Vísir - 14.06.1969, Page 1
226 tonn af
Spærlingsaflinn, sem komið hef-
ur hér á land síðan veiðar hófust
30. maf, er nú orðinn 226 tonn,
en menn gera sér vonir um að
spærlingur verði í framtíðinni eitt
spærlingi
af veigamestu hráefnum fiskimjöls-
verksmiðjanna. Spærlingurinn
er veiddur í troll, sem fengið er frá
Danmörku og er hér um tilrauna-
veiðar að ræða.
Mjölið þriðjungi dýrara — mikil rýrnun framleiðslu
Allt undir síldinni komið
//
Verðiö á mjöli og lýsi á
heimsmarkaði er nú mun
hagstæðara en á sama
tíma í fyrra en þá var það
einkar lágt. Hefur mjölið
hækkað um 30—40% frá
í fyrra. Verðið er þó enn
Loðdýrin bíða
eftir nefnd
Hinir mörgu áhugamenn um
minkarækt og annarra loðdýra hafa
enn ekki fengið leyfi hjá atvinnu
málaráðuneytinu. Þessu veldur að
nefnd hefur verið skipuð til að
kanna málið og semja reglugerð,
enda þarf í mörg horn að líta.
Fimmmenningamir í nefndinni
eru Ásberg Sigurðsson, borgarfó-
geti, Sveinn Einarsson, veiðistjóri,
Árni Jónasson, fulltrúi Stéttarsam-
bands bænda, Páll A. Pálsson, yfir
dýralæknir, og Eyjólfur Konráð
Jónsson, ritstjóri. Búizt er við nið
urstöðum nefndarinnar innan
skamms.
lágt miðað við „gullöld-
ina“ árið 1966.
Framleiðslan mun hafa minnkað
hjá stærstu framleiðendunum. í
Perú, langstærsta framleiðandan-
um, er veiðibann í gildi frá 1. júní
til 1. september. Þá brugðust
norsku síldveiðarnar alveg í vetur
Það er auövitað allt undir síld-
inni komið, eins og fyrri daginn.
Tækist vel til, er þessi þróun einkar
hagstæð íslendingum. Spyrja iVá,
hvort þetta muni örva útvegsmenn
til að reyna betur viö síldina. Þó
er þaö mál kunnugra, að verðið
skipti ekki mestu. Menn séu von-
daufir um síldveiðarnar en fengist
síldin mundi hún veidd baki brotnu
hvort sem lýsis- og mjölverðið væri
eitthvað hærra eða lægra.
Síðasta ár framleiddu Perúmenn
1,9 milljón tonn af mjöli, næst kom
Suöur-Afríka með 469 þús. tonn. —
Norðmenn voru þriðju með 401 þús.
og Danir fjórðu með 215 þúsund
tonn.
Danir búast við aukinni eftir-
spurn á heimsmarkaðinum og eru
að taka upp svonefnt „centrifish“-
kerfi. Er sagt að auka megi fram-
Ieiðsluna um 50 af hundraði án þess
að bæta við sig mannskap. — Bret
ar og önnur EFTA-ríki, auk Aust-
ur-Evrópuríkja eru helztu kaupend
,a®s
Hæstiréttur
kannar úrskuri
um gæzfuvarðhald
Málskjöl í rannsókn á morði Gunn-
ars Tryggvasonar, leigubíistj., hafa
nú verið send hæstarétti, vegna síð
asta úrskurðar sakadóms um á-
framhaldandi gæzluvarðhald leigu-
bílstjórans, sem setið hefur nú um
alllangt skeið í varðhaldi.
Fanginn hafði að ráði réttar-
gæzlumanns síns kært úrskurðinn
til hæstaréttar, sem nú hefur feng
ið málið í hendur til meðferðar.
Dómarar eiga eftir að kynna sér
málskjölin, sem verður vafalítið
langur lestur, því rannsókn máls-
ins hefur spannað yfir langan tíma
og margir verið leiddir fram til
vitnis f því.
| Verður því þess að vænta að
nokkrir dagar líði, áður en hæsti
réttur sker úr um, hvort úrskurður
sakadóms stendur eður ei.
Áratugs barátta við að koma
þessum kössum í lðg hefur
engan árangur borið.
Fagur
##
minnisvarði, sem
staðið hefur 10 ár
1 tíu til fimmtán ár hafa þess-
ir kassar staðiö á lóð einni f
Vogunum og stungið íbúa Vog-
anna f augun, eins og hvert ann*
að rusl, sem setur leiðinlegan
blett á umhverfið.
Æ ofan í æ hafa þeir klifað
á þvf við eigendurna, að þeir
létu fjariægja þetta kassadrasl,
en kveinstafir þeirra hafa fram
til þess verið kveðnir fyrir dauf
um eyrum.
Smáskæruhernaður bamanna
x hverfinu, sem laumazt hafa
inn fyrir girðinguna og málað á
kassana slagorðiö — HREINT
LAND, FAGURT LAND — hef-
ur heldur ekki hrinið á kassa-
cigendurna
Þó höfðu nokkrar vonir vakn-
að með íbúum Vogahverfis, þeg
ar fegrunarvikan gekk í garð,
að öll sú umhiröuvakning mundi
nú kannski rumska við kassa-
elgendunum. En nei. Kassamir
virðast þeim of hjartfólgnir til
þess að þeir tími að láta þá
hverfa og nú er fegrunarvikan
senn á enda, og allar horfur á
þvf, að kassarnir muni standa
þarna önnur tíu ár til viðbótar.
Mótmæla ásökunum
Eyoma frá Bíafra
Rauöi kross íslands hefur gefið
út tilkynningu vegna ásakana
sendifulltrúa Biafra hér, Hr. Eyoma,
í garð Alþjóða rauða krossins. Birt-
ist m.a. hér í Vfsi frásögn af flug-
slysi, þar sem sænskir flugmenn
WWWVWWWWVWWWVWVWWWVWSAAAAAÍ
Heimili á hjólum
í þessari bifreið verða varla í vandræðum með nætur-
staðinn.
BHaleigan Falur hefur tekið
tæknina í sína þjónustu til að
útiloka hótelin, helztu keppi-
nautana, með því að innrétta
Volkswagen-rúgbrauð fyrir fjöl
skyldur.
„Flotinn hjá okkur núna er
um 70 bílar“ sagöi Stefán Gísla
son eigandi Fals. „Við byrjuðum
með tvo bíla.“
Síðan hefur þessi bílaleiga
vaxið jafnt og þétt, og nú auglýs
ir hún ísland austan hafs og
vestan með því aö gefa út bækl
inga á ýmsum tungumálum.
„Litla heimilið“, sem Falur
leigir út er handhægt fyrir hjón,
sem hafa áhuga á því að ferðast
um landið með tiltölulega Iitlum
tilkostnaði.
„Við höfum bíla af ýmsum
gerðum", segir Stefán Gíslason.
„Meira en 50% þeirra sem leigja
bíla eru íslendingar, hinir eru
útlendingar, sem leigja bílana til
skemmri tíma.“
og 50 hermenn Nígeríustjórnar fór
ust við flugvöllinn f Port Hartcurt í
flugvél Alþjóða rauða krossins.
í tilkynningu Rauöa krossins seg
ir m.a.
„Alþjóðanefnd Rauða krossins
annast hjálparstörf í þágu íbúa á
ófriðarsvæðum beggja vegna viglín
unnar í Nígeríu: Alþjóðanefndin hef
ur ávallt gætt þess fullkomlega,
enda hlotið reynslu í þessum mál
um í meira en 100 ár, að taka sér
ekkj neitt fyrir hendur, sem gæti
talizt stjórnmálalegs eðlis. Alþjóða
nefndin hefur nákvæmt eftirlit með
öllu, sem gert er á hennar vegum,
og lýsi'r þvf opinberlega' yfir, að
hún hefur aldrei, undir neinum
kringumstæðum flutt vopn, skot-
færi eða annað, sem gaéti beint
eða óbeint'verið notað í sambandi
við striðsaðgerðimar.“
• Ennfremur segir og: „Þá vill
nefndin mótmaela fevers konar á-
sökunum, sem ætlað er að vekja
tortryggni á mannúðartilgangi
starfs Rauða krossins.“