekki svo mikið inni i þessum málum, maður blund- ar nú svolitið ef maður á ekki sjálfur hagsmuna að gæta” — Hvaö ert þú með i laun a mánuði? „Ég fæ 8.891 kr. fyrir dag- vinnu og er með fasta yfirvinnu, 10% af mánaðarlaununum. Samtals er þetta um 9.900 kr.” — Veistu hvað hagfræðingur ASI hefur I laun? „Já,þaðernú i minum verka- hring að ganga frá laununum.” — Finnst þér ekkert ósann- gjarnt að hann skuli hafa tvö- föld laun á við þig? „Nei. Ég tel mig ekki hafa rétt á meiri launum. Þetta fer eftir starfi og þeim kröfum sem eru gerðar til menntunar og þess hvað er ætlast til að maður framkvæmi.” — Og þó þið vinnið svipaðan vinnutíma- „Hann er náttúrlega með há- skólapróf og stendur meira i storminum.” — Þér finnst þetta ekki óeðli- legt þrátt fyrir jafnlaunastefnu ASI? „Fólk verður að taka laun eft- ir umfangi starfsins. T.d. vann ég i verslun áður og hafði þá töluvert lægri laun. Þetta starf er auðvitað ekki sambærilegt, en maður kemur jafnþreyttur heim að kvöldi.” — Hvað telur þú að séu mann- sæmandi laun. Þá á ég við laun sem gera fjögurra manna fjöl- skyldu kleift að draga fram lifið veita sér það að lifa sómasam-i lega? „Það 'er náíægt '9-1Ó.0ÖÖ’kr. nettó”. A skrifstofum ASI, sem hefur innan sinna vébandá þúsundir launþega, sem margir hverjir eiga vart til hnifs eöa skeiðar, kom fram að helmings munur erá launum hagfræðings ASI og gjaldkerans. Jafnframt var upplýst að gjaldkerinn, sem greiðir gjöld i Verslunarmanna- félag Reykjavikur, þiggur laun skv. taxta BSRB! Með fastri eftirvinnu náigast launin 10.000 kr. á mánuði. Hjá VR fengust þær upplýs- ingar að sjálfstæður gjaldkeri, meö tveggja ára starfsreynslu hefur kr. 6.911 á mánuði miðað við átta tima vinnudag. Simastúlka með allt að 10 lina skiptiborð til umsjónar fær, eftir tvö ár, kr. 4.914. Þetta bendir ótviræt til þess að Alþýðusamband Islands, sverð launþega og skjöldur, yfirborgar starfsfólk sitt veru- lega. Hagfræðingur ASI, og forseti,, þiggja ekki laun eftir ákveðnum' taxta. Laun þeirra eru ákveðin af miðstjórn Alþýðusmbands- ins, og eru þar af leiðandi I eng- um tengslum við þau kjör sem skjólstæöingar ASÍ búa við, eöa á nokkurn hátt I anda jafnlauna- stefnunnar. — EGE Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir ágúst- mánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. september 1981 Stjórn Byggingasjóðs Reykjavíkurborgar Byggingarsjóðs Reykjavikur- borgar hefur verið falið að leita eftir kaupum á allt að 20 ibúðum, sem notaðar verða sem leiguibúðir á vegum borgar- innar. Fyrst og fremst er leitað eftir . ibúðum, sem nú standa ónotaðar. Einnig kemur til greina að kaupa húsnæði, sem áður hefur verið notað til annars, ef hent- ugt þykir að breyta þvi i ibúðarhúsnæði. Þeir sem hafa hug á að bjóða húsnæði til kaups samkvæmt framanrituðu, eru beðnir að senda tilboð til stjórnar Bygg- ingarsjóðs Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavik, fyrir 28. sept. n.k. 1 tilboði komi fram: Verð eða verðhug- mynd, greiðslukjör, stærð húsnæðis, lýs- ing á húsnæði o.fl. þess háttar. Stjórn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.