Vísir


Vísir - 06.01.1969, Qupperneq 4

Vísir - 06.01.1969, Qupperneq 4
Kaldar móttökur Judy Garland Ný aðferð til að finna út kyn bams í móðurkviði hefur verið reynd 1 Albany í New Yorkfyl'ti. Var þessi tilraun gerð á 63 bams hafandi konum og reyndist 100 prósent rétt. Blöð í Chicago hafa þetta eftir dr. Anthony P. Amarose, aðstoð- arprófessor í kvensjúkdómafræði við læknadeildina í Chicago-há- skóla. Hann segir, að aðferðin sé í því fólgin að taka vökvasýms- hom úr líknarbelgnum og leita að ákveðnum einkennum i frum- unum. Hann segir, aö frumur með kynákvarðandi massa finn- ist aðeins í kvenfóstri. Tilraun þessi var gerö í læitna- skólanum í Albany. HANNELORE HOGER, 27 ára gömul þýzk leikkona leikur aðal- hlutverkiö i nýrri kvikmynd um sirkuslíf, en þar leikur hún hlut- verk eiganda sirkussins. Myndin heitir „Die Artisten in de Zirkus- kuppel: ratios“ og hlaut leikstjór- inn Alexander Kluge „gullljónið" á kvikmyndahátíöinni i Feneyjum fyrir myndina. Söngkonan Judy Garland hef ur átt öðmvísi móttökum að venjast, en mættu henni, þeg ar hún kom il London í jólamán- uðinum. Engin nefnd manna og kvenna, sem færöu henni blóm, eða féllu um háls henni, heldur kuldi og næðingur — og nokkr- ir blaðamenn og ljósmyndarar. ★ Einn var þar til viðbótar, sem vatt sér að henni strax og hún sté úr flugvéiinni og rétti henni réttartilskipun. 1 henni stóð, að lagt væri bann við því, að hún kæmi fram í næturklúbbi einum í West End, en þangað er hún ráðin sem skemmtikraftur. ★ í fylgd með hinni 46 ára gömlu leikkonu var tilvonandi eiginmaður hennar, Mickey Deans, sem hefur atvinnu af því að reka „diskótek“-klúbb. Það var ætlun þeirra að ganga i það heilaga, meðan þau dveldust í Bretlandi. ★ En allar horfur em á því, að þau verði að gera einhverjar breytingar á áformum sínum. í fyrsta lagi geta þau ekki um- svifalaust látið gefa sig saman, því venjan er sú, að fólk verði að hafa dvalizt í landinu 16 daga minnst, til þess aö hjóna- vígslan geti talizt lögleg. í öðru lagi er svo þessi tilskipun, sem getur gert að engu áætlan- ir hennar um að starfa í nætur- klúbbnum. ★ Þaö eru tveir Ameríkanar, sem að því standa, en þeir telja sig eiga fullan umráðarétt yfir söng konunni þar til í næsta júnímán uði. Segjast þeir hafa undir hönd um undirritaðan samning söng- konunnar og umboðsmanna henn ar upp á það. ★ Mennirnir hafa höfðað mál á hendur Judy Garland, Ronald Nesbitt framleiðanda og Bernard Delfont, umboðsmanninum. Þeir fengu einkaspæjara, sem afhenti henni bann þeirra á flugvellin- um. ★ Lundúnaréttur mun fjalia um málið, en mennirnir höfðu kraf- izt réttarúrskuröar á þá leið, að söngkonunni yröi bannað að skemmta í klúbbnum. „Ég veit ekki, hvaðan á mig stendur veðrið,“ sagði söngkonan við blaðamennina og brosti um leið og hún hjúfraði sig að til- vonandi eiginmanni, Mickey Deans. Hún er fjórgift áður. Þessi mynd er tekin í sömu svifum og einkaspæjarinn afhenti Judy Garland bannbréfið. I ) I ) ) ) Stækkun þjóöarinnar Oft er rætt um hversu fá- mennir íslendingar eru, og hví- líkir erfiðieikar séu þess vegna á því fyrir okkur að halda uppi sjálfstæðu þjóðskipulagi, og nauðsynlegri reisn gagnvart öðr um þjóðum. Fámenni okkar er einnig kennt um erfiðleikana á því að koma upp vegakerfi yf- ir stórt land, en þó er jafnvæg- ið I byggð landsins talin nauð- syn, og þá auðvitað með góðu vegakerfi til allra landshoma. Svona er þetta á mörgum svið um, að fámenni okkar er talið okkur til trafaia. Okkur er sagt, að með tilliti til þess, að á landsnámsöld voru fslendinar á annað hundrað þús und, þá ættum við að vera nú á þriðju milljón, ef þjóðinni hefði fjölgað eðlilega á við aðrar þjóð ir. En hörmungar liðinna alda, eldgos og drepsóttir, svo akki sé talin meö barátta við óblíð náttúmöfl, hafa höggviö stór skörð í eölilegan mannfjölda þjóðarinnar. Þess vegna erum við lítil þjóð í stóru og strjál- býlu landi. En ef það ber að líta svo á, að æskilegra væri, að við vær- um fjölmennari þjóð, svo að möguleikamir til að við nýtt- um betur Iand okkar og ætt- um betur með að viðhalda menningarþjóðfélagi, þá er spurningin sú, hvort ekki eigi hreinlega að stuðla að því, aö þjóðinni fjölgi örar en nú er. Allir þekkja hvernig stórar bamafjölskyldur urðu hér áður fyrr að berjast í bökkum til að hafa ofan í sig og á. Þess vegna þykir nú meðal yngra fólks ekkl búhyggindi að hrúga niður bömum, ef nióta á allra þeirra lífsþæginda sem allflest- ir óska sér. Nútímafólkið tak- markar því mjög barneignir sín ar og mörgum þykir æskilegt, að konur vinni úti, helzt lang- an vinnudag, til að aftur á móti sé hægt aö búa vel með öllum þægindum og veita sér vel. Þann'ig er algengt að hugsa. Það er áreiðanlegt, að það var rétt stefna að taka upp greiðslu á bamalífeyri til fjöl- skyldna, en spurningin er sú, hvort ekki ætti aö ganga enn lengra á þeirri braut að greiða auk'inn barnalífeyri með stækk andi fjölskyldum. Jafnvel væri athugandi hvoit ekki ætti að ganga svo langt, að mjög stórar barnafjölskyld- ur nytu sérstakra hlunninda, svo þær væru raunar betur staddar en minni fjölskyldur, þannig að stór barnafjölskylda væri betur fjárhagslega stödd en í því tilliti, að fólk veigrar sér við barneignum til að hús- móðirin, geti unnið úti. Viðhorfið gagnvart barnafjöl- skyldum mundi vafalaust breyt- ast mjög, þar eö barnafjölskyld an gæti jafnvel veitt sér ýmis- legt það, sem minni fjölskyld ur gætu ekki. Vafalaust yrði erf itt að komast hjá því, að koshi- aður við greiðslur til bama- fjölskyldnanna kæmu að nokkru niður á þeim einhleypu og minni fjölskyldumar. Þetta eru aðeins vangaveltur um það, hvort þetta yrði ekki heppileg þróun fyrir okkur vegna smæðar okkar sem þjóð- ar. Þótt offjölgun sé vandamál meðal margra annarra þjóða, þá er það síður en svo vandamál i okkar þjóðfélagi. Við eigum margt óleystra verkefna og stórt ónumið land til að athafna okkur i. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.