Vísir - 07.06.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1969, Blaðsíða 3
V í S IR . Laugardagur 7. júní 1969. 3 Ritstj. Stefán Gubjohnsen Skotarnir unnu Gold Cup "p'ins og mönnum er í fersku minni sigraði íslenzka landsliðið það skozka í landsleik fyrir stuttu. Síö- an hafa þau stórtíðindi gerzt, að sex þeirra manna sem spiluðu landsleikinn við okkur, unnu Gold Cup keppnina í Englandi. Er það í fyrsta skipti síðan 1930 að þeir vinna þetta merka mót. Sigurvegar arnir eru Leckie — Goldberg —Silv erstone — Coyle — Culbertson — Kelsey en hinir fjórir fyrstnefndu skipa kjarnann í landsliði Englands, sem Keppa mun í Osló eftir rúm- an hálfan mánuð. Skotamir spiluðu úrslitaleikinn við sveit Harrisons — Gray heitins og unnu naumlega eftir harða keppni með 124—108. Óheppilega útspil Skotanna gaf Gardener tækifæri á að brillera í eftirfarandi spili. Staöan var a-v á hættu og norður gaf. ♦ G * K-7-6 ♦ K-10-9-7-5 * 9-8-5-2 4 K-10-4-3-2 4 10-9 4 D-8-2 4 10-7-3 4 D-8 4 D-8-5-2 4 G-4-3 4> Á-D-6-4 4 Á-9-7-6-5 4 Á-G-4-3 4 Á-6 4> K-G Sagnir voru þannig: Norður Austur Suður Vestur P 1G 44 P P P 14 34 P P P P Sagnirnar eru heldur stífar, en suður er í vandræðum með aðra sögn sji.ia. Hann valdi að yfirmelda svolítið og árangurinn varð frekar hæpið game, svo ekki sé meira sagt. Vestur spilaði út laufatíu, austur kallaði með sexinu og sagnhafi drap á gosann. Síðan kom spaðaás og meiri spaði, sem var trompaður. Sagnhafi fór síðan inn á tígulás og reyndi að trompa annan spaöa með hjartasjöi en austur yfirtrompaði með hjartaáttu. Síðan tók austur laufás og þegar kóngurinn kom frá suðri trompaði hann út. Sagnhafi átti slaginn á kónginn, spilaði laufa níu, drotningin frá austri og tromp fjarkinn átti slaginn. Nú tók sagn- hafi hjartaás, síðan tígulkóng og laufáttu. Síðan spilaði hann tígli og fékk tíunda slaginn á trompgosann. Þrátt fyrir þetta náöu Englending ar aðeins að jafna spilið, því að á hinu borðinu spiluðu Skotarnir þrjú grönd, sem ómögulegt er að hnekkja. 4 4 4 * Starfsemi Tafl- og bridgeklúbbs- ins lauk sl. þriðjudagskvöld með keppni við Bridgedeild Breiðfirð- inga og unnu þeir fyrmefndu með 94 stigum gegn 66. Spilað var á átta borðum. Nýlokið er einnig tvennd arkeppni félagsins, en í henni sigr- aði sveit Vibekku Scheving með 2399 stigum. í sveitinni eru ásamt henni Jón Magnússon, Edda Svav- arsdóttir og Guðjón Jóhannsson. I ráði er að halda aðaifund félagsins í þessum mánuðj að öllu forfalla lausu. ■ ■ ■ ■ ■ I SIÚUVUV % Ckákstig ryðja sér sífellt meira ■I til rúms og hafa nú Sovét- menn, sem fram til þessa hafa verið tregir til að vega sína skákmenn og meta tölfræðilega, [» loks tekið þetta kerfi upp. Eftir V sovézkum skákstigaútreikningi eru 10 „beztu“ skákmenn Sovét- J» ríkjanna þessir: 1. Petroshan, 2. •J Spassky, 3. Kortsnoj, 4. Bot- J» vinnik 5. Tal, 6. Stein, 7. Geiler, "II 8. Polugaevsky, 9. Smyslov, 10. »J Keres. J» Sovézki stórmeistarinn Suetin er einn af helztu byrjanasér- í" fræðingum heims og hefur gef- jl ið út mikil rit um þau efni. »: Ekki virðist hann þó alltaf taka speki sjálfs sín alvarlega, a. J, m. k. ekki i eftirfarandi skák. «: Byrjunin er kóngsindversk vörn, :» en Suetin sem þekkir afbrigði >: þeirrar byrjunar flestum betur, ætlar sér sýnilega að koma :■ andstæöingi sínum rækilega á »; óvart. En eftir nokkra frumlega :■ en ekki jafnrökrétta leiki er ■: Suetin orðinn það flæktur í eig- ,J in neti aö hann á sér ekki und- ankomu auðið. Andstæðingur »; hans nýtir vel tækifæri sem :■ bjóðast og gerir út um skákina ■: með glæsilegri drottningarfórn. :» Hvítt: Suetin, Sovétríkjunum. Svart: Minic, Júgóslavíu. :■ Kóngsindversk vörn. í 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 I; Bg7 4. e4 d6 5. h3. J« Sjaldgæf leið og varla árang- ■J ursrik !■ 5. ... 0-0 6. Be3 e5 7. d5 c6 jí 8. Bd3 i* 8. Be2 er öruggara framhald. ■.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. 8. ... cxd 9. cxd a6 10. Rf3 Rbd7 11. Rd2 b5 12. a4 Hér kom til greina 12. b4 og síðan 13. a4 eða 13. Rb3 12. ... b4 13. Ra2 Hb8 14. Rc.1 Hvítur er of rólegur Ltíöinni. Betra var 14. De2 14. ... Re8! Svartur stefnir að sókn með f5 15. g4 Með þessum leik býður hvítur hættunni heim. Reynandi var 15. Rlb3 f5 16. f3 Bh6 17. De2 15. ... Rc5! 16. BxR dxB 17. Rcb3 f5 18. gxf gxf 19. Rxc Kh8 20. Hgl Þessi leikur missir marks. Betra var 20. De2 og vaida f2 reitinn. 20. ... Rf6 21. Db3 Db6! 22. Dc4 fxe 23. Rdxe RxR 24. BxR Ef 24. Rxe Bf5 með margvís- legum hótunum. 24. ... Hf4 25. Hcl? Með 25. Hdl eða 25. d6 hefði hvitur getað þraukað lengur. 25. ... Bf5 26. d6 Dxd 27. Hdl DxR! 28. DxD HxBt 29. De3 Aðrar leiðir eru sízt skárri. T.d. 29. Kfl Bxht 30. Hg2 Hg4 eða 29. Kd2 Bh6t 30. Kd3 Hd8t 31. Kc2 He3t 32. Kcl Hc3 mát 29. ... HxDt 30. fxH e4 Með manni meira veitist svörtum létt að innbyrða vinn- inginn. 31. Hg2 Bxh 32. Hgh2 Bf6 33. Hd6 Bx6 34. Hxa Bc3t 25. Kf2 b3 36. Hc6 Be5 37. a5 b2 38. Hbl Hg8 39. Hh6 Hg2t 40. Kfl Hc2t og hvítur gafst upp. Jóhann Sigurjónsson. —Listir-Bækur-Menningarmál- Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: Sinf óníuhl j óms veitin kvödd að sinni Cíðustu tónleikar Sinfóníu- hijómsveitar íslands á þessu starfsári voru haldnir í Háskólabíói sl. fimmtudags- kvöld, Fyrsta verkið á efnis- skránni var Sinfónía nr. 3 eftir Franz Mixa, og var þetta frum flutningur hennar. Franz Mixa starfaði hér fyrir strið við upp byggingu íslenzks tónlistariífs, eins og flestum mun kunnugt vera. Sinfónía þessi er sérkennilegt verk. Hún virðist heldur sund- urlaus og reikul í byggingu. Fyrsti þáttur er stef og 3 tii- brigði. Annar þáttur, Andante con moto, býr yfir fallegum laglínum með miklu „express- ivo“ og er sá kafli mest sann- færandi. Einkenniieg og stund- um dálítið vandræðaleg virðist notkun siagverksins í þessum þætti. Var þaö ekki notað til að stefna að og byggja upp há- punkt, heidur var eins og tón- skáldið hefði bætt því inn í eft- ir á upp á punt. Samt var ýmis- legt forvitnilegt í þessari tón- smíð, það, sem helzt virtist vanta, var þróun. Næst söng Hertha Töpper, eig inkona Franz Mixa 3 aríur. Frú Töpper er þekkt og fræg söng- kona á meginlandi Evrópu. Alltaf finnst mér það vand- ræðalegt að blanda óperuaríum inn í sinfóníutónleikaskrá, en eftir lófaklappinu að dæma er ég í algerum minnihluta með þá skoðun. Hertha Töpper hefur mikla altrödd og syngur með sterkum dramatískum tiiþrifum. Ein hvern veginn finnst mér þessi tegund af dramatík ekki henta hinni frægu aríu Glucks úr óper unni Orfeus, svolítið léttari og innilegri tragik í túlkun hefði átt betur við. Hin fræga aría úr Carmen eftir Bizet, svo og úr Samson og Dalila eftir Sakít-' Saens virtist hitta beint í hjörtu áheyrenda. Það væri gaman að heyra þessa ágætu söngkonu syngja í óperum eftir Straus og Wagner. Þar á hún sannarlega heima. Síðasta verkið þetta kvöld var Sinfónía nr. 1 eftir Sjosta- kovitsj. Hér er ekki annað hægt en að óska Sinfóníuhljómsveit íslands og stjórnanda hennar, Alfred Walter, til hamingju. Þetta er glæsileg og stórsnjöll sinfónía, mögnuð fjöri og þrótti, brilliant smíð, full af húmor, en lfka ólgandi dramatík. Alfred Walter tók þetta verk sériega skemmtilegum tökum og setti veigamikinn lokapunkt eftir þetta starfsár, sem lofar góðu fyrir það næsta. Við þökkum honum og kveðj- um hann og Sinfóníuhljómsveit Islands að sinni. mma Niuada e©B8B JUpJnn. BIH Magnús E. Baldvlnsson 12 - Slmi 2280« strjn VÍSIR iiliiilllllVllllllliÍ BÍLAR S i Notaðir bíiar Bronco ’66 Plymouth Belvedere ’66 Chevrolet Impala '66 Taunus 20 M ’65 Chevrolet Chevy II ’66 Chevrolet Chevy II '65 Rambler Classic ’63 Rambler Classic ’65 Rambler Classic '66 Plymouth Fury ’66 Renault ’64 Peugeot ’64 Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Rambler- umboðið JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 -• 10600 lllllllllllllllllll tP ' STP orkuaukinn er alls ekki UNÐRAEFNl sem kappakstursbílar hafa einkaréttindi tii að nota. STP orkuaukinn er einnig gerður til þess að auka afl og afköst bifreiðar fjölskyldunnar. Meðal annars hindrar STP orkuaukinn sót- myndun og kemur í veg fyrir stíflun vegna úrgangsefna. Ein dós af STP orkuauka á hverja 40 lítra af bensíni á 1000 km fresti kemur líka í veg fyrir ísingu i blöndungnum í frosti og ójafna blöndun bensínsins í hita. STP tryggir yður betri nýtingu bifreiðarinnar. Fæst f næstu bensin- og smurstöð. Sverrir Þóroddsson & Co. Tryggvagötu 10 . Sími 23290 STÁL- HÚSGÖGN Viðgerðir og bólstrun áklæði í litaúrvali. Sækjum — sendum. SÍMI: 92-2412.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.