Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 5
AAiðvikudagur 23. desember 1981
5
rétti i staðinn helzta keppinaut
sinum, Bjarna Benediktssyni.
En Bjarni fiilsaði svo mjög við
þeim bikar að hann hótaði þvi
að halda áfram sem stjó'-n-
málaritstjóri Morgunblaðsins
og taka aíls ekki sæti i viðreisn-
arstjórninni, nema hann fengi
önnur embætti. Flokkur einka-
framtaks og atvinnurekenda
vildi m.ö.o. fyrir enga muni
taka að sér lykilembættið við
mótun efnahagsstefnunnar. Hér
ræður nokkru, að embætti fjár-
málaráðherra hefur jafnan ver-
ið talið litt fallið til vinsælda.
Þess vegna gátu þeir Gunnar og
Bjarni vel unnað hvor öðrum
þess hlutskiptis. En hitt kemur
einnig til, að efnahagsstefna
viðreisnarinnar var fyrst og
fremst mótuð af Alþýðuflokkn-
um og aðalforystumanni hans á
þessum tima, sem var dr. Gylfi
Þ. Gislason.
Flest bendir til þess að rikis:
stjórn Gunnars Thoroddsens
vinni ekki önnur afrek i efna-
hagsmálum en þau, að fram-
lengja Framsóknar- og vexð-
bólguáratuginn framá ftnd.a ára-
tuginn. Þá verður meira en
timabært að stofna til nýrrar
viðreisnar. Spruningin er bara,
hvort þá finnast jafnhæfir menn
i aðalhlutverkin, eins og vissu-
lega var reyndin i upphafi við-
reisnartimabilsins um 1960.
Að sumu leyti er þessi bók
merkilegust fyrir það sem TiUn
þegir um. Hvernig má það vera,
að Gunnar Thoroddsen vikur
hvergi einu aukateknu orði að
þvipólitiska embætti sem hann
gegndi hvað lengst og var hans
helzta valdatæki innan Sjálf-
stæðisflokksins. Hér er að sjálf-
sögðu átt við embætti borgar-
stjórans i Revkiavik sem Gunn-
rar gegndi i ein þrettán ár. Um
það segir ekki eitt aukatekið
orð. Hvers vegna?
Sama máli gegnir um ýmis
stærstu málin sem voru við-
fangsefni þings og þjóðar á 4ða
og 5ta áratugnum. Kreppuárin
er hvergi að finna i þessari við-
talsbók. Kannski kreppan hafi
alveg gengið hjá garði Gunnars
Thoroddsens? Og hjaðningavig-
in út af Keflavikursamningi, At-
lantshafsbandalagi og varnar-
samningnum við Bandarfkin,
þessi eldfimu stórmál sem klufu
þjóðina i tvær fjandsamlegar
fylkipgar, þeirra er einfaldlega
hvergi getið i þessari sléttmálu
viðtalsbók. Kannski það hafi
ekki talizt „pólitiskt heppilegt”
mtíi hliðsjón af hinum nýju fóst-
bræðrum Gunnars Thoroddsens
i rikisstjórn,arftökum hins is-
lenzka Sovéttrúboðs.
Sú var tið, að sá söfnuður
vandaði Gunnari Thoroddsen
ekki kveðjurnar. Þjóðviljinn er
að visu gamalt málgagn Thor-
oddsenættarinnar. Það var
ekkja Skúla Thoroddsen, Theó-
dóra skáld sem færði Einari 01-
geirssyni þetta blaðheiti að gjöf
árið 1936. En það væri synd að
segja að það blað hafitekið með
silkihönzkum á ættarlauk Thor-
oddsenanna i Sjálfstæðisflokkn-
um hér fyrr á árum. Um það
leyti sem ,,Gunnar snéri aftur”
úr útlegðinni i Kaupmannahöfn
og tók að brjóta sér braut til
frama og valda á nýjan leik i
Sjálfstæðisflokknum sendi
Magnús Kjartansson (Austri)
Gunnari kveðju Guðs og sina.
Hann likti honum i upphafi við
Gissur Isleifsson, þann er Har-
aldur konungur Harðráöi sagði
um að gera mætti Ur þr já menn :
Vikingahöfðingja,konung og
Sigurður Thoroddsen, landsverkfræðingur og stærðfræðikennari,
faðir Gunnars, og kona hans Maria Kristln (Claessen) ásamt börn-
unum sex. Þau eru talið frá vinstri. Jónas, Valgarð, Margrét,
Kristin, Gunnar og Sigriður.
biskup, — og væri hann jafnvel
til allra þeirra verka fallinn. Þvi
næst sagði Austri:
,,Um alllangt skeib hefur
harðsnúinn hópur manna vakið
athygli á þvf að af Gunnari
Thoroddsen mætti ekki aðeins
gera þrjá menn, heldur þrjátiu
eða þrjú hundruð, og væri hann
til allra verkanna jafn vel feng-
inn. Hefur ekkert tignarstarf
losnað svo á Islandi árum sam-
an að ekki væritalið sjálfsagt að
Gunnar rækti það, og hefur
þeim skoðunum ævinlega verið
fylgt eftir með samtökum, und-
irskriftum og áskorunum. Að-
eins siðsta árið eða svo hefur
Gunnar þótt sjálfkjörinn i emb-
ætti Landsbankastjóra, Há-
skólaprófessors, Hæstaréttar-
dómara, Alþingismanns, vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins
og formanns Sjálfstæðisflokks-
ins en áður hafði hann sem
kunnugt er verið m.a. borgar-
stjóri, fjármálaráðherra, sendi-
herra og f’orsetaframbjóðandi
og er þá engan veginn fulltalið.
NU siðast er hafin harðvítug
sókn fyrir þvi að gera þennan
fjölhæfasta Islending allra tfma
að dómsmálaráðherra. Um
Gunnar Thoroddsen má þannig
segja með hliösjón af þvi sem
Jón biskup ögmundsson mælti
um Isleif Gissurarson, svo að
enn sé haft mið af þvi sem bezt
hefur verið sagt um hina mæt-
ustumenn: Þá kemur mér hann
ihug, er ég heyri lausrar stöðu
getið.”
Þetta er ekta Austra-still: Ó-
Vala og Gunnar viö upphaf kosningabaráttunnar fyrir forsetakjörið
i júni 1968: „Þau hefðu sómtsér velá Bessastöðum.”
Jón Baidvin Hannibalsson skrifar
þokkaleg illkvittni og — leiftr-
andi still. NU hefur sem kunnugt
er heldur betur orðið póliti'sk
loftslagsbreyting á ritstjórnar-
skrifstofum Þjóðviljans. Aya-
tollah Thoroddsen hefur þar
fyrir löngu verið tekinn f dýrl-
ingatölu og er skipað á bekk
með byltingarforingjum 3ja
heimsins þeim félögunum Che
Guevara, Castro og Arafat. Þvi
hafði nU ekki verið spáð hér áð-
urfyrr um hinn stórættaða höfð-
ingjason Sjálfstæðisflokksins, af
ættum Thoroddsena, Claessena,
Sivertsena, og Briema!
Meira en helmingur bókar-
innar ereins og áður sagðihelg-
aður atburðum seinustu ára og
áratugar: Póltisku heljarstökki
söguhetjunnar úr Hæstarétti yf-
ir I hibýli forsætisráðherra i
gamla StjórnarráðshUsinu við
Lækjartorg. Sú saga er næsta
kunn flestum áhugamönnum
um stjórnmál. Satt að segja
bætir Gunnar fáu nýju við þa
sögu.
Undirrituðum lék nokkur for-
vitni á að vita, hvernig Gunnar
skýrði það, að á blaðamanna-
fundi fyrir kosningarnar 1979,
þegar „leiftursóknin” umdeilda
var kynnt sem kosningastefnu-
skrá Sjálfetæðisflokksins, sat
Gunnar Thoroddsen Geir Hall-
gri'mssyni, formanni, á vinstri
hönd, og lagði fram sinn skerf
við að kynna stefnuskrána.
Menn sem eru vel húsum kunn-
ugir innan Sjálfstæðisflokksins,
vilja ekki kannast við, að Gunn-
ar Thoroddsen hafi fyrirfram
gert nokkurn ágreining um
þessa stefnuskrá, enda þótt
hann, eftir á, réttlætti stjórnar-
myndun sina m.a. með visan til
sliks ágreinings. Og þegar Ólaf-
ur spyr um efnisatriðin:
„Varstu andvigur einhverjum
þeirra?” —verðurfáttum svör.
I stað þess að gera grein fyrir
slikum ágreiningsefnum fer
Gunnar að ræða um Búrfells-
virkjun (bls. 174) sem varla get-
ur talizt kjarni málsins.
Eitt er það i sambandi við að-
dragandann að stjórnarmyndun
Gunnars, sem vekur sifellt upp
spurningar, sem enn hefur ekki
verið svarað. Það er spurningin
um sætaskiptingu þingmanna i
efri og neðri deild, sem i reynd
réði úrslitum um það, að Gunn-
ari tókst að merja þingmeiri-
hluta i báðum deildum. Um
þetta segir Gunnar (á bls. 176):
„Ef pólitisk hugsjón var á bak
við samstarf formanna Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins um myndun flokks-
stjórnar Alþýðuflokksins I októ-
ber 1979, mátti ætla, að reynt
yrði að tryggja, að þessir flokk-
ar gætu náð saman um stjórnar-
samstarf eftir kosningar.
Frumskilyrði þess var að sjá
svo um að þessir flokkar, sem
voru með 32 þingmenn á móti 28
þingmönnum hinna tveggja
flokkanna, hefðu meirihluta i
báðum deildum Alþingis.”
Þetta fór þannig að Framsókn
og Alþýðubandalag gerðu með
sér bandalag og fengu með sér
10 menn kosna til efri deildar, á
mótí 10 þingmönnum Sjálfstæð-
isflokks og Alþyðuflokks. Þann-
ig tryggðu þeir sér stöðvunar-
vald f efri deild og Utilokuðu i
reynd, að tilraun yrði gerð til
myndunar viðreisnarstjórnar.
Þetta gátu Sjálfstæðis- og Al-
þýðuflokksmenn útilokað, með
sameiginlegu framboði, sem
hefði tryggt þeim 11 þingmenn
gegn 9 i efri deild, 21 gegn 19 i
neðri deild og 32 gegn 28 i' Sam-
einuðu þingi. Um þetta segir
Gunnar:
„Þessi möguleiki var ekki
nýttur, hvort sem það hefur
stafað af þvi að Alþýðuflokkinn
brast kjark til að taka upp slika
Framhald á bls. 12
^HITACHI
RYKSUGUR
Verð kr. 1.295,-
og kr. 1.450,-
IVilberg & Þorsteinn I
|Laugavegi 80 símar10259-12622j