Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 4
Hendur valdsins hendurnar til aö leggja áherzlu á orö sín. Hann er flugmælskur og meö áköfum handahreyfingum gefur hann oröum sínum aukna áherzlu. „Vér erum mátíugir“, segja hendurnar..........en auðmjúkir þjónar þjóðarinnar........reiðubúnir gát... til að fara að öllu með .. .og samt við því búnir að standa fast- ir fyrir... Georges Simenon skrifar skáld- sögu fjórum sinnum á ári, og hann er aldrei lengur en átta daga að skrifa hverja þeirra. — Þessi „fæðing“ fær ekki meira á hann en venjuleg inflúensa. Hann hefur skrifað 200 bækur undir sínu r'jin nafni, 208 bækur undir ýmsum pennanöfnum, og þar aö auki 1073 langar smá- sögur. Simenon á hús í námunda viö Lausanne í Sviss, og húsið er vandlega afgirt til að koma í veg fyrir ónæði. Herbergin 26 í hús- inu eru hljóðeinangruð, og allt er gert til aö auka þægindin fyrir rithöfundinn. Rakastigið í herbergjunum er nákvæmlega hið sama allan árs- Georges Simenon, höfundur framhaldssögu Visis: Hann skrifar bók á átta dögum Georges Simenon byrjar á nýrri bók. A spjaldinu stendur „Óu..o- ið ekki“. ——— ins hring og sömuleiðis hitinn í einkasundlauginni hans. Hann fær sérstaka tóbaksblöndu „Coupe Maigret“ sem hann reyk- ir í einhverri af hinum 278 pípum sínum. Og í hverju herbergi er sími, ef ske kynn],. að ..JJjjrriír&fl. þyrfti í flýti að ná í einhve.rn af hinum sjö meðlimum bjónustu- liðs hbssins. : ; Sumir gagnrýnendur hafa sagt, að margar af grundvallarhug- myndum (,,piot“) að bókum hans séu ekki upp á marga fiska, og margir lesenda hans hljóta að við urkenna, að stundum er eins og ekkert mikið gerist — en Simen- on kærir sig kollóttan. „Ef ég vissi fyrirfram, hvernig sagan ætti aö enda, þá mundi ég láta ógert að skrifa hana, því að, þar með væri áhuginn horfinn,“ segir rithöfundurinn, „Áður en ég byrja hef ég ekkert í huga annað en tvær eða þrjár persónur. Ég skrifa ýmisleg atriði um þær hjá mér, aftan á umslag eða pappírs- miða. Síðan hugsa ég um þessar persónur þangað til þær fara að lifa innra með mér.“ Þegar svo er komið tekur Sim- enon fram eitt af „ÓNÁÐIÐ EKKI“ spjöldunum, sem hann hef ur hnuplað úr gistihúsum víös vegar, og hengir það á hurðar- húninn hjá sér til marks um aö hann sé tekinn til við skriftirnar. Eftirlætisspjaldinu sínu stal hann úr Plaza-gistihúsinu í New York. Afköst hans eru ávallt hin sömu. Einn kafli á dag í sjö daga, og sfðan fer einn dagur eða tveir í að líta aftur yfir bókina, Þegar hann hefur lokið viö skáldsögu, er handritið ljósritað í mörgum eintökum, og eintökin send til ýmissa landa. Og því er það ekki óalgengt, að Simenon bók komi fyrst á prent í Moskvu eða New York en ekki í París. Simenon er ákaflega vinsæll í Sovétríkjunum, þar sem bækur hans hafa komiö út á fjöldamörg- um málum og mállýzkum. „Ég veit ekki, hvernig ég fer að þessu,“ segir Simenon. „Ef ég vissi það getur vel verið, að ég gæti ekki skrifað framar." Ein af bókum þessa mikilvirka og vinsæla höfundar, LESTIN, er nú framhaldssaga hér I blaðinu. KYENHOLLUR RÁÐHERRA Ólánið virðist elta einn óbreytt an hermann í her Afríkuríkisins Úganda. Fyrir nokkru kom hann heim í frí, og fann þá mann í rúmi konu sinnar. Hermanninum sárnaði þetta að vonum og lúskraöi á gestinum, en ekki var ein báran stök, þvi að gesturinn var enginn annar en landbúnaðarráðherra landsins, og vesalings hermaðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir líkamsmeiðingar. Ráðherrann mun þó vart hugsa mikið um landbúnað ellegar kven fólk á næstunni, því að hann ligg- ur í reifum á sjúkrahúsi, og á þar langa vist fyrir höndum. Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 13. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Það er ekki útilokað að því er virðist, aö þú fáir óvenjulegt verkefni, sem reynir talsvert á hugkvæmni þína og sköpunar- gáfu. Það verður þér álitsauki, ef vel tekst. Nautið, 21. apríl—21. maí. Láttu ekki áróður villa þér sýn, g varastu allar öfgar. Þú getur komizt I þá aöstöðu, að mikið velti á því að þú getir litiö hlut laust og af sanngirni á málin og stuðlaö að samkomulagi. Tviburamir, 22. maí—2L júní. Það verður kannski eitthvað þungt undir fæti hjá þér í bili, en allt fer betur en á horfist undir lokin. Taktu ekki mark á bölsýnisspám og barlómi, það bætir ekki neitt um. Krabbinn, 22. júní—23. júli. Það lítur út fyrir að þú komist að raun um eitthvaö, sem kem- ur óþægilega við þig, ef til vill í sambandi viö einkamálin, eða þína nánustu. Taktu samt ekki fullt mark á þeim upplýsingum. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Þú getur komizt langt með lagi og festu. Varastu að láta telja úr þér kjark, þótt eitthvað líti ekki sem bezt út í bili. Ef þú •tefnir hiklaust að settu marki, næst það „ö lokum. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það kann að verða dauft yfir deginum, kannski mættir þú taka á málunum af meiri festu, en þegar dagurinn er allur, eru allar líkur til aö þú megir hrósa sæmilegum árangri. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þú hefðir gott af einhverri til- breytingu. Það lítur út fyrir að þú sért orðinn þreyttur á ein- hverju viðfangsefni, og það bitni á afköstum þínum. Stutt ferða- lag gæti komið að góðum not- um. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Að hika er ekki alltaf það sama og að tapa, á stundum getur þaö reynzt talsverður ávinningur, og bendir margt til að svo geti reynzt í dag. Flanaðu ekki að neinu. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Upplýsingar, sem þú hefur byggt vissar ákvaröanir á, kynnu að reynast ófullnægjandi. Athugaðu vel allar heimildir og farðu hægt og rólega, eftir því sem unnt reynist. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þú getur náð miklum árangri í dag, ef þú hugsar málin gaum- gtefilega áður en þú tekur á- kvarðanir. En svo skaltu ekki heldur hvarfla frá þeim, jafn- vel þótt þær mæti nokkurri andúö. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þótt eitthvað reynist þungt fyr- ir eða seinunnið, skaltu ekki missa móðinn, því að breyting til hins betra mun á næsta leiti. Athugaðu gaumgæfilega allar fréttir. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Upplýsingar, sem varða þig miklu, eru að öllum líkindum nærtækari en þú heldur. Athug- aðu vel í kring um þig, en hafðu þig ekki mjög í frammi. Þannig nærðu beztum árangri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.