Vísir - 14.06.1969, Page 13
V í S IR . Laugardagur 14. júní 1969.
Úrval úr dagskrá næstu viku
SJÖNVARP •
Sunnudagur 15. júní
18.00 Helgistund. Séra Jakob
Jónsson, dr. theol, Hallgríms-
prestakalli.
18.15 Lassí. Stríðshundurinn.
18.40 Sumarið og börnin. Frá
sumarbúðum Þjóðkirkjunnar
við Vestmannsvatn.
18.50 Fífiiamma. Sumarævintýri
eftir Allan Rune Pettersson. 3.
og 4. hluti.
20-25 Islenzkir tónlistarmenn.
20.45 Myndsjá. Aðdragandi inn-
rásarinnar í Normandie, höfr-
ungar, eggjataka í Eyjum, fall-
byssusmiður á Sauðárkróki
o. fi.
21.15 Kirsuberin kátu. Brezkt
sjónvarpsleikrit eftir Donald
Churchill.
22.10 í upphafi geimaldar I. —
Gemini. 1 næsta mánuði er ráð-
gert að menn stígi í fyrsta sinn
fæti á tunglið. í tilefni af því
sýnir sjónvarpiö sex myndir um
geimrannsóknir og '■geimferðir
fyrir lok þessa mánaðar.
Mánudagur 16. júní
20.30 Karlakórinn Vísir syngur.
Stjómandi Geirharður Valtýs-
son.
20.55 Söngur eftir Saki. Séð í
gegnum fingur, Lynghænufræ,
Sjöunda hænan og Músin.
21.40 í upphafi geimaldar II. —
TM tunglsins.
22.30 Iþróttir.
Þriðjudagur 17. júní
18.00 Lýðveldishátíðin 1944.Segja
má að inngangur þessarar sögu
frægu kvikmyndar sé ísland í
myndum. En aöalefni myndar-
innar er undirbúningur lýðveld
isstofnunarinnar og sjálf lýð-
veldishátíöin á Þingvöllum 17.
júní 1944.
20.00 Ávarp forseta íslands, dr.
Kristjáns Eldjárns.
20.35 Þjóðhátíðarræða forsætis-
ráðherra, dr. Bjama Benedikts-
sonar.
20.45 Ávarp fjallkonunnar.
20-50 Jón Sigurðsson. Sjónvarpið
hefur gert kvikmynd um líf
og störf Jóns Sigurðssonar
forseta, í tilefni þess, að tutt-
ugu og fimm ár eru liðin frá
stofnun íslenzka lýðveldisins.
21.35 Maður og kona. Alþýðu-
sjónleikur, saminn af Emil
Thoroddsen og Indriða Waage
eftir skáldsögu Jóns Thorodds-
ens. Leikritið er hér nokkuö
stytt. Leikstjóri og sögumaður
Jón Sigurbjörnsson.
Miðvikudagur 18. júní
20.30 Hrói höttur. Köttur í bóli
bjarnar.
20.55 Ellen systir mín. Bandarísk
kvikmynd gerð árið 1955.
Leikstjóri Richard Quine. Aðal
hlutverk Janet Leigh, Jack
Lemmon og Betty Garrett.
22.35 í upphafi geimaldar III. —
Ókunnar slóðir.
Föstudagur 20. júní
20-35 Þórir Baldursson leikur
vinsæl lög á orgel.
20.50 Dýrlingurinn. Á landamær-
um lífs og dauða.
21.40 Erlend málefni.
22.00 í upphafi geimaldar IV. —
Heilir heim.
Laugardagur 21. júní
18.00 Endurtekið efni: Litblindur.
ÁÖur sýnt 9. júní s.l.
20.25 Draumar á dagskrá. Leikrit
eftir Johannes S. Möllehave
og Benny Anderson. Leikstjóri
Benny Anderson.
21.25 í Mexíkó er margt að sjá.
1 Mexíkó eru nýtízkulegar borg
ir og baðstaðir, s,em frægir em
víða um heim. En þar eru líka
ótal sveitaþorp, sem lítil kynni
hafa haft af nútíma lífsháttum.
22.00 Rheinsberg. Þýzk kvik-
mynd byggö á sögu eftir Kurt
Tucholsky.
ÚTVARP •
Sunnudagur 15. júní
19.30 Sagnamenn kveða. Ljóð eft
ir Þórberg Þórðarson, Benedikt
Gíslason og Friörik Á Brekkan.
Baldur Pálmason sér um þátt
inn og les ásamt Gunnari Eyj-
ólfssyni leikara.
20.25 Brot úr mannlífinu á Is-
landi 1944. Jónas Jónasson flett
ir blöðum og minnir á ýmis-
legt I tali og tónum, fyrri hluti
dagskrár.
21.00 Þjóðlífskviður úr Eyjum.
Árni Johnsen sækir útvarpsefni
til Vestmannaeyja.
Mánudagur 16. júní
19.30 Um daginn og veginn. —
Gunnar Benediktsson rithöfund
ur talar.
20.20 Millirikjaverzlun þróunar-
mál og þriðji heimurinn. Sig-
urður Gizurarson lögfræðingur
flytur fyrra erindi sitt.
21.00 Búnaðarþáttur: Or heima
högum. Gísli Kristjánsson rit-
stjóri ræðir við Pétur Sigurðs
son bónda i Austurkoti í
í Flóa.
Þriðjudagur 17. júní
14.10 Frá þjóðhátíð í Reykjavík:
Hátíðarathöfn á Laugardalsvelli
Ellert B. Schram lögfræðing-
ur, formaður þjóðhátíðarnefndar
flytur ávarp. Forsætisráðherra,
dr. Bjarni Benediktsson, flytur
ræðu. Ávarp Fjallkonunnar.
Lúðrasveitir leika.
18.00 Frá þjóðhátíð í Reykjavík:
íþróttir í sundlaug og á leik-
vangi. Sigurður Sigurðsson og
Jón Ásgeirsson lýsa keppni.
19.30 Lýðveldishátíðin á Þingvöll-
um fyrir 25 árum. Viðburðir
dagsins rifjaðir upp í tali og
tónum, Haraldur Ólafsson dag-
skrárstjóri tengir atriðin sam-
an og Hjörtur Pálsson les.
22.15 Veðurfregnir og danslög.
Fyrstu þrjá stundarfjórðungana
kynnir Jónas Jónasson lög, sem
voru vinsæl 1944. — eftir það
önnur lög við nýja og gamla
dansa.
Miðvikudagur 18. júní
19.30 Tækni og vísindi. Páll
Theodórsson eðlisfræðingur
talar um útvarpslampa og
upphaf rafeindatækninnar.
20.15 Sumarvaka. a. Bjólfskviða
hin engilsaxneska, Þorsteinn
Guðjónsson les úr hennj kvæði
og talar um hana. b. Lög eftir
Bjarna Böðvarsson. Sigurveig
Hjaltested syngur.
c. Yfir Kiettháisinn. Hallgrím
ur Jónsson kennari flytur ann
an hluta ferðaþáttar síns.
d. í dögun. Elín Guðjónsdóttir
les ljóð eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi.
Fimratudágur 19. júní
19.35 Maddama, kerling, fröken,
frú. Samfellt efni úr sögu kven
réttindabaráttunnar í gerð og
flutningi Ásdísar Skúladóttur,
kennara. Ástu Bjartar Thorodd
sen, tannlæknis og Guðfinnu
Ragnarsdóttur jarðfræðings.
20.55 Á rökstólum. Björgvin Guð-
mundsson viðskiptafræðingur
gerir að umræðuefni spurn-
inguna: Er æskilegt að konur
taki aukinn þátt í stjórnmálum
Föstudagur 20. júní
19.30 Efst á baugi. Tómas Karls-
son og Magnús Þórðarson fjalla
um erlend málefni.
20.00 Tónlist eftir Herbert H. Á-
-gústsson, tónskáld mánaðarins.
20.35 Efnahagsleg samvinna.
Guðlaugur Tr. Karlsson hag-
fræðingur flytur erin^i um
tolla-, fríverzlunar- og efnahags
bandalög.
Laugarúagur 21. júní
19.30 Daglegt líf. Árni Gunnars-
son fréttamaður stjórnar þætt-
inum.
20.20 Leikrit: „Ættingjar og vin-
ir“ eftir-St. John Ervine. Áður
útvarpaö í nóvember 1957, Leik
stjóri og þýðandi Þorsteinn Ö
Stephensen.
GoíJt
Arama á reiðhjóli
Margt í fari útlendinga kemur
okkur spánskt fyrir sjónir, þvi
sinn er siöur í landi hverju. Til
dæmis tiökast það mjög lítið
hérlendis, þó þaö sé algengt og
þyki sjálfsagt erlendis, að eldri
konur hjóli. Þannig er það van-
inn og hinir daglegu siðir, sem
ráða geröum okkar og venjum.
Mér datt þetta í hug, þegar
ég einn góðviðrisdaginn hitti
tvær útlendar konur á förnum
vegi, hjólandi, en þær voru að
spyrja til vegar. Þær hafa vafa-
laust verið á sextugsaldri, en
hressar og kátar af áreynslunni.
Mér fiaug þegar í hug, hversu
frábitinn slíkur ferðamáti mundi
vera ömmunum í minni fjöl-
skyldu, og þegar ég fór að
hugsa um þaö, þá fannst mér
það jafnvel hiægilegt að hugsa
sér þær á reiðhjóii. En einnig er
ekki hægt að neita þvi, að vart
finnst hressilegri og skemmti-
legri ferðaháttur fyrir fólk á
öllum aldri, að minnsta kosti á
leiðum þar sem rykið verður
ekki of mikið.
íslendingar gera of mikið af
því aö miða allar sínar ferðir
við þaö sem bíllinn getur flutt
fólk. Það er gert of lítið af því
að ganga og hjóla. Ferðaíog á
hjólum veita hæfilega hreyfingu
til dæmis eldra fólki. Velmegun
in hefur gert okkur aö allt of
miklu kyrrsetufólki, svo raunar
væri nauðsyn á þjóðarvakningu
til að fá fólk til að hreyfa sig.
Nú er kominn sá árstími, að
gönguferðir og útivera alls kon
ar er æskilegt og ákjósanlegt
sport. Og einnig gætum við eins
og flestar aðrar þjóðir gera, not-
að reiöhjólið til ferðalaga, ekki
bara fyrir böm og unglinga,
heldur einmitt fyrir eldra fólkið,
sem þarf að lyfta sér upp frá
daglegu amstri.
Mjög margir eru sammála
mér í því, að fólk þurfi að gera
meira af því að hreyfa sig,
ganga og hjóla, úti í frisku lofti
sér til hressingar. En samt sem
áður kemur hinn daglegi vani í
veg fyrir að fólk hreyfi sig úti
til upplyftingar. Hins vegar
væri ekki ólfklegt ef það yrði
gert að eins konar tízku að
ganga eða hjóla, að bókstaflega
allir, sem vettlingi gætu valdið
færu á stjá, og þá Iafnvel í tíma
og ótima. Og það er einmitt
það, hvort ekki væri hreinlega
æskilegt að til slíkrar hreyfing-
væri stofnaö,
Til dæmis mundi það hafa
góð áhrif, ef hinir framtakssömu
Ijónaklúbbar tækju sig til og
hjóluðu spottakorn, þó ekki
væri nema eins og upp á Sand
skeiö. Eða ef eitthvert hinna
virðulegu kvenfélaga boðaði
til fjölmennrar hiólaferðar eða
göngu. Þessi siður gæti því hæg
lega breiðzt út eins og skóg-
ræktaráhugi eða hestamennska,
og orðið stórum hópum fólks,
sem annars hreyfir sig Iítið til
góðrar hressingar. Það sæti far
ið svo að okkur þætti það ekki
koma okkur spánskt fyrir sjónir
að sjá eldra fólk hjóla sér til
hressingar í nágrenni borgarinn-
ar.
Þrándur í Götu.
Eigno - umsýsln, kaup og sola
BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F
ASGEIR BJARNASON
Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 og 11399