Vísir - 09.05.1969, Side 2
VINNUM VIÐ NORRÆNU SUND-
KEPPNINA EFTIR FIMMTÁNÁR?
I sumar verða 55 þús Islendingar að synda 200 metrana eigi jbað að takast
□ í ár þarf 55 þús. ís-
lendinga til að synda 200
metrana, eigi ísland að
fara með sigur af hólmi
í Norrænu sundkeppn-
inni, sem verður nú hald-
in í 7. skipti. Meira en
fjórði hver landsmaður
þarf því að synda þenn-
an spöl, eigi bikarinn,
sem Friðrik 7. Dana-
kóngur gaf, að hafna hér
heima.
Norræna sundkeppnin hefst
15. maí þ.e. á fimmtudaginn kem
ur, sem er uppstigningardagur.
Stendur keppnin í sumar og til
15. september. Síðast, þegar
keppt var, fyrir þremur árum,
syntu alls 32836 íslendingar eöa
17% af þjóðinni. Bezt var þátt-
takan 1954, þá syntu 38 þUs.
manns, eða 25,2%, fjórði hver
maður, einmitt eins og þarf í dag
að sögn sérfræðinganna, til aö
við sigrum. ísland sigraöi 1
fyrstu keppninni, þá syntu 25%
eða 36037 manns.
Sigurvegarar síðan hafa ver-
ið Svíar, þ.e. 1954 og 1957,
Norðmenn 1960 og 1966, og Dan
ir 1963. — í ár vonast menn
til að rööin sé aftur komin aö
íslandi eftir 15 ár.
íslendingar hafa löngum verið
óánægðir með þær grundvallar
tölur, sem miðað hefur verið
við, en tillögur Sundsambands
íslands f þessu efni hafa verið
teknar til greina að nokkru leyti.
Var þannig samþykkt á ráð-
stefnu sundsambanda Norður
landanna 1965 að taka til grund
vallar summu tveggja hundraös
talna þ.e, miðað við þátttöku
hverrar þjóðar miðað við íbúa-
fjölda, og bætt við þaö aukningu
frá síðustu keppni.
f ár er raunar stefnt aö því
að aðeins betur en fjóröi hver
maður syndi eða 27%.
Mjög mikil aukning hefur orð
ið á fólki með sundkunnáttu und
anfarin ár og sömuleiðis hefur
sundstöðum fjölgað, og aðsókn
að þeim farið stórvaxandi. Gera
menn sér þvf góðar vonir um
sigur að þessu sinni, — en ef
svo á að verða þarf sterk sam
tök um allt land.
Kastæfingar utanhúss
Æfingar stangaveiðimanna og
keppniskastmanna innanhúss sl.
vetur voru ákaflega vel sóttar, eða
stundum um og yfir 60 manns i
Laugardalshöllinni á sunnudags-
morgnum, sem var æfingatíminn.
— Inni-æfingunum er nú lokið, en
úti-æfingarnar að hefiast. Þær
verða í maí og fram yfir miðjan
júní á þriðjudags og fimmtudags-
kvöldum kl. 20—22 viö Rauðavatn,
og á „Háskólatúninu“ sunnudaga
kl. 9—12 og miðvikudagskvöld kl.
20—22. Öllum áhugamönnum er
heimil þátttaka og menn geta mætt
beint á æfingastöðunum án fyrir-
fram þátttökutilkynninga. Á æf-
ingunum eru að jafnaði til staðar
vanir leiðbeinendur til aðstoðar
þeim sem þess kunna að óska.
FÉLAGSLÍF
Knattspyrnufélagið Víkingur. —
2. flokkur. Æfingar í sumar verða
á mánud., miðvikud. og föstudög-
um kl. 8.15. — Þjálfari.
EVA SIGG í Laugardalslauginni i góða veðrínu snemma í morgun.
Hún er 17 ára og Norðurlandamethafi í fjórsundi.
F innskur
methafi
Norðurlanda-
þjálfar hér
Eva Sigg verður meðal þáttakenda á 70
ára afmælismóti KR I. júni
EVA SIGG heitir Norðurlanda
meistarinn í 400 metra fjórsundi
kvenna. Hún er aðeins 17 ára og
finnsk. Þessa dagana dvelur hún
á íslandi og æfir undir hand-
leiðslu þjálfara sins, sem heitir
þvi dæmalausa erflða nafni
Myyrryalainen og var „rænt“
frá Finnum af KR-ingum s.l.
haust.
Eva Sigg verður meðal þátt-
takenda í afmælissundmóti KR
í Laugardal sunnudaginn 1. júní
en hún er mjög góö skriðsunds-
kona og þá einkum i lengri vega
lengdunum.
Eva stundar æfingar af miklu
kappi syndir snemma á morgn-
ana í Laugardalslauginni, en á
kvöldin í Vesturbæjarsundlaug
inni.
Á sundmóti KR verður keppt
i 11 greinum karla og kvenna
og tveim sundum fyrir sveina
og telpur. Tilkynningar um þátt-
töku eiga að berast Erlingi Þ.
Jóhannsyni, Sundlaug Vestur-
bæjar fyrir 22. maí.
/Sf>iíír*<S\ \m) ^vroiKJ*1 ^ FÉLAG ISLENZKRA
BIFREIÐAEIGENDA
efnir til almenns félagsfundar í Sigtúni við Austurvöll mánudaginn 12. maí kl. 20.30.
Fundarefni: Vegamál og bensínverðið Afnotagjald útvarpstækja
Félagsmenn, fjölmennið og takið með ykkur gesti.
FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA
NÝ SKÓSENDiNG
ÍTALSKIR KVENSKÓR
ÍTALSKIR KARLMANNASKÓR
ÍTÖLSK LEÐURVESKI
SÓLVEIG
Lougavegi 69 Hofnarstræti 15