Vísir - 20.05.1969, Síða 1

Vísir - 20.05.1969, Síða 1
/ Gerum Rússa ábyrga — segir Vilhjálmur Jónsson „Ef við neyðumst til að kaupa olíu af einhverjum öðr- um en Rússunum og kostnað- urinn vex fyrir bragðið, þá hljótum við að gera Rússana ábyrga fyrir upphæðinni, — hvernig sem það gengur svo að innheimta hana,“ sagði Vilhiálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins h.f. í viðtali við Vísi í morgun. Rússum var 1 gær gefinn sól- arhringsfrestur til að svara því, hvort hægt væri að senda hingað skip með svartolíu innan tiu daga. Sá frestur átti að renna út kl. 12 á hádegi að rússneskum tíma, eða kl. níu í morgun að íslenzkum tíma. í morgun var ekki vitað, hvort svar hefði ver- ið sent. „Ef við fáum ekki oliu frá Rússunum, liggur beinast við að snúa sér til Varnarliðsins", sagði Vilhjálmur. ,,En það hefur yfir að ráða töluverðum birgðum af léttri svartolíu. Það er nóg af olíu á markaðinum, og ef við getum ekki fengið olíu frá ein- hverri Eystrasaltshafna innan á- kveðins tíma, verðum við að fá hana frá einhverju nálægra landi.“ Viðskiptamálaráðuneytið og sendiráð íslands í Moskvu hafa annazt milligöngu fyrir olfufé- lögin í þessu máli, en hinn aðil inn er sovézka olíuútflutnings- firmað NAFTA, I ráðuneytinu fengust ekki frekari upplýsingar um málið, aðrar en þær, að verið væri að reyna að fá hingað til lands þau tvö skip, sem voru á leiðinni hingað, en snúið var við. Þessi tvö skip hafa ekki enn losað farm sinn, en það þriðja seldi sinn farm í Dublin á írlandi., eins og komið hefur fram. 1200krónur á mann SaknaSi 50 þús. úr vösuai sinum — Vinnufriður tryggður i eitt ár —- Visitakm aftur i samband i haust SJÓMAÐUR nokkur, sem fengið hafði aflahlut sinn uppgerðan hjá útgerð sinni í gær, vaknaði upp við vondan draum, þegar hann saknaði í gærkvöldi úr vös- um sínum 40 til 50 þús. króna. Það var kúfurinn af laununum, sem hann hafði stritað fyrir á sjón- um í .vetur,- Hann hafði líka verið úr hófi kærulaus í meöferð sinni á pen- ingunum. í stað þess að koma þeim strax f örugga geymslu, sló hann því á frest og gekk með þá lausa í vösunum, þegar hann lenti í slag- togi með fjórum mönnum síðdegis i gær. Allir fimm voru í bezta skapi til hess að sk^mmta sér, en of skammt var liðið á daginn, til þess að skemmtanalíf borgarinnar byði upp á neina möguleika í því efni. Styttu '•'eir sér stundir m.a. við áfengi. Um kvöldmatarleytið varð sjó- maðurinn viðskila við fjórmenning- ana og einmitt þá saknaði hann mests hluta peninga sinna. Rifjað- ist upp fyrir honum, að félagar hans um daginn voru allir af mis- jöfnu sauðahúsi og einn þeirra margdæmdur afbrotamaður. Tilkynnti hann lögreglunni um peningahvarfið og vaknaði grunur um að mennirnir hefðu verið valdir aö því. Náði lögreglan þrem af þeim f gær og yfirheyrði, en þeir báru af sér allar aðdróttanir um að þeir vissu um örlög peningana. Sá fjórði hafði ekki fundizt, þeg- ar blaðið fór f prentun f morgun, en rannsóknarlögreglan hafði tek- ið að sér rannsókn peningahvarfs ins og frekari yfirheyrslur biðu þremenninganna,- sem allir voru í vörzlu lögreglunnar í nótt. Á einum þeirra fundust 18 þúsund krónur, sem hann taldi sig þó geta gert grein fyrir. nefndanna. — Meðal þeirra, sem samþykkto samkomulagið f gær voru Vemunarmannafélag Reykja- víkur, Dagsbrún, Hlíf, Iðja og Ein- ing á Akureyri. Á flestum stöðum var samkomulagið samþykkt meö yfirgnæfandi meirihluta, nema í Hlíf í Hafnarfirði, þar sem það var samþykkt með 31 gegn 27. Laun allra félagsmanna innan ASÍ hækka nú um 1200 krónuur á mánuði. Vísitalan verður aftur sett í samband frá og með 1. ágúst og kemur það fram í septemberkaup- inu. Verðlagsuppbót á eftir og nætur vinnukaup verður greidd með sömu krónutölu og í dagvinnu. Þ6 verður álagið aldrei minna en 40% á eftir- vinnu og 80% á næturvinnu. Lffeyrissjóðir með skylduaðild verða stofnaðir fyrir alla aðila ASl, sem ekki hafa þegar aðild að líf- eyrissjóðum. Verður lífeyrissjóðun- um komið á f áföngum til ársins 1972. Greiðslur hefjast 1. janúar n.k. með 1% launþega og 1%% vinnuveitenda. bal kallaði samniogavið- ræðurnar í gær, eftir þriggja mánaða þóf, yfir 40 fundi með sáttanefnd og og um 20 undirnefnda- fundi. Lokaspretturinn var Iangur, því það varð ekki fyrr en kl. 6 í gærdag, sem samninganefndimar gátu setzt niður, eftir 28 klukku- stunda samfelldan fund, og undirritað samkomulagið í Alþingishúsinu. En launþegafélögin létu ekki á sér standa að samþykkja samkomu lagið. Fundir voru boðaðir í stærstu launþegafélögunum f gærkvöldi og hafði samkomulagið verið sam- þykkt áöur en blekið var ahnenni- lega þornað á pföggum samninga- Atvinnurekendur: Gefum út víxil á óvissa framtíð. Öldruðum verkamanni bæt- ast 22 þúsund krónur á ári Samsvarar 10% launahækkun 15 ár aftur í tímann — Kostar 750 miitjónir kr. ■ Þessir menn hafa þjónað landinu og at- vinnufyrirtækjunum á langri starfsævi og okk- ur fannst það félagslegt óréttlæti, ef þeir ættu að fara á mis við lífeyris- sjóðsgreiðslur, vegna þess að þeir hafa ekki haft aðild að lífeyrissjóð um. Þeir eiga það inni hjá okkur að við gerum vel við þá. Eitthvað á þessa leið mæltist Hannibal Valdimarssyni, forseta ASl í viðtali við Vísi í gær og mætti skilja á honum, að hann teldi þetta atriði samninganna eitt það mikilsverðasta og á- nægjulegasta. Þegar samið var um stofnun lífeyrissjóöa var það gert að skilyröi, að aldraðir félagar inn an ASl sem ná 70 ára aldri um næstu áramót og hafi hætt störf um á síðustu tveimur árum njóti þegar lífeyrisréttinda frá næstu áramótum, eins og þeir hafi þeg ar verið í slíkum sjóðum undan- farin 15 ár. Venjan hefur verið að félagar í lífeyrissjóðum greiddu 4% til þeirra af launum sínum móti 6% atvinnurekenda og samsvarar þetta því fyllilega, aö þessir öldruðu verkamenn hafi fengið 10% launahækkun 15 ár aftur í tímann. Þessar lífeyrisgreiðslur til aldr aðra verkamanna verða miðaðar við 20% af meðaltekjum dag- vinnu síðustu 5 ára, en það er gert að skilyrði að þeir hafi unniö árin 1955 — 69. Meöaltekjur á þes'sum 5 árum t.d. almennra verkamanna f Iðju voru um 110 þús. krónur og verða því lífeyrisgreiðslur um 22 þús. kr. á ári. — Þessar lífeyrisgreiðslur koma til við- bótar ellilífevri Almannatrygg- inga, sem eru 57.480 krónur á ári fyrir einstakling, sem ekki hefur tekið lífeyri fyrr en 70 ára. — Fyrir þá, sem tekið hafa ellilífeyrinn frá 67 ára aldri eöa um leið og réttindi til dlilífeyr is eru fengin er ellilífeyrinn hins vegar ekki nema 43 þús kr. á ári. Það verður Atvinnuleysis- tryggingasjóður að 3/4 hlutum og ríkissjóður að 1/4 hluta sem munu standa straum af þessum lífeyrisgreiðslum þar til lífeyr- issjóðimir taka við þessu sjálf ir. Það mun taka 15 ár og er á- ætlað að upphæðin nemi um 750 milljónum króna á því tima- bili. Atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera mjög vel undir þetta búinn, en að því er Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, sem hefur verið samninganefnd unum innan handar um þetta mál upplýsti blaðið um em ið- gjöld og framlög til sjóðsins á- ætluð 182 milljónir á þessu ári. Aðeins vaxtatekjur sjóösins voru 73 milljónir króna á ár- inu 1967 og flest ár hafa greiðsl ur úr sjóðnum verið mjög óvem legar, þó að veruleg breyting verði þar á á þessu ári. Samningamenn ASÍ: Höfum náð þvi, sem efni stóðu til. 'ýP-'W"?" •sr''V'£'VW •.'''''•f.'.'/ysy. 59. árg. - Þriðjudagur 20. maí 1969. - 110. tbl. ENDAHNÚTURINN var loks rekinn á „samnings- þvæluna“, eins og Hanni-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.