Alþýðublaðið - 15.10.1981, Síða 8
alþýðu
l.imiJi
Útgefandi: AlþýOuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson.
Blaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, Ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson.
Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrföur Guömundsdóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866.
Áskriftarsíminn
er 81866
Fimmtudagur 15. október
413 fengu lausa-
skuldum breytt
i föst lán
Samkvæmt samkomuiagi viö
rikisstjórnina ákváöu viöskipta-
bankar og sparisjóöir í april-
mánuöi s.l. aö breyta lausa-
skuldum húsbyggjenda I bönk-
um og sparisjóöum I föst lán til 8
ára.
Skilyröi fyrir skuldbreytingu
voru:
Að umsækjandi hefði fengið
lán hjá HUsnæðismálastjórn
rikisins á árunum 1978, 1979 og
1980 eða verið lánshæfur á
þessum árum, samkvæmt
núgildandi reglum stofnunar-
innar.
Að umsækjandi ætti aðeins
eina ibdð eða ibúöarhús, byggt
eða keypt á þessum árum til
eigin afnota.
Að umsækjandi hefði fengið
lán hjá banka eða sparisjóði til
ibúðakaupa eða byggingar og
skuldað i árslok 1980 vegna
slikra lána 20.000 nýkrónur eða
meira, enda hefðu lánin upphaf-
lega verið veitt til skemmri
tima en fjögurra ára og ættu að
greiðast upp á næstu þremur
árum eða skemmri tima.
Undanskilin væru
skammtimalán veitt vegna
væntanlegra húsnæðislána, h'f-
eyrissjóðslána eða annarra
timasettra greiðslna.
Nýju lánin áttu að vera til 8
ára, eða skemmri tima sam-
kvæmt ósk lántakenda, bundin
lánskjaravisitölu með 2 1/2%
vöxtum. Lánin væru veitt gegn
fasteignaveði, og veðsetning
eignar mátti ekki nema hærra
hlutfalli en 65% af brunabóta-
mati. Lánsfjárhæð skyldi ekki
nema hærri upphæð en 100.000
kr. og endurgreiðast meö árs-
fjórðungslegum afborgunum
lánstimabilið.
Akveöið var að viðskipta-
bankarnir afgreiddu sameigin-
lega sin á milli þau lán, sem
væru i bönkunum, en spari-
sjóðirnir þau, sem hjá þeim
væru. Sérstök samstarfsnefnd
banka og sparisjóða sá um
undirbúning og framkvæmd
skuldbreytingarlánanna. Út-
búin voru umsóknareyðublöð,
þar sem skrá átti öll
skammtímalán sem óskað var
að breyta. Umsóknina sendi
umsækjandi í þann banka eða
sparisjóð, sem hann hafði aðal-
iðskipti sin við. Sá banki eða
sparisjóður gekk frá endanlegu
lani. Umsóknarfrestur var til
31. mai, en afgreiðslu allra
umsókna lauk i ágústmánuði sl.
Alls barust 427 umsóknir til
viðskiptabankanna og var orðið
við þeim öllum, nema 14. Alls
voruþvíveitt 413 lán er greiddu
upp samtals 1485 lán. Heildar-
upphæð lána nam 24.157.000 kr.
„Sef alveg fyrir þessu,”
segirMatthías Bjarnason og á
þá viö varaformannssætiö i
Sjálfstæöisflokknum. Þaö er
ekki aö spyrja aö eigingirn-
inni. Gerir Matti sér ekki
grein fyrir þvi, aö þaö eru
aörir sem liggja andvaka
heilu næturnar og bföa
ákvöröunar hans. Hugsaöu
um Friörik og hina strákana,
Matti, þótt þú sofir meöan
Róm, ég meina Valhöll,
brennur...
Alþingi:
Sjónvarpið sendi út
dagskrá allan ársins
hring — tillaga Eiðs Guðnasonar alþingismanns
Eiður Guönason alþm. hefur
lagt fram tillögu um breytingar
á útvarpslögum i þá veru, aö
Rikisútvarpið skuli útvarpa og
sjónvarpa dagskrá hvern dag,
árið um kring.
t viðtali við Alþýðublaðið
sagði Eiður að i' upphafi muni
fimmtudagslokun og lokun i
sumarleyfum ekki hafa verið
hugsuð til frambúðar og nú væri
orðið vart við töluverðan þrýst-
ing á að dagskráin yrði lengd.
Eiður bætti þvi við, að auðvitað
þýddi þetta útgjaldaaukningu
fyrir Sjónvarpið, og þvi yrði
sjálfsagt að mæta með hækkun
afnotagjalda sem þvi næmi.
Menn kvarta yfir flestu áður en
þeir kvarta yfir afnotagjöldun-
um hjá sjónvarpinu sagði Eiður,
enda eru þau lág, miðað við þá
þjónustu sem fólk fær fyrir þau.
1 greinargerð meö tillögu Eiðs
erm.a. vakin athygli á þvi, að á
þeim fimmtíu árum, sem útvarp
ið hefur starfað hefur dagskrá
þess lengst jafnt og þétt svo nú
er þar komið að það er útvarpað
15 til 16 ti'ma á sólarhring allt
árið. Hinsvegar hefði dagskrá
sjónvarps ekki lengst nú um
hrið, og hefði reyndar verið
styttvegna fjárhagsörðugleika.
Siðan segir i greinagerðinni:
,,Sú ákvörðun aö hafa ekki sjón-
varp á fimmtudögum mun á
sinum tima hafa átt rætur að
rekja til þess, að við upphaf
sjónvarpsins voru þeir býsna
margir sem horfðu á alla dag-
skrána alla daga sem sent var
út. öttuðust menn að stofnun
sjónvarps mundi hafa lamandi
áhrif á félagsstarfsemi og
fundahöld og væri þvi ákjósan-
legt að hafa einn sjónvarpslaus-
an dag. Það mun og hafa átt
sinn þátt i þessari ákvörðun að
nauðsyn var talin bera til að
hafa einn dag vikunnar, þar
sem væri ekki útsending, til
þess að fámennu starfsliði á
upphafsárum Sjónvarpsins gæf-
ist kostur að hlúa að og viðhalda
tækjakosti stofnunarinnar sem
að hluta var fenginn erlendis
frá.
NU eru fimmtán ár siðan
Sjónvarpið tók til starfa. Fé-
lagslif hefur aðlagast tilvist og
tilveru þessa fjölmiðils, sem
hvorki verður séð að hafi lamað
félagslff né menningarstarf-
semi — miklu fremur hið gagn-
stæöa. Þá hefur starfsliði Sjón-
varpsins f jölgað verulega og eru
þvi röksemdir fimmtudagslok-
unar brott fallnar.
Ekki verður séð að sú ákvörð-
un að loka Sjónvarpinu vegna
sumarleyfa starfsfólks i júli-
mánuði hafi verið ætluð til
frambúðar.Hún var til komin af
illri nauðsyn. Er sjónvarp
hófst voru fáir einstaklingar
sem kunnu til verka við þá tækni
sem þar er beitt, og þeir störf-
uðu nær allir hjá Sjónvarpinu.
NU er nægu tækni- og dagskrár-
Eiöur Guönason
menntuðu starfsfólki til að
dreifa i landinu sem getur leyst
fasta starfsmenn Sjónvarps af i
sumarleyfum, þannig meginrök
fyrir sumarleyfislokun, sem
voru í upphafi, eru ekki lengur
til staðar. Þá er þess að geta að
vaxandi óánægju virðist gæta
með sumarlokun Sjónvarps.
Hefur þess ekki sist orðið vart
hjá öldruðu fólki, öryrkjum,
sjúklingum ogþeim sem ýmissa
hluta vegna eiga ekki heiman-
gengt, en eru tryggustu
áhorfendur sjónvarpsins. Rikis-
útvarpið hefur vissulega skyld-
um að gegna gagnvart þessum
aðilum.
Vist er að fullfriskt fólk, sem
ferallra sinna ferða,saknar ef til
vill ekki sjónvarps um hásum-
arið.en það er ekki meginatriði
þessa máls. Þetta frumvarp er
flutt til að taka af tvfmæli um að
útvarpa skuli og sjónvarpa alla
ársins dagá og að með þvi verði
bætt og aukin þjónusta þessarar
mestu menningarstofnunar
okkar,sem er sameign islensku
þjóðarinnar.”
A RATSJÁNNI
1 gamla daga, þegar Þagall var
i skóla, fengu nemendur sérlega
einkunn á hverju ári, fyrir hegö-
un. Ef menn forðuðust aö rifa
kjaft viö kennarann, hrekktu ekki
bekkjarsystkini sin I timum eða
frimlnútum, og almennt hegöuöu
sér eins og mýs undir fjalaketti,
fengu þeir góöa einkunn fyrir
hegðun. Stundum tiu. Nú munu
nemendur I skólum á íslandi ekki
lengur fá einkunnir fyrir kunn-
áttu i mannasiðum.
Þó hefur Þagall þaö fyrir satt,
að einn skólastjóri hafi aldrei gef-
iö mönnum einkunnir fyrir hegð-
un. Hann gaf mönnum hinsvegar
á hverju vori einkunn fyrir
„manndóm”. Og Þagall veit, að
um málift og munu i dag ganga
—go
.Aðför að áfangakerfínu
- segja nemendur í Nli
tilfollum ^úUl'ökað‘fyrir 'hanfáí
PP
PPl
afburhanemendum ^þannie
_gerterf,ttfyrir, MætinJ^i'.1,?
TilUneiging lu
ofsijðrnunar,
Kennarar hér t u_
ogefeng?6r8 Um
hvorki fug^nffiskur " * Ifgb"
him wfrar hér 1 Hamra-
hifharskóianum eru cindregi6 á
móo þessari nýju regiugerft og
telja hana tilhneigingu til of-
, ,;,.b'r8ta !agi erum vift mot-
ítlln!ir hyi aft settar séu sam-
ræmdar reglur um ýmis atrifti
sem vift telium „ií; .a..!ð!
- segir Gunnlaugur
Áslgelrsson kennari
í Hamrahiíð
bókstöfum i tölustafi. Vift höfum
þmgaft um þetta mál og munum
?nm°ÁÍUn ganga frá mbtmælum
til ráöherra.
hJrU"!^arp um áfangaskóJa
hefur siöustu ár leeiö fra
Sjö grönd, dobluð og redobluð
einn nemenda hans a.m.k. fékk
eitt sinn núll með gati, fyrir
manndóm. Sá maöur hefur ef-
laust einhverntimann siöar á æv-
inni oröiö þingmaður, ráðuneytis-
stjóri eða forrikur heildsali.
Slðan þá hafa mörg frumvörp
um menntamál veriö lögö fyrir
hið háa Alþingi. Sum hafa verið
lögö oft fyrir þá visu samkundu.
Eitt þeirra er „framhaldsskóla-
frumvarpið” svokallaða. Það er
aö þvl leyti merkilegra öörum
lagafrumvörpum, að byrjaö er að
framfylgja þvi, og þaö fyrir
löngu, þó aldrei hafi það verið
samþykkt.
Nú las Þagall það i Visi I gær,
að nemendur jafnt sem kennarar
i Hamrahliö hafi fengið drög að
almennum reglum um starfshætti
I áfangaskólum. Hafandi lesiö
þessi drög, luku nemendur og
kennarar upp einum munni um aö
öllu hraklegri vitleysa hafi lik-
lega aldrei verið send út frá einu
ráöuneyti, eftir stofnun lýöveldis
á tslandi, og er þá langt til jafnaö.
Nemendur segja að hér sé um
aö ræða „aðför að áfangakerf-
inu”. Kennarar segja að hjá
ráöuneytinu gæti „tilhneigingar
til ofstjórnunar”. Af málflutningi
þessara tveggja hagsmunahópa
má ráða að það sem mest fer i
taugarnar á þeim er það að sam-
kvæmt drögunum skal framvegis
gefa einkunnir i tölustöfum en
ekki i bókstöfum, eins og tiðkast
hefur upp á síökastið. Nemandi
segir: „Þaö er að mörgu leyti
táknrænt fyrir þessa afturhalds-
reglugerð að einkunnir veröa
gefnar i tölustöfum en ekki bók-
stöfum”. Og kennari segir:
„Nokkur atriði i reglunum teljum
við augljósa afturför eins og að
einkunnagjöf er breytt úr bók-
stöfum I tölustafi.”
Þagall skilur ekki alveg, hvers-
vegna menn eru á móti þvl að
einkunnir séu gefnar i tölustöfum.
Ef einhverjar einkunnir eru gefn-
ar á annað borð, getur varla skipt
höfuðmáli hvaöa táknkerfi er not-
aö. Tölur i venjulegu einkunna
kerfi tákna þvi betri árangur
sem þær eru hærri. Bókstafir i
nýja kerfinu tákna því lélegri
árangur, þvi aftar úr stafrófinu
sem þeir eru valdir. Kannski
hægt væri aö sættast á aö nota
eitthvað alveg nýtt táknakerfi i
einkunnagjöf. T.d. aö nota
kyrilliska starfrófiö. Eða jafnvel
að nota sagnakerfi úr bridge,
þannig t.d. aö besta einkunn, sem
nemandi getur fengiö I stærðfræði
væru sjö grönd, dobluö og redobl-
uö, en sú lélegasta og þar meö
hrein falleinkunn væri eitt lauf.
Þá mætti t.d. krefjast þess,að
meöaleinkunn á stúdentsprófi
væri a.m.k. grandsögn.
Auðvitaö er ástæöan fyrir
óánægjunni með breytinguna sú,
að mönnum finnst einkunnagjöf i
tölum óþörf, eöa óþægileg. En þá
vaknar spurningin; til hvers
halda þessir menn eiginlega að
rikisvaldiö vilji samræma allt
framhaldsskólakerfið? Það er
mikil fyrirhöfn, og dýr. Auðvitað
veröur rlkisvaldið aö fá nákvæm-
ar og haldgóðar upplýsingar um
afurðirnar. Sá sem borgar ræður.
Miðstýring er óhjákvæmileg.
Það þykir nú vist framsækiö og
flnt og róttækt aö styðja fram-
haldsskólafrumvarpiö. Það hefur
þann yfirlýsta tilgang að laga
menntunina að þörfum þjóöfé-
lagsins og atvinnuveganna. Slikt
kerfi hlýtur óhjákvjemilega að
veröa ihaldssamt. Og vont, nema
menn séu þeim mun ánægðari
með þjóöfélagiö eins og það er.
En framsækið? Varla!
—Þagall