Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 28. apríl 1969. útlönd lítlönd í raorgun útlönd í raorgunv útlönd í rabrgun Bolivíuforsefi beið bsina í þyrlusiysi Barrientos forseti Boliviu beiö bana og þrír menn aðrir í gær í þyrluslysi. Barrientos, sem var 49 ára aö .aldri, komst til valda í byltingu 1958. Tveim árum síðar var hann kjörinn forseti. IChöfn: Danska þjóðþingiö hefir Mimþykkt lagafrumvarp, sem heim- i'ar samgöngumálaráðherra að i-ndirbúa áætlanir til þess að gera flugvöll á Salthólma (Sallholmen) lyrír 350 milljónir króna. Átta sinnum voru geröar til- raunir til þess að ráða hann af dögum. Varaforseti landsins hefir tekið viö forsetastörfum og yfirmaður herforingjaráðsins, sem var í Washington, hraðaði sér heim. Gert er ráð lyrir, aö hann veröi gerður stig af stigi og fuligerður á 15 árum. Hann á að koma í stað Kastrupflugvallar á Amager. Frumvarpið var samþykkt með rúmlega 120 atkv., en 11 þingmenn i sátu hiá. Lækkun tollmúru — og engir, er frum líðu stundir • London: Viðskiptamálaráð- herra Bandaríkjanna, Maurice Stans, sagði í London í fyrra- dag, að Bandaríkjastjórn íhug- aði að taka sér frumkvæði i hendur á næsta ári um sam- komulagsumleitanir um lækkun tollmúra — og yrði miðað að því að engir tollmúrar verði er fram liða stundir. Stans hefur átt viðræður við viðskiptaráðherra 7 landa um stéfnu Nixons í þessum máium. Ráöherrann sagði og, að hann hefði gert öllum er hann ræddi við Ijóst, að Bandarikja- stjórn aöhvlltist l'rjáls viðskipti. Risaflugvöllur á Salthólma i siað Kastrupflugvallar Gerður stig aí stigi á 15 árum tsernaaette ueviin Þessi mynd af Bernadette Devlin, írska kvenstúdentinum, sem vann glæsilegan kosningasigur í aukakosningu, og vakið hefur almenna aðdáun fyrir gáfur, mælsku og baráttukjark, var tekin í kosningabaráttunni. Hún heldur á kosningaspjaldi, sem á er letrað „Kjósið lýðræði í þágu almennings — “ atvinnu fyrir alla, húsnæði fyrir alla, kosningarétt fyrir alla“. DE GAULLE beið ósigur og baðst lausnar Nýtt forsetakjör innan 40 daga — Alain Poher bráðabirgðaforseti ■ I gærkvöldi, örstuttri stundu eftir að Couvé de Murville for- sætisráðherra hafði komið fram í sjónvarpi, og lýst djúpri hryggð sinni yfir, að tillögur de Gaulle forseta um aukið vald hér- aðsstjórna og þrengra valdsviö öldungadeildarinnar voru felldar, var tilkynnt, að de Gaulle forseti hefði beðizt lausnar, eins og hann áður hafði boðað, ef þjóðaratkvæðið gengi sér ekki í vil. Yfir 53 af hundraði greiddu atkvæði gegr, tillögunum og voru þær feildar með næstum 6,01 meirihluta. Pompidou fyrrverandi forsætisráðherra hefur alla tíð verið talinn líklegur frambjóðandi Gaullista, þegar til forsetakjörs kæmi, og þótt hljótt hafi verið um hann síðan hann var leiddur fyrir rétt sem vitni í skuggalegu máli, virðist hann hafa haldið áliti sínu, og nafni hans mun sennilega oft bregða fyrir á næstu vikum. Um 80 af hundraði, sem á kjör- skrá voru, greiddu atkvæði. Sam- kvæmt ákvæðum stjórnarskrárinn- ar tekur l'orseti öldunyadeildarinn- ar við og gerist það kl. 11 árdegis í dag og verður hann ríkisforseti til bráðabirgða, en nýtt forsetakjör skal fara frám innan 40 daga. I sjónvarpsræðu sinni bar Couvé de Murville mikiö lof á de Gaulle, kvaö hann hafa komið á innan- landsfriði og festu, og framundan kynnu nú aö vera miklar óvissu- og erfiðleikatímar. Róttækir leiðtogar hafa fagnaö úr slitunum en samtímis hvatt fólk til að gæta stillingar. Benda þeir á, að nú sé opnuð leið ti! algerlega lýð- ræðislegs stjórnarfars á ný. Parísar-fréttaritari brezka út- varpsins símaöi í gærkvöldi, aö Ijóst væri, að hver sá, sein við tæki yröi að stjórna meö gát. Hann kvað marga mundu nú velta því fyrir sér hvort greiöara myndi að koma fram aðild Bretlands aö Efna- hagsbandalagi Evrópu, og kvað ráð legra að vænta ekki snöggra breyt- inga. LJrslitin í löndum Frakka út um heim verða ekki kunn fyrr en síðar í dag, en þau geta engu um breytt. Þegar úrslitin urðu kunn í latn- eska hverfinu í Paris varð brátt þröng á götum. Til nokkurra stúd- entaóeiröa kom og var nokkuö um handtökur. „Vertu sæll, de Gaulle“, var margsinnis hrópað. „Þetta er að- eins byrjunin“. Þegar búið var að telja 22 mfllj- ónir atkvæða, sem greidd voru í þjóðaratkvæðinu höfðu 10.3 millj- ónir sagt já, eða 46.9 af hundraði, en nei 11.7 milljónir, eða 53 af hundraði. Alain Poher, forseti öldunga- deildarinnar, sem nú verður rikis- forseti til bráðabirgða, hefur ekki verið forseti deildarinnar nema frá í október, eða frá því er Gaston Monnerville lét af því eftir að hafa gegnt því í 21 ár. Poher hefur ver- ið lítt kunnur, jafnvel í Frakklandi sjálfu, þar til í kosningabaráttunni, að títt var minnzt á hann. Eins og fvrirrennari hans í for- sæti í öldungadeildinni var Poher andvígur tillögum de Gaulle. Gerði Poher margar tilraunir til þess að fá de Gaulle til að fresta tillögun- um, sem lagðar voru fyrir þjóðina, en árangurslaust, og varð nafn Poh- ers kunnugt, er slitnaði upp úr sam starfi þeirra út af tillögunum. Poher er fæddur í Ablon-sur- Seine og er ættaður frá Bretagne. Hann byrjaði stjórnmálaferil sinn sem borgarstjóri fyrir 25 árum. Hann er námuverkfræðingur og lög fræðingur að menntun, tók virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni og fékk heiðursmerkið Croix de Gu- erre. Hann er kvæntur og á dóttur og 3 barnabörn. Poher er talinn maður gætinn í stjórnmálum. hafa góöa hæfileika til samkomulagsumleitana, og er sagður fylgja fast en örugglega fram þeim skoðununi, sem hann hefur. Engu verður spáð um stjórn- málalega framtíð hans, en margir telja að við bráðabirgðastjórn hans geti allt farið rólega og ö,rugglega fram á vikunum framundan, þar til nýr forseti hefur verið kjörinn. París kl. 19 í gærkvöldi: ■ Frétt frá sérlegum fréttarit- ara NTB: Horfur í gær voru, að franskir kjósendur hefðu hafn- að tiilögum de Gaulie um auk- ið vald héraða og minnkað vald- svið efri deildar þjóðþingsins, og að hinn aldni forseti (78 ára) yrði að standa við yfirlýsingu sína on segja af sér. Fyrstu úrslit bentu til, að 53 af hundraði kjósenda hefðu sagt nei, en að sá meirihluti gæti aukizt um 2 af hundraði eða minnkað um tvo af hundraði, og sáralitlar von- ir látnar í ljós af þeim, sem út- skýrt hafa úrslitin, sem kunn eru, um að de Gaulle og tryggir stuðn- ingsmenn hans geti gert sér vonir um að þetta breytist og „sigrin- um verói bjargað“. Reynist þetta svo er lokið eða um þaö bil hinu sögulega stjórn- artimabili de Gaulle og stefnu hans og áhrifum á sviði franskra stjórn- mála. Evrópu — og.alþjóðamála. En formlegrar yfirlýsingar frá de Gaulle er ekki að vænta fvrr en lokaúrslit hafa verió tilkynnt op- inberlega. Það talar sínu máli um það, hve öruggt menn telja, að de Gaulle hafi beðið ósigur, að hinn sextugi forseti öldungadeildar þingsins, Alain Poher, er í kyrrþei farinn að búa sig undir að taka við forseta- starfinu til bráðabirgða, stjórnar- skránni samkvæmt, eða um mán- aðartíma. Kosningaþátttakan var um 80'á og er það mikil kosningaþátttaka í Frakklandi og mun meiri en nokk ur hafði búizt við. Á kjörskrá voru 28 milljónir kjós enda. I síðari frétt var sagt, að þegar búið hefði verið að telja 9 milljónir atkvæða hefðu 3.94 millj. kjósenda sagt „nei“ eða 50.94 af hundraöi og 3.84 millj. eða 49.06 milljón- ir „já“. í fyrri fréttum var sagt, aö de Gaulle forseti og kona hans hafi ásamt 200 öðrum kjósendum í þorp inu Colombey-les-deux-Eglises greitt atkvæði að lokinni hámessu í gær, en það er í útjaðri þorps þessa. sem sveitasetur forsetans er. Þess var getiö í fréttum í gær, að de Gaulle myndi ekki hverfa ♦ aftur til Parjsar nema se msigur-‘ vegari. Til nokkurra átaka kom á þjör-* stöðum víða um land, milli fylgis-, manna og andstæðinga de Gaulle,, og reyndu menn einkum að rífa« niður kosningaauglfsingar og spjöldi hverjir fyrir öðrum. Átök þessi' voru ekki talin sérlega alvarlegd en þó særöust 3 Gaullistar í Nizza,1 einn alvarlega. 1 Iatneska hverfinu í París, þar] sem hin blóðugu átök áttu sér, staö í fyrravor, var loftið sem hlaðið sprengiefni, svo var spenn-’ ingurinn mikill, en ekki kom til; sprengingar. Róttækir stúdentar1 eru sagðir búa sig undir kröfugöng-: ur verði úrslitin svo jöfn heima í | Frakklandi, aö það veröi atkvæðin' í löndum Frakka úti um heim, sem) ríöi baggamuninn. Þjóöaratkvæðið í gær var hiðj fimmta á dö.gum Fimrnta lýðveldis-, ins, hið fyrsta var um stjómar-| skrána frá 1958, þá tvær varðandi t Alsír og sú fjórða var um þá* stjórnarskrárbrevtingu, að forseti1 landsins skyldi kjörinn í beinum' kosningum. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.