Vísir - 27.01.1969, Page 3

Vísir - 27.01.1969, Page 3
Loks unaum við„stórt"í Luugurdul Island — Spánn 25:17 i gær — Áhorfendur fögnuðu sigrinum innilega — Sigrarnir aðeins 4 i 21 leik frá opnun Laugardalshallar □ Það er sjaldgæft, því miður, að áhorfendur að landsleik yfirgefi Laugardal eins glaðir í bragði og í gær. Þá loks vann íslenzkt landslið stóran sig- ur yfir erlendum keppinaut. Þetta var 21. landsleik- ur íslands í höllinni, — og aðeins 4. sigurinn. 1 þess- um leikjum hefur fsland tapað 16 sinnum og gert eitt jafntefli, gegn Svíum. Þeir, sem við höfum unn- ið, eru Spánverjar í tvígang, Danir í fyrra með 15:10 og Pólverjar í HM. Vissulega var gaman að sjá einbeittan og stórkostlegan sókn arleik liðsins, frábæran leik Geirs Hallsteinssonar og Hjalta Einarssonar í markinu. Og sig- urinn, — 25:17 var stór og gerði hvort tveggja, gerði leik menn ánægðari og sjálfsörugg- ari, og áhorfendur fengu lang- þráðan draum, SIGUR. Það hef- ur verið hamrað á því við HSl að reyna að fá léttari andstæð inga, en þau lið sem hingað Öxar v/ð I / ana Bfct er það, sem oft gleymist í frásögnum af íþróttaviðburðum í Laugardal, en það er skemmti- leg framkoma og leikur Lúðra- srveitar Reykjavíkur. Er ástæða til að þakka hljómsveitinni og stjómanda hennar, Páli P. Páls- syni fyrir gott framlag fyrir leiki. Nú um helgina tók hljómsveit in upp á því að leika „Öxar við ána“ þegar leikmenn gengu inn á völlinn til leiks. Lagið er sann kallaður hvatningasöngur, — og hver veit nema þetta hafi ó- bein áhrif á liðsmenn, ekki er ég í vafa um að þetta gerði tals- verða stemningu í röðum á- horfenda. —jbp— hafa komið sem hafa ævinlega veriö í hópi þeirra sterkustu. Geir Hallsteinsson og Hjalti vom svo sannarlega mennirn- ir bak við sigur Íslands. Hjalti varði betur en nokkru sinni og Geir var sannarlega í essinu sínu. Hvað eftir annað fékk Hjalti langvarandi klapp frá á- horfendum og Geir sömuleiðis en liðið í heild fékk mikið klapp og húrrahróp að laun- mn eftir leikinn. Samt virðist þessi leikur ætla að verða einhvers konar mar- tröð. Eftir tiltölulega léttan sig- ur daginn 'áður, opna Spánverjar með því að leika sér aö vöminni okkar og skora 2 fyrstu mörkin. Öm skoraði fyrsta mark íslands eftir 5 mínútur, en Geir jafnar úr víti. Spánverjar skora 3:2, en Geir jafnar og enn halda Spánverjar forystunni en Geir jafnar. Loks skorar Sigurður Einars- son laglega af línu, en Geir gaf á hann fallegan bolta, og þetta varð upphafið af fslenzku línu- spili, sem átti eftir að gefa góða raun. Um miðjan hálfleik var staðan 6:5 en þá skora fyrst Geir og síðan Stefán Jónsson af línu. Þá kemur 8:6, en Geiir og Ólafur Jónsson skora. Þá eru 10 min til hálfleiks og staðan 10:6 fyrir Island. Spánn nær' 10:7, en nú tekur ísland öll völd, örn skorar úr vítakasti, Stefán skorar af línu með harö- fylgi sínu með sendingu frá Emi, Hjalti ver hvað eftir ann- að, en Jón Karlsson bætir við GEIR HALLSTEINSSON, maðurinn bak við tvo sigra Iandsliðsins um heigina. Hér skorar Geir ákaflega léttilega af iínunni. 13:7 og Örn á síðustu sekúndu leiksins beint upp úr auka- kasti 14:7. Þessir yfirburðir í hálfleik áttu að verða nægir. Seinni hálfleikurinn varð jafn ari, þótt munurinn færi upp í 9 mörk. Sigur íslenzka liðsins var aldrei í nokkrum vafa. Lið- ið reyndi sig áfram með leikað- ferðir sfnar og tókst misjafn- lega. Þaö var hraöi og fjör í sóknunum, en persónulega fannst mér vörnin slök, en Hjalti og síðast hinn ungi Emil Karlsson stóðu sig vel engu aö síður. Greinilegt er aö miðja vamarinnar er stórt vandamál. Það sem fslenzka liðiö vinnur á er að allir geta skotið. Þannig var gaman að sjá Jón Karlsson og Ólaf Jónsson reyna skot sín, að maður tali ekki um Örn Hall steinsson og Geir. Þá var greini legt að Ólafur Ólafsson getur skotið, en hann var dálftið út úr spilinu hjá liðinu og komst því ekki í mörg tækifæri. Þá sýndi Bjami Jónsson greinilega aö hann getur skotið í gegn. Vissu- lega er þetta stór kostur. Spán- verjar höfðu aðeins 3 menn, sem virtust geta skotið Leikurinn fór svo að ísland var með 8 mörk yfir, þegar dóm ararnir dönsku flautuðu af. Þeir höfðu átt heldur lélegan dag. Spánverjarnir léku allt of rudda lega vöm, sérstaklega f seinni hálfleik, og hefðu 2—3 þeirra mátt ,,hvila sig“ ofurlítið. — Gengu sumir algjöran bersherks gang og vom líkastir nautum í nautaati. Islenzkt lið hefur oftast verið leikreyndara en það sem átti við Spánverjana. Samt tókst liðinu mætavel upp þótt eflaust megi lagfæra það fyrir leikinn viö Dani og Svía í byrjun næsta mánaðar ... Greinilegt er að hér er uppistaðan, — en Jóns Hjaltalíns og Ingólfs var vissu- lega saknað. 375 gegn 402 • Eins og fram kemur hér í blaðinu hefur islenzka landsliðið nú leikið 21 landsleik í Laugardalshöllinni frá opnun hennar 12. des. 1965. Hafa 16 leikjanna tapazt en fjóra unnu íslendingar og einn varð jafn- tefli • Markatalan úr þessum leikj um er okkur heldur óhag- stæö, en hefur rétt við nokkuð eftir leikina við Spán, er nú 375 skomð af Islandi gegn 402, sem erlend lið hafa skorað. Flugfrakt Vöruflutningar í lofti fara stöðugt vaxandi um allan heim. Flugfraktin er lyftistöng nútíma- viðskipta, svo á íslandi sem annars staðar í heiminum. Flugfélagið veitir beztu þjónustu í vöruflutningum innanlartds og milli landa.Hinar tíðu ferðir félagsins auðvelda og flýta fyrir viðskiptum heima fyrir og við umheiminn. Hraði, sparnaöur ÞOTUFRAGT FLUCFÉLAG ÍSLANDS ________FORYSTA í ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM mmmmmmmmmmummmmmunmmmmmmmummmm^ ©AUGLÝSINCASTOFAN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.