Vísir - 21.05.1969, Qupperneq 8
8
VÍSIR . Miðvikudagur 21. maí 1969.
VÍSIR
CTtgeíandi: ReyKjaprent b.t.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóifsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson
Auglýsingar : Aðalstræti 8. Simar L5610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 145.00 *. mánuði innanlands
I iausasöiu kr. 10.00 eintakið
Orentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Olíuhreinsun athuguð á ný
Jóhann Hafstein iönaðarmálaráöherra lagði á föstu-
daginn fyrir Alþingi greinargerð um olíuhreinsunar-
stöð á íslandi. Kemur þar fram, að málið er nú aftur
komið í fullan gang eftir nokkurt hlé. Ýmsir erlendir
aðilar hafa látið í ljósi áhuga á samstarfi að fram-
kvæmd málsins. Viðræður hafa farið fram undan-
farna mánuði og margþættar athuganir gerðar. Hitt
er svo einnig ljóst af greinargerðinni, að enn ríkir
óvissa um, hvort af framkvæmdum verður.
Eitt meginsjónarmið íslendinga í þessum viðræðum
hefur verið, að íslenzkir aðilar ættu stöðina að meiri-
hluta og aö þar að auki mundu hinir erlendu aðilar
skuldbinda sig til að selja íslendingum sín hlutabréf
síðar. í greinargerðinni kemur fram sú hugmynd, að
almenningi verði gefinn kostur á nlutafjáreign og fé-
lagið verði opið hlutafélag. Það er rétt stefna að sækj-
ast sem mest eftir þess háttar fjármögnun. Almenn-
ingur hefur hingað til átt þess takmarkaðan kost að
eignast hluti í góðum fyrirtækjum, — að taka þátt í
uppbyggingu atvinnulífsins og hafa arð af henni, í
stað þess að eyða fé sínu í margvíslegan óþarfa.
Kostir olíuhreinsunarstöðvar eru margir. Áætlað er,
að gjaldeyrissparnaður af henni muni nema um 300
milljónum króna á ári í upphafi oct síðan 400 milljón-
um króna á ári. Slíkar upphæðir skipta verulegu máli
í gjaldeyrisbúskap okkar. Þá munu um 300 manns fá
vinnu við byggingu stöðvarinnar og um 150 manns
við rekstur hennar.
Ef til vill er samt mikilvægust hin efnafræðilega
þekking, sem fylgir starfrækslu slíkrar stöðvar. Efna-
iðnaður er einhver mesta framtíðargrein iðnaðar-
þjóðanna um þessar mundir og krefst mikillar vís-
indalegrar þekkingar. Efnaiðnaður byggist að miklu
leyti á olíu, því að mikill hluti gerviefna nútímans er
unninn úr henni. Það vill líka svo vel til, að olíuhreins-
unin stuðlar að hagkvæmni sjóefnavinnslunnar, sem
nú er verið að undirbúa. í sjóefnavinnslunni yrði með-
al annars framleiddur klór. Úr klórnum og einni af-
urð olíuhreinsunarstöðvarinnar, nafta. er framleitt
plast. Þessi tenging sjóefnavinnslu og olíuhreinsunar
skapar ótæmandi möguleika á plastiðnaði, — iðnaði
framtíðarinnar.
Olíuafskipti Rússa
Qlíukaup íslendinga af Rússum hafa valdið miklum
vandamálum og jafnvel vandræðum, þegar Rússar
hafa ekki þótzt geta staðið við samninga um olíuflutn-
inga hingað. Og í tveimur síðustu allsherjarvinnudeil-
um hafa Rússar haft bein afskipti af innanríkismálum
okkar með því að hafa uppi hótanir um að snúa við
olíuskipum. íslendingar kunna þessari íhlutun illa,
enda nær kenning Brehznevs flokksleiðtoga um tak-
markað fullveldi sósíalistaríkja enn ekki til íslands.
'vl
)
>f
■ Deilan um breytingar á
vinnumálalöggjöfinni og
andspyrna Callaghans innanríkis
ráðherra gegn henni leiddi
tii þess, að Wilson „auð-
mýkti" Callaghan með því að
víkja honum úr „innri stjóm-
inni“ svonefndu eða „inner cab-
inet“, sem helztu ráðherrar og
trúnaðarmenn forsætisráðherr-
ans eiga sæti í.
I
jyjiklar getgátur hafa síöan ver
ið uppi um það hversu
lengi Callagan geti þráazt við
Callaghan var broshýr, er hann kom af fundi Wilsons, en á
25 mínútna viöræðufundi þeirra tjáði Wilson honum, að hann
óskaði ekki lengur eftir að hann sæti fundi aðalstjórnarinnar.
Sama óvissan og áður
í brezkum verkalýðsmálum
að biðjast lausnar, en það er eng
um blöðum um það að fletta,
að frávikningin úr innri stjóm-
inni átti að vera skref í átt
ina til þess, og um það efast
enginn lengur, að Wilson finnst
óþolandi að hafa Callaghan á-
fram í stjóminni.
Afstaða Callaghans í um-
ræddu máli er hin sama og
verkalýðshreyfingarinnar, for-
ustu hennar og félaganna. Og í
stjóminni hefir Callaghan greitt
atkvæði gegn tillögum Barböru
Castle, sem miða aö þyí að
lengri tímí sé ætlaður til sam-
komulagsumleitana, og að girt
veröi fyrir skæruverkföll, en það
eru einkum ákvæðin um hegn-
ingu ef banniö við skæruverk-
föllum er rofið, sem er verka-
lýðnum þyrnir í auga.
Aðalráðherrarnir styðja allir
Wilson og Barböru Castle, vinnu
og framleiðslumálaráðherra í
málinu, en kurr hefir verið með-
al yngri ráðherra, en Wilson tók
þá til bæna í ræðu fyrir nokkru,
og hafa þeir haft hægara um
sig síðan.
Hvemig þessum málum reiðir
af er enn ekki vitað þegar þetta
er skrifað en menn munu
minnast þess, aö Wilson slakaði
nokkuð til, er hann ræddi við
forustumenn verkalýösins fyrir
nokkrum dögum, þ.e.a.s. hann
kvaðst geta fallizt á tillögur
verkalýösforustunnar sem næðu
sama tilgangi, en frá markinu
yrði ekki hvikað.
Um 60 verkalýðsþingmenn
virðast enn staðráðnir í að
greiða atkvæði gegn fmmvarp-
inu, og gætu oröið fleiri.
Wilson hefir einhuga stuðn-
ing þeirra, sem nú em í innri
stjórninni, en þeir eru auk Wil-
sons og frú Castle: Roy Jenk-
ins fjármálaráöherra, Michael
Stewart utanrikisráðh., Denis-
Healy landvarnaráðherra, Rich-
ard Crossman félags- og trygg-
ingamálaráðherra og leiðtogi
flokksins í neðri málstofunni
Fred Peart.
Ekki þarf að minna á, að
skæruverkföllin hafa orðið til
stórkostlegs efnahagslegs tjóns,
þar.sem framleiðslan hefir drég
izt saman af þeirra völdum, út-
flutningur minnkað, og útflytj-
endum gert erfitt fyrir til fram-
búðar, þegar þeir geta ekki stað-
ið viö gerða samninga. Skæru
verkföll tiltölulega fárra manna
hafa iöulega leitt til þess, að
þúsundir, jafnvel tugþúsundir
manna hafa orðið að hætta störf
um.
Wilson lítur á Callaghan sem
keppinaut, er vill taka við
stjómarforustunni, og Callag-
han hefir áður verið keppinaut-
ur hans, en þótt hann fengi ekki
mikið fylgi mun það ekki hafa
dregið úr metnaði hans. Hann
telur sig þann mann inn-
ar ríkisstjómarinnar sem beri
fyrir brjósti mál verkalýðsins,
lítur á sig sem talsmann verka-
lýðsforustunnar, félaganna og
alls verkalýðsins. Hann hefir
lýst Wilson og liði hans sem
menntamönnum, er í umræddri
deilu hafi komið fram sem
féndur verkalýösins.
Callaghan hefir fyrr deilt við
Wilson og aöra ráðherra, Hann
haföi verið 3 ár fjármálaráð-
herra er hann lét af því emb-
ætti vegna þess, að hann var
mótfallinn gengisfellingunni. —
Tók hann þá við embætti innan-
ríkisráðherra.
Ekki er talið fyrir það girt,
aö áliti sumra blaða, að Callag-
han segi af sér, en í Lundúna-
útvarpinu var í fréttaauka talið
að hann myndi ekki gera það, að
minnsta kosti ekki eins og sak-
ir stæðu.
Það mæðir mikið á stjórn Wil
sons eins og komið héfur fram
í fréttum, og það er eins og allt
af sé að koma eitthvað til við-
bótar til sögunnar, sem gerir
henni erfitt fyrir. Má þar til
nefna hrakfarir í aukakosning-
um, umdeildar ákvarðanir ein-
stakra ráðherra og orðróminn
um, að Alþjóða gjaldeyrissjóður-
inn raunverulega krefjist eftir-
lits með efnahagsstjóm lands-
ins og setji það að skilyröi fyrir
lánum, sem stjórnin hefir óskað
eftir og nemi einum milljarði
dollara. i
Viðurk. var, að lántakan væri
til umræðu, a'f hálfu stjórnar-
innar, en tekið fram að orðróm-
urinn um eftirlit væri ekki á
rökum reistur — og formleg
umsókn um lánið hefði ekki ver-
iö lögð fram.
Um það, hvað ofan á veröur,
um það er lýkur verður vitan-
lega engu spáð, en það verður
áreiðanlega ekki tíðindalaust á
brezkum s tj ómm álavettvangr
næstu daga og vikur.
Stúdentaóeirðir í Bandaríkjunum.
Myndin er frá Berkeley háskóla í Kalifomíu og sýnir meðferöina
á stúdentum og hippíuni, eftir ð Reagan ríkisstjóri haföi sent 1000
þjóðvarnarliösmenn til þess að hrekja þá burt, en þeir höfðu lagt
undir sig hluta af háskólalóðinni. Þjóðvamarliðsmenn ruddust fram
með gasgrímur og vörpuðu táragassprengjum. Hendur hinna hand-
teknu voru bundnar á bak aftur.