Vísir - 07.06.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1969, Blaðsíða 5
5 V í S IR . Laugardagur 7. júní 1969. Fjað ætti engum að hafa dulizt, 1 'sem fylgjast meö tízkunni, að hálsklútar eru í tízku núna. Það góða við þessa tízku er þaó, að auðvelt er að endurnýja gamla kjóla eöa aðra flik með fallegum, nýjum hálsklút. Háls klútarnir eru hafðir á ýmsa vegu, þaö sjáum við á mynd- unum sem fylgja, einnig eru þeir bundnir með „bindishnút" og á ýmsa aðrá vegu. Umhverfið allt þrunj sögulegri rómantík / krlofsnefndir húsmæöra í ^ Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði reka orlofsheimili að Laugum i Dalasýslu i sumar, eins og síðastliðið ár, mánuðina júlí og ágúst. Að Laugum er veðursæld mik il og náttúrufegurö, enda er um hverfið alft þrungið sögulegri rómantík. Sex 40—50 kvenna orlofshóp ar dvelja þarna í sumar, í 10 da]ga hver hópur. Tveir fyrstu hóparnir eru úr Reykjavik og síðasti hópurinn í júlimánuði er úr Hafnarfirði. — Fyrsta ferðin í ágúst er úr Reykjavík önnur úr Kópavogi, en sú síðasta aftur úr Reykja- vík. Rétt til orlofsins hafa aliar húsmæður, sem ekki hafa launagreiðslur fyrir það starf. Orlofsnefndin i Reykjavik tek ur á móti umsóknum frá 2. júní að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í húsnæöj Kvenréttindafé- lags Islands allan júnímánuð. Orlofiö sjálft hefst 1. júlí. IVvennasiðan fékk upphring- ingu frá húsmóður, sem bað okkur um. að koma því til skila til fisksala hvort þeir vildu nú ekki vera svo vænir að hafa meira af þorsk-kinnum á boö- stólum hjá sér. Hún kvað þorsk-kinnar vera finasta mat og gaf okkur því ti! sönnunar uppskrift að steiktum þorsk-kinnum. Roöið er tekið af-kinnunum og þær snyrtar til. Því næst er þeim velt upp úr brauömylsnu og steiktar á venjulegan hátt upp úr smjöriíki. Með þessurn rétti er gúrkusa'at borið fram og er þetta herramannsmatur., Við tökum undir beiðni hús! móður. Þorsk-kinnar eru góöar bæði soönar og steiktar og ekki sízt rná benrla á það, að þær eru ödýr fæða. iTonöíöföa niynólikiskölinn Stórholti 1. Þeir sem hug hafa á því aö hefja nám við forskóla Myndlista og handíöaskóla íslands, á hausti komanda sendi skólanum umsóknir sínar fyrir 1. sept n. ~ og láti fylgja uppl. um námsferil ásamt afriti af prsf- skírteinum. Að þessu sinni veröa allir umsækjendur að ganga undir inntökupróf, sem haldið veröur dagana 22.—26. september í húsakynnum skólans að Skip- holti 1, Reykjavík. Skólastjóri. Hitunartæki Miðstöðvarketill 6—6!/2 ferm meö Rexoil brerinara, spíral hitara og þrýstiþenslukeri, allt i fyrsta flokks lagi'til sölu. Mjög hentugt í 3ja hæða stigahús. — Uppl. í síma 40859. Grænmetis og ávaxtakvörn óskast til kaups. — Uppl. daglega í síma 16205. — Lárus Ingimarsson heildverzlun, Vitastíg 8. Lausar stöður Vegna fjölgunar starfsmanna eru þrjár fulltrúastööur i rannsóknadeild hér með auglýstar lausar til um. sóknar. )> Endurskoöunarmenntun, viðskiptafræöimenntun eða staðgóö þekking og reyasla í bókhaldi, reiknings- skilum og skattamálum nauösynleg. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borizt skrifstofu ríkisskattstjóra, Reykja nesbraut 6, i síðasta lagi 5. júli n. k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Skaltrannsóknastjóri- Laus staða Staöa forstjóra Innkaupastofnunar rikisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 26. flokki launakerfis opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist viðskipta- málaráðuneytinu fyrir 26. júní n. k. Viðskiptamálaráðuneytið, 5. júní 1969. Þ E T T A bjððum við upp á þessa dagana. í bókasafní: • SÝNING A NORRÆNUM PAPPIRSKILJUM Um það bil 2000 bókaheiti, opiö kl. 10—21. Helgidaga kl. 13—21. í forsal: • DÖNSK SVARTLISTARSÝNING Um 150 myndir, stendur aðeins stutt hérfrá. Næsta sýning (frá 1. júlí): • ÚRVAL MÁLVERKA OG TEIKiyiNGA EFTIR ÁSGRÍM JÓNSSON. I samvinnu viö Ásgrímssafn. í kaffistofu: Lesið norræn dagblöö, meðan þið dreééið kaffi — um 30 blöð liggja frammi. Venjulega opió kl. 10— 18 — sunnudaga frá kl. 13. NORRÆNA HUSIÐ Eigna - umsýsla, kaup og sulu BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 • Box 1355 . Símar 84455 og lÉ3ð9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.