Vísir - 07.06.1969, Blaðsíða 16
V
racrra
Laugardagur 7. júní 1969.
BOLHOLTI 6 SlMI 82143
AFGREIÐSLA
AÐALSTRÆTI 8
SÍMI 1-16-60
TRWGÍMl
JHBáWaHBa^ » Wj^ LAUGAVEGI 178 K
xJSKKJB • SÍMI21120 J
Sauðfjárstríðið er aftur
hafið í Árbæjarh verfi
Agangurinn byrjar óvenju snemma, segja íbúarnir
Kindur leika enn lausum
hala í Árbæjarhverfi og
gera þar usla. Eftir öll-
um sólarmerkjum að
dæma gæti aftur risið
upp deila milli fjáreig-
enda og garðeigenda í
Árbæjarhverfi.
Um hádegisbilið í gær varð
Theodór Marinósson, Vorsa-
bæ 20 var við það að ein ærin
var komin inn í garð hans og
var hún með tvö lömb. Theo-
dór varð fyrir miklu tjóni á
rósabeðum í fyrrasumar af
völdum kinda og brá hart við
og rak kindina til geymslu
inn í næsta garð, sem var
girtur allt í kring, en á meðan
hann brá sér í símann flaug
kindin yfir girðinguna og
lömbin komust undir hana.
— Ég hringdi í lögregluna og
fór með henni upp að Geithálsi,
segir Theodór. Þar eru þeir meö
varðskúr og tvo smalastráka. Á
leiðinni niður eftir aftur urðum
við varir við tvær kindur með
fjögur lömb rétt hjá blokkun-
um og aðeins neðar voru fjórar
ær með lömbum. Strákarnir
voru sendir til að reka þær frá
hverfinu og fór ég með þeim til
að smala þeim saman og varð úr
þessu þriggja klukkustunda elt-
ingaleikur og síðast sást til kind
anna á Norðurlandsvegi.
Fólk í Árbæjarhverfi hefur
orðið vart við kindur s.l. viku í
hverfinu og byrjar ágangurinn
óvenju snemma að þessu sinni.
Það á víst að reka þessar kindur
upp fyrir varðskúrinn hjá Geit-
hálsi en enginn er til að passa
þær á nóttunni, og geta þær því
komizt niður í garðana á þeim
tíma.
Þá sagðist Theodór hafa feng-
ið heimsókn af fjáreiganda úr
Reykjavík um helgina, sem ætl-
aði aðeins að láta hann vita það,
að ágangur í garðana í Árbæjar-
hverfi yrði ekki minni í sumar
en í fyrra. Þeir hefðu bara fært
féð rétt upp fyrir borgina og
niðurskurður heföi enginn verið
og að þeir hefðu bara gaman af
því að stríða lögreglunni.
Einnig sagöi Theodór, aö
hringt hefði verið í Fegrunar-
nefndina út af áganginum og því
svarað til, að það væri svo erfitt
að eiga við þessa fjáreigendur.
í lokin sagðist Theodór vilja
vara íbúa Árbæjarhverfis við
því, þá sem þegar væru í óða
önn að setja niður hjá sér plönt-
ur, að erfiði þeirra gæti orðið
árangurslaust, ef dæma ætti eft-
ir fyrri reynslu.
Séra Sigvaldi grúskar í skjölum
sínum í áttugasta sinn í kvöld fyrir
áhorfendur.
16 þúsund munns
hnfu séð Mann
og konu
Um 16 þúsund manns hafa þeg-
ar séð sýningar á Mannj og konu
hjá L. R. en i kvöld er áttugasta
og síðasta sýning á leikritinu.
Aðeins eitt leikrit hefur verið
sýnt og hlotið eins mikla aðsókn
hjá L.R. áður á einu leikári, en
það var leikritið Hart í bak sem
var sýnt í 85 skipti.
Maður og kona hefur verið svið-
sett þrisvar sinnum áður: hjá L. R„
Fjalakettinum og Þjóöleikhúsinu.
Alls hefur þaö verið sýnt um 200
sinnum og má telja til hinna sígildu
'slenzku leikrita.
skal ná í þá64 sagði
b j ar g vætlur inn?
Sauðkindin ætlar að halda „tryggð“ sinni við húsagarðana í
bæjarhverfi, hvað sem hver segir eða gerir.
en hljóp svo sjálfur meó þjófunum
• Harmi slegin yfir hvarfi vesk
is síns hljóp hreingerninga-
konan út á eftir veskjaþjófun-
um, tveim unglingspiltum, sem
laumazt höfðu inn á skrifstofurn
ar, þar sem hún var að gera
hreint, og hrifsað höfðu veski
hennar með um 5.600 kr. í, svo
að segja fyrir augunum á henni.
En piltarnir voru fráir á fæti og
hún mátti horfa á eftir þeim varnar
laus, þar sem þeir hlupu niður göt-
una, Hún hafði heldur ekki komið
auga á þá, fyrr en þeir voru að
Taumast út af skrifstofunum með
fenginn,
„En þegar neyðin er stærst, er
hjálpin næst“ — eða svo stendur
í skáldsögunum, og það hýrnaði yf
ir konunni, þegar þriðji unglings-
pilturinn, sem staðið hafði fyrir
utan húsið, gaf sig á tal við hana
— sagðist þekkja skálkana og
bauðst til þess að elta þá og snúa
þeim við.
Vongóö horfði hún líka á eftir
honum hlaupa niður götuna og
beiö ... og beið .. og beið, þar
til loks rann upp fyrir henni ljós!
Hann hafði verið í vitorði með
hinum tveimur!
Enn allt er gott. þá endirinn er
góöur Hún sagði lögregiunni sínar
farir ekki sléttar og eftir nokkra
leit haföist upp á veskjaþjófunum
— öllum þremur — í gærd. (Þjófn
aðurinn var framinn í fyrrakvöld).
Peningana gátu þeir vísað á. en
þá höfðu piltarnir (tveir 17 ára og
einn 15 ára) falið í rusli í ná-
grenni hafnarinnar. 1700 krónur
vantaði þó upp á, en þeim höfðu
þeir eytt í bíó og annað.
FÆDDI BARN ÁÐUR EN
TIL UPPSKURÐAR KOM
• Gífurleg ös hefur verið á
fæðingarstofnunum á stór-
Reykjavíkursvæðinu undanfarið
eins og Vísir hefur skýrt frá,
en nú undanfarna daga hefur
heldur dregið þar úr, þannig
að ekki hefur þurft aö vísa frá
konum, a. m. k. ekki frá Fæðing
ardeildinoi að því er Pétur Jak
obsson, prófessor og yfirlæknir
sagði VÍSI í gær. Þar er þó
meira en hvert rúm sklpuð og
þurfa nokkrar konur að liggja
á fæðingarganginum.
Það var þvi ekki þrengslunum
að kenna, að kona ein fæddi
barn sitt í vikunni á einum spít-
ala borgarinnar, sem ekki tekur
á móti sængurkonum. Konan
mun hafa verið lögð inn til að-
gerðar. en hún taldj sig vera
komna 4—5 mánuöi á leið. I.ék
grunur á aö fóstrið væri látið.
júkrunarkonu varð litiö inn til
konunnar nokkru eftir að hún
var lögð inn og sá þá, aö eitt-
hvað var athugavert. Þegar hún
gáði betur að, sá hún á sitjand-
ann á nær fullburða barni, sem
var á leið í þennan syndum
hrjáða heim. Skipti engum tog-
um að konan ól þarna barn,
sem hún hafði gengið með í 8
mánuði og var barnið hið spræk
asta í alla staði, nema hvað því
hafðj greinilega legið heldur
mikið á að kynnast lifinu og
tilverunni.
„Mætiö úti
í garðinum “
— Arbæjarfélagið hvetur ibúana til að gefa
fordæmið og snyrta lóðirnar
• Árbæingar og Selássbúar hafa
nú verfð hvattir til að fjöl-
menna út á lóðir sínar kl. 2 eftir
hádegi á sunnudaginn. Það er fram-
farafélag hverfisins, líklega eina
hverfisfélag borgarinnar sem hvet-
u ribúana til að taka höndum
sarnan um aö hefja fegrunarvikuna
með glæsilegu átaki i þessu unga
hverfi.
! • „Viö viljum að íbúarnir sýni
samheldni og samhug i þessu
! máli og vitum að margar hendur
i vinna létt verk“. sagði Sigurjón
Ari Sigurjónsson, einn forráða-
manna félagsins i gær. „Við viljum
einnig gera okkar til að hvetja
borgaryfirvöldin til að ganga fri
sínum málum í sambandi við gatna-
gerð og frágang hverfisins," sagði
hann.
„Rauða Ijósið" kvöld eft'n
kvöld í Þjóðleikhúsinu
• Rauða Ijósið hefur sannarlega
logað viö Þjóðleikhúsið að
undanförnu. E.t.v. vita ekki allir
hvað rautt ljósker yflr aðaldyrum
hú.sins þýðir, — bað þýðir að allir
miðar séu uppseldir.
• I gær sögðum við frá frá-
bærri aðsókn að „Fiðlaranum“,
— en önnur sýning virðist þó
einnig vinsæl í leikhúsínu, ballett-
sýning Colin Russels, uppselt var
á þær tvær sýningar, sem vera áttu
og er nú ákveðið að hafa hana enn
einu sinni, sú sýning er annað
kvöld. Fram koma þau Colin Russ-
el, Ingibjörg Björnsdóttir og þrír
dansarar úr „Fiðlaranum" auk 40
nemenda Listdansskóla Þjóðleik-
hússins.