Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 9
VÍSIR • Laugardagur 1. marz 1969. iT JT PERLUSTEINSVINNSLA A ISLAND • Perlusteinn eða perlit er eitt hinna ódýrari iðnað- arhráefna, sem eru fólgin í jörðu hér á landi, og nú eru augu manna að opnast fyrir því að nýta þetta hráefni til atvinnu- og arðsköpunar. Upp á síðkastið hafa fleiri slik hráefni verið til umræðu, m.a. til keramikframleiðslu og basalt fyrir basaltbræðslu. • Einar Elíasson, fram- kvæmdastjóri Glits h.f. hefur kynnt sér möguleika á nýtingu perlusteins til iðnað- arframleiðslu, og stendur i sambandi við rannsóknastof- ur í Tékkóslóvakíu, þar sem perlusteinsframleiðsla stend- ur á háu stigi. „þannig var“, segir Einar, „að framkvæmdastjóri / tékk- neska keramikiðnaðarins, Zika verkfræðingur, kom hingað til lands á vegum Glits hf. Hann gerði hér ýmsar ránnsóknir og benti meöal annars á möguleika Einar Elíasson, framkvæmda- stjóri Glits hf. á nýtingu perlusteinsins, og skýrði frá því, að Tékkar væru fúsir til að miöla öðrum af reynslu sinni á því sviði. Við vissum að sjálfsögöu áður af perlusteininum hér á landi, en síðan hef ég aflað mér upp- lýsinga um ýmislegt honum við- komandi. Hér á landi eru perlusteins- námur í Loðmundarfirði og í Prestahnúk, og ef til vill finnst hann víðar, svo sem á Snæfells nesi og í ljósum líparítfjöllum. Perlusteinn er glerkennt, þétt gosberg, skylt vikri. Sé steinn- inn malaður og hitaður upp nær hann að þenjast út allt að tíu sinnum. Frá perlusteini er nauð synlegt að greina súrt gosberg, sem ekki er hægt að vinna úr, og engin leið að þenja út svo sem vatnslaust líparít og þar fram eftir götunum. Samkvæmt hagskýrslum árið 1965 var tilkynnt um framleiðslu 18 milljón rúmmetra af þöndum perlusteini í öllum heim inum, en perlusteinsnámur eru algengastar í Nýju Mexíkó, Ari- zona, Kaliforníu, Kolorado og Nevada í Bandaríkjunum. í Evrópu eru helztu perlusteins- námur á Sardiníu, í Tyrklandi, Grikklandi, Búlgaríu, Ungverja landi, Tékkóslóvakiu og Rúss- landi.“ Og Einar heldur áfram og skýrir frá því, hvemig vinnslu perlusteins er háttað: „A^innslu hráperlits er nauð- T synlegt að greina f fjögur stig: Fyrst er hráefnið grafið úr jörðu, síðan tekur við vinnsla á unnu perliti, og því næst fram leiðsla á þöndu perliti, og loks er síðasta stigið vinnsla þanins perlits með því að öðrum efnum er bætt í perlusteininn. Framleiðslan fer þannig fram, að eftir að perlusteinninn hefur verið grafinn úr jöröu, er næsta framleiðslustigið fólgið í þurrk un hans, mölun og flokkun í á- kveðnar kornastærðir. Unninn hráperlitsand er hægt að flytja í pappírspokum, og ef um mikið magn er að ræða í skipalestum ópakkaðan, eða meö stórum flutningatækjum á landi. Unnið hráperlit eykur mjög rúmtak sitt við hitun i þenslu- ofnum. Kornastærðin er á bil- inu frá 0—4 mm og hámarksraki er 5%. í þensluofninum eru korn unnins perlusteinssands svipt vatninu. Þau þenjast út, rúmmálið eykst. og þá breytist perlitið í litlar lofttómar perlur með glerkennda húð, hvíta eða gráa á yfirborðinu. Svo að var an, sem framleidd er líkist litl um perlum eins og nafnið bend- ir til. Þanið perlit er flutt í papp- írspokum, sem taka um 10 kg, og er þá varan fullunnin til notkunar í eftirfarandi: I málm- bræöslu. Þá er efninu hellt á glóandi jámstykki til að ein- angra þau. í síur — til síunar á bjór, víni, í sykurframleiðslu og lyfjaframleiðslu. 1 hitatækni — til að þekja og einangra skurði og leiöslur, sem heitt vatn er leitt um. í jaröyrkju — með því að bæta perliti í moldina er aukin afkastagetan, en perlit verkar sem vatnssöfn- un. í bvggingariðnaði er perlit notað á víðtækan hátt, en þar er samt nauðsynlegt að vinna úr • VIÐTAL DAGSINS Ur perlusteinsnámu. | er v/ð Einar Eliasson framkvæmdastjóra Glit hf. um perlusteinsiðnað og eigin/eika perlusteins perliti, sem hefur verið þanið áður, fullunnar vörur meö því að bæta í það öðrum efnum. Þá er hægt að fullvinna eftirfarandi vörur: Perlitsteinsteypu, eða fleka til að byggja úr hús. Ýmsar teg- undir af perlitmúrhúðun til ein- angrunar og vegna áferðar. Þakfleka. Léttan eldfastan leir, eldhólfaleir. Keramikperlit, styrkt með stálslönguró. Jarð- biksperlit og gifsperlit — steinsteypu. Framleiðsla þessara bygging- arhluta og efna með þaniö per- lit sem undirstöðu er algeng í Sovétríkjunum, Bandarfkjunum, Vestur-Þýzkalandi og öðrum Evrópulöndum. Notkun þanins perlits og skjót útbreiðsla þess, eins og notkun iðnaðarvara úr þöndu perliti, var gerð möguleg fyrst og fremst vegna þess að þanið perlit er ólífrænt einangrunar- efni, sem er algerlega efna- fræðilega hlutlaust og óeldfimt. og hefur ákaflega mikla ein- angrunarhæfileika." Einar heldur áfram: „Hin ^ mjög svo ört vaxandi notk- un perlits í heiminum til marg- þættra nota eykur mjög eftir- spurnina eftir því. Sú staðreynd, að takmarkað magn perlits er til í heiminum krefst þess aö nákvæmlega verði rannsakað magn og gæöi þess perlits, sem finnst í jöröu hér á íslandi. Meðal þess sem tékkneski verkfræðingurinn Zika benti á, þegar hann kom til Islands í janúar sfðastliðnum var ný notkun perlits til postulíns- og keramikiönaðar, sem mundi auka verðmæti perlits enn til muna.“ > Nýlega var lögð fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á perlusteini í Loð- mundarfirði. I greinargerð meö þessari tillögu segir m. a. svo: „Laust fyrir 1960 hófu Þjóð- verjar rannsóknir í Loömundar- firði. Prófessor Von Konrad Richter frá Hannover dvaldi nokkurn tíma í Stakkahlíð við rannsóknarstörf. ... Niðurstöð- ur prófessors Richters voru þær, að um 1 millj. smálesta af perlusteini væri í námunum og þykkt perlusteinslaga allt að 18 m.‘‘ Síðar í greinargeröinni er skýrt frá því, að rannsóknir standi nú yfir á perlusteininum í Loðmundarfiröi, en niðurstöður þeirra séu ekki tilbúnar. Verði þessar niðurstööur jákvæðar er ekki að vita, nema perlusteins- námumar eigi eftir að auðga þjóðina í framtíðinni. ö Ofstækisfullar skoðanir í kristnum fræðum barna © Brýn þörf er nýrrar kennsiu bókar um kristindómsmál. Miklar umræður hafa farið fram undanfarið um skólamál og ýir islegt sem betur mætti fara í þeim málum. Núverandi kennslubók i kristnum fræðum, fyrir unglinga eftir Ástráð Sigursteindórsson, er vel til þess fallin að af- kristna ungt fólk sem er í mót un, vegna ofstækisfullra skoð- ana höf. Er þaö mjög slæmt og ekki góðs að vænta, þegar rauði þráöur bókarinnar er um helvíti og hreinsunareld, frið- þægingarlærdómur og upprisa holdsins á efsta degi. Getur hver einasti maöur með heilbrigða dómgreind séö hversu skaðlegt þetta er börnum og unglingum. Tel ég mjög brýnt verkefni fyrir Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumálaskrifstofuna, að gefa út aðra kennslubók, fyrir þá sem ekki sætta sig viö helvít istrúarboðskap Ástráðs og fé- laga hans. Fyrir allmörgum ár- um var séra Sveini Víkingi fal- ið að semja kennslubók fyrir unglinga af synodus. Væri fróðlegt að vita hvers vegna sú bók hefur aldrei komið út? Helgi Vigfússon ÍSI • Morgunstund gefur gull í mund Húsmóöir skrifar: „Ég vildi aöeins mega koma á framfærj þökkum til Ríkisút- varpsins fyrir nýjan þátt, „Morg unstund barnanna”. Margt sem þar er flutt er afbragösgott, og tíminn fyrir þáttinn, kl. 9.15 á morgnana veröur til þess aö börnin eru komin á fætur fyrir allar aldir. Þannig á þetta að vera. Kærar þakkir." IS3 • Vítaverð afstaða íslands á þingi um laxveiði í sjó „í fréttum sjónvarps á mánudag kom fram, aö full- trúi íslands á ráðstefnu um tak mörkun eða bann á laxveiði í sjó með netum tók ekki afstööu til tillögu nokkurra ríkja um bann eða takmörkun þessara veiða. Hvaða erindi átti fulltrúinn á ráðstefnuna, og á hvers vegum var hann staddur? Var honum ekki ljóst að laxa rækt íslendinga sem annarra, svo og laxveiði sömu aðila er í bráðri hættu, ef ekki er reyr,- að stöðva eöa takmarka neta- veiöi á laxi í sjó? Auðvitað verð ur slíkur fulltrúi að hafa af- stöðu til mála á slíkri ráðstefnu að minnsta kosti, ef hann er sendur af opinberum aðilum. Af staða íslands á þessari ráðstefnu olli vonbrigðum þeirra þjóöa, sem stóðu að tillögunni um tak- mörkun eða bann, sagði í frétt inni. Er það nokkurt undrunar- efni? Hún er beinlínis vítaverð af þjóð sem í auknum mæli fæst við að rækta lax í ám og vötnum en á á hættu að fram tak þetta verði eyðilagt af vax- andi rányrkju með laxveiði í net á uppeldisstöðvum laxins. Skorað er á þá aðila, er þetta mál snertir, að skýra afstöðu íslenzka sendimannsins tafar- laust fyrir alþjóð. Hilmar Ágústsson, Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.