Alþýðublaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 12. september 1981 Orkukreppan hefur víða komið við/ og fáir/ sem ekki hafa kynnsthenni af eigin raun. Við hér heima á íslandi höfum fengið að kenna á henni óþyrmi- lega, þó við framieiðum mikla orku sjálfir. Þar sem olíulindir heimsins eru augljóslega takmark- aðar, og eyðast því hraðar, sem af þeim er tekið, er engin lausn á orkukreppunni, önnur en að spara orku, og leita nýrra orkulinda. I greininni hér á eftir, er gerð grein fyrir því, hvernig f jögur ólík lönd hafa brugðist við orkukreppunni. Löndin eru Astralía, Austurríki, Nýja-Sjáland og Noregur. Sum þessara landa framleiða gnægð af orku, en önnur minna, og jafnvel mjög lítið. Það er því fróðlegt að skoða, til hvaða aðgerða er gripið á hverjum stað, þegar stjórnvöld standa frammi fyrir vandanum. Talift er aö oliuframleiðsia Norðmanna geti vaxið mun hraðar, en menn hafa hingað til ætlað, vegna þess, að sifellt finnast nýjar og auðugar lindir. Hér má sjá einn oliuborpail i Statfjordsvæðinu I Norður- sjó. ORKUKREPPAN OG OLIAN — sparnaðaraðgerðir í fjórum löndum Ástralia Astralia er eitt fárra aðiklar- rikja Alþjóða orkumálastofnun- arinnar, sem flytur út orku. Hins- vegar framleiða Astraliubúar að- eins sem svarar 70% af olíunotk- un sinni, og það hlutfall er minnk- andi. Þessvegna er það eitthelsta markmið ástraiskra orkusparn- aðaraðgerða, að draga úr notkun á oliu. Aðalaðferðin, sem notuð er, er sú, að hækka verð á allri oliu, einnig heimaframleiddri, svo hiín verði jafndýr innfluttri. Þar er miðað viö oliuverð frá Saudi Arabiu. Sparnaður Meir en heimingur af oliu- neyslu Ástrallubúa, er I sam- Oifuvinnslusvæðið i Norðursjó. göngum. Að vísu hefur bensin- verðhækkaðumhelming frá 1978 til 1980, en skattar á bensín eru lágir, og bensinverð i Astraliu óvenju lágt, um helmingi lægra en almennt i'Evrópu. Settar hafá veriö fram kröfur, um lágmarks nýtingu eldsneytis,(10,2 litrar á hundraðið), en framleiðendur ráða hvort þeir fara eftir þeim eða ekki, þar sem staðall þessi hefur ekkert lagagildi. Þá hefur veisteríittað beina ferðum fólks meir yfir á almannavagnakerfi, þar sem það er bæöi litið og veik- buröa. Engu að siður hefur rikis- stjórnin veitt almannavagnakerf- inu styrki siðan 1973. Meöal sparnaðaraðgerða sem iagðar hafa veriö til, má nefna þyngri skatta á bensin, auknar kröfur um góóa orKunytmgu, og skattar á bifvélar, eftir stærð þeirra. Notkun oliu i iönaði er til þess aö gera li'til I Astraliu, miðaö við ýmis önnur lönd en engu að siður erleitast við að minnka þá notkun einnig. Verðlaun eru veitt fyrir- tækjum, sem tekst vel til i oliu- sparnaði, og skattaivilnanir einn- ig, ef fyrirtækin vilja breyta verksmiðjum sinum og taka upp framleiðsluhætti, sem ekki krefj- ast ollubrennslu. Aðeins 6% oliu- neyslu fer til heimilisnota, en engu að siður er leitast við að spara þar lika. Ástraliubiiar framleiða aðeins litinn hluta raf- orku sinnar með oliu, (þeir nota aðallega kol) svo þar er litiö svig- rúm til orkusparnaðar. Orkulindir Helsta orkulind Ástraliubúa, er kol, en kolabrennsla framleiðir 70% af raforku iandsins. BUist er við að kolaframleiðsla muni auk- ast um meiren helming á þessum áratug. Nú þegar er Astralia þriðji öflugasti framleiðandi heimsins af kolum, næst á eftir Bandarikjunum og Póllandi. Það er ekki gert ráð fyrir þvi, að f jár- festing i kolaframleiðslu verði nokkuð heft, og talið er vist, að eftirspurn eftir kolum til Utflutn- ings, muni aukast mjög. Ekki er óttast, að fjármagnsskortur muni há kolaframleiöslu, þar sem mik- ið erlent f jármagn er þegar bund- ið I þeirri grein f Astraliu og búist við að framboð á f jármagni verði meina.þegar fram liöa stundir. Samkvæmt lögum, mega erlend fyrirtæki I Astraliu ekki eiga meirihluta I áströlskum fyrir- tækjum, heldur verður meirihluti ætið að vera I höndum Astraliu- búa. En þó erlent fjármagn sé ekki skorið viö nögl, getur reynst erfitt aö fá hæft og vel þjálfað vinnuafl til framleiðslunnar, og eru fyrir- hugaðar aðgerðir tilað tryggja að það vandamál verði leysanlegt, þegar þar að kemur. Astraliubúar vinna sjálfir um tvo þriðju þess magns af oliu og gasi, sem þeir þurfa, en talið er að þeirra eigið framlag muni detta niður i 40% innan skamms, ef ekki finnast nýjar lindir, eða tekst að framleiða einhverskonar annarskonar eldsneyti innan skamms. Stjörnvöld bjóða upp á myndarlega styrki til oliuleitar, en ekki er taliö að slikt verði m jög árangursrfkt. Astrallubúar eru hinsvegar sjálfum sérnógir með jarögas, en það er ekki flutt út. Leitað nýjum lindum gengur illa af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess, að samningar, sem geröir voru fyrir oliukreppuna, kveða á um mjög lágt verð, miöaö við það, sem nú gerist. Þetta hindrar frekari leit að lindum, auk þess, sem það hvetur til notkunar á gasi, þar sem kol væru hentugri. Úraniumbirgðir Astraliu eru mjög miklar, og flytja Astraliu- búar út um 50% framleiðslu sinn- ar, samkvæmt samningi. Slikur útflflutningur er undirstjórn yfir- valda, eins og kolaútflutningur. En {rátt fyrir mikiar birgðir úraniums, tdja Astraliubúar það ekki mikilvægan þátt I orkubú- skap framtiðarinnar, vegna stærðar kolanáma sinna. Austurriki Orkuneysla i Austurriki tvö- faldaðist næstum þvi á árunum milli 1960 og 1973, og mestur hluti þeirrar aukningar kom frá inn- fluttri oliu, en oliuinnflutningur jókst fimmtánfalt á þessu tima- bili. Frá þvi 1973 hefur mikill árangur náðst I baráttunni fyrir þvi, að spara orku, og oliu. Frá 1973 til 1979 minnkaði oliuneysla um 2%, meðan heildarorkuþörf jókst um 11%. Mestur hluti aukn- ingarinnar á orkuþörfinni, varð fyrir aukið framboð á rafoiku og auknum innflutningi á jarðgasi. Hátt orkuverð og orkusparandi ráðstafanir hafa minnkað orku- þörfina talsvert, og gert er ráð fyrir aö enn megi ná nokkrum árangri á þvi sviði. Orkusparnaður Orkuþörf iðnaðar var 36% af heildarorkuþörf landsins 1973, en minnkaði um 10% á timabilinu framtil 1979, þó að heildarfram- leiðsla ykist á sama tima um 2% á ári. Þessi sparnaður hefur náðst, meö sparnaðaraðgeröum, og með þviað leggja áherslu á iðnað, sem er siöur orkufrekur, en sá, sem fyrirvar. Stjórnvöld hvetja fyrir- tæki tíl sparnaðar, og veita ráð, upplýsingar, samstarf og skatta- Ástralfa er nú þegar þriðji stærsti kolaútflytjandi heimsins. Búist er viðaö framleiðslan geri hetur en að tvöfaldast fyrir árið 1990, og stór hluti þeirrar aukningar mun fara til útflutnings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.