Vísir - 06.01.1969, Page 16

Vísir - 06.01.1969, Page 16
Konan elskar ilr.iinn af.,. VISIR i/œ Maðurinn þekkir' gæðin. a p Uutmii 11! - Sni 11110 Rejkja»ik LSA \ / Cí™: ennn Sími 13835 Avaxtasafi, sem má blanda 4 sinnum með vatni. EHÉfurlyfjaneytandi reyndi að brjótast inn í apótek í nótt • Lögreglan handtók I nótt mann, sem staðinn var að verki við innbrot i Borgarapótek. Virtist maðurinn vera undir áhrif- um lyfja og var fluttur til læknis- rannsóknar, en síðan í fangageymsl ur lögreglunnar, þar sem hann var hafður í haldi í nótt. 6000 EINTOK AF „KRISTNI HALDI" SELDUST UPP Einnig Thor og Kjarvalskver — Ný bók eftir GuBberg vænfanleg og fleiri isl. skáldsögur FYRIR JÓLIN seldust af nýjustu bók Halldórs upp sex þúsund eintök Laxness, en það er met- - - - sala. „Kristnihald undir Jökli“ hefur þannig selzt hér í 20% síærra upplagi heldur en nokkur önnur bók eftir Laxness. Útgefandinn, Ragnar Jónsson í Smára, sagði, að fleiri bækur Helgafellsforlagsins hefðu selzt mjög vel. Upplag tveggja ann- arra bóka gekk til þurrðar, bók- anna „Fljótt, fljótt, sagði fugl- inn“ eftir Thor Vilhjálmsson og „Kjarvalskver" eftir Matthías Jóhannessen. „Það er unga fólkið, sem les svona mikið af bókum,“ sagöi Ragnar í Smára. „Það hefur ekki sagt skilið við bókina.“ Á næstunni munu vera vænt- anlegar nokkrar skáldsögur eftir unga íslenzka höfunda hjá Helga felli. „Það kemur bráðum út skáldsaga eftir Guðberg Bergs- son,“ sagði Ragnar. „Ég veit ekki um hvað hún er. Ekki far- inn að sjá handritið." Einnig er von á bók eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson, og skáld sögum eftir tvo aðra höfunda, en Ragnar vildi ekki láta uppi um nöfn þeirra að svo komnu máli. „Annar þeirra er þekkt ljóöskáld, sem ekki hefur gefið út skáldsögu áður,“ sagði hann. Ameríski flugmaðurinn fannst ”Jóhanna“ flytur þrumuræðu sína við mjólkurstöðina. Ný Jóhanna af Örk? Það var mótmælt í Reykja- vík i gær. Allstór hópur ung- menna unlir rauðum fánum gekk Reykjavíkurgöngu sér til ólýsanlegrar hressingar og heilsu bótar í brunagaddinum. Aftast fór agnarsmár Trabant með heljarstjóran rauðan fána. Meðal skemmtiatriða í göng- unni var ræða Birnu Þórðardótt- ur, sem varð eins konar píslar- vottur á dögunum, enda af mörgum talin beinn afkomandi Jóhönnu heitinnar af Örk. Var hún all kjarnyrt og miðlaöi ýms- um yfirvöldum af allsnægta- brunni vizku sinnar, m. a. lög- 10. síða. heill á húfi • Ameríski flugmaðurinn, Ro- bert Iba, sem nauölenti flug- vél sinni á Grænlandsjökll á föstu dag, var fluttur heilu og höldnu til byggða í gærdag. Mikil leit var gerð að honum á föstudagskvöld, þegar hann heyrðist tilkynna í talstöðinni, að hann heföi þurft að nauðlenda véi sinni á leiðinni til Nassarsuaq, sem honum haföi gengið erfiðiega aö finna. Fannst flugvél hans skammt frá Narsarsuaq kl. hálf fimm á laug ardag, en staðarákvörðun vélarinn- >ar á jöklinum var þá 61 gráða og 32 mín. norðlægrar lengdar og 46 gráður og 54 mín. vestlægr ar breiddar. Ekki var þó unnt að sækja flug manninn strax vegna aðstæðna en kl. rúmlega tvö á sunnudag fór þyrla frá Grænlandsflugi, sem er danskt fyrirtæki, er rekur þyrlu þjónustu á vesturströnd Græn- lands, og sótti hann. Var Robert Iba fluttur til Simútíak, sem cr smáeyja í fjaröarmynninu hjá Nars- arsuaq. Nauölending hans hafði tekizt vel og var flugvél hans lítið lösk- uð, en engar ráðstafanir hafa ver ið gerðar enn til þess að bjarga /henni. Gott samstarf sveitar- félaga á Austurlandi Sveitarfélög austanlands hafa eflt samvinnu sína á ýmsum sviðum. Eitt dæmi þess er, að nýlega hefur verið stofnað eystra sameignarfé- lagið „Austurfell“. AÖ stofnun þess standa: Búða- hreppur, Egilsstaðahreppur, Eski- fjarðarhreppur og Reyöarfjarðar- hreppur og Neskaupstaöur og Seyð- isfjarðarkaupstaður. Tilgangur fé- lagsins er rekstur vinnuvéla bg sala byggingarefnis. Stjórn félagsins skipa forstöðu- 10. síða Islenzkir peningar í gildi í fríhöfninni • Islenzkur gjaldmiðill er nú orðinn gjaldgengur í fríhöfn inni, sem íslenzka ríkið rekur á Keflavikurflugvelii. Ný reglu gerð gekk í gildi nú um ára- mótin. Hún gerir ráð fyrir að íslendingar geti keypt í fríhöfn inni með íslenzkum peningum fyrir þá upphæð, sem leyft er að tekin sé úr landi. Nú er Ieyfilegt að taka meö sér 1500 krónur úr landi, en búizt er við að sú upphæð verði hækkuð vegna síðustu gengislækkunar. Erlendir menn mega verzla ótakmarkað fyrir íslenzka pen inga, aö þvi tilskildu þó, að Iþeir geti sýnt fram á, að þeir’ hafi skipt það hárri upphæð í íslenzkum banka. Viðskiptin hafa aukizt gífur- lega mikiö í fríhöfninni á síð- astliönu ári. Á árinu voru seld- ar vörur fyrir rúmar 40 milljón- ir króna í fríhöfninni, en 1967 var selt fyrir rúmlega 28 milljón ir króna, að því er Ólafur Thordersen, fríhafnarstjóri sagöi blaðinu. Afkoma fríhafn- arinnar hefur ekki veriö gerö endanlega upp fyrir árið, en hún virðist hafa gefiö prýðis- góðan hagnað. Þegar hefur ver ið skilað inn um 4 milljónum króna í hagnað, en reiknaö er með aö hagnaöurinn muni verða 5—6 milljónir króna. Ólafur sagði, að mjög hefði dregið úr kaupurr lslendinga i fríhöfninni eftir gengislækkun- ina, enda væri verðmunurinn þar og í almennum verzlunum i Revkjavík sáralítill meðan enn væru til birgðir á gamla verð- inu í verzlunum. Hann sagöi bo að íslendingar væru sú þjóð, sem geröi hlutfallslega einna mest viðskipti í fríhöfninni. Þeir koma aðeins á eftir einni þjóð, Finnum, sem væru ótrú- lega duglegir við að kaupa hjá þeim. Þegar flugvél með Finn- um kemur á Keflavíkurflugvöll yrði allt bókstaflega vitlaust. 17 fastir starfsmenn starfa nú í fríhöfninni. Ólafur sagði, aö fríhöfnin væri enn sú hagstæðasta á flug leiðum við norðanvert Atlants- haf. Áfengi er á svipuðu veröi og hjá þeim, ~em eru ódýrastir og tóbak heldur lægra en hjá þeim lægstu. Ástæðan fyrir þvi að verði er stillt svo í hóf, ei hin harða samkeppni viö aðrar og stærri fríhafnir, sem þessir sömu farþegar fara um. Ferðamanna- aukning árið 1968 Góð nýting á Hótel Loftleiðum Lúðvík Hjáimtýsson fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs tjáði biaðinu, að enn væri ekki lokið við að taka saman ýmsar tölur viðvíkj- andi ferðamannastraumnum hingaó til lands á siðasta ári. Lúðvík kvaðst í fljótu bragði á- líta. að um töluverða aukningu væri að ræða á fjölda ferðamanna, þótt að sjálfsögðu sé ekkert hægt að fullyrða um þaö að svo komnu máli. Á Hótel Loftleiðum skýrði hótel- stjórinn frá þvi. að um töluverða aukningu hefði verið að ræða á nýtingu gistirýmis sl. ár. Árið 1967 va nýtingin 65.3%, en jókst siðasta ár upp í 71,3 af hundraði. Hótelstiórinn. Stefán Hirst, sagði, að þaö væri talin góö nýting á hótelum víða erlendis, ef hún næði 60 til 65%, þr.inig aö hér ætti að vera um að ræða mjög góða nýtingu á þessu stærsta hóteli Reykjavíkur, þar sem eru 107 herbergi. GKuggagægir enn á kreiki • Fólk í íbúðum i Bjarmalandi í Fossvoginum var vart við það í nótt, að maður væri þar á gægi- um á gluerum. Rétt fj'rir jól var gluggagægir 'nndtekinn í þessu sama hverfi, eftir að hafa valdið fólki ónæði með framkomu sínni. Lögrec'unni var tilkynnt um manti- inn í nótt, en hann var horfinn, þegar komiö var á vettvang og fannst ekki, þrátt fyrir leit. í ná- grenninu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.