Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 10
V1SIR . Mánudagur 6. janúar 1969. 10 i'an ÞRJATIU OG SJO SKIP STRIK- UÐ ÚT AF SKIPASKRÁ — átta fórust og þrjú voru seld úr landi á árinu sem leib SKIPASTóLL íslendinga var 1. janúar 1969 842 skip, samtals 144.621 brúttórúmlest, en auk þess eru skráðir 1116 opnir vél- bátar, samtals 3062 rúmlestir. íslenzkum skipum hefur fækkað um 26 á árinu, sem leið. Samkvæmt nýrri skipaskrá Skipaskoðunar ríkisins voru 37 skip strikuö út af skrá á árinu, þar fórust átta skip, þrjú voru seld úr landi, tveir togarar og svo varðskipið Ægir. Átta skip voru smíðuð á ár- inu, þar af sex erlendis. Tíu skip eru nú í smíðum innanlands, . samtals 2400 lestir rúmlega, þar af tvö strandferðaskip fyrir ,Rík isskip“ 650 rúmlestir hvort. Þann 1. janúar 1968 voru 862 skip í skipastólnum, alls 149. 861 rúmlest og hefur stærö skipastólsins því minnkað á ár- inu um 5.240 lestir alls. Þess ber þó að gæta, að tuttugu ís- lenzk skip hafa verið endur- mæld samkvæmt breyttum al- þjóðareglum um mælingu skipa og skráð rúmlestatala þessara skipa hefur minnkað um 1587 brúttórúmlestir. Elzta skipið, sem nú er á skrá var smíðað árið 1894. Meginhluti skipastólsins er smíðaður eftir 1960 eða 316 skip, 62.288 rúm- lestir. GLAUMBÆR ÞRETTÁNDAFAGNAÐUR í KVÖLD. ROOF TOPS skemmta Opið til kl. 1. GLAUMBÆR Tílkynning frá Hússjóði Öryrkjasambands íslands. Eins og tveggja herbergja íbúðir eru til leigu fyrir öryrkja í fjölbýlishúsinu Hátún 10. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Öryrkja- bandalags íslands, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 1. febrúar n.k. Hússjóður Ö.B.Í. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA ' FRAMLEIÐANDI IsíalálalalsIalalaliiSíalslsIalalalalsIsIs ÍELDHÚS- | EIIálaíáEalalaialálalalaláBIá % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI Annar lundur um sjómannnkjör í fyrramúlið Fyrsti fundur fulltrúa sjómanna og Landssambands íslenzkra út- vegsmanna var haldin á laugar- dag, og hefur verið boöað til ann ars fundar í fyrramáliö. Tíðinda- laust er af fyrsta fundinum. Þá munu í dag væntanlega verða viðræður um kjaramálin í heild og atvinnuástandið, en samningaum leitanir standa vfir milli ASf, Vinnuveitendasambandsins og rík- isstjómarinnar. Tvær sýningar á „Einu sinni á jóflanótf" Litla leikfélagið er nú að ljúka sýningum á Ieikriti sínu „Einu sinni á jólanótt“ og verða tvær sýningar í dag í Tjamarbæ, klukk- an þrjú og átta í kvöld. Leikurinn er sagður bæði fyrir börn og fullorðna. Hann fjallar um þjóðsögulegt efni og eru nokkur kvæði Jóhannesar skálds úr Kötl- um sem fjalla um slíkt efni fléttuð inn í leikinn. Leikrit þetta er samiö á sviðinu og hafa leikendurnir sjálfir skrifaö texta sinn, gert tjöld og búninga. — Dágóð aðsókn hefur verið að leiknum en hann héfur nú verið sýndur 9 sinnum og uppselt var á sýninguna í gær. Eféldu áfrœm —- -») > 1. síöu. voðalegt tjón, sem orðið hefur í brunanum." „Nefndar hafa veriö 100 milljónir?!“ ,Þaö er ennþá alveg ókannað, en ekki kæmi mér á óvart, þótt þaö kostaöi svo mikið að koma þessu upp aftur með því verö- lagi, sem er í dag. En ennþá hef- ur engin ákvörðun verið tekin um það, hvort ráðizt verður í að byggja Iðunni upp aftur.“ Hofís — > 1. Sföli. onarson, hreppsstjóri í Grímsey, þegar Vísir hringdi þangað í morg un til þess aö forvitnast um ís- inn. Jakahröngl hefur rekið þar á fjörumar og smájakar lóna við eyna. — Það verður ómögulegt að verja hafnargarðinn, sagöi Magnús hreppsstjóri, en við reynum að verja bátanna í höfninni meö því að strengja vír fyrir hafnarmynn ið. Þar eru einir sjö bátar á floti. Þetta kemur betur í ljós, þegar birtir sagði hann, en ég held að þetta sé ekki svo mikið ennþá, enginn samfelldur ís nálægur. Samkvæmt ískönnunarflugi Land helgisgæzlunnar í gær liggur is- röndin aöeins 23 mílur út af horni, skammt norðan viö Kol- beinsey og um 58 sjómílur út af Sléttu. Stór íseyja, um 45 sjómílur á lengd og 6 sjómílur á breidd, er við fiskveiðitakmörkin norðvestur af Kögri. Og 10—25 sjómílna breitt ísbelti liggur innan viö sjálfa fsröndina meðfram öllu Norö urlandi. Jakar úr þessu ísbelti eru nú famir að tínast á fjörurnar í Grímsey og jakar eru á reki skammt undan Sléttu og Langa- nesi. Jóhanna af Örk? — D->- 16. síöu. reglustjóraembættinu, forseta embætti Bandaríkjanna og öðr- um slíkum. Var góður rómur gerður að máli hennar hjá fé- lögum hennar. Gengið var niður Laugaveg aö Miðbæjarskóla, þar sem úti- fundur fór fram. Fréttnæmt var það að engin átök urðu. Lögregluþjónar héldu kyrru fyr- ir í bílum sínum, fengu sér í pípu og tóku lífinu með heim- spekilegri ró, héldu síðan niður á „stöð“ að loknum stuttum fundi þar sem heitur kaffibolli beið þeirra. Sveitarfélög — »-> 16 síöu. menn þeirra sveitarfélaga, sem eru aöilar að félaginu, og er núverandi stjórn þannig skipuð: Hrólfur Ing- ólfsson bæjarstjóri, Seyðisfirði, stjórnarform., Jón Erlingur Guö- mundsson svaitarstjóri, Fáskrúðs- firði, Jóhann Klausen sveitarstjóri, Eskifiröi, Guðmundur Magnússon oddviti, Egiisstaðahreppi, Sigurjón Ólason sveitarstjóri, Reyðarfiröi, Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Nes- kaupstað. Vísir hafði samband við stjórnar- formann féiagsins, Hrólf Ingólfsson, bæjarstjóra á Seyðisfirði, og bað hann um að segja frá félaginu. Hrólfur sagði-, að hrepparnir heföu stofnað þetta félag til að kaupa og reka vél, sem malar og harpar efni til gatnageröar. Slík vél kostar á aöra milljón, en hreppsfélögin geta skipzt á um afnot af henni. í fyrsta var það einstaklingur, sem fékk vél ina til landsins, en þegar sýnt var, að hann hafði ekki fjárhagslegt bol- magn til að reka hana, tóku hrepps- félöigin sig saman og stofnuðu „Austurfell". Hrólfur sagði, að mikil samstaða væri ríkjandi með hreppsfélögum á Austurlandi, og nú starfar þar með blóma Samband sveitarfélaga Austurlandskjördæmis. Hrólfur sagðist vona, að stofnun Austurfells væri aðeins vísir að meira samstarfi sveitarfélaganna, en stjórnendur jæirra halda oft með sér fundi þar sem rætt er „allt sem má til heilla horfa." BELLA Jú, ég skal fara með þér í úti- kviktnyndahúsið, ef þú lofar þvf að vera með öryggisbeltið. VEÐRIÐ i DAG Norðan kaldi og allhvasst, létt- skýjaö og 5-8 stiga frost. TILKYNNINGAR A-A samtökin: — Fundir eru sem hér segir: I félagsheimilinu Tjarnargötu 3C, miövikudaga kl. 21, föstudaga kl. 21. - Langholts SÖFNIN Þjóðminjasafnið er opiö 1. sepi til 31 mai. þriðjudaga, fimmtu daga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 Landsbókasafn Isiands, Safna- húsinu við Ilverfisgötu. Utibúið Hofsvailagötu 16. Útlánsdeild tynr oörn og fuli- orðna: Opið alla virka daga, nema laugardaga. kl 16—19 Útibúið við Sólheima 27. Sími 36814 Útlánsdeiid fyrir fullorðna: Opiö alla virka daga, nema laugardap'. kl. 14—21. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn: Opið aila virka daga, nema laug-- ardaga. kl. 14—19 Bókasafn Sálarrannsóknafé lags si nd: og afgreiðslr tima ritsins Morguns Garðastræti h sím1 .8130 et opin á miðvikudag tvöldurn kl| o.3L til 7 e.h Frá i. október er Borgarbókasafn ið og útibú þess opið eins og hér segir: Aðaisafnið, Þingholtsstræti 29 A Sími 12308. Útlánsdeild og lestrarsalur: Opið kl. 9—12 og 13—22. A laugardög- um kl. 9 — 12 og kl. 13—19. Á sunnudögum kl. 14—19. ..—•5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.