Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 29. apríl 1969. 9 Stakur gestur í Surtsey sunnan frá Spánarströnd Spjallað við fuglaskoðara i Surtsey ♦ Sumarið er komið. Sjálfsagt fijúga margir suður á bóginn til sólskinslandanna næstu vikurnar. — Þegar fyrstu bað- strandargestirnir tóku að bæra á sér suður á Spánarströnd- um, tók lítið hegrakríli á sig rögg, þandi vængina og hóf sig til lengra flugs en hann hafði nokkru sinni áður þreytt. - Enginn veit hvers vegna. - Kannski til þess að forvitn- ast um það hvaðan þeir kæmu þessir mjallahvítu kroppar, sem byltu sér svo ákaft í heitum sandinum undir spænskri sól á sumrin, til þess að fá á sig sólroða og suðrænt útlit. Þessi hegri lét ekki staðar numið fyrr en hann tók land á Surtsey núna um sumarmálin. Þar fannst hann 21. apríl, kominn á eigin vegum yfir hafið og ekki neinnar ferðaskrif- stofu. U"egri af þessari tegund hefur aldrei áður sézt hér. Hann er hvitur, mógulur á bakinu og ber nafnið ardeola ralloide í bók um vísindamannanna, en hefur verið kallaður rellu-hegri upp á íslenzku. Heimkynni hans eru í sunnanverðri Evrópu, einkum á Spáni, ítaliu og Balkanskag- anum og það er mjög óvenjulegt að hann flækist svona norðar- lega. Surtsey er oft fyrsti viökomu- staður farfuglanna og þar eru núna um fartímann staddir tveir náttúrufróðir menn til þess aö fylgjast með fuglakomum. Það eru þeir Völundur Hermóðsson og Hálfdán Bjömsson frá Kví- skerjum, sem er kunnur af at- hugunum sínum á dýralífi. Hlutverk þeirra er að athuga hvemig fuglakomunni er háttað, hvaða fuglar koma og svo hvað þeir bera með sér af fræjum. Það er Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, sem hefur yfir- umsjón með þessum fræathug- unum og sagði ha-nn í viðtali við Visi að í fóami fugla hefðu fundizt fræ, sem tekizt hefði að rækta og væri það enn ó- rannsakað hvað fuglar kynnu að bera með sér af frætegund- um frá fjarlægum löndum. Cnjótittlingar, sem teknir hafa verið í Surtsey, reyndust til dæmis bera fræ, sem líklega eru frá Skotlandi, því að í fó- arni þeirra var líka aö finna skozkt grjót, það er að segja steinategundir, sem algengar tali af þeim félögum þar úti i Surtsey. Þeir eru alla daga uppteknir við að fanga fugla og hiröa lít'ð um að ná sambandi við Iand. Seinustu dagar hafa líka ver iö einstaklega sólrikir og heit- ir og það er sjálfsagt nógu aö sinna öðru en talstöðinni, sem þeir hafa til þess að koma skila boðum til lands, ef á þarf að halda. Þeir félagar hafa báðir feng izt mikiö við fuglaskoöun áö- ur. Völundur hefur unnið með Finni Guðmundssyn; fuglafræð- að finna margar fuglategundir þarna yfir fartímann? — Við búumst við að finna fimmtán til sextán tegundir far fugla. Annars er mesti annatím inn rétt að byrja núna um mán- aðamótin. Við erum búnir að vera héma síðan 11. apríl og verðum sennilega fram til tí- unda mai. — Og hvað hafið þið náð mörgum tegundum til þessa. — Við reynum að ná í sem flesta fugla af hverri tegund. Við erum búnir að ná sex teg- undum, mest höfum við fengið Unnið að rannsóknarstörfum í Surtsey. eru í Skotlandi. — Þessir snjó- tittlingar tylltu sér aðeins til hvíldar í Surtsey á leið sinni til Grænlands, en þar hafa þeir sumardvöl. Þessi snjótittlingur er dálítið frábrugðinn þeim ís- lenzka. Hlutverk þeirra félaga er að safna einstaklingum af ákveðn- um tegundum, kryfja þá og leita að fræjum í fóarni þeirra. Svo er að vita hvort þessi fræ spíra. — Þessar athuganir kunna sem sé aö leiöa í ljós að fuglarnir sái hér margs konar gróðri frá suðlægum Iöndum. Það er ekki auövelt að ná ingi aö fuglaskoðun undanfarin ár, og Hálfdán hefur fylgzt með fuglakomum austur við Jökla síðan hann var strákur og hefur gert margar merkar athuganir á sviði náttúrufræða. — Jjað fer mikið eftir veðriiiu, hversu mikið berst hing að af farfuglum, sagði Hálfdán Björnsson, frá Kvískerjum, þegar Vísir náði tali af honum gegnum talstöðina úti í Surts- ' ey. Mest ber á þeim í noröaust- an og austanátt og eins leita þeir hér lands í þokulofti. — Hvað getið þið búizt við _ I___ | | Útsýni til Eyja frá Pálsbæ f Surtsey. Vatnið, sem sést til hliðar á myndinni, er nú gufað upp. af grænlenzka snjótittlingnum, tíu stykki. Við frystum fuglana hér og sendum þá þannig suö- ur, Nema hvað við kryfjum gæsirnar sjálfir. Af þeim höfum við reyndar ekki náð nema 2 stykkjum ennþá og erum ekki farnir aö krukkan neitt í þær. — Og hvernig likar ykkur svo vistin í Pálsbæ? — Það er ágæt vistin í Páls- bæ, mjög gott að vera hér. — Er gróður eitthvað far- inn að' koma til á eynni? — Hér ber ákaflega lítið á gróðri. Hann virðist allur fok- inn upp. "l/"atnið, sem var hér á eynni virðist líka vera horfið. Það safnast aðeins í það vatn í stórrigningum og þá er þar um að ræöa ósalt vatn. Það virðast þvi hafa lokazt þeir undirgangar, sem sjórinn féll um upp í þetta saltstöðu- vatn f eynni. — Er mikið um gestakomur hjá ykkur — Ó nei, ekki er það nú. Það hafa þó komið hingað nokkrir vísindamenn. Siguröur Halls- son hefur verið hér að athuga þaragróður og Hlynur Sigtryggs son, veðurstofustjóri var að setja hér upp sjálfvirk veð- urathugunartæki. Annars er hér lítið um mannaferðir. Og túrista höfum við ekki orðiö varir við ennþá Með þessu slitum við loft- skeytasambandið við Surtsey að þessu sinni. — En það er ekki að efa að margan ferðalanginn fýsir að sjá Surt. — F.f til vill er relluhegrinn forboði fleiri „farfugla" sunnan að. ' (vhia smi Teljið þér afsögn de Gauíles til bóta? Jóhann Hafstein: Ég vil ekki leggja neinn sérstakan dóm á það. Ég verð þó aö segja, að ég hef verið misjafnlega hrifinn af aðgerðum hans á undanförnum árum. Eysteinn Jónsson: Ég á mjög erfitt með aö gera mér grein fyr ir því og vil ekki leggja frekari dóma á það án íhugunar. En mér finnst eðlilegt, að meiri- hlutinn vildi að hann hætti, vegna aldurs og ofríkis. Jónas Ámason: Ég heyröi það sem vinur minn Eysteinn sagði og held að hann hljóti aö hafa á réttu að standa, er tekið er tillit til aldurs hans og reynslu í pólitíkinni. Sigurður Inginiundarson: Það hefur örugglega óvissu í för með sér T. d. myndu mjög víðtæk- ar gengisbreyt:ngar áreiöanlega hafa mikil áhrif á okkur. Það' virðist óljóst hvað gerist i fram- tíöinni. Sr. Gunnar Gíslason: Nei. patí ■ finnst mér ekki. Eg held að A- 1 vissan og óstjórnin taki nú vlð ] völdum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.