Vísir - 14.06.1969, Page 9

Vísir - 14.06.1969, Page 9
V1SIR . Laugardagur 14. júní 1969. 9 □ Við ættum að skilja þá. Sautjánda dag þessa mánað- ar höldum við Islendingar upp á aldarfjórðungs lýðveldi. Allir þeir, sem voru samankomnir á Þingvöllum rigningardaginn fyr- ir rúmum 25 árum muna eftir þeim innilega fögnuði, sem þar ríkti, er við fengum fullt frelsi og fögnuðum nýfengnu sjálf- stæði. Við verðum að líta til baka, er við erum nú beðnir um að viðurkenna sjálfstæði í Bf- afra. Það væri gaman fyrir okk- ur að verða við þessari mála- leitan og það án fhlutunar ann- arra þjóða. Við höfum sjálfir háð langa og erfiða sjálfstæöis- baráttu, þó ekki eins blóöuga og Bíafraþjóðin og við ættum að skilja þá. Þúsund manns deyr daglega í Bíafra úr hungri. Eigum við að bíða eftir því að yfirgangur annarra útrými þjóð- inni. Viö höfum stutt þjóðina að nokkru leyti, en við verðum að gera þaö að öllu leyti. „Krafin“. □ Hver velur myndimar? Mönnum er orðiö mjög tíð- rætt um hina sérstaklega lélegu dagskrá sem sjónvarpið okkar býður upp á. Og lengi virðist vont geta versnaö. Myndavaliö er svo lélegt, að mig fýsir að spyrja, hver velur myndirn- ar? Þá vaknar einnig sú spurn- ing: Hvar f ósköpunum finna þeir þessar myndir? Fyrir skömmu byrjaöi enn einn brezki myndafiokkurinn, sem nefnist Saki. Það verður að endurskoða hlutina þegar einn af þúsundi getur horft á sjónvarpsmyndir og haft gaman af. Eiga hinir að ]áta sér þetta lynda, Hvílir eng- in ábyrgö á Þeim mönnum. sem myndimar velja? Einlæg von um eitthvað betra og skemmti- legra. K. Þ. □ Af hverju er aldrei talað um kauphækkanir heildsala? Dagblöðin í Reykjavík, aö einu undanskildu, hljóðvarp og sjónvarp eru yfirleitt ekki lengi að birta með stóru letri og glæsilegum orðaforða ef is- lenzkur verkamaður fær ein- hverja smá kauphækkun. Hins vegar ef smákaupmenn og heild salar fá hækkun á álagningu eða sama og kauphækkun er varla um Það getiö, Hvers vegna er ekki hægt, að gera öllum stéttum jafnhátt undir höfði hjá almennum fréttastofn- unum. Þarf einhverju að leyna? Gaman væri ef einhver gæti skýrt þetta mál, því trúlega leynist einhvers staðar maökur i mysunni. Athugull. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 BCÍÖŒBSZP: SZ&tSB íslenzkir trésmiðir undirbúa sig fyrir Svíþjóðarfe^ð í vor. Islenzkir iðnaðarmenn kömnir á alþjóðlegan vinnumarkað • Eru lslendingar aA komast í flokk með ítölum, Spánverj- um, Portúgölum og Grikkjum? Árlega leita hundruð þús- unda frá þessum löndum á vinnumarkaði í löndum, þar sem lífskjörin eru betri, svo sem Þýzkalands. iFyrir smáskilding fara þeir í þriðja farrými járnbrautalesta á þessi nýju mið og koma heim nokkrum mánuðum seinna, auðugir menn á mæli- kvarða heimahéfaðs. síns. k sama hátt eru ísléndingar, einkum iönaðarmenn, I sí- vaxandi mæli að fara til starfa erlendis, til dæmis til Svíþjóð- ar og Bretlands. Eftir gengis- lækkanir siðustu tveggja ára fá þeir í þessum löndum hátt kaup í íslenzkum krónum, svo sem 60 þúsund krónur á mánuði eft ir að hafa greitt fæði og bragga húsnæöi. Ef þeir spara þetta fé handa fjölskyldu sinni hér heima eru bessir iðnaðarmenn komnir á tekjustig lækna og tannlækna. í stað stopullar vinnu hér og ef til vill 70 króna á tímann fá þeir í Svíþjóð 225 kr. á klukkustund. Auðvitað munu þessir ágætu iðnaöarmenn eyða einhverju af kaupi sínu í hinu framandi landi, en ef til vill ekki meira en þeir mundu sem einstakling ar eyða hér heima. Trésmiðir segjast hafa reiknað út laus- lega, að 50% meira fáist fyrir tímakaupið í Svíþjóð en hér, ef miöað er við algengustu nauð- synjar. • Stéítir farnar að miða kröfurnar við önnur lönd Flugmenn fara nú fram á 100% kauphækkun. Þetta rök- styðja þeir aðallega með því, að erlendis gætu þeir fengið margfalt kaup. íslenzkir flug- menn þykja góðir. Þeir eru van- ir langflugi við illar aðstæður. Á feröum sínum erlendis hitta þeir fyrir starfsbræður sína og fulltrúa erlendra félaga. Þess vegna eru þeir á alþjóölegum markaði, bæði vegna hæfileika í starfi og þess, að þeim eru ljósir kostir og ókostir við vinnu erlendis, betur en flestum öðrum stéttum. Það fer heldur ekki á milli mála, að ýmsar stéttir sérfræð- inga byggja á samanburði við önnur lönd. Þessir menn hafa iðulega verið við nám erlendis og kynnzt aðstæðum. Þar eru þeim ósjaldan gerð vinnutilboð frá háskólum og öðrum stofnun- um og fyrirtækjum. Læknar tala manna mest um þau kjör, sem þeir gætu fengiö í Banda- ríkjunum eöa Svíþjóö. Þaö þarf því aö koma til það, sem oft er kallað „ást á landinu og þjóö- inni“, eigi þeir að setjast að hérlendis við rýrari kost I ver- aldlegum gæðum. Urmull Iækna verkfræðinga og annarra sér- fræöimenntaöra . manna er við störf erlendis. Vesalings lögfræð ingarnir bera skarðastan hlut frá boröii Þeirra menntun er staðbundin við ísland og hefur takmarkað gildi á erlendum vett vangi. Sú spurning er efst á baugi .hvort bættar samgöngur og upplýsingar um önnur lönd hafi fleygt öllum þorra íslend- inga i' á vinnumarkað heims- ins. 20 — 30 þúsund krónur í ferðakostnað báðar leiðir vinn- ast fljótt upp með mismun kaupsins, Þetta er svipuð þróun og j viöskiptum almennt. Til dæmis mundum við meö inn- göngu i EFTA, eftir 10 ára að- lögunartfmabil, verða að duga eða drepast í samkeppni við aðrar þjóðir í miklu rfkari mæli en verið hefur. Flutningskostn- aður á vörum til eða frá land- inuu veitir æ minni vernd eöa skapar æ minna óhagræði við útflutning. • Vinna minnkar í Straums vík frá sept. til febrúar Karl Eiríksson hjá „Bræðurnir Ormsson“ segir, að allar líkur séu til þess, að vinna rafverk- taka í Straumsvík minnki, þeg- ar líður á sumarið. ! febrúar muni hún aukast vegna nýs á- fanga í verksmiðjubyggingunni. Rafverktakar athuga nú, hvað unnt sé að gera til að brúa bihö og hafa haft samband við aðila i Þýzkalandi og Danmörku. Hilmar Guðlaugsson fopn. Múrarafélagsins segir, að múr- arar athugi nú á Norðurlöndhm með vinnu i sumar, og Magn- ús H. Stephensen, formaður Mál- arafélagsins, segir sömu sögu. Tveir málarar munu farnir ut- an til vinnu, Málarar taka á- samt öðrum meölimum ( heild- arsamtokujn byggingarmanná þátt í athugun hvort unnt sé að fá vinnu erlendis um tíma i sumar. Allir byggingamenn ótt- ast hlé í straumsvík og Jón Snorri Þorleifsson, formaöur Trésmiðafélagsins, er nú að kanna möguleika á frekari vinnu fyrir þá í Svíþjóð, auk þess sem hann situr alþjóðlegt þing þessarar stéttar. • 81 trésmiður plús 28 járn- smiðir plús 65 trésmiðir. Við tókum Þórð Gislason tali á skrifstofu Trésmiðafélags- ins, en hann hafði fylgt hópi trésmiða og málmiðnaðarmanna um borð i flugvél á leið til Svl- þjóðar. Hann sagði, að fyrst hefði farið 81 trésmiður hinn 28. apríl. Fyrr í vikunni bættufit í hópinn 35 trésmiðir og 10 járn- smiöir, í fyrradag fóru 18 tré- smiðir, og 12 trésmiöir og lík- lega 18 málmiðnaðarmenn munu halda utan á mánudaginn. Sam- tals 65 trésmiöir og 28 járn- smiðir til vlðbótar þeim 81 sem fyrir var. Einhverjir munu komn ir heim úr 'yrsta hópnum, en höfðu ekki gefið sig fram viö skrifstofu félagsins í gær, Komu þeir „af persónulegum ástæð- um“. Trésmiðirnir í Malmö eru ánægðir og segja, að Finnar og aðrir hafi orðið að víkja fyrir íslendingum, sem stóðu þeim framar þegar á hólminn kom. Þeir hafa lika íslenzkan verk- fræðing sér til fulltingis. Guð- jón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna, telur aö ts- lendingarnir muni margt læra af sænskum og nýtaj þegar heim kemur. Flestir eru ráðnir til 10—12 vikna, en vera má, aö þeir verði lengur. í stuttu máli sagt, eru öll helztu félög byggingarmanna að athuga möguleika á „utanferð- um“ sinna manna — og svo spyrja menn: „Hvert stefnir?" H- H. Bonarér: gnwanwg—a Fjölmargir iðnaðarmenn hafa að undanförnu lagt leið sína til Svíþjóöar í atvinnuleit. Flestir hafa fengið vinnu þar og fá mjög hátt kaup. — Vísir spyr: Hvað íinnst yður um ut- anferðir íslenzku iðn.vð armannanna? Ástþór Magnússon, nemi: Mór finnst það alveg stór- snj^llt hjá þeim að fara utan. Þar' eru tækifærin: Eyþór Bollason, nemandi í Tækniskólanum: Alveg sjálfsagt fyrir þá aö fara út, ef þeir hafa það betra þar. Ágúst Guðjónsson, bifreiðasmiður: Mér finnst þaö allt í lagi. Það er eina úrræöiö, ef ekkert er hér heima að gera fyrir þá. Sigurður Kristmundsson, málari: Alveg sjálfsagt að fara utan. Birgir Magnússon, starfs- maður hjá Ásbimi Ólafssynl:’ Auðvitað er miklu nær að fara út og fá kaup, en aö vera hér og fá ekkert kaup. Hákon Guðmundsson, verzlunarmaður; Allt I lagi, ef þeir fá nógu raikið kaup. Þetta eru menn, sem vjta hvað þeir eru að gera.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.