Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 1
Sáttanefnd skipuð fyrir allar kjara- deilurnar , Eftirfarandi barst blaðinu í gærkvöldi frá félagsmálaráðuneytinu: „Samkvæmt tilmælum sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarson- ar, tollstjóra, hefur félagsmálaráðuneytið i dag skipað sáttanefnd i yfirstandandi vinnudeilum. í sáttanefndinni eiga sæti, auk ríkis- sáttasemjara, þeir Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttardómari, Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, Baldvin Jónsson, hæsta- réttarlögmaður og Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmaður. Nefndih mun fjalla um allar kjaradeilur, sem nú hefur verið vfsað til sáttasemjara." Islenzkur fatnaður verður kynntur kaupendum í framtíðinni á kaupstefnum. Næsta kaupstefnan á vegum Félags ísl. iðnrekenda verður 13.-16. apríl og haustkaupstefna í septembermánuði. Fataframleiðendur eru fjölmargir á Islandi, en allir þeir stærstu í þeim hópi munu verða meöal sýnenda. Myndin er af peysuframleiðanda að sýna kaupanda varning sinn. ass CTI Lítill drengur fluttur nær duuðu en 101 sjúkruhúseftir bursmíBur Vnr handleggsbrotiitn á báðuni hund leggjum, afmyndaður í andliti, nef brotinn og ekki nema skinn og bein þegar að var komið ¦ Fimm ára drengur var í fyrradag fluttur nær dauða en líf i í Slysa- varðstofuna eftir með- ferð móðurinnar á hon- um. Hann var brotinn á báðum framhandleggj- um og öðrum upphand- legg, afmyndaður í and- liti af barsmíðum og nef- brotinn, og með Ijót för á hálsi. Hann var ekkert nema skinn- ið og beinin og meö kúlumaga ems og börn, sem hafa verið svelt um langan tíma. Drengur- inn litli gat ekki talað og starði aðeins út í loftið. Hann liggur nú í Landspítalanum, og von- ast læknar til að geta grætt hann. Móðir drengsins, sem olli þessum misþyrmingum, hefur verið flutt á geðveikraspítala. Hún bjó í Bjarnarborg og það var fyrir tilviljun, að ódæðið komst upp. Nágrannar hennar höfðu skýft Húsnæöismála- stjórn frá því, að húsnæði henn- 1 ar væri ekki íbúðarhæft. Vegna þessa kom barnaverndarnefnd á staðinn og fann hún þá dreng- inn í þessu ásigkomulagi. Mis- þyrmingarnar hafa staðið lengi, því að bæði framhandleggsbrot- in virtust vera gömul. Vísi er ekkj kunnugt um, að þetta mál eigi sér neinar hlið- stæður hér á landi á síðustu áratugum í gærkvöldi kvaöst dr. Björn Björnsson hjá barnaverndar- nefnd ekkj hafa leyfi til að út- tala sig um mál þetta. Kristbjörn Tryggvason, yfirlæknir barna- deildar Landspítalans kvaðst heldur ekki mega veita neinar upplýsingar um málið, barna- verndarnefnd hefði umráðarétt yfir barninu og kvað hana eina geta upplýst um málið. Dr. Björn kvað starfsfólk nefndar- innar eiga eftir að rannsaka málið og leggja það fyrir nefnd- arfund. Lögregluskýrsla mtm ekki hafa verið tekin í málinu. Aðgangs- eyrir að kvikmynda- húsum hækkar Um þessar mundir eru kvik- myndahús að hækka verð á að- gðngumiðum og hefur hækkunin tekið gildi hjá flestum þeirra Kosta i miðar á mynd, sem ekki er meö íslenzkum texta 55 og 60 krónur eftir því hvar setið er, en á myndir með íslenzkum texta 65 og 70 krón ur. Nemur hækkunin 5 krónum á miðann. ÁTTA AF HVERJUM TÍU MÁLUM FJÁRSVIKAMÁL Stúlka iðin viÖ falsib i skjóli jbess erð hér er ekkert kvennafangelsi • Fjársvikamál eru 80% þeirra mála, sem sakadómur fær til meðferðar árlega, en til fjársvikamála teljast m.a. ávísanafalsanir, sem hafa auk izt svo hin síðari árin, að til stórra vandræða horfir. Sem dæmi um aukningu ávísanafalsana má nefnda, að í februarmánuði, sem nú er ný- liðinn, fékk rannsóknarlö&reglan 63 falsaðar ávísanir til með- ferðar. Allt árið 1965 fékk hún 57 falsaðar ávisanir, og hefur nú orðiö mikill munur á, eins og allir sjá. Flestar þessar ávísanafalsan- ir, sem lögreglan fékk til með- ferðar í síðasta mánuði, hafa verið upplýstar og höndum ver- ið komiö yfir falsarana, en þó hefur ekki allt verið upplýst enn, sem von er. Meðal þessara falsara er stúlkan, sem f fyrra vakti á sér athygli fyrir ávísanafals. Þá höfðu nokkrir misjáfnir náung- ar fengið hana í félag við sig °g eggjaö hana til verkanna, á þeim forsendum, að ekkert kvennafan'gelsi væri í landinu og því ólíklegt, að hún yrði lát- in afplána dóma, ef svo tækist til, að upp um þau kæmist. Reyndust þeir því miður allt of sannspáir í því efni. 130 þúsund krónur sveik hún út í síðasta mánuði með þessum hætti og var ekki ein, frekar en fyrri daginn í verkum. Til tölulega lftið af þessu fé hefur komizt til réttra eigenda aftur og svo fór einnig í fyrra, en þá var lika um áð ræða allveruleg- ar upphæðir. WSAAMAA/«MVW^AlVSA/VSA/WWSA/\A/SAMA^AMV«^^^^^MA^AM^AA^A^M „Hin nýja stétt": Tveir læra til plötusnúðs Plötusnúður er nýtt atvinnu- heiti hér á landi, og mun einn maður vera ráðinn í baö starf, en það er Pétur Steingrimsson, sem snýr plötum fyrir unga fólk ift í Tónabae, skemmtistað unga fólksins. Steinþór Ingvarsson fram- kyæmdastjóri staðarins tjáði blaðinu, að nú væru tveir ungir menn í læri hjá Pétri að kynna sér starfið. • • Steinþór sagði: „Þetta starf krefst mikillar þekkingar á dæg- urmúsik. Pétur hafði þá þekk- ingu, svo að við fengum hann til að byrja með. Hann er lausráð- inn." „Þetta starf er mjög vel börg- að, er það ekki?" „Öll músikvinna er vel borg- uð, annars er samningum við hann ekki lokið. í dægurwiúsik- inni eru kjörin eins misjöfn bg mennirnir eru misjafnir." „Er það rétt. að Pétur fái 3000 krónur fyrir kvöldið?" „Nei, ekki er það alveg rétt. Samningum er ekki lokið við hann, en verið petur að hann hafi fengið þessa upphæð fyrir dansleik hér eitt kvöld, en við stóðum ekki að honum." „Eru fleiri menn að kynna sér þetta nýstárlega starf?" „Já, það eru tveir ungir menn að læra hjá Pétri. Þeir Stefán Baldursson og Sigurjón úr Elow- ers."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.