Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 1
59. árg. - Þriðjudagur 29. april 1969. - 94. tbl. Mótmælir sér á báti & Hann stóö einn og yfirgefinn á auðu stæðinu við Þjóðleikhúsið með stórt spjald á maganum og Iét áletrunina snúa gegn Hæstarétti og Amarhvoli. „Ég er að mótmæla þeirri fölsun, sem um mig er að finna í þjóð- skránni, þvi af henni mætti halda, að ég játaði trú á þá himnafeðga og heilagan anda, en það er al- rangt og það vil ég fá fært inn á mitt spjald i þjóðskránni,“ sagði Helgi Hóseasson. En svo kom lögreglan og fjar- Iægði hann. Einhver hafði kært á- letrun mótmælaspjaldsins og sagt hana of svívlrðilega. Drekkhlaðnir bátar í höfn Hundruð tonna biðu vinnslu i morgun, þegar fiskvinnslufólk mætti til vinnu. — Bátar með allt upp i 60 tonn — Metdagur i Þorlákshöfn 27 bækur í poku fundust á „rekufjöru/# Óvenjulegur reki fannst á fjörum Laugarnestanga í gær. 27 bækur í poka, allar sjóblaut- ar, lágu þar í polH í fjörunni. Enginn viröist geta áttað sig á því, hvemig bækurnar eru þangað komnar, en uppruna þeirra er auðvelt að rekja: Á þeim öllum var að finna stimpil Borgar'jókasafns Reykjavíkur. Helzt hefur mönnum dottið í hug, að bækurnar hafi dottið útbyrðis úr skipi, sem fengið hafi lánaðar bækur úr safninu til aflestrar fyrir áhöfnina á langtíma siglingum. Óneitanlega finnast mönnum það talsverð hlunnindi, ef búast má við „bókasendingum“ sem þessum á rekafjörur í framtíð inni. □ Hundruð tonna biðu frystihúsfólks í morgun, þegar það kom til vinnu eftir f jögurra daga verk- fallshvíld. Framundan er hrota fram á miðviku- dag, ef að líkum lætur, en á fimmtudag er frí- dagur, — hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí. Netabátar hér suð-vestan lands komu drekkhlaðnir inn til hafna í gærkvöldi eftir fjögurra daga útilegu, með slægðan fisk og fsaðan. Afli bátanna var þó mjög misjafn. Frá tíu og upp í 60 tonn. Mest var fiskiríiö í Grindavík. Þar var í morgun búið að landa 951 tonn; af 35 bátum. Átti þá alveg eftir að af- greiða trollbátana, sem voru aö tínast inn. Mestan afla hafði AI- bert 59 tonn af slægðum fiski mest megnis og samsvarar það vfir 70 tonnum af óslægðu. Marg ir voru með um 40 tonn. Á Akra nesi var aflinn frá 10 og upp I 55 tonn. Þar er unnið í öllum fiskverkunarstöðvum í dag og verður fram á nótt. Sæbjörg var með mestan afla í Eyjum, 40 tonn, allt slægt. Margir netabátar voru með þetta 30—40 tonn, en sumir þó minna. Trollbátar voru að byrja að tínast inn í morgun og sögðu sjómenn að aflinn væri bölvað- ur ræfill. — Eyjabátar eru nú að flytja sig austur — f Bugtina, þar sem oröið hefur vart við eitthvert kropp. Það er haft eftir skipstjórum í Grindavík, að aflinn hefði ver- ið einna beztur í seinustu lögn- inni — í gær. Margir tóku upp netin á föstudag og lögðu ekki fyrr en á sunnudag, en fengu þó dágóðan afla. Eru menn því bjartsýnir á veiði næstu daga, ef veður helzt bærilegt. Eitt þúsund og tuttugu tonn komu á land í Þorlákshöfn í gær og er það langmesti afladagur- inn þar í vetur. Skarðsvfk frá Rifi landaði þar 77 tonnum og ■ var það afli, sem haföi verið ís- aður um borð alla verkfallsdag- 1 ana. Þorlákur II. var meö 65 tonn eftir tvær nætur og margir , heimabáta voru með 40 til 60 i tonn. Virðist vera mikill fiskur ennþá á stóru svæði vestur og 1 austur af Þorlákshöfn og þurfa , bátarnir ekki langt að sækja. || • Gísli Ámi kom með 54 tonn, |' sem hann fékk í nótt og í gær R' og ennfremur kom Gfgja með p | slatta af nótaafla. ,: Um 350 tonn af aflanum fara , til vinnslu í Þorlákshöfn, en hinu er ekið á bílum til Reykja- 1 víkur, Hafnarfjarðar og víðar um. Löndun var lokið klukkan níu 1 í morgun í Þorlákshöfn og gekk 1 hún mjög greiðlega, en þar verð- ur unnið fram á rauða nótt enda öll fiskhús yfirfull. 9 \ 't'W HRINGIÐ! Lesendur hafa orðið (1 Margir eru þeir áreiðanlega, sem hafa skynsamlegt til mála að leggja í okkar ágæta þjóðfélagi. Menn eru með eða á móti einhverju málefni eða hafa einhver áhuga- mál, sem rétt væri, að kæmust á framfæri. í flestum tilvikum Ggja menn yfir þessu, því að ís- Jendingar eru orðnir pennalatir. ' En nú getur orðið á þessu breyt- ing. Dagblaöið Vfsir veitir lesend- iim sínum frá og með deginum í dag þá þjónustu að hafa sérstakan blaðamann til viðtals í síma kl. 13—15 dag hvern. Þeir, sem vilja koma hugsunum sínum á framfæri í blaðinu, geta nú hringt til blaðs- ins á þessum tíma. Sérstakur dálk- ur verður hafður í blaðinu, þar sem birt verða sjónarmiðin, sem koma fram í þessúm viðtalstíma. Síminn er 11660. Lesendur! Notið tækifærið. Þá er tilganginum náð. Fuglar frá Spáni finnast í SURTSEY • Fugl, sem aldrci hefur sézt í hann sig, suður á Spáni, syðst f hér á landi áður, fannst úti f ■ Frakklandi, á Ítalíu og Balkan- Surtsey i vikunni sem leið. — I skaga. Fugl þessi er af hegrategund, sem ; # Fuglaskoðunarmenn, sem nú kölluð hefur verið relluhegri. Hann ! dveljast f Surtsey til þess að hefur flækzt hingað yfir hafið alla ! fylgjast með komu farfuglanna vegu frá Miðiarðarhafi. Þar heldur ‘ fundu fuglinn. — Sjá nánar á bls. 9 JÓRUM NÆTURKLUBBAJ FORSTJÓRUM SLEPPT ! — Tveir sitja áfram # Fjórum forstjórum nætur- klúbbanna var sleppt úr gæzluvarðhaldi i gærdag, en tveimur var haldið eftir til frek- ari yfirheyrslu. Þeir voru allir úrskurðaðir í allt að viku gæzluvarðhald sl. fimmtudag. Forstjórarnir hafa lifað í vellystingum pragtuglega þessa daga í tugthúsinu og hafa feng- ið sendan mat upp á hvern dag frá veitingahúsum borgarinnar, m. a. frá Sælkeranum, Nausti og Tjarnarcafé og hafa því varla þurft að kvarta yfir vist- inni, Auk forstjóranna hefur fjöldi vitna veriö yfirheyrður, en allir fulltrúar sakadómara Reykjavík ur, fjórir að tölu hafa rannsakað málið að ..ídanförnu, Að lokinni þessarri rannsókn verður mál næturklúbbanna sent saksóknara ríkisins til með- ferðar, sem ákveður hvort höfða skuli opinbert mál og sendir málið þá aftur til saka- dómara, sem tekur þaö til dóms- meöferöar. Lögreglan hefur staðið vörð viö næturklúbbana síðan á fimhitudag til að koma i veg fyrir að starfsemi hefjist í þeim að nýju. Ætlunin er, að komið verði i veg fyrir alla starfsemi, þar til úrskuröur undirdóms liggur fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.