Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 9
/V1SIR . Mánudagur 28. apríl 1969. i | Teljið þér rétt, að nætur- i klúbbar verði leyfðir á : fslandi? Ragnar Lárusson: Já, auövit- aö. Ég er á móti öllum bönnum. Reynir Vigfússon: Alveg sjálf- sagt. Þaö á ekki aö þurfa aö hafa fleiri orö um þaö. Lárus Guðbjartsson: Það er engin þörf á þeim. Veitingahúsin anna þessu fyllilega. Snorri Páll Snorrason: Ég er þeim mótfallinn. Þeir auka aö- eins hina svokölluðu spillingu, auk þess, sem engin þörf er fyrir þá. Bjöm Jónsson: Þeir gera ekki annaö en plokka fé af borgur- unum og enginn ávinningur aö þeim aö neinu leyti. Gunnar Guðmundsson: Ég segi nei af tilfinningaástæðum. Þessi fyrirsláttur, að þeir létti á heimilunum er út í bláinn. ÞaÖ fer auövitað eftir heimilunum. Aftur á móti mætti lengja opn- unartfma veitingahúsanna. Vesturlandabúar haldnir bábiljum um múhameðstrú segir Kamal Yousuf, trúboði — Menn hér á Vestur- löndum hafa mikið rætt við mig um, að við mú- hameðstrúarmenn álít- um, að konan hafi ekki sál, segir Kamal Yousuf, sem hingað er kominn til þess að boða íslend- ingum múhameðstrú. „í staðinn hef ég bent þeim á, að Islamstrú — mín trú — sé einu trúarbrögöin, sem beinlínis . ætia konunni einhvem rétt. í Kóraninum er nefnilega gert ráð fyrir ákveönum réttindum kon- unnar til skilnaðar, til arfs, til barnanna o. s. frv., o. s. frv. En í öðrum trúarbrögðum er hvergi aö slíku vikið og réttindi konunnar eingöngu undir stjórn þjóðar hennar komin.“ Kamal Yousuf, sem unnið hef- ur síðan 1956 viö að snúa mönn- um á Norðurlöndum til trúar á Aliah, er nú Imam yfir öllum Norðurlöndunum, eða meö öðr- um oröum yfirmaöur múham- eösku safnaðanna á Noröurlönd- um. Sem sagt þrjú hundruö sálna hirðir. „Ég hef verið í Svíþjóö, en þar er nú annar tekinn viö af mér. Ég hef verið í Noregi líka. En allan tímann hef ég haft aðsetur f Kaupmannahöfn.") KtVOZ „Hvenær heyröuð þér fyrst á ísland minnzt og hvenær datt yöur iandið f hug, sem vettvang- ur fyrir trúboð yðar?“ spuröi blaöamaðurinn múhameðstrúar- manninn. „Það er auðvitað langt síðan ég heyröi landið nefht á nafn, en fyrsta skiptið, sem ég komst í persónuleg tengsl við þaö, var f fyrra. Þá hitti ég íslending í Kaupmannahöfn." „Og erindi yöar hingað er .. ?“ „Aö reyna aö stofna söfnuö hér á landi.“ „Hafa einhverjir héöan orðið til þess að hvetja yður til þess?“ „Já. Vinir mínir.“ „Eru kannski einhverjir ís- lendingar múhameðstrúar?“ „Tveir. Ein stúlka- og kenn- ari.“ „Hvenær hófuö þér trúboð og hvar fyrst?" „í Danmöirku 1956.“ „Hvernig hefur yður orðiö ágengt þar?“ „í Danmörku eru núna 150 réttrar trúar." „Hvernig gengur safnaðarlff- iö þar?“ „Vel. Við höfum byggt eina mosku í Kaupmannahöfn. Bygg- ing hennar hófst fvrir ári.“ „Hafið þér eða söfnuður yðar ekki mætt neinum óþægindum eða aðkasti, vegna trúar yðar?“ „Engum skipulögöum mótað- gerðum. nei. En einstaka menn hafa reynt að leggja stein í götu okkar. T. d. var prestur nokkur, sem skrifaði nokkrar hatrammar á- deilugreinar í blöðin gegn mér og trúarsystkinum mínum, en svo voru aðrir kristnir menn, sem fannst hann ganga of langt, hófu skrif á móti og settu ofan í við hann. Þá iagðist það af. Annað dæmi gæti ég nefnt. Við höfum ekki ennþá fengið ieyfi yfirvaldanna fyrir byggingu moskunnár okkar. Við sóttum um leyfi fyrir þrem árum, en því hefur ekki ennþá verið sinnt. Nú er ár liðið, síðan við byrj- Þaö er einfaldlega bara lestur bæna og tilvitnana úr Kóranin- um. Við biðjum einar 18 til 20 bænir á dag. Ég predika ekki, heldur flyt aðeins fyrirlestur með upplýs- Kamal Yousuf - boðar íslendingum múhameðstrú. uðum á henni, en það hefur ver- ið látiö afskiptalaust." „Hve lengi eruð þér búnir að vera hér á landi?“ „Rúma viku.“ „Hefur nokkur sýnt vður ó- vild hér?“ „Nei, enginn. Ég hef talað við biskupinn ykkar. Það er dásam- legur maður, sannkristinn mað- ur. Hann er einn fárra kristinna manna, sem hafa haft djúp áhrif á mig." Mér hafði borizt til Kaup- mannahafnar boð frá einum klúbbfélagsskap hér í borginni um aö koma fram hjá þeim, en síðan var boöið dregiö til baka, því klúbbstjórnin óttaðist, að félagsskapurinn mundi baka sér óvinsældir með því. Það er eina andstreymi mitt hér.“ „Hvernig hagið þér trúboði yöar og er það bundiö einhverri ákveðinni athöfn, þegar menn snúast til múhameðstrúar?" „Nei, nei. Okkar guösþjónust- ur eða samkomur eru þær allra fábrotnustu allra trúarbragða. ingum um trúarbrögðmínogleið rétti ríkjandi misskilning, sem er afar útbreiddur hér á Vestur- löndum um múhameðstrú." „Hvernig misskilningur?" „Það eru svo margs konar bá- biljur, sem Vesturlandabúar trúa í sambandi við trúna. Margir vaða í þeirri villu, að við trúum á Múhameð, sem er alger firra. Að vísu er hann spá- maöur en í okKar augum samt maöur. Við beinum bænum okk- ar ekki til hans, eins og þið kristnir beinið bænum ykkar til Jesús, heldur beinum viö bænum okkar til okkar eina guðs, Allah. Þaö hefur líka svo margt villandi verið birt í blööum um trúna og það getur tekið mörg ár að leiðrétta vitleysur, sem birt- ast þannig i blöðum. T. d. þegar bardagar stóðu yf- ir á Sinai-skaga, þá birti eitt danskt dagblað mynd af nokkr- um föllnum arabískum hermönn um og það var mikið lagt út á það, að taka þyrfti af líkunum skóna, vegna þess aö með skóna á fótunum kæmust þeir ekki í paradís. — Þetta á sér auðvitað enga stoð í trúnni og er bara bull.“ „Mig grunar, að það hafi marg an hnevkslað á leið yðar, að þið múhameðstrúarmenn skuluð leyfa fjölkvæni?" „Já, víst hefur margur fært það í tal við mig. En í því, eins og svo mörgu öðru, hafa menn verið of fljótir til þess að fella áfellisdóma, án þess að kynna sér, hvað að baki málanna ligg- ur. í okkar helgu bók, Kóranin- um, stendur skrifað, að mönn- um sé heimilt að ganga að eiga fleiri en eina konu, séu þeir það vel efnum búnir, að þeir geti gert þeim jafnhátt undir höföi ög séð sómasamlega fyrir þeim. Þeim er þetta aðeins heimilt. Þetta er vegna aðstæðnanna, sem ríkt hafa hjá okkur í Aust- urlöndum þar sem skipulag trygginga,' ekknasjóða o. s. frv. er ekki eins langt komiö og sums staðar annars staðar. Það gat. skeð eftir mannskæð stríð, pestir eða eitthvað álíka, að körlum hefði fækkað, svo að konur voru í miklum meirihluta — kannski konur með mörg börn á framfæri sínu. Hvaö átti að verða um þær? Þetta var auðveldasta lausnin, til þess að halda fjölskyldunni sameinaðri líka.“ „Hve oft ætlið þér aö halda hér samkomur?“ „Ég kem aöeins einu sinni fram.“ (1 kvöld í húsi Guðspeki- félagsins í Ingólfsstræti 22). „Verðið þér lengi hér?“ „Ég fer aftur um mánaðamót- in, en kannski kem ég aftur og staldra þá lengur við.“ „Geriö þér yður vonir um mikinn árangur ferðar yðar hingað?" „Það er von mín og trú, já. Þó er ferð mín aö þessu sinni meira farin til þess að kanna jaröveginn." 1 Moska — bænahús múhameðstrúarmanna. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.