Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 4
mm. : ■ mmmk Leigubflstjóri einn á Wight- eyju tók sig til um daginn og kllifraði upp í 750 feta hátt sjón- varpsmastur, og brá snöru um hálsinn á sér og hótaöi að stökkva, nema því aðeins að kær- astan hefði samband við hann, en einhver misklíð var komin upp á milli þeirra. Símamenn eyddu sex klukkustundum í að koma síma- línu til hans, svo að loks gat unn- ustan haft samband við hann gegnum síma. Þá klifraði maöur- inn aítur niður og kvaðst vera hamingjusamur. Ekki stóð sú ham ingja lengi, því að lögreglan tók majminn í sína vörzlu, og nú er ha-nn- í geðrannsókn. Peter Sellers og Ringó Þarna sitja þeir á sama stól Peter Sellers og Ringo Starr í tilefni af því, aö þeir eiga báðir að leika aðalhlutverk í sömu kvik mynd. Pétri nægir ekki minna en leika ríkasta mann í heimi og / Z'‘°' rf* Ringo hefur fengið hiutverk sem kjörsonur hans og einkaerfingi. Kvikmyndin, sem heitir „The Magic Christian“ er byggð á sögu .eftir Terry Southem. Pipar á mennta- mennina! Nýjasta vopnið til crð bæla niður stúdenta- áeirðir Pipar er nýjasta vopniö, sem bandaríska lögreglan hefur tekið í sína þágu til þess að nota gegn þeim sem standa í óeirðum. Pip- amum er sprautað með eins kon- ar byssu, og þeir sem fyrir þessu verða eru yfirleitt fljótir að hypja sig. Lögreglumenn segja, að þetta hafi mikla kosti fram yfir tára- gassprengjurnar, sem stúdentar em komnir upp á lag með að henda á lofti og kasta til baka, svo að það var venjulega lögregl- an, sem flúði grátandi. Piparbyssan var notuð í fyrsta sinn til að tvístra stúdentum við Berkeley háskóla í Kalifomíu, sem sem hafa verið mjög í frétt- um að undanförajj. jyyjpl ákmmwM m „<m> m iðSBMBKHBBBSflH Peningaburfi: Vill selja annab nýra sitt! Fimmtíu og sex ára gamall fyrr verandi fiskimaöur í Esbjerg er nú peningaþurfi og vill selja ann- að nýra sitt. Hann hefur þegar hafnað tilboði um 5000 kr. d. fyr- ir það og fer fram á að fá að minnsta kosti tvöfalda þá upp- hæð. Mathias M. Christensen hefur iekki farið á sjó sfðan 1964 en safnað skuldum, sem nú nema 9000 dönskum krónum. Hann er atvinnulaus. — Ég hef fyrir fjómm börnum að sjá, segir hann, og það get ég ekki. Gæfan hefur verið mér and- snúin. Ég hef orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. Danskir læknar eru lítið hrifn- ir af þessu tilboöi fiskimannsins, og segjast ekki mundu taka þátt í þeirri nýrnafærslu, þótt um það væri beðið. IIÍlÍK Mathias Christensen eygir nú ekki önnur ráð en selja annað nýra sitt. - Ég hef fyrir fjór- um börnum að sjá, segir hann. Leikkona i Forsyte-ættinni fær ekki hlutverk Leikkonan Nyree Dawn Porter, sem leikur Irene í Sögu Forsyte- ættarinnar, er nú að bollaleggja það ásamt eiginmanni sínum, leik aranum Bryan O’Leary, að flytja til Gri'kklands og taka til við hó- telrekstur. 1 hennar augum fylgir lítil vel- gengni því að hafa öðlazt frægð í Forsyte-þáttunum. Síðan hún var uppgötvuð fyrir tveimur ár- lum, hefur hún ekki fengið eitt einasta almennilegt tilboð. — Ef ég væri ekki hamingju- samlega gift, væri þetta óbæri- legt, segir hún. Núna sit ég bara og bíð. Forsyte-þættirnir eru samt svo vinsælir að nú er verið að sýna þá í annað skipti í Englandi, og í þorpinu Fenton í Mið-Englandi stendur trl að kalla fjórtán götur eftir persónum úr sögunni. En þaS virðist ætla að koma Nyree Dawn Porter að litlu haldi. Tungumálin valda oft ■ *•> ^«* T'í 1 í, t, j «/ | erfioleikum Ibúar í Bandaríkjunum eru af margvíslegu þjóöemi, og stundum geta tungumálin valdiö erfiðleik- um. Þannig vildi til um daginn, að kona ein, sem talar aðeins úkraínsku, kom heim og fann ókunnan mann í rúmi sínu. Hann talaði aðeins spænsku. Konan náði £ tvo lögregluþjóna. Þeir töluðu aðeins ensku. Eftir að túlk ar höfðu verið tilkvaddir kom það upp úr kafinu, að maðurinn, sem var svolítið rykaður, hafði villzt inn í íbúöina og lagzt til svefns. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.