Vísir - 09.05.1969, Side 7
VÍSIR . Föstudagur 9. maí 1969,
7
STÁL-
HÚSGÖGN
Viðgerc&r
og bólstrun,
áklæði
í litaúrvali.
Sækjum —
sendum.
SÍMI:
92-2412.
• Norræn leikaravika hefur staðiö yfir i Reykjavík að undanförnu. A myndinni eru Klemens Jóns-
son leikari, Brynjólfur, Bessi, Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson meö fjórum leikkonum, sem
hingað komu í tilefni af vikunni.
• Opið hús fyrir gamla fólkið hefur gefizt vel og lofar góðu
um framtíðina. Myndin var tekin af gamla fólkinu i Tónabæ,
sem raunar flestir kalia enn Lidó, — þar sem það situr við
blaðalestur.
• Hvaö er list? H.vaÓ er listrænt
fáim og fákunnátta? Myndlist-
aemenn hékia nýlega fond og
beindu áskorun til útvarpsráðs um
að almenn myndlistarfræðsia veröi
tekin upp í sjónvarpinu. Segja
myndlistarmenn, að vaxandi sé
uppvöðslusemi fúskara og fákunn-
andi í þessari grem og hér skorti
aðhald og vilja til að glöggva sig á
hvaö myndlist sé og hvað ekki.
Lögöu myndlistarmenn til á fund-
inum að stofnað verði sérstakt emb-
ætti við sjónvarpið, — myndlistar-
fuiltrúi.
• Menntaskólakennarar hafa sent
Alþingi bréf, þar sem fagnaö er
undirtektum, sem frumvarp til laga
um menntaskóla hefur hlotið á
þingi. Er skorað á alþingismenn að
veita frumvarpinu fullnaðaraf-
greiösiu þegar á yfirstandandi
þingi.
# í blaðinu Neisti, sem Æskulýðs-
■fylkingin gefur út er eytt hátt í
síöu í autt rúm, en þar stendur
aðeins: VIÐTAL viö Guðmund J.
Guðmundsson, varaformann Dags-
brúnar, átti að vera hér. En reynd-
ist ófáanlegt.
® Jóni Leifs var reistur minnis-
varði nú nýlega í Fossvogskirkju-
garði og stendur varðinn á leiði
tónskáldsins, sem hefði orðið 70
ára 1. maí s.l. Fór fram athöfn af
þessu tilefni og kom þá fram hjá
þeim Skúla Halldórssyni og Jóni
Ásgeirssyni, formönnum STEFs og
Tónskáldafélagsins, að gefin verður
út bók um ævi Jóns Leifs að til-
hlutan síðamefnda félagsins.
® VOLCANO: BIRTH OF AN IS-
LAND er yfirskrift í geysimikilli
auglýsingu CBS-sjónvarpsstöðvar-
innar í Bandaríkjunum i amerísk-
um dagblöðum nýlega. Þar er aug-
lýst „fæðing Surtseyjar“, sem va'r
sjónvarpsefni hjá stöðinni í frétta-
auka, sem Charles Kuralt stjórnaði.
• K. Einarsson og Björnsson, eitt
elzta leikfanga- og búsáhaldafirma
höfuðborgarinnar hélt upp á 50 ára
afmæli sitt 7. maí s.l. Fyrirtækið
var stofnað af Kristni Einarssyni og
Hjalta Björnssyni. Framkvæmda-
stjóri nú er Rúdolf Kristinsson.
Ottó Schopka:
SPiALLAÐ m IÐNÞRÓUNINA
NÝJAR FJÁR-
ÖFLUNARLEIÐIR
jyjeistarasamband bygginga-
manna hélt aðalfund sinn
í síðasta mánuði, þar sem ýmis
hagsmunamál byggingameistara
voru rædd. Fundurinn gerði ýms
ar ályktanir, m. a. lýsti hann
stuðningi við framkomið laga-
frumvarp Matthíasar Á. Mathie-
sen um skattfrelsi hlutabréfa og
arðs af þeim, en það ætti að
geta oröið til þess að ýta veru-
lega undir áhuga almennings á
fjárhagslegri þátttöku í atvinnu-
rekstri.
Athygli margra ráöamanna
þjóðfélagsins beinist nú mjög að
þeim mikla skorti á eigin fjár-
magni, sem er eitt meginein-
kenni íslenzks atvinnurekstrar í
dag. Til þess aö ráða bót á því
eru einkum til tvær leiðir og
verður að fara báöar samtímis.
Önnur er sú að stuðla að aukinni
eiginfjármyndun í rekstri fyrir-
tækjanna, þ. e. að auka arðsemi
þeirra og stuðla að því að sú
eiginfjáraukning verði áfram í
fvrirtækjunum og notuð til á-
framhaldandi uppbyggingar og
aukningar á rekstrinum, en hin
leiðin er að fá nýtt fé inn í fyrir-
tækin frá utanaðkomandi aðil-
um. Á því sviði eru miklir mögu-
leikar fyrir hendi og með til-
tölulega einföldum breytingum
á skattalögunum má áreiðanlega
ná verulegum árangri. Um leið
er nauðsynlegt, að komiö sé á
fót opnum markaði fyrir hluta-
bréf í þeim hlutafélögum, sem
hæf þykja, þar sem opinber
verðskráning færi fram.
Fyrrgreint lagafrumvarp mió-
ar að því aö leiðrétta þaö mis-
rétti, sem nú á sér staö við
skattlagningu annars vegar hluta
bréfa og arös af þeim og hins
vegar sparifjár og vaxta af því.
Raunar væri misréttið ekki að
fullu leiðrétt á meðan sparisjóðs
innistæöur og vissar tegundir
skuldabréfa eru jafnframt ekki
framtalsskyldar og væri því
nauðsynlegt og réttmætt að taka
upp framtalsskyldu fyrir þess-
ar tegundir eigna ekki síður en
aðrar.
1 álvktun aóalfundar Meistara-
sambandsins segir ennfremur,
að ekki megi dragast að opnað-
ur verði veröbréfamarkaður, þar
sem skipuleg verðbréfaviðskipti
fari fram, en með því móti
mundi byggingariðnaðinum
verða skapaðir nýir möguleikar
til fjármagnsöflunar.
Sá samdráttur í almennum
byggingaframkvæmdum, sem átt
hefur sér stað á undanförnum
2 árum á ekki rætur sínar að
rekja til þess, að ekki sé þörf
fyrir eins mikið íbúðarhúsnæði
og byggt hefur verið á undan-
förnum árum. Meginorsök sam-
dráttarins er fjármagnsskortur
veðlánakerfisins og húsbyggj-
enda almennt. Þess vegna þarf
að gera veðlánakerfinu kleift að
afla sér verulega aukins fjár-
magns nú á næstunni, ef það á
að geta gegnt hlutverki sínu ms-1
viðunandi móti.
Kemur þá mjög til greina, aö
veðlánakerfið afli sér starfsfjár
með sölu skuldabréfa á opnum
markaði, en til þess að slík bréf
séu seljanleg þyrftu þau að vera
með nokkuó hliðstæðum kjör-
um og spariskírteini rikissjóðs.
Bréfin þyrftu ekki að verá til
jafnlangs tíma og lánin til hús-
byggjenda, því a-ð auðvelt ætti
að vera að afla fjár til enaur-
greiðslu skírteinanna umfram.
það sem endurgreiðist af lán-
unum, með útgáfu og sc.!u nýrra
skirteina. Ef rétt er á málum
haldið, væri tvímælalaust hægt
að gera mikið átak í þessum
efnum
Um leió þyrfti að gera bönk-
um og öörum innlánsstofnunum
kleift að bjöða innstæðueigend-
um hliðstæö kjör, til þess að
koma í veg fyrir að þessar lána-
stofnanir missi starfsfé sitt. í
miklum mæli, og um leið þarf
að skapa þeim nýja útlánamögu-
leika, þar sem heimild til vísi-
tölubindingar væri tekin upp.
Þessir möguleikar, sem hér
hefur verið drepið á, og ýmsar
fleiri mundu opnast, ef tekin
væru upp opinber verðbréfavið-
skipti.
Mikil nauðsyn er á stórauk-
inni innlendri fjármagnsmyndun
ef hægt á aö vera að halda á-
fram þeirri öru uppbyggingu,
sem hér er svo nauðsynleg. Sú
fjármagnsmyndun mun aldrei
geta átt sér stað við það stöð-
uga og langvarandi verðbólgu-
ástand, sem hér hefur verið,
nema fjármagnseigendum sé
tryggt, að verðmæti sparifjár
þeirra verði ekki að engu í verð-
bólgunni. Þess vegna er nauösyn
legt.að taka upp miklu almenn-
ari verðtryggingu sparifjár og
lána en nú á sér stað. Aöeins
með því móti er hægt að búast
við aukinni innlendri fjármagns-
myndun.
A
EIJVUM
STAÐ
TEPPAHUSIÐ
FóiS þér íslenzk gólfteppi frót
TEPPIV
ILltinta
Ennfremur.ódýr EVLAN feppf.
Spadð tíma og fyrirfiöfn, og varzflÖ ó etnunvsföíf.
ISUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAVHC PBOX1311