Vísir - 06.01.1969, Síða 9

Vísir - 06.01.1969, Síða 9
VISIR . Mánudagur 6. januar 1969. 9 55 Mesta atvinnuleysi síoan 1952 £6 ® Atvinnumálin eru efst á baugi þessa dagana. Hér í borg er starfandi kjararannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum Alþýðusambandsins og sambands vinnuveitenda. @ Nefndin fylgist með þróun at- vinnumálanna, atvinnuleysi, kjaramálum og slíku. ^ Á skrifstofum nefndarinnar hittum við Þorvarð Elíasson viðskiptafræðing, sem verið hefur starfs- maður nefndarinnar frá því að hann lauk prófi í grein sinni árið 1965. © Þorvarður býr yfir mikl- um upplýsingum um þróun þessara mála, og tók- um við hann tali. 650 atvinnulausir — Hversu mikið er atvinnu- leysiö nú, og hvernig er þaö, borið saman við fyrri ár? — Um áramótin voru 650 komnir á atvinnuleysisskrá í Reykjavík, ef við tökum alla bíl- stjóra með, en þeir eru 43 á skrá og eiginlega að leita sér að verkefnum og ekki beinlínis at- vinnulausir. Um áramótin í fyrra voru aðeins skráðir 20 at- vinnulausir í Reykjavík. — Atvinnuleysi hefur nær ekkert verið í borginni undanfarin ár. Það gerði fyrst vart við sig í janúar á síðastliðnu ári. Þá voru skráðir 694 atvinnuleys- ingjar, og tókst aðeins að veita litlum hluta þeirra vinnu, þannig að í mánaðarlok voru 539 atvinnulausir. Svipaö at- vinnuleysi hélzt allan febrúar- O VIÐTALI DAGSINSl er um að ræöa 495 karla og 112 konur, að frátöldum bílstjór- um. Meiri hlutj þessara karla eru félagar í Dagsbrún eða Sjómannafélaginu, eöa 334. Fáir iðnverkamenn eru atvinnu- lausir, aðeins 10, og fremur lítið af verzlunarmönnum, eða 21. Atvinnulausir iðnaðarmenn eru einkum í byggingariðnaði, trésmiðir, múrarar og málarar. — Hvað er þetta há prósentu- tala? ■ -- Gera má ráð, fyrir, að um 4% verkamanna séu nú at- vinnulausir, og mjög svipuðu hjá iðnaöarmönnum þeim, sem vinna einkum við byggingar- vinnu. f* $ — Hvað sýnir samanburður- inn milli ára? — Jafn mikið atvinnuleysi og nú er, hefur ekki verið síðan á árunum 1951 — 1952. Hinn fyrsta febrúar 1952 voru skráð- ir atvinnuleysingjar 718 í Reykjavík, en samkvæmt reynslu undanfarinna ára má búast við, að atvinnuleysið auk- ist fram til fyrsta febrúar, en þaö er þó mjög komið undir veðurfari og fleiru. Þorvarður Elíasson. um 2%. 4% 1967 og hækkar sennilega upp í 9% árið 1968. Gera má ráö fyrir, aö ekki minna atvinnuleysi hafi verið á Austurlandi áriö 1968 en það var á Norðurlandi. Annars staðar á landinu er um minna atvinnuleysi að ræða, eða aö meðaltali um 1% nú, en mjög lítið atvinnuleysi hefur verið þar, allt frá stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs. © Rúmur helmingur tekjumissis bættui hjá þeim allra lægstu — Hvað bæta styrkir At- vinnuleysistryggingasjóðs mik- inn hluta tekjumissisins vegna atvinnuleysis hjá láglaunafólki? — Samkvæmt samanburði, sem gerður hefur verið á bótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði fyrir janúar til ágústmánaöar 1968 og skráningu atvinnuleys- ingja hjá Ráöningaskrifstofu Reykjavíkur fyrir sama tímabil, kemur i Ijós, að um 70% af heildarfjölda atvinnuleysisdaga er bættur eitthvaö. Hversu mik- ið af tekjum er bætt, er erfitt að segja um. Sjóðurinn greiöir ákveöinn dagpening, sem nú hefur verið hækkaður. — Ef við tækjum nú sem dæmi kvæntan karl með tvö börn og reiknuöum með lægsta kauptaxta, hvað nema bæturnar miklum hluta tapaðra tekna? — Slíkur verkamaður fær nú 316 krónur í styrk á dag, eöa 1896 krónur á viku. Lægsta vikukaup Dagsbrúnarmanns er 2310 krónur, og nemur styrkur- inn því yfir 80% þeirrar upp- hæðar. Atvinnuleysistrygginga- sjóður bætir ekki alla atvinnu- lausa daga, heldur fer hann eftir ákveðum reglum þar um, þann- ig að bætur vegna tekjumissis- ins verða aldrei svona háar, heldur væri nær lagi að gera ráð fyrir því, aö helmingur tekju- missis mánaöarins sé bættur. Minna dulið atvinnuleysi — Það er dálítið erfitt að bera saman tölur um atvinnu- leysi nú og tölur fyrri ára. Þá hefur fólk áreiðanlega verið miklu tregara að skrá sig at- vinnulaust. Þannig er nú vafa- laust miklu minna um dulið at- vinnuleysi. Dálítið ber á því, aö húsmæð- ur, sem aldrei hafa haft at- vinnu, nema yfir sumartímann, eru nú farnar að láta skrá sig atvinnulausar á veturna og fá greiddar bætur. — Að lokum, Þorvarður, geta hjón bæði fengið styrk úr sjóðn- um? — Já, þau geta bæði verið á atvinnuleysisskrá samtímis og fengiö tvöfaldar bætur, og raun- ar geta allir fjölskyldumeölimir yfir 16 ára aldri verið þar á skrá. H. H. er við Þorvarð Eliasson, starfsmann Kjararannsóknar- nefndar, um atvinnu- leysið og skiptingu jbess eftir stéttum og landshlutum mánuð, en hvarf síðan að mestu i marz. Síðan var atvinnuleysi lítið á árinu í Reykjavík, en óx aftur verulega í desember síðast liðn- um — Hvernig skiptast atvinnu- leysingjarnir nú eftir stéttum? — Það skiptír jafn miklu máli, hverjir eru atvinnulausir, eins og hve margir það eru. Því að mikilvægt er, hvernig at- vinnuleysið bitnar á stéttum. Skiptingin er mjög ójöfn. Hér 9% á Norðurlandi og ekki minna á Austfjörðum — Nú er atvinnuleysið mis- munandi eftir landshlutum. — Þó að atvinnuleysi sé meira hér I Reykjavík en það hefur verið um langt skeið, þá er ástandið nokkuð misjafnt annars staðar á landinu. Það má gera sér nokkra hugmynd um, hvernig atvinnuleysið hefur verið, með því að athuga greidd- ar bætur úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. í fyrsta skipti var greitt úr honum árið 1957, 285 þúsund krónur, og til ársloka 1967 höfðu alls verið greiddar úr sjóðnum 18,6 milljónir króna. Það atvinnuleysi, sem veriö hefur á þessu timabili. er nær eingöngu bundið við Norður- land. Eigi aö áætla, hversu mikiö það hafi veriö, má segja, áð það hafi verið um 1% að meðaltali á Norðurlandi 1957 — 64. Þó mis- munandi á einstökum stööum. Á árabilinu 1965 — 66 var það

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.