Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 9
V í S I R . Mánudagur 12. maí 1869. 9 32, skoðeEQia- köiiEiuii ¥ÍS1S: „Teljið þér pspp^ snessur eðu dægurfíðir æskilegur?## en engan déskotans dægurlaga gauragang.“ „Þær þjóna ekki tilganginum." „Þetta er svo til gerðarlegt." „Ekki ef þær eru svona öfgafullar." Þeir, sem svöruðu spuming unni játandi, fylgdu svarinu ekki eftir með sama tilfinninga þunga: „Já, ef unga fólkið vill þetta.“ „Getur ekki sakaö að reyna eitthvað nýtt.“ „Já, þó að þvi skiý rði settu, að dregiö verði niður £ hátölurunum." „Já, en það mætti kannski reyna betur að finna meðalveg inn.“ Þó að niðurstaða þessarar skoð- anakönnunar sé neikvæð fyrir þessa nýju tilraun er ekki þar með sagt að almenningur vilji ekki eitthvað nýtt. Þvert á móti virtust svörin gefa það fyllilega í skyn, aö þörfin fyrir aukna fjölbreytni £ kirkjulífið sé fyrir hendi. Það má raunar fullyrða, að fjölbreytnin í kirkjulífi hefur aukizt verulega á seinni árum, sem kemur kannski bezt fram í auknu sóknarstarfi. Bræðrafé- lög og systrafélög hafa verið stofnuð og starfa mörg með miklum eldmóð, skokkiðkun, byggingarstarfsemi o.s.frv. Dia komissa er s.tarfandi við eina kirkjuna og vinnur hún aðallega að málefnum unglinga. Reynslan í öðrum löndum er einnig sú, að fjölbreytni er kirkjulífinu mikil stoð eins og t.d. í Bandarikjunum, þar sem víða eru 20—30 kirkjur i bæjum og smáborgum. Þar getur hver maður fundið kirkjulíf við sitt hæfi. Það kann því vel aö vera, að þessi tilraun hafi ekki verið eins misheppnuð og niðurstaða þess arar skoöanakönnunar gefur til kvnna. Hún hefur vakið umtal og kappræður. en fátt er meira örvandi en einmitt slíkur áhugi. Skagfirzku og húnvetnsku hrossunum skipað út í hollenzka gripaflutningaskipið á Sauðárkrók. □ Góð fjáröflunarleíð Ég er ósköp venjulegur laun- þegi, sem greiði skatta af mín- um tekjum eins og aörir. Fyrir tveimur árum var ég skattlagö- ur um of, að mínum dómi. Kæröi ég því til Skattstofunnar og baðst leiðréttingar á skatti mín um. Heyrði ég ekkert frá þeirri stofnun í tvö ár, eða þar til um daginn að mér barst tilkynn- ing um, að kæran hefði verið tekin til greina og ég fengi mína endurgreiðslu. Endurgreiðslan nam nákvæmlega þeirri upp- hæð, sem ég hafði krafizt. En vaxtalaus hafði hún staðið inni hjá hinu opinbera í tvö ár, og einhvern veginn læðist sá grun ur inn hjá mér, að verðgildi þess ara peninga sé ekki alveg það sama nú og það var fyrir tveim ur árum. „Skilvís skattgreiöandi". Verðum að fækka hrossum — meira ráðrúm tii kynbóta j Rætt við Svein Gubmundsson hesteiganda á SauBárkróki B „Hér er mikill áhugi á útflutningi hrossa.“ sagði Sveinn^ Guðmvmdsson, deildarsjóri í Kaup- vonoftOJ.' 'ill uiOnTí Uffl'l J r I félagmu á Sauðárkróki, þegar blaðamaður rabbaði við hanmfyirirstuttu. j „Við erum allir hlynntir þessu og það eru allir, sem um þessi mál hugsa af raunsæi og skynsemi. Með þessu fáum við helmingi meiri verðmæti fyrir hrossin, heldur en við fengjum, ef við seld- um þau til afsláttar (slátrunar), sem við annars þyrftum að gera“. „Hvað fenguð þið fyrir hest- ana, sem við selduö Svíum? „Meðalverð á hest var svona um 13000 kr“. „Buðu þeir í hestana óséða?“ „Þeir báðu um hesta í ákveðn um aldursflokkum og viöskiptin voru háð þvi skilyröi, að dýra- lséknir skoðaði þá og úrskurðaði hvort þeir væru hæfir eða ekki. — Svo þeir höfðu varnagla á.“ „Maður heyrir, að það sé mik- ill áhugi meðal ykkar, hestaeig- enda á Sauðárkróki, á því að kynbæta hrossin ykkar?“ „Já, þaö er almennur áhugi á því og menn eru svona að þreifa sig áfram með það. — þess vegna m.a. var heppilegt að losna við þessi hross út. Við þurfum néfnilega að fækka hjá okkur hrossunum. Margir eiga svo mörg hross, að þeir komast ekki yfir það, aö leggja viö þau neina rækt að ráöi. — Með því aö fækka þeim, þá halda þeir þeim beztu eftir og geta svo lagt sig meira fram við að fá úr þeim góða hesta." ....og auka þannig verð- mæti hvers hests enn meir?“ „Já, einmitt." „Þér voru boönar 100.000 kr. í svarta folann þinn — var þaö ekki um daginn?" „Jú“. „Og vildir þú ekki selja?‘ „Nei, ég ætla mér áð hafa af honum meiri not sjálfur.* „Er hann af einhverju frægu kyni kominn?" Fluttu út milli 600 „Hann er kominn af hesti, sem afi minn átti fyrir aldamót, og er dálítið blandaður Svaða- staðakyninu, með ivafi úr fleir- um. Við erum meö svona til- raunir héma á Króknum'. og 700 hross B Útflutning hrossanna annast tveir aðilar aðal- lega — og nær eipvörðungu. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga og Sigurður Hannesson og Co. „Eftirspurnin hefur einkum aukizt á þessum tveimur árum í fyrra og í ár“, sagði Skúli Ólafs son, deildarstjóri hjá SÍS. „í fyrra fluttum við út milli sex og sjö hundruð hross“. „Hvernig fer nú svona milli- rikjaverzlun fram, Skúli?“ „Einfaldlega þannig, að okk- ur berst beiðni að utan um hest kannski á einhverju ákveðnu ald ursskeiði, með ákveðna eigin- leika. Við hö.fum menn á okkar snærum úti í sveitinni og þeir eru svo kunnugir þessu, að þeir átta sig strax á því, hvar helzt sé að finna svona hest og hver eigi hann. Hesturinn er keyptur og síð- an sendur út um leið og við af- greiðum fleiri slíkar pantamir. Viö leggjum á hann bara um- boðslaun okkar, sem eru rétt til þess að þekja kostnaðinn. Kaup- andinn úti veit um kaupverð hestsins hér‘. „Eru þetta arðvænleg viö- skipti fyrir bændur hér?“ „Þaö er nú líkast til, Þeir fá fyrir að selja hrossið á fæti þann ig um 50% hærra verð, heldur en ef þeir selja það til afsláttar“. Þarfasti þjónninn í flutningum. Q □ Birta þarf myndir af afbrotamönnum í blöðunum. 'VÍ-leð hverri viku sem líður v>iöast afbrot hérlendis stórauk ast einkum þó í Reykjavík. Af brotamenn færa út kvíarnar og sífellt auka þeir „starfsemi" sína. Æ fleiri fylkja sér undir merki þeirra og er hér um alv- arlega fjölgun að ræða. En hvers eigum við saklausir borgarbúar að gjalda. Daglega er tilkynnt í blöðum og sjónvarpi um eitt- hvert afbrotið og flestir verða felmtri slegnir. Hvenær kemur röðin að mér? Hvenær verður brotizt inn hjá mér? Mér finnst að það sé skýlaus krafa allra landsmanna, að blöð og sjónvarp birti nöfn og myndir af þess- um afbrotamönnum. Þá gætu menn a.m.k. reynt að varast þá. Það er engum greiði gerður með þvi aö hilma yfir nöfn þessara afbrotamanna. H.Þ.J. □ Hagstæð kjör fyrir félítið fólk! 1 fyrra var mér gefinn kostur á að flytjast £ íbúð í fjölbýlishúsi sem. Framkvæmdanefndin hafði byggt í Breiðholti, var mér tjáð að íbúðina gæti ég eignazt með tímanum með sérstaklega hag- stæðum afborgunum. Ég, ásamt f jölda annarra félítilla manna, sá að slíku boði gat ég ekki slegið hendinni á móti, þvi þá sá ég fram á að loksins kæmist ég með fjölskyldu mína í eigin íbúö. Ég bý í fjögurra herbergja íbúð með 5 manna fjölskyldu. Ég er svo lánsamur aö hafa atvinnu og meira aö segja 1 tíma í eftir- vinnu dag hvern. Laun mín eru 13.500 krónur á mánuði. Ég hef ávallt gætt ýtrustu sparsemi, enda ekki um annað að ræða, og öll útgjöld fyrir mína fjölskyldu eru 14—15 þúsund mánaðarlega. Einhvern veginn hafa þó end- amir náð saman. En nú bvrja hinar „hagst-æðu afborganir“. — Ég á að greiða mánaðarlega frá 1. maí sl. 9000 krónur! Hvernig á að skilja gjafmildi húsnæöis- yfirvalda? „Einn í Breiðholti“. Hringið í síma 1-16-60 kl. 13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.