Vísir - 28.06.1969, Page 1

Vísir - 28.06.1969, Page 1
VISIR 59. árg. — Laugardagur 28: júní 19S9. — 142. tbl. Réttur til hafsbotnsins mið- aður við 500 metra dýpi? ■ Hver á auðæfi hafsbotnsins? Edvard Hambró, ambassador Noregs hjá Sameinuðu þjóðun um, ræddi þessa spurningu á fundi í Sigtúni í gær. Taldi hann ekki óliklegt, að miða mætti rétt þjóða til þessara auðæfa tið 500 metra dýpi. Hótelherbergi losna í stórum stíl Ómæld auðæfi eru á botni hafs- ins. íslendingar hafa gert sér þetta ljóst og slegið eign sinni á land- grunniö allt. Spurningin er þó miklu víðtækari. Sumir segja, að hverri þjóð beri réttur til athafna á hafi og í eftir tækni og styrk. Margir vilja þó setja ákveðnar regl- ur á grundveíli Sameinuöu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana. Helzt er rætt um takmarkanir á rétti til nýtingar auðæfa á hafs- . r_, :■ botni utan landhelgi, sem miðaðar væru við 50 milur eða ákveðið haf- dýpi. Hambro, sem er sérfræðingur í þessum efnum, kvað þjóðir heferxs verða að vinda bráöan bug aö samningum um málið, eig; ekki að hefjast grimmilegt nýlendustr-RS um auðæfi hafbotnsins, þar sem hagur smáríkja yrði fyrir borð hor- inn. — Ferðaskrifstofurnar standa ekki við pantanir sinar — Hættuleg vinnubrögð, segir Konráð a Sogu ■ Ferðaskrifstofurn- ar okkar virðast ha' verið full ákafar við að tryggja sér hótelpláss að selja þessi pláss á hótelun- um og væru þau yfirleitt full þessa dagana, þrátt fyrir af- pantanir, enda er nú mesti annatími ársins í ferðamálum. — Árni Stefánsson, hótelstjóri á Höfn í Hornafiröi, sagði að talsverð bragð væru að því að fækkaði í ferðamannahópunum frá því sem pantað hefði verið. Pantanir, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefði átt hefðu brugðizt til dæmis og einnig hefðu pant anir frá erlendri ferðaskrifstofu sem skipti við hótelið brugðizt. — Þetta kemur alltaf fyrir öðru hverju, sagði Árni og getur ver ið erfitt að ráða við það, en slíkt getur auðvitað komið sér mjög bagalega. Árni kvað hótelið ekki alveg fullskipað núna. „Vertíðin" hjá þeim þar eystra byrjaði í seinna lagi. Aðalferðamannastraumur- inn þangaö austur yrði í júlí og ágúst og þá mánuði væri mikið pantað fyrirfram. fyrir gesti sína i sumar Hótelin hafa bókstaflega verið upppöntuð löngu fyrirfram yfir sumar- mánuðina. Svo kemur í ljós að feröaskrif ' stofurnar hafa ekki getað selt upp í áætlanir sínar og herbergi, sem pöntuð voru snemma í vet ur á hótelunum eru nú aö losna unnvörpum. — Þetta kemur sér að sjálfsögðu bagalega fyrir hótelin, þar sem þau hafa orðiö að neita fjölda ferðamanna um gistingu, jafnvel þótt falazt hafi verið eftir plássi snemma í vet- ur. — Vísir ræddi í gær við Konráð Guðmundsson, hótel- stjóra á Hótel Sögu og spurðist fyrir um þetta og sagði hann að því væri ekki að neita að pantan ir ferðaskrifstofanna hefðu brugðizt að talsvert stórum hluta og yrðu þetta að teljast hættuleg vinnubrögð. Hins veg- ar sagði hann, að tekizt hefði Liósmyndarinn gat ekki staðizt þessa freistingu eins og gefur að skilja. Hún talar sínu máli um sólskinið og sumarhitann í Reykja- vík síðustu dagana. — Þær þurfa ekki að sækja sólböð á Mallorca þessar til þess að fá ofurlítinn sólroða á kroppinn. — Og vonandi helzt góða veðrið áfram, svo að'slík sjón megi sjást sem víðast. Læknanemar óánægðir með próffyrirkomulagið: 56 FÍLLU AF 84 1 Úrslit fyrstaárs prófanna í æknadeild Háskólans urðu þau ið 28 læknanemar stóðust bæði ikriflegu prófin, en 84 létu innrit ist til prófanna, þess verklega >g hinna skriflegu. Þessi tala samsvarar þvi, aö um >riðjungur læknanema hafi náð irófunum að þessu sinni. Mikillar óánægju gætir meðal læknanema um próffyrirkomulagið í fyrstaársprófunum að þessu sinni en ný reglugerð tók þá gildi. Var krafizt að lágmarkseinkunninni 7 væri náð í báöum skrifiegu grein unum. Þessi krafa varð til þess, að margir létu hugfailast og fóru ekki í seinna skriflega prófið. Af þeim 77, sem fóru í skriflega prófið í vefjafræði, hættu 25 við frekari prófraunir og voru því 52, sem Harður árekst- ur á Hringbraut Mjög harður bifreiðaárekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Sóleyjargötu um miðjan dag í gær. Fólksbifreið var ekið inn á austurakrein Hringbrautar og í veg fyrir Reykjavíkurbifreið, sem ekið var austur Hringbrautina. Varð areK'Uuriim mjög> harðnr Úku- menn beggja bifreiðanna, kven- maður í Akureyrarbifreiðinni en karlmaður í Reykjavíkurbifreiðinni, voru báðir fluttir á slysavarðstof- una. Akureyrarbifreiðin er mjög mikið skemmd, enda lenti hin bif- reiðin í miðja hlið hennar. tóku seinna skriflega prófið, sem var efnafræði. Einn læknanemanna náði 14, eða næsthæstu einkunn i efnafræðinni að þessu sinni, en 5 í vefjafræði, sem er neðan lágmarkseinkunnar og er því fallinn. Eru læknanemar mjög óánægðir með einkunnafyrir- komulagið og prófafyrirkomulag, en í vefjafræðinr.i er lesinn doðr- antur mikill en hver læknanemi prófaður úr tveim litlum köflum hans. — Telja þeir þennan sparðatíning óheppilegt fyrirkomu- lag, sem ekki veiti læknanemum tækifæri til að sýna raunverulega þekkingu á námsefninu. Vfsir hefur fregnað að mennta- málaráðherra hafi nú heimilað iæknadeildinni, að sett yrðu inn- tökuskilyrði í deildina fyrir næsta námstimabil, en deildin hefur átt vð mikinn húsnæðisskort að stríða. > Má því búast við að vissra lág- ] markseinkunna verði krafizt af ný- ' stúdentum. Nefndar hafa verið töl- ] urnar 7.25—8. 1 I Blaðiö talaði við menntamálaráð- 1 herra, sem vísaði frá sér en sagði i að fréttatilkynningar yröi að vænta J frá lækmdeildinni um helgina. — samkvæmt veðurspánni ■ Lánið mun leika við þá, sem hafa hugsað sér að skreppal; út úr bænum um helgina — það er að segja, ef spá veðurfræð-I" inganna rætist. Samkvæmt upplýsingum eins af veðurfræðing-jí um Veðurstofunnar verður tilvalið ferðaveður um helgina, aðí minnsta kosti hér á Suðvesturlandi. t Spáin hljóðar upp á hæga norðaustanátt og bjartviöri með 12 til 14 stiga hita, þegar bezt lætur. Aftur á móti mun ekki eins mikil hætta á að menn fái sólsting noröan lands og austán, því að þar er gert ráð fyrir þokulofti og úrkomu og lágu hitastigi, einkum á annesjum. Þrátt fyrir góða spá hér á Suðurlandi telja veöurfræðingar heppilegast fyrir ferðafólk að hpyja sig heim fyrir sunnudags- kvöld, því að aðsteðjandi lægð fyrir sunnan landið gæti vel veriö á þeim buxunum að valda úrkomu syðst á Suðurlandi á sunnudagskvöldið. Ekki munu þó allir Reykvík- ingar bregða sér í skemmtiferðir um helgina, enda ýmislegt við að vera í höfuðstaðnum. Til dæmis má nefna, að útiskemmt- un verður haldin að Árbæ á sunnudag að frumkvæði Fram- farafélags Seláss og Árbæjar- hverfis í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Klukkan 2 á sunnudag fer skrúðganga frá barntskólanum að Árbæ og lúðrasveit leikur, en útiskemmtun með dagskrá verður á Árbæjartúni frá kl. 3—6 og 8.30—1. Þeir, sem ætla að leggja land undir föt um helgina, geta fund- ið ýmsar nytsamlegar ráðlegg- ingar um útbúnað og annað þess háttar á bls. 5 í Vísi í dag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.