Vísir - 28.02.1969, Síða 9
¥ 18IR . Föstudagur 28. febrúar 1969.
■r—1 — wm mmtmmmm i
Cíöustu viku hef ég veriö í
heimsókn í Edinborg og
ætla að þessu sinni að breyta
föstudagsgreininni í nokkurs
konar fréttabréf frá Skotlandi
og drepa á nokkur atriöi, sem
helzt hafa vakiö athygli mína
meðal næstu nágrannaþjóðar
okkar.
Aö vísu er það sama sagan og
venjulega, þegar maður kemur
til hinna fjölmennari landa, aö
stærstu fréttir og fyrirsagnir
blaðanna héma fjalla um alls
kyns andstyggilega glæpi og
líkamsárásir. Aöalefni blaðanna
héma um það bil sem flugvélin
snerti jörð á Glasgow-flugvelli
var frétt um það, að barnamorö-
ingi hefði verið dæmdur í ævi-
langt fangelsi, en svo ógeðslegt
hafði atferli þessa manns veriö,
að flestir virðast sammála um
það, að þetta sé allt of væg refs
ing, það hefði átt að taka hann
af lífi. Og í beinu framhaldi af
því komu svo miklar frásagnir
af því, að sjálfur Edward Heath
foringi Ihaldsflokksins hefði lát
ið í það skína, að það ætti að
taka upp dauðarefsingu að nýja.
Varla höföu blöðin lokið að
segja frá þessu dómsmáli, þegar
annað feitt kom á stykkið. —
Þannig stendur á því, að það hef
ur verið tízka meöal illa uppal-
inna stráklinga í borgunum í
Skotlandi að undanfömu að ráð
ast á strætisvagnastjðra eða
Skozkir mótorbátasjómenn koma að landi i
austurströndinni. Afiinn er lítill en fer glænýr á markaðinn
og veitir sjómönnunum mjög góðar tekjur.
að draga myndi úr afbrotum
meö mannúðlegri refsingum. —
Þvert á móti sé ástandiö nú orð
ið verra en nokkm sinnj fyrr og
sé vandamálið orðið stórkost-
legt. Margt bendi nú þegar til
þess, að ungt fólk skáki í því
skjóli, að það sé alveg sama,
eöa fyrr á árum Iátið hafa sig til
þess sem stoltir h^rmenn að
halda saman heimsveldi Eng-
landskónga og drottninga.
Þetta atvinnuleysi, deyfð og
vesaldarháttur saman við al-
þýðufátækt og aberdínska
nízku, hefur verið svo áberandi,
ýsu og þyrsklingi og eitthvað
10 stykki af litlum steinbít.
Stórir golþorskar þekkjast ekki
héma.
En það reyndist ekki ástæöa
til að lítilsvirða þessa sjóara.
Það kom í f'ós að afkoma þeirra
var mjög góð. Algengar árs-
tekjur háseta á þessum skipum
eru sagðar vera um 1500 sterl-
ingspund, sem gerir nálægt 300
þúsund krónum á okkar gengi
og mér skildist á þeim aö árs-
tekjur skipstjórans væru aldrei
undir 2000 sterlingspundum, en
allt væri þetta þó breytilegt og
gæti farið verulega hækkandi
með góðri vertíð. Þegar ég
sagði þeim frá þvf, að það væri
afturkippur í útgeröinni á Is-
landi, urðu þeir alveg undrandi,
því að þeir vissu ekki betur en
að framtíðin væri hin bjartasta,
hækkandi fiskverð og mótor-
bátaútvegurinn þarna að veröa
æ vænlegri.
—- Jú, þeir vissu að togararnir
við Humrufljót, í Granton og
i Aberdeen áttu við marga erf-
iðleika að stríða, en það sögðu
þeir að væri vegna þess, aö
brjálæöislegur kostnaður í tækni
og tækjum væri að drepa þá.
Togaraútgerðin fengi sívaxandi
ríkisstyrki, en ekkert dygði til.
Allt útlit væri fyrir aö brezk
togaraútgerð drægist saman, en
að mótorbátaútvegurinn efldist.
Skotar að risa úr öskustónui
„konduktora" eins og þeir eru
kallaöir afgreiðslumennimir í
vögnunum, og eru þessar árásir
einkum gerðar, j rgar þeir hafa
lagt strætisvögnunum á kvöld
in á stómm og myrkum stæöum
og ætla að fara aö skila þeim
peningasjóðum sem þeir hafa
tekið á móti yfir daginn.
Og nú gerðist þaö í Glasgow,
að fimm slíkir vandræðaungl-
ingar einn 18 ára, einn 17 ára
og þrír 15 ára réöust á ungan
strætisvagnastjóra og er þess
getið í blöðunum til að höfða
til tilfinninga að hann haföi gift
sig og stofnað heimili fyrir
tveimur mánuðum. Þeir réðust
á hann í myrkri, börðu hann og
stungu hann síðan rýtingsstung
um, svo hann hefur legið milli
heims og helju í nokkra daga og
nú í dag var tilkynnt að hann
hefði látizt.
Þó er það einna merkilegast,
sem fylgir á eftir þessum at-
burði að strætisvagnastjórar
hafa ákveðið að hætta akstri á
hverju laugardagskvöldi kl. 7,
en það eru einmitt þau kvöld
sem órólegust eru og minnstur
friður er fyrir ólátum unglinga.
Fyrst ákváðu þeir þetta í þessu
eina hverfi, en síðan lítur út
fyrir að þetta ætli aö breiðast út
um alla Glasgowborg og muni
valda öllum almenningi óþægind
um en þannig mega saklausir
líða fyrir skálkastrik nokkurra
pörupilta.
í hef heyrt það á samtþlum
Ívið fólk, að það hefur sam-
úð meö þessu sérkennilega laug
ardagsverkfalli strætisvagna-
manna þrátt. fyrir óþægindin.
Kannski beinist þetta verkfall að
einhverju leyti gegn strætis-
j) vagnafyrirtækinu, af því að það
j' veitir ekki starfsmönnum sin-
) um næga vemd, en í og með
i er litið á þetta mál sem mót-
mæli gegn þeirri linkind, sem
I pörupiltar njóta fyrir dómstólun
um. Menn tala um það, að mann
úð i refsingum hafi að vísu ver-
1 ið góð og félagsleg umbót á sín
um tíma, — hins vegar telja
menn að það hafi nú komið í
j,: ljðs, að vonir hafi brugðizt um
hvernig, það hagi sér, það glotti
hrokafullt framan í dómarann
og viti að hann geti samkvæmt
núgildandi Iögum ekki hreyft
hári á höfði þess. í gær taláði
ég hér við miðaldra mann, emb-
ættismann, hinn mildasta mann
í allri framgöngu. Hann sagði,
að sér hefði snúizt hugur í þess
um málum á síöustu árum, þótt-
ist hann nú ekki sjá neina aðra
leið til að hamla gegn óöldinni
en að taka upp líkamlegar refs-
ingar viö unglinga, að hýða þá
eða láta þá finna einhvem veg-
inn til. Kvað hann engan vafa
á því að margir væru orðnir
sama sinnis í Skotlandi. Ég mald
aði hins vegar í móinn og var
þeirrar skoöunar, aö enn væri
með öllu ósannað aö mannúö-
legar refsingar gætu ekki komið
að haldi. Hitt væri sönnu nær
að yfirvöld allra landa hefðu yfir
höfuð vanrækt að koma á fót
þeim betrunarstofnunum sem
mannúðarstefnan geröi ráð fyr
ir og þar lægi hundurinn graf-
inn.
þegar sleppt er þessu afbrota-
tali sem mér finnst yfir-
leitt bera allt of mikið á í blöð-
um í hinum fjölmennari lönd-
um þá hefur mér virzt upplífg-
andi að koma hingað til Skot
lands í þetta skipti frá öllu
vandræða og krepputalinu
heima. Þar skýtur nokkuð
skökku við því að lengst af hef
ég þekkt Skotland sem nokkurs
konar ævarandi kreppulapd. f
áratugi hefur íbúatala Skotlands
syo að segja haldizt óbreytt og
yfir ömurlegur kolsvörtum kola
reykshverfum Glasgowborgar
hefur grúft ævarandi vofa at-
vinnuleysis. Stór hluti íbúanna
hefur jafnan átt við atvinnu-
skort að stríða, en öll mannfjölg
un þjóðarinnar hefur horfið úr
landi til Ástralíu og Kanada
að löngum hefur ferðamaður-
inn álitiö þessa sjúkdóma ó-
læknandi. Aö vísu verður
meinið ekki læknað í einu vet-
fanéi, en ég hef komizt á þá
sköðun eftír samtöl viö ýmsa
menn hér síðustu daga, að
nýir vindar séu farnir að blása
hér. Það er einhver óvenjuleg-
ur kraftur, lífsfjör og von,
sem er fariö að gæta hér.
Jgg skrapp hér einn daginn
með kunningja mínum,
sem ók bifreið sinni, norður á
ströndina hérna upp eftir í átt-
ina til Aberdeen og heimsóttum
viö þar þrjú fiskimannaþorp.
Fiskiflotinn þama er mestmegn-
is rhótorbátar þetta 40—60
tonn, skipalagiö annað en þekk-
ist hjá okkur, miklu kyllislegri
og breiðari um þilfarið. Á þess-
um flota þekkjast alls ekki verk-
föll, þar sem mjög mikill hluti
bátanna eru fjölskyldufyrirtæki,
og er það algengast, að synir og
tengdasynir eða bræður vinni
saman á hverju skipi, en jafn-
vel þar sem ekki eru fjölskyldu-
bönd til að tengja skipverja
saman, þá eiga allir skipverj-
arnir hluti í skipunum. Þannig
hefur skipulag fiskveiðanna
verið frá ómunatíð í þessum
þorpum. Þá skal ég líka taka
það fram, að strax og komið er
um borð í bátana sér maður,
að þeir spara sér flestöll þessi
rándýru rafeindatæki sem
glampa í krómlitum í stjóm-
klefum íslenzkra báta.
Fyrst í stað ímyndaði ég
mér að ég gæti horft með með-
aumkun eða jafnvel drembilæti
til þessara vesælu skozku fiski-
manna, því að ekki var aflinn
„upp' á marga fiska“ eftir ís-
Ienzkum mælikvarða. Hann var
fáeinir litlir kassar, aðallega af
lýsu, sem þeir kalla „hvíting“
og enn nokkrir kassar af smá:
C vo var líka ein ástæða fyrir
því, að skozku fiskimenn-
irnir þekktu ekki „afturkipp-
inn“. Þeir setja nefnilega ekkert
af sínum afla, ekki nokkurn ein-
asta titt í fiskimjöl, svo það hef-
ur ekki snert þá, ansjósuævin-
týrið í Perú. Allur afli þeirra fer
glænýr á markaöinn. Fiskmark-
aöur er haldinn í hverju þorpi
með uppboðum og kaupmenn
bjóða í kassana og merkja þá
jafnóðum með prentuðum mið-
um. Sennilega er þeirra kerfi
heilbrigðara, að fiskimenn og
fiskikaupmenn eru aðgreindar
starfsstéttir, þar sem eðlileg
samkeppni kemur upp og fiski-
kaupmenn leggja yfirhöfuð ekki
í útgerð.
En þaö var annað, sem ég sá
um leið í bátunum, hve ágæt
meðferð þeirra á fiskinum er og
ekki gat ég að því gert að
ýmsar hugsanir komu upp við
þetta. Kannski er aðstöðumun-
urinn nokkur fyrir fiskimenn-
ina héma í Skotlandi, að hafa
beinan aðgang með glænýjan
fisk sinn á bezta fiskmarkað I
heimi, en þó efast ég um að
það sé fuílnægjandi skýring.
Spurningin sem vakir fyrir mér
er sú, hvort það sé ekki að fara
lángt yfir skammt, að moka
upp þessum mikla afla sem
fæst heima á okkar góöu ís-
lenzku fiskimiðum, þegar meö-
ferðin á honum er oft ekki eins
og sæmir fyrsta flokks manna-
fæðu. Er ástæða til að halda
áfram að íþyngja sffellt rekstri
skipanna meö æ dýrari tækjum
og veiðarfærum í þeim tilgangi
aðallega aö moka meira og meira
upp í áframhaldandi áhugaleysi
allrar áhafnarinnar fyrir því,
hvemig þetta drasl lyktar þeg-
ar þaö kemur í höfn og gengur
á föstu ákvörðuðu verði, hvort
sem þorskurinn er gulur eöa
grænn? »»>—> 1(J. slða.
Á fjölmennum mjólkurum-
ræðufundi í Sigtúni spurðum
við:
Teljið þér æskilegt, að
allar mjólkurvörur fáist í
matvöruverzlunum al-
mennt?
Elín Bjömsdóttir, afgreiðslu-
stúlka: — Nei, mér finnst það
ekki.
Kolbrún Gunnarsdóttir, af-
greiðslustúlka: — Ég álít ekki,
að allar verzlanir séu hæfar til
hafa þessar vörur, en í þeim
býðum, sem eru vel til þess
fallnar sé þáð allt í lagi.
Baldvin Jónsson, fulltrúi: — Já,
tvímælalaust, það mætti leggja
niður allar mjólkurbúðir.
Hrönn Péturstíóííir, húsmóðir:
— Já, það tel ég hiklaust, vegna
þess, að það er miklu þægilegra
að geta keypt vörurnar á sama
stað og fá þær heimsendar.
Andrés Vilhjálmsson, útvarps-
virki: — Ekki mundi ég segja
aímennt, en i öllum nýjum verzl
unum. eins og kjörbúðum og
slíkum, sem uppfylla skilyrðin.