Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 4
// GEIMFERÐIM ARIÐ 2001 44 Nokkrar sekúndur kvikmyndarinnar kostuðu 7 millj kr Fá danskir nasistaprestar að starfa aftur? Sjö eða átta danskir prestar bíða nú spenntir dómsniðurstööu í máli Johannesar Martin Jensen, sem vill verða fullgildur klerkur að nýju. Þessir prestar misstu stöðu sína vegna samstarfs við nasista. Landsrétturinn hefur stað fest, að Jensen geti fengið stöðu sína, en kirkjumálaráðuneytið kær ir til æðra dóms. Prestar þessir eru nokkuð komnir til ára sinna, en hafa þó futlan hug á endurheimt æru, og sumir sækjast eftir brauði. Kirkju málaráöuneytið veitti Jóhannesi Jensen árið 1965 leyfi til að verða aðstoðarprestur í Sogni á Noröur- Jótlandi. Síðan sótti Jensen um betra embætti á Læsö. Hann seg ir nú, að það sé augljóslega um að kenna fortíð hans sem nasista, að honum var hafnað, og ráðu- neytið hefur ekki borið á móti því. Johannes Jensen var ekki starf andi prestur í Danmörku, þegar stríðinu lauk. Hann var blaðamað ur í Þýzkalandi. Sóknarböm klerksins í Sogni fylla kirkju hans hvern dag til að styrkja hann í baráttunni, og nú fara fermingar í hönd. Málið varðar fleiri klerka í Dan mörku, en sem kunnugt er fóru þarlendir hörðum höndum um nasistavini, þegar stríðinu lauk. Hvernig verður heimurinn eftir 32 ár? I kvikmyndinni „Geim- 'feröin árið 2001“ gefur Stanley Kubrick í skyn, að mannsandinn kunni að skreppa saman, þegar sá heimur stækkar, er maðurinn skynjar. Andlegt ryk innan um tröllslegar vélar. Kubrick lét gera risavél eina fyrir myndina, og sést hún í nokkrar sekúndur á tjaldinu. Hún kostaði um sjö milljónir íslenzkra króna. Kvikmyndin hefst á þvi, aö ap- ar rölta um, bognir og skakkir. Allt í einu eru þeir gripnir ótta. Furöusteinn birtist í lofti, x)g sálmasöngur bergmálar. Þetta '*yr irbæri á að lýsa mætti trúarinn- ar, sem á svipstundu flytur apana þúsund ár fram í tímann. Einn þeirra þrífur bein og vegur það í hendi sér. Hann kastar beininu, og það breytist i geimskip. Skrifaö á 2400 klukkustundum. Stanley Kubrick og Arthur C. Clarke voru 2400 klukkusíundir að skrifa verkið. Þetta er saga um geimferðir og vanmátt mann skepnunnar. Söguhetjan, geimfarinn, þeytist um geiminn og fær tölvu eina sem förunaut og leiðsögumann. Tölvan virðist einna helzt „gam- aldags“, svo frumlegt er allt í þessari kvikmynd. Að því kemur, að tölvan veröur að „deyja.“ Á banastundinni syngur hún um ,,Daisy“, hægar og hægar, unz röddin fjarar út. Geimfarinn deyr lfka f k)k myndarinnar. Síðast sést á tjald inu röntgenmynd af hauskúpu hans, sem breyttst í fóstur með stórum augum. Þannig lýkur þess ari mynd með nýjum ráðgátum, sem Kubrick ætlast til, að áhorf- endur velti fyrir sér, þegar þeir koma heim í rúmið. Kvikmyndina átti aö sýna í Kaupmannahöfn nú um helgina. Minnkar mannsandinn, þegar meðvitaður alheimur stækkar? Frantlcíðendur: Vcfarinn Iif. Últíma Iif. Alafoss Tejapi hf. Hagkvcem og góð [ijthiusta Ennfrémur nælontepjti og önnur erlend teppi í úrvali Johannes Jensen Mðl hans bíður dóms. maisH .Siiðurlamlsbraut 10 Sími 83Ö70 '/,o ÞAÐ ER LEIÐIN Vanti yður gólfteppi þá er „AXMINSTER" svarið. Til 22. apríl bjóðum við yður að eign ast teppi á íbúðina með aðeins 1/10 útborgun og kr. 1.500.00 mánaðargreiðslum AXMINSTER Grensásvegi 8 ANNAÐ EKKI Sími 30676 ssiimmiT *£* •Þ * *spa ' Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 30. apríl. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl. Skemmtilegur dagur að því er virðist. Gagnstæða kynið kemur talsvert viö sögu, og rómantík- in virðist skammt undan hjá yngri kynslóðinni. Farðu vel með peninga þína er á líður daginn. Nautið, 21. april til 21. maí. Þetta getur orðið einkar skemmtilegur dagur, ef þú setur ekki smámuni um of fyrir þig. Fjölskylda þín skilur þó ef til vill ekki afstöðu þína til hlítar í einhverju vandamáli. rvíburarnir, 22. mai til 21. júni. Farðu gætilega í öllum ákvörð- unum, sér í lagi hvað snertir álit þitt á þeim mönnum, sem þú umgengst. Taktu ekki um of mark á yfirborðinu og ytra gervi, sízt þegar á líður daginn. Krabbinn, 22. júní til 23. júli. Eitthvað getur komið þér mjög þægilega á óvart í dag. Þú mátt, að því er virðist, eiga von á góðum gesti, eða þú færð góðar fréttir af einhverjum kunningj- um þínum í fjarlægð. Ljónið, 24. iúli ti) 23. ágúst. Gefðu gætur að gagnstæða kyn- inu í dag, taktu blíömælum vel, en treystu því hins vegar ekki, að .mikið mark sé á þeim tak- andi — og sízt er frá líður. — Stilltu í hóf öllum kostnaði. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Fjölhæfni þín virðist á einhvem hátt koma sér vel fyrir þig í dag. Yfirleitt virðist allt munu verða tiltölulega rólegt í kring um þig, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Vogin, 24. sept til 23. okt. Veröi leitað ráða hjá þér, skaltu ekki ganga að því sem gefnu, að sá hinn sami veiti þér að öllu leyti hlutlausar upplýsing- ar. Hagaðu svo afstöðu þinni og svörum í samræmi við það. Drekinn, 24. okt til 22. nóv. Hafir þú það hugfast í dag, að oft má satt kyrrt liggja, eru líkur til að þú komist hjá tals- verðum óþægindum. Óstundvísi og brigðmælgi geta sett heldur leiðan svip á afstöðu annarra. Bogmaðurinn, 23. nóv til 21. des Góður dagur yfirleitt, ef þú gæt- ir þess að leggja ekki of hart að þér. Hvíldu þig eða skrepptu í Istutt ferðalag í kvöld en skemmtu þér í hófi. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Dagurinn virðist vel fallinn til styttri ferðalaga, hvíldar og um- hugsunar, en vafasamur hvað snertir þátttöku í samkvæmum eða öðrum mannfagnaði. Faröu gætilega með peninga. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Einhverjum áfanga virðist lokið í dag. Ellegar þú kemst að ein- hverri niðurstöðu, sem alllengi hefur vafizt fyrir þér. Kvöldið getur orðið mjög skemmtilegt í fámenni, heima og heiman. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz. Það lítur út fyrir að þetta geti orðið einkar skemmtilegur dag- ur, nema fyrir þá, sem tilneydd- ir eru að taka þátt í einhverju samkvæmi þegar kvöldar, og valda mun vonbrigðum. WUaMMHUMIMU'.i, /XUMUx.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.