Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 8
VISIR . Laugardagur 1. marz 1969. 8 VÍSIR Otgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Asitriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Loddaraleikur JJlutverk þaö, sem Framsóknarflokkurinn hefur leik- ið í stjórnarandstöðuimi síðasta áratuginn, er orðið landfrægt fyrir löngu. Það er loddaraleikur af versta tagi, sem á sér fáar eða engar hliðstæður í íslenzkri stjórnmálasögu. í umræðum, sem fram fóru á Alþingi í síðustu viku, þegar forsætisráðherra hafði flutt skýrslu sína um efnahagsmálin, rakti Ólafur Björns- son nokkur atriði í málflutningi stjórnarandstöðunn- ar, einkum framsóknarmanna, sem sýna vel þann skrípaleik, sem þeir ástunda í þingsölunum. Þeir leggja á það mikla áherzlu, hve atvinnuveg- irnir séu illa komnir og ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar nægi þeim engan veginn til hjálpar. Jafnframt segja þeir að launþegar geti ekki lifað af kaupi sínu og verði að fá það hækkað. Því sé stjórnin skyldug til að brúa bilið milli þess kaupgjalds, sem atvinnuvegirnir geti greitt og þéss, sem launþegar þurfi að fá. Geti hún það ekki, eigi hún að segja af sér. Nú mætti ætla að þessari kröfu fylgdu tillögur eða ábendingar um það, hvar stjórnin eigi að taka það fé, sem þarf til að brúa þetta bil. En um það hefu/ stjórn- arandstaðan ekki sagt eitt orð, enda eflaust erfitt að finna færa leið til að afla þess. Þess vegna verður að dæma þennan málflutning stjórnarandstæðinga „orða gjálfur eitt og marklausan áróður“, eins og Ólafur Bjömsson sagði. Framsóknarmenn tala mikið um að gæta þurfi sparnaðar í ríkisrekstrinum. Það lætur alltaf vel í eyr- um kjósenda, eins og Ó. Bj. sagði, en verður þó harla létt á metunum, þegar ekki er hægt að benda á nein- ar sérstakar leiðir í því efni. Þeir heimta stóraukið fjármagn til atvinnuveganna, bæði til rekstrar og stofnlána, en þeim hefur láðst að nefna það einu orði, hvernig eigi að afla þess fjármagns. Það er eins og þingmaðurinn sagði: „ .. .ódýru verði keypt að setja á pappír að það þurfi að útvega fjármagn, til þessa eða hins, ef engin grein er gerð fyrir því, hvaðan fjár- magnið á að koma.“ Framsóknarmenn vara við auknum erlendum lán- tökum, segja að nú þegar sé of langt gengið á þeirri braut. Þeir telja því þá leið ófæra til fjármagnsútveg- unar. Þá er það aukinn sparnaður í landinu sjálfu. í því sambandi dettur þeim helzt í hug að lækka all vemlega vexti af sparifé! Hvað skyldu sparifjáreig- endur segja um það bjargráð? Ætli þeir mundu una þeirri skerðingu vel ofan á gengislækkunina? Það er ótrúlegt að slík ráðstöfun mundi stuðla að auknum sparnaði. Það er sama hvar niður er gripið. Framsóknarmenn hafa ekki getað bent á nokkra raunhæfa lausn á þeim vanda, sem þjóðin á við að etja. Reynslan ef þeim, þegar þeir fóru sjálfir með stjóm landsins, var heldur ekki sú, að að bjargráða sé frá þeim að vænta, en þeir ættu aá hætta þessum loddaraleik og gefa þeim vinnu- frið, sem em að reyna að ráða fram úr vandanum. 1 í< íi \\ i \\ '' • ■' aorgun útlönd . [ morgun . útlönd í morgun Útlö Evrópuheimsókn NIXONS Evrópuheimsókn Nixons Bandaríkjaforseta er nú um það bil að ljúka. Þótti heimsóknin yfir- leitt hafa vel tekizt til Brússel, London, Bonn og Vestur-Berlínar, og kom ekki til teljandi óeirða, og hinar gagnlegustu viðræöur eru taldar hafa átt sér stað í öllum þessum borgum, og einnig í Rómaborg, og það var ekki fyrr en þar, sem kom til alvarlegra uppþota. — Myndin er af Nixon og Wilson, tekin á fiugveilinum í London. Skrílslæti og uppþot í gær í Rómaborg Spellvirki i bandariskri prentsmibju og. bandariskur fáni brenndur Rómaborg í gær: Æpandi uppivöðslulýður réðst i gær með heimatilbúnar bensínsprengjur að vopnj inn í prentsmiðju eina bandaríska blaðsins, sem gefið er út I Rómaborg, en þaö nefnist Rome Daily American, eyði- lagði innanstokksmuni og tæki, og kveikti í blaðapappírsrúllum Einn starfsmannanna hlaut meiðsli. Uppþot varð einnig við hina frægu Spönsku tröppu í borg- inni, en þar söfnuðust saman um 50 unglingar, Mao-sinnar, kveiktu i bandarísku flaggi og æptu: Nixon-pappírstígisdýr. Lögreglan ruddi göturnar. — Uppþot þessi voru ekkert í lík- ingu við uppþot þau, sem uröu í fyrradag í borginni. Enn vaxandi hungursneyb i Bíafra — Versnandi ástand innan sex vikna Bandarísk fréttastofa birtir þær fréttir frá Umahia í Biafra, að hungursneyðln f landinu sé enn vaxandi, og megi búast við, að tala þeirra sem verða hung- urmorða muni fara mjög hækk- andi eftir 6 vikur. 1 fréttinni segir, að það sé vitanlega undir aukinni hjálp komiö hvernig fari, en þaö megi gera ráð fyrir að frá tvö hundr- uð þúsund manns og upp í milljón deyi úr hungri í landinu til miðs september. Alvarlegastur skortur er á matvælum, sem eru auöug að kolvetni, svo sem „yams“ og ,,kassava“, sem ávallt hefur verið aðalnæringarefni fólksins. — Yams er plantað út í fyrstu vorúrkomu i marz, og uppskeru má vænta um miðbik septem- ber. Venjulega eöa á friðartím- um nægja birgðir til haustsins, en því er ekki að heilsa nú. Vegna styrjaldarinnar eru brigð- ir þrotnar. — Víðlend yams- ræktunarsvæöi eru líka á valdi stjórnarhersins. Byrjuð er framkvæmd neyðar- ræktunaráætlunar, til þess að rækta eins mikið og unnt er af yams. Ruddust inn í Hilton-gisti- húsið i Paris í gær, þegar verið var að ljúka við undirbúning að komu Nixons Bandaríkjaforseta, rudd- ist hópur unglinga inn í mat- stófu Hilton-gistihússins. Spellvirki voru unnin. Fransk- ur maður og bandarísk kona meiddust lítils háttar er borö þeirra var allt í einu þakiö gler- brotum. Pau sátu að morgunveröar- borði, er þetta gerðist. Einnig var ruðzt inn í skrif- stofur American Express Company í borginni. Israelsk eld- flaugaárás á Jórdaniu Tvær ísraelskar orrustuþotur skutu í gær eldflaug á skot- Jórdaníu. Rétt áður hafði veriö tilkynnt i Amman, að ísraelskar flug- vélar hefðu skert lofthelgi Jordaníu. Árásimar voru gerðar á staði norðan A1 Karamen í Jórdan- dalnum. ísraelsku flugvélarnar urðu að snúa við, eftir að hafin hafði verið á þær milol skot- hríð úr loftvamabyssum. ÍÍS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.